Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. FBBRÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
AKUREYRI
Vill bygg;ja 12.000 fermetra verslunarmiðstöð á Akureyrarvellinum
Heildarkostnaður er áætl-
aður einn milljarður króna
JÁKUP Jacobsen, annar eigenda
Rúmfatalagersins, sagði bæjaryfir-
völd á Akureyri hafa tekið vel í þá
hugmynd að reist yrði verslunarhús
á Akureyrarvellinum. Hann sagði
málið þó ekki í höfn en að niður-
staða liggi íyrir í næsta mánuði.
Rúmfatalagerinn og Kaupfélag Ey-
firðinga sóttu fyrir skömmu um
byggingaleyfi fyrir verslunarhúsi á
fótboltavelli Akureyringa í miðbæn-
um en Jákup sagði Rúmfatalager-
inn vilja standa einan að bygging-
unni en leigja KEA og íleiri aðilum
rými í húsnæðinu.
Jákup sagði að hugmyndin væri
að reisa 12.000 fermetra verslunar-
miðstöð á vellinum, eða svipað hús
og Rúmfatalagerinn byggði við
Smáratorg í Kópavogi. Hann sagði
að heildarkostnaðurinn við fram-
kvæmdir á Akureyri gæti farið ná-
lægt einum milljarði króna. Hann
sagði að Rúmfatalagerinn þyrfti um
3.000 fei-metra húsnæði, KEA um
2.500-3.000 fermetra undir Nettó-
verslun, auk þess sem minni sér-
verslanir fengju þar inni.
Eyða mikluni tíma
í verslunarmiðstöðvum
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA,
sagði það vel koma til greina af
hálfu KEA að framkvæmdin yrði al-
farið í höndum Rúmfatalagersins og
að KEA leigi húsnæði undir Nettó-
verslun. „Þarna er verið að tala um
framkvæmd upp á einn milljarð
ki-óna og við sjáum hag í því að fá
allt þetta fjármagn að sunnan hing-
að norður. íslendingar eyða miklum
tíma í verslunarmiðstöðvum og eins
og hjá öðrum þjóðum fer það að
verða helsta heilsuræktin að ganga
um verslunarmiðstöðvar."
Jákup er bjartsýnn að niðurstaða
bæjarjfiivalda verði jákvæð og hann
sagði að margir hafi lýst yfir áhuga á
að fjármagna framkvæmdimar.
„Við myndum þá hefja fram-
kvæmdir eins fljótt og mögulegt er
og stefna að því að opna þarna
verslanir í ágúst á næsta ári. „Það
vantar meira líf í miðbæinn og þessi
framkvæmd gæti því orðið til góðs.
Það kemur mikið af utanbæjarfólki
til að versla á Akureyri og ég tel að
á þessu markaðssvæði séu 25-30.000
manns.“
Rúmfatalagerinn er í 1.100 fer-
metra húsnæði við Norðurtanga á
Akureyri og Jákup sagði að ef ekki
fengist leyfi til að byggja á Akureyr-
arvellinum yrði ráðist í stækkun hús-
næðisins þar. „Við höfum möguleika
á að stækka verslun okkar við Norð-
urtanga um 700-800 fermetra."
Tónleikar til
styrktar minn-
ingarsjóði
TÓNLEIKAR til styrktar minning-
arsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur
verða haldnir í Safnaðarheimili
Akureyi'arkirkju í kvöld og hefjast
þeir kl. 20.30.
Þorgerður lauk burtfararprófi frá
Tónlistarskólnum á Akureyri og var
nýkomin til Lundúna í framhalds-
nám er hún lést af slysfórum í febrú-
ar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstand-
endur hennar ásamt Tónlistarskól-
anum og Tónlistarfélagi Akm'eyrar
minningarsjóð til að styrkja efnilega
nemendur frá Tónlistarskólanum á
Akureyri til framhaldsnáms. Árlegir
tónleikar er helsti vettvangur til að
styi-kja sjóðinn.
Á tónleikunum koma fram nem-
endur á efri stigum með fjölbreytta
efnisskrá. Aðgangur er ókeypis en
tekið er á móti frjálsum framlögum
í sjóðinn. Boðið verður upp á kaffi
að tónleikunum loknum.
Morgunblaðið/Kristján
HANNES Haraldsson við bíl sonar síns sem var eyðilagður á bflastæði
Verkmenntaskólans á Akureyri um helgina. Hann heldur um járnstöng
sem stóð út úr bflnum þar sem áður var hliðarrúða.
Fólksbíll eyðilagður á bílastæði VMA
Bíllinn ekki tekinn
neinum vettlingatökum
FÓLKSBÍLL sem stóð á bílastæði
við Verkmenntaskólann á Akureyri
var eyðilagður um helgina. Sá eða
þeir sem þama voru á ferðinni fóru
ekki neinum vettlingatökum um bíl-
inn. Allar rúður voru brotnar, svo og
öll ljós, rúðuþurrkur brotnar af,
stungið á afturdekkin og þá er bfll-
inn illa farinn að innan og meira og
minna dældaður að utan.
Vinafundur
eldri borgara
KRISTÍN Aðalsteinsdóttir, lektor við
Háskólann á Akureyri, verður gestur
á vinafundi eldri borgara í Glerár-
kirkju á morgun, fimmtudaginn 11.
febrúar kl. 15.
Samveran hefst með stuttri helgi-
stund. Nemendur úr söngdeild Tón-
listarskólans á Akureyri koma í heim-
sókn og boðið verður upp á veitingar.
Svæðið við VMA er vaktað og það
var vaktmaður frá Securitas sem til-
kynnti lögreglunni um atburðinn.
Daníel SnoiTason, lögreglufulltrúi á
rannsóknardeild lögreglunnar á
Akureyri, sagði ekki ljóst hver eða
hverjir hafi verið þarna að verki en
að málið væri í rannsókn.
Hannes Haraldsson var að sækja
bílinn á bílastæði VMA í gærmorgun
og hann átti vart orð til að lýsa þeirri
skemmdarfýsn sem þama hafði átt
sér stað. Bfllinn er í eigu Haraldar,
sonar Hannesar, en hann hafði skilið
bflinn eftir á bflastæðinu eftir að
hann bilaði.
Útvarpstækinu stolið
Hannes sagði engu hafa verið
stolið úr bflnum um helgina og að
hann hafi tekið ýmsa lausamuni úr
bílnum á mánudag. Þegar hann svo
kom til að sækja bílinn í gærmorgun
var búið að stela sambyggðu útvarpi
og segulbandi úr honum.
Styrkveitingar úr
Húsfriðunarsjóði Akureyrar
Húsfriðunarsjóður Akureyrar veitir einu sinni á ári styrki til
viðhalds og endurbyggingar friðlýstra húsa og eldri húsa, sem
teljast hafa varðveislugildi.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum og þurfa
umsóknir að hafa borist fyrir lok febrúar. Með lánsumsókninni
fylgi upplýsingar um áætlaðar framkvæmdir og kostnað.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum bæjarins í
Glerárgötu 26 og Geislagötu 9.
Umsóknum sé skilað í Glerárgötu 26.
Nánari upplýsingar veita Ingólfur Ármannsson og Unnur
Þorsteinsdóttir á skrifstofu menningarmála, Glerárgötu 26,
sími 460 1461 og 460 1457.
Unglingspiltar fleygðu gangstéttarhellum niður af þaki
Listasafnsins á Akureyri
Stórhættulegt athæfi
sem verður að linna
Morgunblaðið/Kristján
LÁRUS Hinriksson, starfsniaður Listasafnsins á Akureyri, við brotn-
ar gangstéttarhellur sem unglingspiltar fleygðu niður af þaki safns-
ins í gær, en oft hefur litlu mátt muna að vegfarendur og bflar yrðu
fyrir grjótkastinu.
NOKKRIR unglingspiltar, 13-14 ára
gamlir hafa gert sér að leik að fara
upp á þak Listasafnsins á Akureyri,
losa hellur sem þar eru og fleygja
þeim niður á götu. Þeir voru þar á
ferð eftir hádegi í gær og mátti sjá
brot úr hellunum á gangstéttinni við
safnið og úti um alla götu. Lögregla
var kölluð á staðinn en piltamir
komust undan.
Lárus Hinriksson, starfsmaður
Listasafnsins á Akureyri, sagði að
þetta athæfi hefðu þeir stundað
nokkrum sinnum en sem betur fer
hefðu enn ekki orðið slys á fólki eða
skemmdir á bflum, „en hurð skollið
næm hælum í nokkur skipti,“ sagði
hann.
Listasafnið á Akureyri stendur við
mitt Kaupvagnsstræti í Gilinu svo-
nefnda, eina mestu umferðargötu
bæjarins. Til að komast upp á þakið
þarf að fara frá Gilsbakkavegi og
klífa yfir girðingu. Þakið er flatt og á
þvi liggja hellumar, sem greinilega
er auðvelt að losa. Um töluverða hæð
er að ræða, eða allt að 15 metra frá
þaki og niður á götu.
„Mér líst ekkert á þetta,“ sagði
Láms en hann hefur kallað til lög-
reglu í nokkur skipti vegna þessa og
þá nefndi hann að í einhver skipti
hefði hann náð piltunum og þá látið
þá þrífa upp eftir sig. „Núna hentu
þeir niður stómm steypuköggli, rétt
eftir að bíl hafði verið ekið hér upp
eftir Gilinu, það munaði mjög litlu og
þetta er alveg stórhættulegt. Maður
hefur oft sopið hveljur hérna, þegar
grjótinu rignir niður og gangandi
vegfarendur og bflar stöðugt á ferð
upp og niður. Eg hef margoft séð
ökumönnum fipast við aksturinn
þegar skæðadrífan gengur hér yfir,“
sagði Lárus. Hann vildi brýna fyrir
foreldrum að leiða börnum sínum
fyrir sjónir hversu hættulegt þetta
athæfi væri og grípa í taumana áður
en af yrði slys.
Þessu verður að linna
Finnur Magnús Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Gilfélagins, er með
skrifstofu handan götunnar og hefur
hann einnig gripið í taumana þegar
mannaferða er vart á þaki Listasafns-
ins. „Ég varð tvívegis í fyrrasumar
var við að krakkar væm á ferð uppi á
þakinu. I annað skiptið vom þeir með
blöðrur fullar af vatni og gerðu sig lík-
lega til að henda þeim niður á götu, en
þá var umferð gangandi vegfarenda
mildl, m.a. mikið af útlendingum á
ferðinni," sagði Finnur.
Hann benti á að þótt reynt væri að
fleygja grjótinu niður þegar enginn
væri á ferð væri ómögulegt að sjá
hvenær fólk gengi úr úr versluninni
Samlaginu sem þama er, en ekkert
þakskegg er þar ofandyra. „Það
stafar mikil hætta af þessu grjótkasti
og því verður að linna,“ sagði Finnur.
Morgunblaðið/Kristján
Íbúðarhús og útihús
Til sölu er íbúöar- og útihús á jörðinni Skáldalæk
sem er skammt frá Dalvík.
Upplýsingar gefa Helgi í s. 466 1311 og Reimar í s. 466 1305
Ok á
ljósastaur
ÖKUMAÐUR fólksbfls var flutt-
ur á slysadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri síðdegis í
gær en hann hafði misst vald á
bifreið sinni með þeim afleiðing-
um að bfllinn hafnaði á ljósa-
staur. Áreksturinn varð á mót-
um Skógarlundar og Eikarlund-
ar um kl. 17.30 í gær.
Varðstjóri lögreglunnar sagði
að ekki væri nákvæmlega vitað
um meiðsl en þau virtust ekki
veruleg. Bifreiðin er mikið
skemmd og var flutt brott af
vettvangi með kranabfl. Staur-
inn skemmdist einnig og m.a.
hrundi jjósið niður og hafnaði
ofan á bflnum.