Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 44
^4 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIKTORÍA EGGERTSDÓTTIR, Langholtsvegi 142 lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 8. febrúar. Sigríður Unnur Konráðsdóttir, Ægir Vigfússon, Guðlaug E. Konráðsdóttir og barnabörn. + HARALD EYRDAHL GUNNARSSON, Kaupmannahöfn, fæddur 6/6 1921, er látinn. Nína Gunnarsson, Lene Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÞÓRÐARSON fyrrv. leigubifreiðastjóri, Boðahlein 13, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstu- daginn 12. febrúar kl. 15.00. María Sigurðardóttir, Kjartan Kjartansson, Ásþór Kjartansson, Hildur Ásmundsdóttir, Sigurður Kjartansson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÁSMUNDSSON sendifulltrúi, Kleppsvegi 142, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 5. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 15. febrúar kl. 13.30. Karí Karólína Eiríksdóttir, Edda D. Sigurðardóttir, Sigurður K. Kolbeinsson, Birna K. Sigurðardóttir, Erlingur Hjaltested, Ellisif A. Sigurðardóttir, Hafliði Ragnarsson, Sunna M. Sigurðardóttir og afabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður til heimilis að Bjarkargrund 14, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstu- daginn 12. febrúar kl. 14.00. Kristín Þorsteinsdóttir, Jón Stefánsson, Bjarni Þorsteinsson, Hallfríður Gunnlaugsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, ÞORVALDUR ÁRNI GUÐMUNDSSON fyrrv. starfsmaður Alþingis, Safamýri 42, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju fimmtu- daginn 11. febrúar kl. 15.00. Áslaug Guðjónsdóttir. ELÍN MARKAN + Elín Markan fæddist 16. júlí 1943. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 1. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hörður Markan, f. 4. ágúst 1916, d. 2. mars 1987, og Guð- rún Guðlaugsdóttir, f. 18. desember 1920, d. 7. október 1978. Systkini Elín- ar: Kristín, f. 29. janúar 1938, d. 25. desember 1986; Sigríður, f. 13. ágúst 1940; Hr- efna, f. 18. mars 1942; Guðrún, f. 28. september 1944; og Hörð- ur, f. 7. desember 1945. Seinni kona Harðar, föður Elínar, var Málfríður Jörgensen, f. 25. maí 1934, d. 4. desember 1989. Son- ur þeirra er Böðvar Markan, f. 31. maí 1968. Sonur Elínar Einar Atli, f. 21. júní 1959, d. 10. apríl 1990. Dætur Einars Atla eru Elín Hrönn og Hlíf. Árið 1964 giftist Elín Páli Brekk- mann Ásgeirssyni. Sonur þeirra er Páll Þorgeir Páls- son, f. 26. septem- ber 1963, kvæntur Ölfu Lind Birgis- dóttur. Börn þeirra eru Helena Lilja og Jón Brynjar. Páll Brekkmann og Elín slitu sam- vistum. Árið 1976 giftist Elín Jóni Ólafssyni skipstjóra hjá Eimskip. Útför Elínar fer fram frá Kirkjugarðskapellunni í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Okkur skortir orð til að kveðja þig, það er margt sem við vildum segja en erfitt virðist vera að fá það niður á blað. Það er alltaf sárt að skiljast en hinsta kveðjan er þó erf- iðust. Við fyllumst tómleika og eig- um bágt með að hugsa okkur íram- tíðina án þín. En við vitum einnig hvernig þú varst, þú hefðir ekki viljað að við gæfumst upp og sú hugsun veitir okkui- styrk. Minn- ingarnar gera það að verkum að við getum bæði grátið, brosað og hleg- ið. Trúin sefar sorgina því við vitum að þú ert á góðum stað. Við endum þessa kveðju með orðunum sem þér þótti svo vænt um: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber: Guð í alheims geimi og Guð í sjálfum þér. Sofðu rótt. Páll og Alfa. Elsku besta amma. Nú ertu loksins búin að fá hvfld frá sjúkdómnum og hefur það gott. Það var skrýtið að koma á Hellis- götuna og hafa enga ömmu til þess að taka á móti sér. Við eigum svo margar góðar minningar um þig og þær munum við alltaf geyma sem okkar dýrmætasta fjársjóð. Þessi fjársjóður mun hjálpa okkur í gegn um allan söknuðinn og tómarúmið Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri B Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. UIFARARSTOFA OSWALDS sími 5513485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTi 4B • 101 REYKJAVÍK I.í KKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR sem varð eftir þig. Við hlökkum til að hitta þig uppi á himni, þá munum við alltaf fá að vera saman og þá ert þú ekki lengur veik. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Þín Helena Lilja og Jón Brynjar. Elsku systir. Nú er þrautagöngu þinni lokið. Eg er enn ekki búin að átta mig á því að þú sért farin, þú varst svo stór þáttur í lífi mínu, daglegt sam- band, stundum oft á dag. Þó að ég vissi innst inni að hverju stefndi hélt ég alltaf í vonina um bata, enda varst þú búin að vera ótrúlega dug- leg og sýna mikið æðruleysi í bar- áttunni við þinn sjúkdóm. Þegar rofaði til á milli geislameðferðar, skurðaðgerðar og nú síðast lyfja- meðferðar, var ekkert undir sólinni sem þú ekki tókst þér fýrir hendur, enda hefur þú unnið mikið um æv- ina bæði til sjós og lands. Þú varst hjartahlý og sú gjafmildasta sem ég hef kynnst. Þú hafðir mikla samúð með þeim sem minna máttu sín og reyndir ávallt að rétta hjálparhönd, ég gæti haldið áfram að skrifa um þína góðu kosti því þeir voru marg- ir, en það var ekki þinn stfll að halda slíku á lofti. Það skiptist á með skini og skúrum í lífi þínu. Þegar Stína systir lést í desember 1986 tókst þú það mjög nærri þér, eins og við öll. Hún var elsta systir okkar og sú sem ætíð var hægt að leita til. Síðan lést Einar Atli, eldri sonur þinn, árið 1990. Ég man hvað harmur þinn var mikill. Það er sagt að tíminn lækni öll sár en ég veit að ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ það sár var ekki gróið þegar þú fórst. Ég er þess fullviss að öll sár eru gróin núna og þú búin að ná fullum bata. Af hverju ég er svona viss, jú, þú tókst á móti Jesú heima í stofu á Hellisgötunni þar sem við áttum svo margar góðar stundir. Þú játaðir með munni þínum að „Jesús Kristur sé drottinn þinn og trúðir í hjarta þínu að Guð hefði reist hann upp frá dauðum. Þá munt þú frels- ast“ (Róm. 9;10). Að lokum vil ég þakka starfsfólki hjartardeildar (14É) Landspítalans fyrir frábæra umönnun og hlýju. Éinnig vil ég þakka Sigurði Árna- syni krabbameinslækni fyrir að gera allt sem í hans valdi stóð. Elsku Ella mín, hafðu þökk fyrir allt. Við Ragnar og börn biðjum al- góðan Guð að blessa og styi-kja Jón, Palla, Ölfu, barnabörn og aðra ætt- ingja. Guðrún Markan. Hvað getur maður sagt þegar sorgin er svo mikil að maður hefur ekki lengur skilning á henni? Sorg- in er jú gríma gleðinnar og þegar maður grætur með endalausa sorg í hjartanu er gott að líta til baka og rifja upp liðnar stundir. Það var alltaf gott að koma til Ellu frænku, hún var alltaf svo hlý, alveg sama hvernig stóð á hjá henni. Hún var sjómaður og hörku- tól í mínum huga og ég leit upp til hennar. Ella var alltaf að og nú í seinni tíð skynjaði ég hvað hún var mikill arkitekt í sér. Þær voru ófáar íbúðirnar sem hún gerði upp og var það gert af mikilli nákvæmni og vandvirkni. Hún var mikill grínisti og sló oft á létta strengi þó svo að veikindin væru orðin veruleg. Þeg- ar ég var 6-7 ára bjó Ella frænka í Grundarfirði og fékk ég stundum að fara í heimsókn til hennar, það var mikið sport. Frá Grundarfirði flutti Ella svo til Stykkishólms. Þá gat ég farið í heimsókn til hennar þegar ég vildi. Það var eitthvað í röddinni hennar sem hændi mig að henni og einnig tónlistin sem hún spilaði. Hlýja og frelsi einkenndi fas henn- ar. Vel man ég eftir húsgögnum og öðrum munum sem hún átti. Ég var mjög hrifin af stflnum hennar. Mik- ið af dökkum litum: Vínrauður, rauður, brúnn. Seinna þegar Ella flutti suður og bjó í Skipasundi, þá ætlaði ég að heimsækja hana en mundi ekki númer hvað íbúðin var. Stalst ég þá til að kíkja á glugga á einni íbúðinni, því ég vissi að ég mundi þekkja húsgögnin, og gekk það eftii'. Ella átti heima á mörgum stöðum og missti ég öðru hverju af henni. Það var ekki íyrr en hún kom aftur heim frá Svíþjóð í kring- um 1996 að ég fór að hitta hana aft- ur reglulega. Þá var hún orðin mjög veik. Þrátt fyrir veikindin gerði hún upp enn eina íbúðina, íbúð sem hún keypti á Grettisgötu. Það var ótrú- legt hugrekki og ótrúleg vinnu- harka og elja sem Ella sýndi við standsetningu þessarar íbúðar, svo þjökuð sem hún var. Elsku Palli, Alfa, Helena, Jón Brynjai' og Jón. Ég bið Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar en mun- ið að sorgin er gríma gleðinnar. Því hvað grætur maður annað en þá gleði sem maður hefur átt? Nú ertu farin til Guðs Ella frænka. Nú veit ég alltaf hvar ég á að finna þig. Ég geri orð Skáld-Rósu að mín- um í kveðju til Elínar Markan: Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber. Steinar tali og allt hvað er. Aldrei skal ég gleyma þér. Ólöf Hermannsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. t»að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.