Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 + Arnar Þór Ólaf- íuson fæddist í Reykjavík 27. októ- ber 1992, hann var til heimilis að Grýtubakka 10 í Reykjavík. Arnar Þór lést á barna- spítala Hringsins 2. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafía Guð- bergsdóttir, f. 10. júlí 1969, og Guð- bjartur S. Franz- son, f. 8. janúar 1973. Þau eru bæði búsett í Reykjavík. Foreldrar Ólafíu eru hjónin Ragnhildur Gísladóttir, f. 13. mars 1943, og Guðbergur Sigurðsson, f. 16. febrúar 1942. Þau búa á Lækj- Elsku Arnar Þór, nú ertu búinn að yfirgefa þetta jarðneska líf. Að- eins 6 ára. I tvö ár hefur þú barist við erfiðan sjúkdóm, sem alltof marga leggur að velli, langt um ald- ur fram. Þú hefur verið alveg ein- staklega duglegur, sannkölluð hetja. Þú varst náttúrubarn og unnir öllum dýrum og í sveitinni þinni á Lækjar- bakka í Mýrdal naustu þín best, enda voru þið afi og amma mjög nánir vinir. Þú ætlaðir að verða bóndi þar en nú verður þú það ann- arstaðar, þar sem enginn kvóti er! Ekki má gleyma veiðimanninum í þér, þú hafðir yndi af því að renna fyrir fisk enda áttir þú allan búnað til þess. Þú hafðir mjög gaman af því að fara í jeppaferðir með pabba þín- um og voru það góðar stundir hjá ykkur. Þú varst mjög þroskaður drengur eftir aldri og að ræða við þig um lífið og tilveruna var einsog að ræða við fullþroskaðan einstak- ling. Þessara stunda sem við áttum með þér verður sárt saknað. Þú gafst okkur margt sem við varðveit- um vel í hjarta okkar. Guð geymi þig elsku vinur. Vertu yfir og allt um kring í eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Elsku Ólafía, Bjartur, Guðbergur og Ragnhildur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Amma og afi, Hofsvallagötu 57. Eg sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt Þó sviði nú sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hrið, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðard) Foreldrum, ömmum og öfum og öðrum aðstandendum votta ég sam- úð mína. Guð styrki ykkur í sorg- inni. Svava langamma. Elsku Addi frændi, nú ertu farinn frá okkur. Uppáhaldsfrændi okkar og besti vinur, nú ertu orðinn engill hjá Guði og líður miklu betur. Það er fullt af börnum hjá Guði sem þú getur leikið þér við og sagt þeim skemmti- legar sögur úr sveitinni eins og þú sagðir okkur svo oft frá. Öllum dýr- unum sem þú elskaðir svo mikið, út- sýninu út á sjóinn, iðagrænum túnum og fjöllunum allt í kring. í sveitinni sló hjarta þitt hvað ákafast og mun gera um alla tíð. Þú getur líka sagt þeim frá öllu þvi skemmtilega sem við gerðum þegar þú komst að heim- sækja okkur til Akui-eyrai’. Þegai’ við fórum í sund og ætluðum aldrei að arbakka í Mýrdal. Foreldrar Guð- bjarts eru lijónin Guðrún Sigurjóns- dóttir, f. 17. desem- ber 1946, og Franz Guðbjartsson, f. 9. apríl 1946. Þau eru búsett á Hofsvalla- götu 57 íReykjavík. Fyrstu tvö ár ævi sinnar bjó Arnar ásamt móður sinni hjá móðurforeldr- um á Lækjarbakka. Haustið 1994 fluttu þau svo til Reykja- víkur og hafa verið búsett þar síðan. Utför Arnars Þórs fer fram frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. hætta að hlæja eða allt það sem við brölluðum á leikjanámskeiðinu. Eða þegar við fórum í útileguna við Mý- vatn síðasta sumar. Vá, hvað það var alltaf gaman. Þú varst svo skemmti- Iegur, og þótt þú sért farinn verður þú alltaf uppáhaldsfrændinn okkar. Minningamar um þig munu alltaf gleðja okkur því þær verða geymdar á besta hugsanlega stað í hjarta okk- ar. Elsku Ólafía og Bjartur, ömmur og afar, ykkar missir er mikill en minningin um góðan og fallegan dreng lifir. Guð gefi ykkur styrk í hinni miklu sorg. Takk fyrir allt, elsku Addi frændi. Guð geymi þig. Bríet Una og Kolbeinn Bjarki. Lítill drengur ljós og fagur lífsins skilning öðlast senn. Elsku Amar, það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Þú gafst lífinu svo sannarlega lit. Þegar þú komst í heimsókn til okkar var alltaf hægt að hlæja að spjallinu á þér og oft var það þannig að lengi á eftir var maður að hugsa um það sem þú hafðir spurt og spjallað um með bros á vör. Þú þurftir alltaf að vita nákvæmlega um allt, þér dugðu eng- in yfirborðskennd svör við spurning- um þínum. Oftar en ekki duttu mér í hug vísurnar um hinn síspurula Ara sem erfitt var að svara. Þörf þín fyr- ir fróðleik var svo einlæg og óseðj- andi. Minningin um þig er minning um litla hetju sem barðist svo sterklega við erfiðan sjúkdóm. Lengi vel trúði ég því að þú hefðir betur því styrk- urinn sem þú sýndir var engu líkur. Sú minning sem eftir lifir er okkur öllum svo dýrmæt. Og margs er að minnast þótt ævi þín hafi verið alltof stutt, þú heillaðir alla sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér, þó ekki væri nema að tala við þig einu sinni. Þú gast talað svo tímunum skipti um sveitina þína og hvernig bú- skapurinn hjá ömmu og afa gengi. Það var líka eins gott að maður væri alltaf með nýjustu fréttir af Keikó á hreinu og hvernig Gylfa gengi á sjónum. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar þú komst í heimsókn til Vestmannaeyja um síðastliðna páska og við fórum með þig í skoðunarferð um Eyjuna. Þú hafðir mikinn áhuga á Tyrkjarán- inu og fannst það út að líklega hefðu Tyrkirnir stolið forfeðrum okkar. Það var líka svo gaman að sjá hvað þú barst mikla vii’ðingu fyrir hinu kyninu. Þú varst alltaf tilbúinn til að verja Sigrúnu Bryndísi og hinar stelpumar ef svo bar undir og hikaðir ekki við að taka utan um þær og kyssa. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn, elsku dúllan okkar, en við verðum að trúa því að þér sé ætl- að eitthvert meira og æðra hlutverk á öðrum stað. Elsku Ólafía, Smári og fjölskyldur, guð veiti ykkur styrk í þessari miklu sorg og vísi ykkur veginn fram á við. Sólrún Erla og fjölskylda. Elsku Arnai’ Þór. Ég sakna þín mikið. Alltaf þegar þú varst veikur bað ég guð um að hjálpa þér til að líða vel. Þú varst besti vinur minn, Arnar, mér fannst þú vera svo skemmtilegur en samt gátum við ekki alltaf leikið saman því stundum varst þú á sjúkrahúsinu. Seinast þegar ég hitti þig vorum við að leika okkur í Barbie og það var rosalega gaman. Ég vissi ekki að það væri í seinasta skipti sem ég hitti þig. Ég vona að þér líði vel uppi hjá guði og englunum. Ég hugsa alltaf til þín, elsku vinur. Þín vinkona Sigrún Bryndfs. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Par er kveðjan: „Kom til mín?“ Kristur tók þig heim til sín. W ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halldórsson) Ég tileinka Ai’nari Þór þetta er- indi úr sálminum eftir B. Halldórs- son og bið Guð að blessa minningu hans og einnig að styrkja Ólu vin- konu mína og ættingja í þeirra miklu sorg. Hvíl í friði, elsku Arnar Þór. Helena Jónsdóttir og fjölskylda. Kæri Arnar Þór, nú er komið að því að við þurfum að kveðja þig, þeirri stund áttum við seint von á. Sá mikli styrkur sem þú sýndir í veikindum þínum, styrkti von allra að þú næðir yfirhöndinni. Þínu hlutverki virðist vera lokið hér hjá okkur og við trúum því, að þín bíði ánægjulegir og sársauka- lausir tímar þar sem þú ert nú. I hvert skipti sem nafn þitt ber á góma, færist bros yfir alla sem hafa verið svo lánsamir að hitta þig. Svo mikil gleði og kraftur fylgdi þér, litli spuruli strákur sem allt þurfti að vita. Það var eins og þú ætlaðir að ná öllum mögulegum fróðleik sem þú gætir í þessari stuttu jarðvist. Þú skilur eftir margar ljúfar minningar sem við erum rík af. Þú og móðir þín hafið sýnt okkur hinum óskiljanlegan styrk sem við dáumst að og reynum að læra af. Guð verndi þig, elsku Óla, og styrki í sorg þinni svo og aðra að- standendur. Þér, Arnar, þökkum við fyrir dýr- mætar stundir. Kveðja. Þínir vinir Halldóra Reykdal og HafsteinnReykdal. Kveðja frá Vesturborg í dag kveðjum við Arnar Þór eftir stutta dvöl hér á jarðríki. Síðastliðin tvö ár hefur þessi litli glókollur háð harða baráttu við sjúkdóm þann er lagði hann að velli. Eftir að veikindi Arnars urðu ljós lá leið hans í langa og stranga meðferð á spítala. Hann hélt þó sambandi við leikskólann sinn, kom í heimsóknir þegar hann hafði heilsu til, og félagar og vinir fylgdust með honum. Það er alltaf áfall þegar einhver fellui’ í valinn, einkum þegar um börn er að ræða og margar spurningar brenna á vör- um, en fátt um svör. En minningin um Arnar vekur okkur til umhugs- unar um gildi og hverfulleika lífsins. Við geymum góðar minningar um fallegan, glaðværan og skemmtileg- an dreng. Fyrir hönd starfsfólks leikskólans Vesturborgar sendi ég Ólafíu, Guð- bjai-ti og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur og vona að þau hljóti huggun og styrk í sorg sinni. Steinunn Sigurþórsdóttir. Arnar Þór Ólafíuson, nemandi í 1. bekk í Breiðholtsskóla, lést í síðast- liðinni viku eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Stórt skarð er höggvið í raðir yngstu nemenda skólans. Skarð sem aldrei verður fyllt. Æskufjör og ærslagangur sem jafnan einkennir barnahóp hefur um stundarsakir vikið fyrh’ sorg og tómleika. Erfitt er fyrir fullorðna hvað þá heldur lítil börn að skilja þann grimma raunveruleika sem felst í því að ungur og hæfileikaríkur drengur er kallaður brott úr þessu lífi. Arnar Þór var hreinskilinn og op- inn drengur. Hann var fljótur að kynnast og aðlagaðist nýju umhverfi mjög vel. Þrátt fyrir stöðuga og oft á tiðum illvíga baráttu við sjúkdóm sinn var hann lífsglaður og kátur. Amar Þór var afar skynsamur og þroskaður strákur sem reyndi að láta veikindi sín ekki hafa áhrif á sitt daglega skólalíf. Hann var fróðleiks- fús og spurði oft krefjandi spurninga um lífið og tilveruna og sætti sig ekki við óljós svör. Arnar Þór hafði skoðanir á öllum hlutum og hafði mikla þörf fyrir að segja bekkjar- systkinum sínum og kennaranum frá því sem á daga hans hafði drifið. Sér- staklega þótti honum vænt um og fannst gaman að segja frá dýrunum í sveitinni. Hann sýndi ótrúlegan dugnað í veikindum sínum og þrátt fyrir margar ferðir á sjúki’ahús var hugur hans alltaf í skólanum hjá bekkjarfé- lögunum og kennaranum hans. Ein- stök hlýja, dugnaður og fagmennska Láru Jónu Jónasdóttur, kennara hans, ásamt ótrúlegum styrk og um- hyggjusemi frá Ólafíu, móður hans, varð til þess að Amari leið vel í skól- anum og hann hlakkaði til hvers dags. Lífsgleði og dugnaður sem Arnar Þór sýndi í erfiðleikum hversdags- ins færði okkur öllum sem störfuð- um með honum sönnur á hversu mikil hetja hann var og þannig verð- ur hans minnst. Ég vil fyrir hönd nemenda og starfsfólks Breiðholtsskóla senda foreldrum Arnars og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur á þessum erf- iðu stundum og bið góðan Guð um að styrkja þau og blessa. Ragnar Þorsteinsson, skólastjóri. Það var haust er leið. sem dóttir mín bytjaði í 1. D í Breiðholtsskóla hjá henni Láru Jónu. Eins og gengur fer maður fljótlega að kannast við nöfn bekkjarfélaganna og heyra hvað er á seyði hjá þeim. Þar í hópi var Arnar, sem okkur foreldrunum hafði verið sagt frá, drengur sem væri mik- ið veikur og bundinn við hjólastól. Það atvikaðist síðan þannig að ég fékk vinnu í Breiðholtsskóla sem gangavörður en var svo beðin að vera Arnari til stuðnings meðan hann var í skólanum. Þetta var mér dýrmæt reynsla, að fá að kynnast Arnari og horfa á hvað bömin voru góð við hann og hann blíður á móti. Arnar var alltaf tekinn með inn í leikinn og aldrei hugsað út í það þótt kraftar hans væru ekki nægir. Það var alltaf svo stutt í brosið hjá Ai’n- ari og það var yndi að hlusta á hann segja frá sveitinni sinni og heyra hversu fróður hann var um dýrin. Ég minnist þess sérstaklega þeg- ar Arnar var í skólasundinu, þá var sem hyrfi allt sem hét veikindi og fótlun - þar naut hans sín til fulls. Þvífólnar jurtinfríða og fellir blóm svo skjótt? Því sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Þvíverðurvonogyndi svo varpað niður í grof? Því berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf.“ (B.H.) Nú hefur Arnar verið leystur frá öllum þjáningum og hvílir í friði og ró. Megi Guð vera með ykkur á þessum sorgartímum. Ebba. Arnar minn, ég mun aldrei gleyma, hvað okkar samverustundir geyma. Þær eru skráðar í minnið mitt, ég muna ætíð skal nafnið þitt í Breiðholtsskóla var býsna gaman, sem bræður leikum við okkur saman. Eg man þær stundir og man þær vel, ég man þitt hugljúfa hjartaþel. Með bróðurkveðju og klökku sinni, ég kynnin þakka í samfylgd þinni. Eg man þær stundir og man þær vel, ég man þitt hugljúfa hjartaþel. (Kristján Hjartarson) Þinn skólabróðir Karl Aron, 1-D, Breiðholtsskóla. ARNAR ÞOR ÓLAFÍUSON Með þessum orðum viljum við minnast bekkjarbróður okkar Ai-n- ars, sem er látinn. 0 Jesú bróðir besti og bamavinur mesti, % — æ, breið þú blessun þína á bamaæskuna mína. (P. Jónsson.) Þín mun verða saknað. Guð veri með foreldrum og öðrum aðstand- endum þínum. Þei, þei og ró, þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sofþúíblíðriró. Viðhöfumvakaðnóg. Værðar þú njóta skalt. Þei,þeiogró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Kveðja. Bekkjarfélagar 1-D. Elsku Arnar Þór. Ég ætla að kveðja þig með nokkrum fátækleg- um orðum. Ég fór að fylgjast með þér um leið og ég vissi að þú varst farinn að vaxa inni í maganum á henni mömmu þinni. Þegai’ þú svo komst í heiminn kom fljótt í ljós að þarna var fæddur mjög sérstakur, skemmtilegur og einkar skýr strákur. Þú varst eigin- lega alltaf brosandi og þegar þú fórst að tala þá hafðirðu strax skoðun á hlutunum. Og þú spurðir, þú spurðiri— og spurðir. Þú þui’ftir helst að vita allt, og miklu meira en það, vita um alla sem þú þekktir og hvað þeir væru nú að sýsla. „Amma, hvað var eldað í sveitinni í dag, hvar er hann afi, hvað er hann að gera úti á Mýri, Gígja hvar eru kettimir þínir núna...?“ Allt þetta spumingaflóð hljómar í eyrum mér þegar ég hugsa til þín. Það er svo skrítið að maður varð aldrei þreyttiu- á að svara þeim. Og þegar ég hugsa um þetta í dag þá held ég að eitthvað í undirmeðvituníj^, þinni hafi vitað að þú yrðir ekki svo lengi á jörðinni í þetta sinn og því þyrftir þú að nýta tímann vel og læra sem mest. Þú áttir líka mjög auðvelt með að læra og minni þitt var óskeik- ult. Þú bjóst líka að þvi að hafa verið mikið hjá afa þínum og ömmu á Lækjarbakka sem leyfðu þér að taka þátt í hinum ýmsu störfum í sveit- inni. Missir þeirra er mikill. En þá gerðist það sem engan hafði órað fyrir, þú varðst allt í einu veikur, þú sem hafðir alltaf verið svo hraustur. Fljótlega kom í ljós að veikindin vom mjög alvarleg og við tók erfið lyfjameðferð. Þú stóðst þig eins og hetja þó að lítill strákur eins og þú skildir kannski ekki alltaf hvað gengi á. En aldrei sá ég þig-« kvarta. Mamma þín vakti yfir þér dag og nótt og stóð sig eins og hetja. Þú átt einstaklega duglega mömmu. Þessi illvígi sjúkdómur hafði að lok- um sigur. Síðustu vikurnar vora erf- iðastar því að oft fannstu svo mikið til. Nú þegar þú ert farinn þarf mamma þín á öllum góðum styrk að halda. Ég veit að þú fylgist með henni og pabba þínum, sendir þeim góða engla og laumar hendinni í þeirra þegar þeim líður illa. Elsku Óla, Smári, Ragnhildur, Bergur, Guðrún og Franz, missir ykkar er mikill. Ég veit að engin orð eru nægilega sterk til að sefa sorg ykkar. Megi góður Guð og allir ykk- ; ar verndarenglar^gefa ykkur styrk. r Elsku Arnar. Ég þakka þér fyrii’ samfylgdina, hún var bara alltof stutt. Þú gafst mér heilmargt eins og öllum öðram sem fengu að kynn- ast þér. Gunnar og Hugi biðja að heilsa þér. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Ykkur Guði á öragglega eftir að koma vel saman, nú hefur þú þann allra vitrasta til að spyrja að öllu því sem þér dettur í hug. Ég bið að heilsa honum. Astarkveðja. Gígja. Blómabóðm ,om v/ I-ossvo0ski»*l<ju0arfð Sfmh 554 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.