Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVTKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR IRIS Murdoch kom til íslands í boði Háskóla íslands 1980. Myndin var tekin við það tækifæri. Ný skáldsaga eftir Alexander Solzhenitsyn Nóvember 1916 NÝ skáldsaga eftir Alexander Solzhenitsyn ber heitið Nóvem- ber 1916. Sagan er framhald skáldsögunnar Agúst 1914 sem kom út fyrir tuttugu árum, annar hluti flokks sem hefur undirtitil- inn Rauða hjólið. Gagnrýnandinn John Bayley sem áður hefur skrifað mikið um höfundinn og verk hans fagnar bókinni í The New York Times 7. þessa mánaðar. Hann líkir Solzhenitsyn við risana í rúss- neskum bókmenntum eins og Tolstoy, Dostojevskí og Tur- genjev og segir að rússneska skáldsagan hafí alltaf verið hlað- in kreddum, alhæfíngum, pólitík og hugmyndafræði. Það hafi tíðkast að fullyi-ða að Solzhenitsyn sé út úr myndinni, leiðinlegur höfundur sem tilheyri fortíðinni. Hann sé aftur á móti síður en svo þras- gjarn sérvitringur heldur staddur í miðjum straumi tím- ans. Skáldsagan gerist rétt fyrir byltingu Bolsévika í Rúss- landi og lýsir ógn- vænlegu pólitísku andrúmslofti, en eins og gagnrýnandinn bendir á eni það ekki síst hin mannlegu samskipti sem höf- undurinn fjallar um. Hjónaskilnaðir og framhjáhald eru daglegt brauð í Pétyrsborg og síðan Moskvu. Anna Karenina hefði getað brugðist öðruvísi við (hún kastaði sér fyrir lest) væri hún persóna í Nóvember 1916, að dómi Bayleys. Solzhenitsyn sé fyrst og fremst meistari í að lýsa ákveðnum tímabilum og andrúmslofti Bayley hrífst af því með hvaða hætti Solzenitsyn færir lesandanum liðinn tíma, ekki í sögulegu ljósi eins og helstu sagnfræðingum hef- ur auðnast heldur aftur á móti með til- fínningu sem aðeins skáldsagan sem slík er fær um. Nóvember 1916 er þýdd á ensku af H. T. Willets. Hún er 1.014 síður gefin út af Farrar, Straus & Giroux og kostar 35 dollara. Alexander Solzhenitsyn Iris Murdoch látin Meðal helstu skáldsagna- höfunda Breta BRESKI rithöfundurinn Iris Mur- doch lést á mánudag á hjúkrunar- heimili í Oxford. Hún hafði þjáðst af alzheimersjúkdómi og voru veikindi hennar gerð opinber 1997. Murdoch fæddist á írlandi 15. júlí 1919. Hún var afkastamikill rithöf- undur. Eftir hana liggja 27 skáldsög- ur auk annarra verka. Breski rithöf- undurinn Malcolm Bradbury hefíu- lýst því yfir að Murdoeh sé í hópi helstu rithöfunda Breta, standi jafn- fætis höfundum á borð við Anthony Burgess og William Golding. Hann telur hana meðal fjögurra eða fímm mestu rithöfunda Breta á öldinni. Sjálf komst Murdoch svo að orði um verk sín að þau væru með upp- hafi, miðju og endi. Meðal verðlauna sem hún fékk voru Whitbread-verð- launin 1974 fyrir The Sacred and Profane Love Machine og Booker- verðlaunin fyrir Tbe_ Sea, the Sea fjórum árum seinna. A þá skáldsögu hefur verið litið sem hátind á ferlin- Flóknar og myrkar sögur Skáldsögur Iris Murdoch eru tald- ar flóknar og myrkar, oft í táknræn- um stfl og viðfangsefnið gott og fllt og öngstígar kynlífsins. Murdoch aðhylltist kommúnisma ung að árum en sneri síðan bakinu við þeirri stefnu með afgerandi hætti. Stjómmálaskoðanir hennar komu í veg fyrir að hún fengi starf sem kennari í Bandaríkjunum. Arið 1948, þá um þrítugt, hóf hún heimspeki- kennslu í Oxford þar sem hún hafði lært klassísk mál og heimspeki. Hún kenndi í Oxford í fímmtán ár uns hún gafst upp fyrir því álagi, „þeim streituvaldi" sem kennslan var henni. Iris Murdoch kom til íslands í aprfl 1980 ásamt manni sínum, fræðimann- inum John Bayley, í boði Háskóla ís- lands og komu þau bæði fram á kynn- ingum og málstefnum á vegum skól- ans. Tvær skáldsagna hennar hafa verið þýddar á íslensku og voru gefn- ar út hjá Iðunni: Nunnur og hermenn árið 1988 og Svarti prinsinn 1992. Stórhöfða 17, við Gullinbrú, síml 567 4844 EVRÓPUMEI Magnaður kraftur og ósvikin þœgindi aita leið Alvöru jeppar með hátt og lágt drif, sjálfstæða grind hagkvæmni í rekstri. mn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.