Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mitchell aftur til N-írlands? Eystrasaltsríkin segjast treysta á aðstoð frá Norðurlöndum Vilja minnast frelsisbaráttu með samræmdum hætti Helsinki. Morgunblaðið. EYSTRASALTSRÍKIN þrjú, Eist- land, Lettland og Litháen, binda miklar vonir við væntanlegan stuðn- ing frá Norðurlöndunum í tengslum við aðild að ESB og NATO. Petta kom greinilega fram á sameiginlegu þingi Norðurlandaráðs og Eystra- saltsráðsins sem lauk í Helsinki í gær. Pá hvöttu Eystrasaltsríkin til þess að frelsisbaráttu þeirra árið 1989 verði minnst með sérstökum hætti á Norðurlöndunum öllum síðar á árinu. Margh- fulltníar frá Eystrasalts- ríkjunum ásamt þónokkrum nor- rænum þingmönnum sögðust illa skilja afstöðu Finna og Svía gagn- vart NATO. Menn sögðust ekki átta sig á hvers vegna þessi tvö ríki væru svo hikandi við að sækja forailega um aðild. Nú þegar hafa bæði Finn- ar og Svíar tekið upp víðtækt sam- starf við NATO í hernaðarmálum. Þetta var í annað skipti sem hátt í 200 þingmenn og ráðherrar frá Nörðurlöndunum fimm og Eystra- saltsríkjunum þremur hittust á þennan hátt. YRrleitt mátti sjá að fulltrúar Norðurlandanna höfðu meiri reynslu af fjölþjóðlegu þing- haldi. Tungumálatengsl milli Norð- urlandabúa hafa auðvitað mikið um það að segja. Forseti ráðs Eystrasaltsríkjanna, Laima Andrikiene, sagðist hafa lært mikið af samstarfinu við Norð- urlandaráð. Romualds Razuks, varaforseti ráðsins, tók í sama streng. Hann sagðist meta árangur- inn þannig að Eystrasaltsfulltrú- arnir hefðu fengið mun meira út úr fundinum en búist var við. I sameiginlegri yfirlýsingu frá ráðunum segir að efla eigi samstarf varðandi þróun tengsla við Evrópu- sambandið og öryggismál. Sameig- inlegt markmið allra Eystrasalts- ríkjanna er að fá aðild að ESB og NATO sem fyrst. I formennskutíð Finna og Svía í ESB verður líklega hafíst handa við að semja um aðild Eista en væntan- lega einnig Letta og Litháa. Þá hafa Norðurlönd og Eystrasaltsþjóðirn- ar þegar átt samstarf um nokkurra ára skeið á sviði afbrotavarna og orkusamstarfs. Ráð Eystrasaltsríkja hélt einnig sérstakan fund í Helsinki sem sam- þykkti tvö ávörp til Norðurlanda- þjóðanna. Annars vegar biðja þau um stuðning við að koma aðildarvið- ræðum við ESB af stað. Hins vegar hvetja þau Norðurlandaþjóðir og noiræna stjórnmálamenn til að minnast þess síðar á árinu að tíu ár verða liðin frá upphafi frelsisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna í ágúst 1989. Vilja minningarhátíð 23. ágúst Fulltrúar Eista, Letta og Litháa leggja til að íslendingar meðal ann- arra Norðurlandaþjóða haldi minn- ingarhátíð hinn 23. ágúst. Sam- ræma eigi þessi hátíðarhöld með þeim athöfnum sem verða í Eist- landi, Lettlandi og Litháen. Frelsisbarátta þessara þjóða gegn Sovétríkjunum hófst með miklum krafti hinn 23. ágúst 1989 þegar þess var minnst að 50 ár voru liðin frá undirritun Molotov- Ribbentrop-sáttmálans. Sá sáttmáli var forsenda þess að Rússar hertóku Eystrasaltsríkin. Mótmælin 1989 fóra þannig fram að fólk myndaði keðju milli höfuð- borga Eystrasaltsríkjanna þriggja. Þessi hljóðlátu mótmæli yi-ðu upp- haf þeirrar þróunar sem endaði með að lýðveldin endurheimtuðu sjálf- stæði sitt tveimur áram síðar. Fulltrúar Eystrasaltsþjóðanna á þinginu í Helsinki sögðust meta mikils þann stuðning sem Norður- landaþjóðirnar hefðu veitt öll þessi ár. Þess vegna þætti þeim eðlilegt að hátíðarhöldin færu fram með formlegum hætti í öllum þessum átta ríkjum. London. Reuters. RÚMUR helmingur íbúa Norður- Irlands, eða 51 prósent, vill að sam- bandssinnar setji á fót heimastjórn í héraðinu með aðild Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýðveldis- hersins (IRA), þrátt fyi'ir að IRA hafí enn ekki byrjað afvopnun. Þetta kemur fram í könnun sem blaðið The Belfast Telegraph birti í gær. Var haft eftir David Trimble, verðandi forsætisráðherra á N-ír- landi, að alls ekki væri útilokað að farið yrði fram á það við Banda- ríkjamanninn George Mitchell að hann snéri aftur til að hjálpa til við að losa friðarferlið úr þeim ógöng- um sem það er nú í. Þótti þó ólíklegt að af þessu yrði en Mitchell stýrði friðarviðræðum á N-írlandi sem lauk með Belfast-samkomulaginu svokallaða á liðnu ári. Stefnt hefur verið að því að breska þingið framselji völd í hend- ur nýrri n-írskri heimastjórn 10. mars. Mo Mowlam, N-írlandsmála- ráðherra bresku stjórnarinnar, sagði þó um helgina að e.t.v. myndi þurfa að fresta valdaframsalinu. Réttarhaldið í máli Bills Clintons Saksóknarar reifa málið í síðasta sinn Washingfton. Reuters. SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings luku málflutningi sínum í réttarhaldinu í máli Bills Clintons forseta á mánudag og hvöttu öldunga- deildina til þess að svipta hann embættinu fyrir að fremja mein- særi og leggja stein í götu rétt- vísinnar til að Henry Hydc leyna kynferðis- legu sambandi sínu við Monicu Lewinsky, fyrrver- andi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Lögfræðingar Clintons sögðu hins vegar að saksóknurunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að forsetinn hefði gerst sekur um lögbrot sem réttlættu embættissviptingu. Gert er ráð fyrir því að öldunga- deild Bandaríkjaþings greiði at- kvæði um ákærarnar á hendur for- setanum á morgun eða á föstudag. „Hver sem úrskurður ykkar verður mun hann hafa djúpstæð áhrif á menningu okkar og stjórnmál," sagði Henry Hyde, aðalsaksóknari full- trúadeildai'innar. „Málin sem við þurfum að taka afstöðu til draga dilk á eftir sér langt inn í framtíðina, vegna þess að þau skaða ekki aðeins einstaklingana sem eru viðriðnir þau, heldur bandaríska dómskerfíð og einkum þá reglu að enginn sé haf- inn yfir lögin.“ Lögfræðingar Clintons sögðu hins vegar að repúblikanar hefðu höfðað mál á hendur forsetanum af póhtísk- um ástæðum og ákæramar væru ekki nógu alvarlegar til að réttlæta embættissviptingu. „Myndi það stofna frelsi þjóðar- innar í hættu ef forsetinn héldi emb- ættinu?“ spurði Charles Ruff, lög- maður Clintons, og sagði að stjórn- arskrá landsins kvæði aðeins á um að hægt væri að svipta forseta emb- ættinu íyrir sérlega alvarlega glæpi gegn ríkinu. Með lokamálflutningnum á mánu- dag hafa saksóknararnir og verjend- ur forsetans reifað málið a.m.k. sex sinnum frá því réttarhaldið hófst. Hyde og fleiri saksóknarai' notuðu tækifærið til að verja umdeilda framgöngu repúblikana síðustu fimm mánuði í réttarhaldinu og rannsókn fulltrúadeildai'innar sem leiddi til málshöfðunarinnar. „Við höfum ekki eytt miklum tíma i að grannskoða málsgögnin, fórnað tíma okkar með fjölskyldunni og gert okkur berskjaldaða fyi'ir ákafri pólitískri gagnrýni, í því skyni að koma fram pólitískum hefndum,“ sagði einn saksóknaranna, James Sensenbrenner, repúblikani frá Wisconsin. „Við höfum gert það vegna ástar okkar á landinu og virð- ingar fyrir forsetaembættinu, án til- lits til þess hver gegnir því.“ Starr talinn undirbúa ákæru Báðir flokkarnir stefna að því að réttarhaldinu ljúki fyrir helgina til að þingið geti snúið sér að öðrum málum, svo sem menntamálum, al- mannatryggingum og skattamálum. Frétt í The New York Times í vik- unni sem leið bendir þó til þess að því fari fjarri að Lewinsky-málinu sé að ljúka. Blaðið sagði að Kenneth Starr, sérskipaður saksóknari í mál- um Clintons, hefði komist að þeirri niðurstöðu að hann gæti ákært sitj- andi forseta og bandarískir fjölmiðl- ar telja því líklegt að hann sé að und- irbúa lögsókn á hendur Clinton verði hann ekki sakfelldur í öldungadeild- inni. Fox-sjónvarpið skýrði ennfremur frá því á mánudag að leiðtogar repúblikana kynnu að biðja Stair um að rannsaka hvort embættismenn í Hvíta húsinu hefðu leynt upptökum af símasamtölum Clintons og Lew- insky. Starr krafðist þess að fá allar slíkar hljóðritanir úr Hvíta húsinu fyrir nokkrum mánuðum en fékk þau svör að þær væru ekki til. Starr er nú sagður búa sig undir hugsanlega ákæru á hendur embættismönnum Hvíta hússins fyrir að hindra fram- gang réttvísinnar komi í ljós að upp- tökurnar séu til. Reuters Mikil flóð á Filippseyjum MIKIL flóð hafa verið í suðurhluta Filippseyja að undanförnu og þarlendir embættismenn segja að rekja megi þau til of mikils skógarhöggs á síðustu áratugum. Flóðin hafa víða valdið mikilli eyðileggingu, m.a. í Butuan-borg á Mindanao-eyju þar sem myndin var tekin. Hun Sen í fyrstu heim- sókn sinni til Kína Phnom Penh. Reuters. HUN Sen, forsætisráðherra Kamb- ódíu, fór í gær í fyrstu opinberu heimsókn sína til Kína í því skyni að efla efnahagsleg samskipti ríkjanna. í ferðinni sem lýkur á föstudag mun forsætisráðherrann ræða við Zhu Rongji, kínverskan starfsbróður sinn. Með í för voru þeir Keat Chhon fjármálaráðherra og utanríkisráð- heraann Hor Namhong. Talsmaður á skrifstofu forsætisráðherrans sagði að sendinefndin mundi leggja aðalá- herslu á efnahags- og viðskiptamál í viðræðum sínum við kínverska ráða- menn. Ennfremur sagði hann að stuðningur Kínverja við yfirheyrslur yfir þeim Khieu Samphan og Nuon Chea, fyrrum leiðtogum Rauðu Kmeranna, yrði ekki til umfjöllunar. Kínverjar studdu Rauðu Kmer- anna undir stjórn hins illræmda Pol Pots, í Kambódíu á árunum 1975- 1979 en talið er að um 1.7 milljónir manns hafi týnt lífi á stjórnarárum hans. Alþjóðleg réttarhöld yfir eftir- lifandi valdamönnum Rauðu Kmer- anna hafa að undanförnu verið til umfjöllunar en Hun Sen hefur varað við því að slík réttarhöld gætu valdið enn meiri ólgu í stríðshrjáðu landinu. Samskipti ríkjanna hafa aukist mjög að undanförnu og hefur efna- hagslegur stuðningur kínverskra stjórnvalda við Kambódíu aidrei ver- ið meiri. Arið 1997, þegar Hun Sen steypti Ranariddh prins af stóli í blóðugum átökum, útveguðu Kín- verjar Kambódíumönnum hergögn að andvirði 3 milljónir dala. A sama tímabili hættu flest vestræn ríki allri aðstoð við landið. 1700 skæruliðar Rauðu Kmer- anna, sem gáfu sig á vald kam- bódískra stjórnvalda í desember sl., voru í gær, ásamt Tea Bahn varnar- málaráðherra Kambódíu, viðstaddir táknræna athöfn sem markar lok ófriðarins sem hrjáð hefur landið undanfarin 30 ár. í tilefni viðburðarins sagði ráð- herrann að „héðan í frá myndi ríkja friður um allt land“. Sagðist hann trúa því að öllum átökum væri lokið og að Rauðu Kmerarnir heyri nú sögunni til. Enn gengur einn af fyrr- um leiðtogum skæruliðanna laus en hann er sagður einangi-aður og ekki ógna stjórnvöldum á nokkurn hátt. Við athöfnina fengu hermenn Rauðu khmeranna, sem nú hafa tekið hönd- um saman við Kambódíu-stjórn, af- henta einkennisbúninga hersins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.