Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hvað hefur Islandspóstur hf. í huga? FRÍMERKI FRÍMERKJAMÁL PÓSTSINS í þessum þætti var ætlunin að ræða nokkuð um frímerkjaútgáfu íslands- pósts hf. á nýliðnu ári, þar sem það hefur að mestu farizt fyrir til þessa. En aðrar brýnni og ég vil segja óvæntar ástæður verða til þess, að það bíður um sinn. Þá vil ég taka fram hér i upphafí, að ég mun fram- vegis til hægðarauka oftast stytta heiti Islandspósts hf. og tala þá oftast um Póstinn með stórum staf, enda í samræmi við málvenju á þeim bæ, svo sem sjá má á húsakynnum hans, póstkössum og víðar. Á FUNDI í Félagi frímerkja- safnara (FF) 28. janúar sl. kynnti starfsmaður Póstsins, Eðvarð T. Jónsson, frímerkjaútgáfu þessa árs. Þennan fund sátu óvenju- margir félagsmenn eða rúmlega 30. Enginn efi er á því, að ástæðan var m. a. sú, að menn fýsti að vita, hvað ráðamenn Islandspósts hf. hefðu í huga í frímerkjamálum hans. Menn höfðu líka margir hverjir heyrt ávæning af ýmsu, sem til stæði hjá Póstinum, og jafnvel þegar reynt ýmsa stefnu- breytingu í viðskiptum sínum um notkun frímerkja á sendingar. Eðvarð gerði útgáfumálum ný- byrjaðs árs mjög góð og skil- merkileg skil, enda hlýddu menn með athygli á mál hans. Eg var einn þeirra, en frómt frá sagt varð ég meira en lítið undrandi á sumu því, sem fram kom. Þess vegna varð fyrirsögn þessa þáttar m. a. til. Á liðnum árum fékk Póst- og símamálastofnunin yfirleitt lof fyrir fremur gætna stefnu í ár- legri útgáfu frímerkja sinna og eins líka fyrir falleg frímerki, sem vöktu mörg hver athygli meðal innlendra sem erlendra safnara. Á þessum áratug eða til ársloka 1997, þegar einkavæðingin tók við með stofnun íslandspósts hf., gaf hún út að meðaltali á ári 21 merki, þar af 3 í blokkum og 4 í smáörk- um. Safnarar voru, að ég held, eft- ir atvikum ánægðir með fjölda stakra merkja, en útgáfa blokka og smáarka orkuðu tvímælis í hugum sumra. Þá þótti mörgum verðgildi ýmissa frímerkja á stundum nokkuð hátt fyrir budd- una, en þau voru að sjálfsögðu ætluð sem greiðsla fyrir stærri póstsendingar. Stjórn Islandspósts hf. virtist ætla að feta nokkuð í spor fyrir- rennara síns. Á liðnu ári komu út 17 frímerki stök og 7 í blokk og smáörk eða alls 24 merki. Þó var eitt, sem söfnurum finnst óþarft, en það er að gefa út fjögur frí- merki, bæði stök og svo í sérhann- aðri smáörk. Þetta þjónar í raun engum tilgangi öðrum en seilast ofan í vasa safnara. Flestir við- skiptamenn póstsins kaupa frí- merki til nota á bréf og aðrar sendingar. Þeir kaupa því eðlilega stök merki, en ekki í smáörkum. Það verða hins vegar safnararnir að gera, svo að þeir eigi safn sitt heilt eða „komplett". Þrátt fyrir þetta víxlspor Póstsins býst ég við, að safnarar hafi hugsað og hugsi enn jafnvel gott til samvinnu við hann. En hvað er nú að gerast eft- ir fyrsta ár Póstsins og hvert stefna forráðamenn hans, bæði í útgáfumálum frímerkja og um leið í skiptum við safnara? Eðvarð T. Jónsson ræddi fyrst almennt um þær breytingar, sem eru að verða á aðstöðu og högum Frímerkjasölunnar með flutningi hennar að Vesturgötu 10. Sagði hann hana fá afbragðshúsnæði í gömlu og virðulegu húsi. Á neðri hæð þess yrði verzlun fyrir frí- MERKI íslandspósts hf. merki og jafnvel aðstaða til að bjóða viðskiptamönnum og trúlega ekki sízt söfnurum upp á kaffi, meðan þeir rabba við það ágæta starfsfólk, sem þar vinnur og sinn- ir duttlungum okkar og kenjum við frímerkjakaup og stimplun. Nota ég hér tækifærið til að þakka því ánægjuleg skipti við okkur safnarana og óska því góðs gengis á nýja staðnum. Nýtt og geysiöflugt þýzkt tölvukerfi verður tekið í notkun. „Á þann hátt verð- ur unnt að veita enn betri þjónustu en áður, bæði við innlenda og er- lenda safnara og kaupmenn,“ sagði Eðvarð. Mér þykir sjálfsagt að geta þess, að gagnrýni kom fram á fundi FF um staðarval Frímerkja- sölunnar. Var bent á það, að marg- ir geti átt óhægt um vik að leggja bílum sínum í nánd við hana, og svo er hún auk þess við mikla um- ferðargötu. Undir þessa gagnrýni get ég tekið (og það gerðu fleiri á fundinum), enda mikill munur á aðstöðu viðskiptamanna, hvað þetta snertir, og var inni í Armúla. Hitt er rétt, að aðstaðan verður betri og rýmri fyrir starfsfólk Frí- merkjasölunnar og viðskiptavini, þegar búið verður að koma sér vel fyrir á nýja staðnum. Hér vil ég minnast á atriði, sem var ekki rætt á fundinum, en ég hef velt nokkuð fyrir mér. Hugsaði enginn um þá eldhættu, sem er í þessu gamla og gegnþurra timburhúsi? Auðvitað vona allir, að eldur komi þar ekki upp, en allur er varinn góður, þótt eldvarnir séu vissulega öflugar nú á dögum. Eg minnist þess, þegar LÍF stóð í húsakaupum 1984, að við stjómarmenn voram sammála um það að festa ekki kaup á hús- næði, sem okkur stóð til boða í ágætu timburhúsi í Miðbænum - og það ekki sízt vegna eldhættu. Eigum við þó ekki slíkan fjársjóð sem Pósturinn á í frímerkjabirgð- um sínum og öðrum verðmætum. Við keyptum þá hluta í Síðumúla 17, og ég held menn séu a.ih. k. nú orðið sáttir við þau kaup. Eðvarð tók fram í spjalli sínu, að forráðamenn Póstsins hefðu mikinn áhuga á að efla frímerkja- söfnun almennt. í því sambandi greindi hann frá því, að viðræður væru hafnar við stjómir LIF og FF um útgáfu frímerkjablaðs. Er hugmyndin sú, að Pósturinn eigi tvo menn í ritstjórn þess. Þetta blað yrði sent til allra áskrifenda Póstsins, en þeir eru um fjögur þúsund, „virkir og óvirkir", eins og Eðvarð orðaði það. Að sjálfsögðu hljóta frímerkjasafnarar að fagna þessari þróun, því að heldur hefur gengið brösulega hjá LIF að end- urvekja málgagn sitt, Grúskið. Ef þessi væntanlega samvinna tekst vel, en frímerkjasamstökin hljóta sjálf að hafa hönd í bagga um stefnu blaðsins og efnisval, er hér fundin leið til þess að koma LÍF úr þeirri úlfakreppu, sem það hefur komizt í í útgáfumálum sínum. Eðvarð rakti síðan þær útgáfur, sem íslandspóstur hf. sendir frá sér á þessu ári. Frá þeim verður sagt í næsta þætti, en vonir standa til, að hans verði ekki langt að bíða. Jón Aðalsteinn Jónsson í DAG VELVAKAM)! Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óréttlát skattheimta ÉG ER ekkja og maðurinn minn greiddi til Frjálsa líf- eyrissjóðsins síðustu starfsár sin. Þar á ég rúma eina milijón króna sem ég ætla helst ekki að nota nema í nauðsyn. Ég bý í húsi sem við byggðum, mjög hæfileg íbúð, en ekki tök á að leigja út til að afla mér rekstrarfjár, en vonast til að geta búið hér áfram þrátt fyrir háa skatta. Bíll- inn minn er árgerð 1988 og þar sem þettá er gamall bíll þarf hann endurnýjun- ar við og á árinu 1998 tók ég út úr lífeyrissjóðnum, þurfti að kaupa nýtt bremsukerfi og fleira. Af þeirri upphæð sem ég tók út, 145 þúsund krón- um, fékk ég einungis kr. 88.421, hitt kr. 56.579 fór til ríkisins í „tekjuskatt". Þó greiddi maðurinn minn fullan skatt af sinni 4% greiðslu á sínum tíma. Á yfirliti Frjálsa lífeyr- issjóðsins fyrii- árið 1998, sem ég fékk í vikunni, kemui- í ljós að lífeyris- sjóðurinn greiðir félags- mönnum sínum 10,01% í vexti og verðbætur í árslok 1998 og þar fékk ég rúm- lega 109 þús. kr. í vexti, sem sýnir að Frjálsi lífeyr- issjóðurinn er mjög ákjós- anlegur til fjárfestinga. Ég ákvað að taka út þessa vexti og fara kannski í sólarlandaferð eða bara mála húsið, þar sem það snýr að götunni og þarfn- ast viðgerðar. En þá kem- ur í ljós að ég verð að greiða ríkinu „tekjuskatt" 38,34%, eða rúmlega 42 þúsund af vöxtum þessa sparifjár okkar og ætti því vai'la fyrir utanlandsferð og því síður fyrir máln- ingu, þótt ég héldi nú sjálf um pensilinn. Er þetta réttlát skatt- heimta? Ég hélt að samþykkt hefði verið að greiddur væri 10% fjármagnsskatt- ur af sparnaðarfjármagni? Kannski gildir það ekki fyrir allan spai'nað. Mér er spurn? Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, eins og kallinn sagði. Fj árfestingarstofnanir keppast við að auglýsa verðbréf, hlutabréf og að leggja hærri prósentur í lífeyrissparnað. Ríkið tek- ur þá af lífeyrisspamaði, ásamt vöxtum nær 40% þegar lífeyrisgreiðslur hefjast (eins og lög eru nú). Ég myndi því fremur ráðleggja þeim sem eiga afgang af launum að kaupa trygg verðbréf. Af þeim þarf aðeins að greiða 10% skatt þegar féð er notað. En við sem erum orðin 70 ára og lifum á eftii'laun- um eigum ekkert afgangs til hlutabréfa- eða verð- bréfakaupa. Ég skora á Félag aldr- aðra að vinna að réttlæt- ingu á þessari skatt- heimtu. Við næstu alþing- iskosningar skulum við styðja þá frambjóðendur sem vilja breyta lögum á þann veg að eftirlaunafólk greiði réttlátlega 10% fjár- magnsskatt af sparnaði sínum í gegn um lífstíðina. Kona. Þorratrog KONA hafði samband við Velvakanda vegna fyrir- spurnar í Velvakanda og Þjóðarsálinni um hvar hægt væri að fá þorra- trog. Sagðist hún vita um mann sem smíðar þorra- trog og segir hún að hægt sé að ná í hann í síma 553 2269. Tapað/fundið Kvenmannsúr í óskilum í Epal KVENMANNSÚR fannst í versluninni Epal, Skeif- unni 6. Eigandi getur vitj- að þess í versluninni. Karlmannsúr týndist KARLMANN SÚR með svarti skífu og gylltri keðju, „Delma“, týndist sennilega í miðborginni sl. helgi. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 895 9004. Fundarlaun. Dýrahaid Hundur óskar eftir heimili SEX ára hundur, blandað- ur collie, óskar eftir góðu heimili vegna breyttra heimihsaðstæðna, tíma- bundið eða til frambúðar. Upplýsingar í sima 555 4295 eða 565 3697. SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Hoogovens stórmótinu sem lauk í síðustu viku í Khl - Rf2+ og niðurstaðan er jafntefli með þráskák. Skákþing Reykjavíkur: Lokaumferðin fer fram í kvöld kl. 19.30. Þeir Jón Viktor Gunnarsson og Sig- urbjörn Björnsson eru efstir og jafnir fyrir hana. HoIIandi. Indverj- inn Viswanathan Anand (2.780) var með hvítt, en Rúss- inn Vladímir Kramnik (2.750) hafði svart og átti leik. Kramnik stend- ur höllum fæti með peði minna, en fann björgunarleið: 23. - Hxb2+! 24. Bxb2 - Dd2+ 25. Khl - RÍ2+ 26. Kgl - Rh3+ 27. SVARTUR leikur og heldurjafntefli. HOGNI HREKKVISI I Lini |S— r-r-7** 1-FFI FF gkk rfm s.? vf'/ e/'/77e^/)yögnjesrrtau/gco fc/rírSórpl'. Víkveiji skrifar... HÆFILEIKUM er misskipt milli manna, það er staðreynd sem flestir viðurkenna og sætta sig við. Þannig hefur Víkverji aldrei gefið sig út fyrir að vera á heima- velli, þegar um tækniþekkingu eða viðgerðarhæfileika er að ræða. Því er það jafnan svo, ef eitthvað þarf að gera við bíl Víkverja, að hann pantar einfaldlega tíma fyrir bíl sinn á verkstæði, en rennir sér ekki með stæl, á einhverskonar hjólabretti, undir bílinn, eins og hann hefur séð svo marga kunn- ingja gera. Víkverji er raunar svo hjálparlaus á þessu sviði, að hann fer á hjólbarðaverkstæði, ef þarf að skipta um dekk á bíl hans og bíður bara á meðan verkstæðismenn skella sér í verkið. xxx ILIÐINNI viku vakti vinnufé- lagi Víkverja athygli hans á því að grunsamlega lítið loft væri í öðru afturdekki bílsins og við svo búið renndi Víkverji sér á bifreið sinni í Hjólbarðahöllina við Fells- múla, en þangað fer hann að jafn- aði tvisvar á ári: á haustin, þegar setja þarf vetrardekkin undir, og á vorin, þegar skipt er aftur yfir á sumardekk. Víkverji var heldur drjúgur með sig þegar hann sagði starfsmanni Hjólbarðahallarinnar að hann teldi að það væri sprung- ið á öðru afturdekkinu og fór við svo búið inn í afgreiðslu, þar sem er notalegt afdrep, hvar hægt er að fá sér kaffitár á meðan þeðið er. Eftir að hafa skolað niður ein- um kaffibolla fór Víkverji aftur inn á verkstæðið og þar var ungur maður að ljúka við að setja dekkið aftur undir bíl Víkverja. Sagði hann að svo búnu að nú mætti Víkverji bakka bílnum út. Vík- verji spurði hvort hann ætti ekki að fara aftur inn í afgreiðsluna og borga, en ungi maðurinn kvað nei við. Hann sagði að það hefði bara lekið með ventli og hann hefði því skipt um pílu, hvað sem það svo þýðir og að herlegheitin kostuðu ekki neitt. xxx HER vai' Víkverja eiginlega öll- um lokið. Hann hafði notið þjónustu og tækjabúnaðar Hjól- barðahallarinnar í a.m.k. korter og það var skipt um eitthvað í dekk- inu, það var sett aftur undir bílinn og honum bakkað út. Víkverji hall- ast að því, eftir þessar elskulegu móttökur í Hjólþarðahöllinni, að hann muni ekki skipta við aðra eft- ir þetta, þótt hann verði fyrir því að það springi á bíl hans austur á Héraði! xxx EIR era ófáir sem bent hafa á, eða jafnvel kvartað undan því, hversu laus Víkverji er við að vera sjálfum sér samkvæmur. Víkverji dagsins ætlar að leyfa sér að gleðja alveg sérstaklega þá sem undan slíku kvarta, með því að lýsa yfir fullkominni andstöðu sinni við einn efnisþátt í pistli Víkverja sl. fóstu- dag, en þar var fjallað um „hið merkasta framtak“ hjá útvarpsstöð- inni Matthildi og Islandspósti að ætla að gefa út sérstakt blað á degi elskendanna, Valentínusardeginum 14. febrúar nk. Víkverji föstudags- ins sagði að sá ágæti dagur hefði ekki notið þeirrar vh'ðingar hér- lendis sem honum vissulega bæri. Þama fór Víkverji alvarlega út af, jafnvel beina leið út í skurð, því það er nákvæmlega engin ástæða til þess að dagur þessi njóti einhverrar virðingar hér á landi. Hann á sér enga sögulega hefð hér og þær hall- ærislegu tilraunh' sem nú fara af stað, til þess að reyna að troða þess- um vemmilega bandaríska bulldegi inn á íslenskt dagatal, era jafnvel verri en hrekkjavökuvitleysan og þakkargjörðareftirherman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.