Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fundur heilbrigðisráðherra fslands og Færeyja Dimmalætting HELENA Dam, heilbrigðisráðherra Færeyja, heilsar Ingibjörgu Pálmadóttur á fundi þeirra f Þórshöfn. Samstarf verður kannað til hlítar INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra ræddi við Helenu Dam, heilbrigðisráðherra Færeyja, í Þórshöfn í fyrrakvöld og ákveðið var á fundinum að kanna til hlítar möguleikana á samstarfi íslendinga og Færeyinga á sviði heilbrigðis- mála. „Við vorum sammála um að kanna möguleikana á því að koma á samstarfi milli fslendinga og Færeyinga í heilbrigðismálum,“ sagði Helena Dam eftir fundinn. „Við höfum ákveðið að ég fari til ís- lands í mars til að við getum rætt hvernig samstarfinu verði háttað. Þangað til eiga embættismenn okk- ar að vinna að málinu.“ Ráðherrarnii' ræddu m.a. mögu- leikann á því að Færeyingar leituðu til sérfræðinga á íslandi og að fær- eyskir sjúklingar yrðu sendir til ís- lands fremur en Danmerkur. „Skortur er á sérhæfðum læknum í Færeyjum, en þeir eru margir á ís- landi miðað við höfðatölu. Við rædd- um m.a. möguleikann á samstarfi við íslensk heilbrigðisyfirvöld vegna húð- og gigtarsjúkdóma. Eg upp- lýsti ráðherrann einnig um að við Færeyingar getum boðið íslending- um góðan kost á sviði bæklunar- skurðlækninga." Dam lagði áherslu á að hafa þyrfti samráð við lækna á íslandi um tilhögun samstarfsins. Áform um erfðarannsóknir kynnt RáðheiTamir ræddu einnig hvernig heilbrigðismálunum er háttað á íslandi og Færeyjum og Dam sagði að það hefði tekið allmik- inn tíma þar sem samskipti þjóð- anna á þessu sviði hefðu ekki verið mikil. Ingibjörg kynnti Dam áform Athugasemd áskriftarstj óra Morgunblaðsins MÁLEFNI blaðbera hafa verið til umfjöllunar í ljósvakamiðlum und- anfarið. Af því tilefni vill Örn Þóris- son, áskriftarstjóri Morgunblaðsins, koma eftirfarandi á framfæri: Starfandi eru tæplega 700 blað- berar hjá Morgunblaðinu á höfuð- borgarsvæðinu. Vegna forfalla eins og veikinda og orlofs og mislangs ráðningartíma þá koma rúmlega 1.300 manns að blaðburði árlega. Lágmarksaldur blaðbera er 14 ár. 40% em eldri en 18 ára. 1 starfsskyldum blaðbera felst að bera út Morgunblaðið fyrir kl. 7 alla útgáfudaga, nema sunnudaga. Sunnudagsblaðið er borið út í flest- um tilfellum síðdegis á laugardög- um. Einnig innheimta blaðberar hjá áskrifendum sem ekki greiða með greiðslukortum eða í banka. Stefnt er að því að stærð hverfa (blaðafjöldi) sé ekki meiri en svo að dreifing blaðsins taki ekki lengri tíma en 30 mínútur fyrir blaðbera. Heildarvinnuframlag blaðbera í venjulegu hverfi er um 15 tímar á mánuði. Laun eru greidd fyrir blaðburð samkvæmt blaðafjölda hvem útgáfu- dag og innheimtu áskriftargjalda, hvort heldur sem innheimt er hjá áskrifenda eða með greiðslukorti. Einnig er greitt álag fyrir þyngd á blaði. Orlof 10,17% reiknast á út- borgaða upphæð og er lagt inn á or- lofsreikning. Blaðberar fá greidd laun í veikindum. Þá er greitt í líf- eyrissjóð þeirra sem eru 16 ára og eldri. Eins er greitt tryggingagjald af launum blaðbera og slysatrygging launþega. Enginn skriflegur ráðningarsamn- ingur er gerður við blaðbera þegar hann hefur störf hjá Morgunblaðinu, en blaðberar fá afhentan bækling um vinnureglur, launakjör, o.fl. þegar þeir hefja störf. Þyngd blaðsins hefur aukist nokk- uð síðustu mánuði. Tekið er tillit til þess í launum með því að greiða sér- stakt álag eftir þyngd blaðsins, eins og áður sagði. Morgunblaðið leggur til poka og kemur undir blöðin við dreifinguna. Á næstunni verða tekn- ar upp sérhannaðar blaðakerrur. Sömuleiðis eru öryggismál blaðbera í skoðun. íslendinga um erfðarannsóknir, en svipaðar hugmyndir hafa verið til umræðu í Færeyjum. „I því sam- bandi ákváðum við að Ingibjörg Pálmadóttir myndi senda íslenskan sérfræðing á þessu sviði til Færeyja - og þar á ég við mann sem getur kynnt okkur siðferðislegu álitamál- in. Hann á að upplýsa okkur um þau og útskýra hvemig erfðarannsókn- irnar á íslandi verða útfærðar," sagði Dam. Tillaga frá Kristínu Astgeirsdóttur Ofbeldi á börnum verði rannsakað KRISTÍN Ást- geirsdóttir, þing- flokki óháðra, hef- ur lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar þess efnis að rík- isstjórninni verði falið að skipa nefnd er undirbúi og hafi umsjón með rannsókn á orsökum, umfangi og afleiðingum hvers kyns ofbeldis gegn börnum. Nefndin geri tillögur um úrbætur og gangi frá skýrslu um málið sem lögð verði fyrir Alþingi. Þá hugi nefndin sérstaklega að bættri skráningu ofbeldis og því hvernig greiningu er háttað á því ofbeldi sem börn era beitt. „Á undanförnum árum hefur at- hyglin beinst nokkuð að kynferðis- legu ofbeldi gegn börnum, meðferð dómstóla og annarra á slíkum mál- um, sem og að meðferð og stuðningi við þolendur," segir þingmaðurinn m.a. í greinargerð með tillögunni. Hún vísar því næst í könnun á um- fangi kynferðisafbrota gagnvart börnum á árunum 1992 til 1996 og segir að sú könnun hafi leitt í ljós mun alvarlegra ástand í þessum málum en menn hefðu gert sér grein fyrir. „Að meðaltali komu upp í kringum 100 [kynferðisafbrot gagnvart bömum] á ári eða 560 til- vik alls á árun- um 1992 til 1996.“ Kristín segir ennfremur í greinargerð að aðrar tegundir ofbeldis gagn- vart börnum hafi ekki verið kann- aðar með svipuð- um hætti, svo sem ofbeldi í skólum, ofbeldi sem börn beita hvert annað, ofbeldi á götum úti og ofbeldi, annað en kyn- ferðislegt, sem foreldrar eða for- ráðamenn beita börn sín. „Okkur vantar því greinargóðar upplýsing- ar til að heildarmyndin af ofbeldi gegn börnum verði skýr.“ Ráðgjöf verði bætt Kristín segir í greinargerð tillög- unnar að mikil nauðsyn sé á því að bæta skróningu og greiningu of- beldistilvika gegn börnum og einnig að bætt verði þjónusta og ráðgjöf til þeirra barna sem beitt eru oibeldi. „Þá þarf að kanna meðferð dóm- stóla á hvers kyns ofbeldisbrotum gegn börnum og refsingar fyrir þau. Allir þeir sem vinna með börnum þurfa á fræðslu að halda og það þarf að minna borgara þessa lands á þá skyldu að koma börnum til varnar ef grunur er um misnotkun eða of- beldi af einhverju tagi.“ ALÞINGI Eiríkur Þorláksson, > forstöðumaður Asmundarsafns Garðurinn ætlaður úti- listaverkum „ÉG GERI ráð íyrir að nýting lóðanna í kringum Ásmundarsafn hafi breyst verulega frá því sem áætlað var í upphafi. Mér er kunnugt um að á lóðinni vestan við safnið var einhvern tíma gert ráð fyrir byggingu tónlistarskóla, þar er nú skrifstofuhúsnæði Is- lenskra sjávarafurða. Hugmyndir um tengingu við Ásmundarsafn byggjast á forsendum um heildar- svæði sem ekki eru fyrir hendi nú,“ segir Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafna Reykjavíkur, í tilefni ummæla Tryggva Árnasonar um að fyrir- huguð tengsl milli Listhússins við Engjateig og Ásmundarsafns hafi ekki verið virt af stjórnendum Listasafna Reykjavíkur. Tryggvi Ámason segir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að „...áform um tengingu við Ásmundarsafn hafa aldrei gengið eftir og nú er reyndar búið að loka alveg fyrir samgang þarna á milli með því að sett var niður limgerði og ein stærsta myndastytta _ landsins, Sonatorrek, af stjórn Ásmundar- safns á lóðamörkunum". „Hin sjónræna tenging við safn- ið og möguleikar gesta til að ganga á milli Ásmundarsafns og Listhússins eru fyi'ir hendi,“ segir Eiríkur. „Á lóðamörkum er opin- ber göngustígur og hægt að kom- ast á hann úr garði Ásmundar- safns á einum þremur stöðum. Mér sýnist frekar að vanti stíg að Listhúsinu. Ég get heldur ekki séð að það sé til vansa fyrir safnið að hafa sett niður stórt og áber- andi sterkt listaverk á þann stað þar sem það sést mjög vel úr út- byggingu Listhússins sem snýr að Ásmundarsafni. Við höfum sett niður ein fimm stór verk í útjaðri garðsins á jafnmörgum stöðum. Garðurinn er skipulagður til þess að geta komið þessum stóru verk- um út og ætlunin er að setja upp rúmlega tuttugu útilistaverk og hafa mörg hver verið steypt í var- anlegt efni og önnur verið lag- færð. Ég vonast til að öll verði þessi verk komin á sinn stað í garðinum ekki seinna en á næsta ári, menningarárinu 2000,“ segir Eiríkur. „Reynslan af Listhúsinu virðist vera sú að rekstur á listtengdri starfsemi hefur ekki gengið upp eins og upphaflegar vonir stóðu til, hvei'ju sem um er að kenna. Ég held þó að varla sé hægt að kenna einhverjum stirðbusahætti stjómar Ásmundarsafns um þetta. Skipulagðar ferðir hingað eru ekki á okkar vegum og þar er farið eftir dagskrá sem við höfum engin áhrif á. Við getum heldur ekki stjórnað því hvert gestir okk- ar fara eftir að þeir hafa heimsótt Ásmundarsafn,“ segir Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista- safna Reykjavíkur. Alþingi Varaþing- maður tekur sæti ÞORVALDUR T. Jónsson, íyrsti varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Vesturlands- kjördæmi, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Ingibjargar Pálmadót.tur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þorvaldur hefur áður tekið sæti á Alþingi. fcUMiÍ Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Atkvæða- greiðsla fer fram um hvort vísa eigi einstaka þingmálum til annarrar umræðu. Utandagski'árumræða verð- ur kl. 15.30 í dag um húsnæðis- mál Leiklistarskóla íslands. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon og Björn Bjarna- son menntamálaráðhen-a verð- ur til andsvara. Umræðan stendur í hálfa klukkustund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.