Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 4^ unni hvað mest og átti svo margar góðar minningar um - á bökkum hinnar fögru Norðurár. Pær eru margar sérkennilegar tilviljanirnar í lífi okkar dauðlegra manna. Við Gunnlaugur vinur minn höfðum oft rætt um það hvað aspirnar fögru austan við veiðihúsið við Norðurá væru í raun stórfenglegur rammi utan um hið stórkostlega útsýni til Laxfoss og Baulu, séð frá veiðihús- inu á Rjúpnaási. Og ég hafði lofað vini mínum því kannski meira í gamni en alvöru, að meðan ég hefði einhver áhrif skyldi ég reyna að sjá til þess að aspirnar fengju að lifa, a.m.k. á meðan hann sjálfur lifði. Oft var hann búinn að segja okkur söguna um það þegar hann og ann- ar góður félagi okkar, Gunnar Pet- ersen, björguðu þessum aspartítlum undan jarðveginum, sem kom upp þegar kjallarinn undir húsinu var grafinn út. Og nú meira en fjörutíu árum seinna voru þær orðnar að þessum fallegu beinu trjám sem okkur fannst svo falleg. Þegar hóp- urinn vaknaði að morgni laugardags eftir að hafa komið í veiðihúsið seint kvöldið áður sáum við að önnur öspin var fallin ... Hún var fyrir all- nokkru byi-juð að skyggja á útsýnið til fossins sökum stærðar sinnar og að því hlaut að koma að hún yrði að víkja. Við skildum þetta vel og ekki síst Gunnlaugur en að kveldi þessa sama dags er hann einnig allur ... Sérkennileg tilviljun en auðvitað til- viljun samt. Gunnlaugi kynntist ég fyrir mörgum árum, þegar ég tók að venja komur mínar í árnefndarhóp- inn. Hann tók á móti mér eins og hann tók á móti öllum, ekki síst börnunum, með kankvísu brosi og glettni í röddinni og byrjaði strax að fræða mig um allt milli himins og jarðar. Hann vissi allt sem mér fannst máli skipta að vita. Hann þekkti hverja þúfu og stein í öllum Borgarfirði og gat rakið ættir manna langt aftur. Sem barn og unglingur hafði hann raunar búið á nokkrum bæjum í héraðinu og hafði þá kynnst ýmsu og ekki öllu fögru. Hann var barngóður svo af bar þótt honum öðlaðist ekki sú ham- ingja að eignast eigin börn. Viss er ég um það að mörg börnin kveðja þó sinn „næstum afa“ nú þegar þau kveðja vin sinn Gunnlaug. Frásagn- argleðin var honum í blóð borin og hann beinlínis ljómaði þegar hann miðlaði okkur úr viskubrunninum eða bara sagði okkur gamansögur úr mannlífinu eða læddi að okkur nýrri vísu sem hann hafði sett sam- an. Vonandi verður einhver til þess að gefa eitthvað af því út sem hann samdi þótt hann af sinni alkunnu hógværð mætti ekki heyra slíkt nefnt - það yi-ði örugglega afar skemmtileg og fróðleg lesning. Við erum honum afar þakklát fyrir sjálfboðastörf hans fyrir Stanga- veiðifélag Reykjavíkur. Hans fasta verk var að skrifa skýrslu um veiðina í Norðurá og fyrr á árum vann hann ýmis verk sem til féllu bæði í árnefndinni og við ritstörf, m.a. var hann ritstjóri Veiðimannsins um tíma og skrifaði einnig margar greinar í blaðið. Öll sín störf leysti hann vel af hendi og af æðruleysi og ætlaðist ekki til neins í staðinn. Við í árnefndarhópnum kveðjum vin okkar með söknuði og þakklæti í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hann að vini öll þessi ár og þakklæti fyrir allt sem hann gaf okkur og börnum okkar. Að lokum leyfi ég mér fyrir hönd okkar félag- anna að senda fjölskyldu hans vin- um og veiðifélögum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Jón G. Baldvinsson, formaður árnefndar Norðurár Nú eru liðin hartnær 54 ár síðan ég hitti Gunnlaug í fyrsta sinn - fyr- ir atbeina einnar þeirra dásamlegu tilviljana, sem ráðið hafa svo miklu um lífshlaup mitt. Ég var þá 23ja ára gamall, en Gunnlaugur u.þ.b. sex árum eldri, fæddur að Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði árið 1915. Um stund vorum við vinnufélag- ar, kynntumst nokkuð fljótt, enda var Gunnlaugur málhress og ski-af- hreifinn, og áhugavert að tala við hann - því maðurinn var óvenju greindur, vissi margt, enda víðles- inn og stálminnugur. Þetta fann ég og skildi undireins. Fljótlega kom í ljós að við áttum sameiginlegt áhugamál, og fór Gunnlaugur ekkert dult með að það ætti hug hans nær allan. Ég var í því efni veikur fyrir, enda ættaður að vestan, og bakterían í genunum, eins og nú er sagt. Ári seinna fórum við í fyrstu veiðiferðina saman - í sjóbirting fyrir austan fjall. Þetta var upphafið. Öll árin síðan höfum við farið saman á veiðar, oftast tíu til tuttugu ferðir á sumri. Þannig að margs er að minnast. Ég hef annars staðar skrifað dá- lítið um Gunnlaug og veiðiferðir okkar saman. Hér er ekki svigrúm til að bæta miklu við, en freistað verður þess að rifja upp minnisverð- ustu drættina í skaphöfn Gunn- laugs, einkennin á veiðiháttum hans, einstök viðhorf hans til nátt- únmnar, til h'fríkisins alls, og síðast en ekki síst til félaga sinna og mannanna yfir höfuð. Þegar sól úr heiði hæst / háfjöll geislum baðar / til sín Laxárgljúfrið glæst / gamlan hjarðmann laðar. Þannig kvað Gunnlaugur um eina af perlunum sínum. En slíkar perlur átti hann margar. í rauninni var sama hvar hann var staddur utan „malbiksauðnanna", sem hann kvað um einhvern tímann, alls staðar voru dýi’ðarheimar náttúrunnar honum ljóslifandi fyrir augum, enda þótt landslagið væri talsvert breyti- legt. í huga hans var óspillt náttúra landsins okkar bæði draumaveröld og dýrmætt skjól fyrir misvinda- sömum næðingi margmennisins. Ósnortið umhverfi árinnar, kyrrðin og friðurinn, ásamt þögninni djúpu, voru í vitund hans undursamleg andstæða hversdagsins, ærandi skarkalans og gönuhlaupsins eftir ímynduðum verðmætum - meira og minna fölskum þörfum nútímans. Þessa alls er að minnast. Og þó miklu fleira. Gunnlaugur unni mjög íþrótt sinni og bar mikla virðingu íyrir veiðidýrinu, eins og háttur er góðra veiðimanna. Einnig fórnaði hann íþróttinni miklum tíma og fyrirhöfn utan veiðiferðanna, svo sem tímarit- ið Veiðimaðurinn ber vott um. Einstakur dýravinur var hann alla tíð, enda sá ég hann æði oft láta vel að þeim, og þau að honum. Og hvílíkur mannvinur var hér á ferð birtist mér í ótal myndum. Hann var t.a.m. síst minni vinur barna og unglinga en hinna full- orðnu. Minnist ég ljúflegrar fram- komu hans og hjálpsemi við syni mína unga, eftir að þeir urðu þátt- takendur í sumum veiðiferðunum. Leiðbeiningar hans og kynningar á ýmsu því sem birtist í umhverfinu, í heimi dýranna, í landslaginu, var þeim dýrmætur og góður skóh. Þannig var Gunnlaugur þeim bæði hohur fræðari og kær vinur. Fagurt sumar farinn veg / fór með veiðar sínar. / í vetrargeymslu vista ég / veiðistengur mínar. Þannig orti Gunnlaugur eitt sinn í vertíðarlok. Er ekki einboðið að yf- irfæra vísuna þessa á heildar veiðisumrin hans öll með tölu. Mér finnst fara vel á því. Þvílíkt lán það var fyrir mig að eiga hann að vini og félaga allan þennan tíma. Og þvílíkur söknuður nú leitar á hugann, að hafa allt í einu misst hann burt - svona á und- an mér - eins og hann virtist þó hress þegar hann heimsótti mig síð- ast, réttri viku áður en hann lést. En svona er lífið, og svona er dauð- inn stundum fljótur í förum. Sem veiðifélagi og vinur var Gunnlaugur engum líkur. Hjálp- semi hans, tillitssemi og jákvæður hlýhugur einkenndi allt hans æði - ekki aðeins gagnvart mér - heldur öllum sem á vegi hans urðu, held ég, ungum sem öldnum. Slíkur mann- vinur er vissulega vandfundinn. Það var mikið hamingjulán mitt að rekast á hann í upphafi. Fyrir það er ég óumræðilega þakklátur, enda munu minningarnar frá veiði- ferðunum okkar lýsa mér sem skærar stjörnur, jafnvel um dimma daga. Síðasta vísan af æði mörgum, sem Gunnlaugur orti, og fór með í mín eyru, var þannig: Hvíld er góð að loknum leik / hins lúna manns. / Haustið leggur laufin bleik / á leiðið hans. Blessuð sé minning Gunnlaugs Péturssonar, míns kæra vinar. Ast- vinum hans, ungum og eldri, votta ég innilega samúð mína. Kristján Gislason. Vinur minn, Gunnlaugur Péturs- son, er nú allur. Þessi ljúfi og gáfaði maður, náttúrubarn, hagyrðingur, skáld og sannur Islendingur, sofnaði þar sem honum leið best, í veiðihús- inu við Norðurá og næn-i sínum heimahögum. Ég er viss um að hann hefði hvergi viljað ljúka ævi sinni frekar en á þessum stað. Eftir að ég lauk prófi var ég ráð- inn til starfa í hagdeild Fram- kvæmdabanka Islands. Þá réðu þar ríkjum ágætir menn, þeir dr. Benja- mín Eiríksson, bankastjóri, og Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur. Aðalvið- fangsefni deildarinnar var uppbygg- ing þjóðhagsreikninga fyrir Island. Mér, sem nýgræðingi, var skipað til sætis í stóru, tveggja manna her- bergi með ýmsum félögum, sem flestir stóðu stutt við. En þá kom að því að stjórnvöld ákváðu að leggja opinbera stofnun niður, af því að hún var ekki talin hæfa þeirri fram- tíð sem ráðamenn sáu fyrir. Enn ýmsir þættir starfseminnar vora þó taldir nauðsynlegir og nú lágu leiðir okkar Gunnlaugs Péturssonar sam- an. Verkefni Gunnlaugs voru talin vera nauðsynleg og því var hann fluttur til okkar í Éramkvæmda- bankann og við urðum herbergisfé- lagar. Þótt aldursmunur á okkur væri talsverður var hvoragur okkar var við það. Samstarf okkar varð mjög gott en ávinningurinn af því var mjög mér í hag. Gunnlaugur var frá- bær íslenskumaður, sem kom sér af- ar vel fyrir mig. Ég þurfti oft að skrifa skýrslur og ég vildi gjarna skrifa gott mál. Því bað ég Gunnlaug ávallt að lesa það sem ég skrifaði og gagnrýna það. Ég minnist þess að mér fannst hann stundum of kurteis við mig í gagnrýninni, því ég átti það til að setja hinar mestu ambögur á blað. En mér fór fram undir hand- leiðslu Gunnlaugs og þegar ég hugsa til baka átta ég mig á, að námið hjá Gunnlaugi var betra en nokkurt skólanám. Síðan, eftir að handleiðslu Gunnlaugs lauk vegna fjarlægðar, hef ég skrifað margar skýrslur og mikinn fjölda blaðagreina, og ég hef reynt að nýta mér ritstíl og aðferðir Gunnlaugs til þess að þroska minn eigin stíl. Islenskan er frábært tungumál og í munni og penna stíl- snillings eins og Gunnlaugs Péturs- sonar er hún hreint gull. Gunnlaugur var gagnmerkur hag- yrðingur og skáld. En lítillæti hans var slíkt að hann hampaði lítt skáld- skap sínum og ég óttast að mikið af vísum hans og kvæðum hafi glatast. Þó vona ég, að margir vina og ætt- ingja Gunnlaugs hafi skrifað niður vísur og ljóð hans. Gunnlaugur var mjög þroskaður maður og einstakt ljúfmenni og öllum sem þekktu þótti vænt um hann. Hann sóttist ekki eftir lystisemdum heimsins og hann hafði ekki mikinn áhuga á útlöndum. Samt var hann prýðilegur ensku- maður og hann þýddi greinar úr enskum blöðum fyrir Tímann. Gunnlaugur var mikill laxveiði- maður en keppikefli hans var ekki að veiða marga físka. Markmiðið var að verða hluti af náttúra íslands, og þá var best að vera við góða lax- veiðiá. Við Gunnlaugur hittumst síðast ofarlega í Stórholtinu og við stöldruðum við og ræddum málin í góða stund. Þetta voru síðustu fund- ir okkar að sinni. Ekki efa ég að eft- ir blundinn í veiðihúsinu við Norð- urá hefur Gunnlaugur horfið til betri veiðistaða. Maður eins og hann, hjartahreinn, ljúfur og góður, er í uppáhaldi hjá þeim sem ráða í efri byggðum. Ég bið algóðan guð að halda í höndina þína fyrstu ski-efin og að finna þér yndisreit þar sem náttúran er íslensk og árnar fullar af fiski. Þegar þar að kemur mun ég finna þig á slíkum stað. Bjarni Einarsson. FRIÐGEIR FR. HALLGRÍMSSON „ + Friðgeir Fr. Hallgrímsson var fæddur á Eski- firði 29. desember 1923. Hann lést 29. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eskiíjarð- arkirkju 6. febrúar. Ég hitti fyrst Friðgeir fyrir u.þ.b. tíu árum þegar ég fór með Ingu Jónu, dóttur hans, austur á Eskifjörð en við höfðum þá nýlega hafið sambúð. Á móti mér tók þessi hlýi maður með stóru vinnulúnu hendurnar sínar. Það var mikið hlegið, þegar ég eftir nokkum tíma spurði hver væri þessi Lilli sem allir vora að tala um í fjölskyldunni, en það hafði Friðgeir verið kallaður frá því að hann var bam að aldri. Ekki fannst mér gælunafnið passa við þennan kraftalega mann en fljót- lega fór vel á með okkur og varð ég brátt einn af fjölskyldunni. Það var ákaflega gaman að kynn- ast Lilla og hlusta á sögurnar hans af sjónum, eða frá því að hann dvaldist í Papey á sumrin. Stundum settumst við einir niður að kvöldi til, fengum okkur í staup og hlustaði ég, landkrabbinn, á mergjaðar sög- ur af ísingu á Grænlandsmiðum eða af öðram svaðilforam. Sjórinn var hans líf og yndi alla ævi og háði hann margar glímurnar við Ægi konung. Þegar ég kynntist honum var hann kominn í land og starfaði við loðnubræðsluna á Eskifirði. Alltaf var þó hugurinn bundinn við sjóinn og hann fylgdist af athygli með því sem bátarnir voru að fá. Það lifnaði ævinlega yf- ir honum þegar fréttist af góðum afla og brá fyrir bliki í augum hans. Það var ætíð til- hlökkunarefni að fara austur og hitta Lilla, sérstaklega eftir að sonur okkar Ingu Jónu fæddist. Haukur hændist fljótt að afa sínum en afi hafði alltaf gaman af að hittsS^ barnabörnin og sjá þau vaxa úr grasi. Það var stoltur drengur sem sýndi afa sínum aflann sem hann hafði fiskað við bryggjuna á Eski- firði einn bjartan sumardag. Þegar við Inga Jóna giftum okkur sl. sum- ar léku þeir báðir stórt hlutverk í athöfninni og stóðu sig með mikilli prýði. Lítill drengur kveður nú afa sinn, fullviss þess að afi hafi breyst í engil sem svífi um á skýjunum. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið erfiðir í baráttunni við illvigt krabbamein. Án efa hafa kvalimar verið miklar og erfitt hefur verið fyrir Lilla að sætta sig við að vera bundinn við súrefnistæki. Ekki va^» þó verið að kveinka sér eða bera sig illa, slíkt var ekki til í hans orðabók. Friðgeir hélt fullri reisn, staðráðinn í því að berjast, allt fram í andlátið. Eftir stendur minningin um góð- an mann sem fjölskyldan syrgir nú og tekst á við tómleikann sem brott- hvarf hans skilur eftir. Efst í hug- anum eru heimsóknirnar á Eski- fjörð sveipaðar kvöldgeislum sólar- innar sem speglast í sléttum hafflet- inum á hlýjum sumardegi. Óskar B. Hauksson. KRISTJÁN FRÍMANNSSON + Kristján Frímannsson fædd- ist á Blönduósi 3. ágúst 1967. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 7. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 16. janúar. Jarðsett var í Holtastaðakirkju- garði. Hann Kiddi er dáinn eftir tveggja mánaða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann greindist með æxli við heilann. Það var fyrir tveim ár- um að hann fór í aðgerð. Deddý kona hans og við systur erum mjög góðar vinkonur og þegar þau komu suðui' komu þau alltaf til okkar og við til þeirra á Breiðavað. Vinátta okkar byrjaði haustið 1982 þegar við vorum að vinna í sláturhúsinu á Blönduósi. Þau eignuðust 3 yndislegar dæt- ur, Dagnýju Björk, Jennýju Drífu og Árnýju Dögg. Elsku Deddý, Dagný, Jenný og Árný, missir ykkar er sár, en Guð mun veita ykkur styrk. Okkur langar að kveðja þig með fallegum sálmi: Allt eins og blómstrið eina t upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson) Ykkar vinir Alda og Bára. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið gi'ein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi'ein af hæfilegi'i lengd, en aðrar gi'einar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.