Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 47 , KIRKJUSTARF BJARNDIS EYGLO INDRIÐADÓTTIR + Bjarndís Eygló Indriðadóttir fæddist í Torfunesi í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu 14. ágúst 1939. Hún Iést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi hinn 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar liennar voru Indriði Kristbjörn Vilhjálmsson, bóndi í Torfunesi, f. 16. janúar 1909, d. 3. maí 1978 og kona hans Aðalheiður Jó- hannesdóttir, frá Bakka við Arnarfjörð, f. 7. júlí 1906, d. 13. júlí 1997. Eftirlifandi tvíbura- systir Bjarndísar er Arnfríður Eygló Indriðadóttir, gift Reyni Frímannssyni og eru þau búsett á Akureyri. Eftirlifandi maður Bjarndís- ar er Þórir Guðmundsson, vél- gæslumaður, f. 17. nóvember 1936. Móðir hans er Steinunn Gissurardóttir en faðir hans, Guðmundur Jónsson, bóndi í Hvammi í Landsveit, er látinn. Bjarndís og Þórir eignuðust Ijórar dætur. Þær eru: 1) Guð- rún, f. 1. janúar 1969, aðstoðar- læknir. 2) Steinunn, f. 28. júlí 1973, húsmóðir í Bandaríkjun- um, gift Arnari Baldurssyni tölvunarfræðingi. Dætur þeirra eru Elin Ósk, f. 23. nóv- ember 1995 og Hel- ena Rut, f. 21. maí 1998. 3) Aðalheið- ur, f. 9. maí 1978, húsmóðir. Hún á einn son, Þóri Björn Guðjónsson, f. 11. október 1998. 4) Kristbjörg, f. 9. maí 1978, háskóla- nemi. Bjarndís ólst upp í Torfunesi. Að loknu hefðbundnu skyldunámi var hún tvo vetur í Héraðsskólanum að Reykjanesi við Isaljarðardjúp. Næstu árin stundaði hún ýmis störf, meðal annars aðhlynningar- og hjúkr- unarstörf á Sjúkrahúsinu á Húsavík og Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ. Hún vann auk þess við hótelstörf og var tvö ár á strandferðaskipi og að- stoðaði foreldra sína við bú- skap á sumrin. Bjarndís og Þórir bjuggu fyrstu árin í Reykjavík, en fluttu árið 1973 til Hafnarljarðar og frá 1983 hefur fjölskyldan verið búsett í Garðabæ. títför Bjarndísar fór fram í kyrrþey frá Garðakirkju mið- vikudaginn 3. febrúar. Ástkæra móðir okkar Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, foma hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Orð fá ekki lýst hve sárt við söknum þín né hversu þakklátar við erum fyrir allt sem þú hefur gefíð okkur. Þú veist hvað í huga okkar býr. Blessuð sé minning þín, Guðrún og Steinunn Þórisdætur. Ég kveð þér ekki kvæði en kem sem bam til þín - elsku mamma mín. Góðu börnin gefa gullin sín. Ég gef þér ekki gimstein sem glitrar eða skín - elsku mamma mín. Líf mitt verði ljóða- ljóð til þín. (Kristinn Reyr) Elsku mamma mín! Þú ert farin í ferðalagið sem við öll munum kynnast þótt síðar verði. Ég vil þakka þér, elsku mamma mín, fyr- ir lífið sem þú gafst mér og þá oft- ar en einu sinni. Ég þakka þér ómetanlegan stuðn- ing sem þú hefur veitt mér. Aðalheiður. Elsku mamma mín, ég trúi því vart að sú stund sé upp runnin að ég sitji hér og reyni að festa á blað nokkur minningarorð um þig. Þrátt fyrir að um hugann flögi'i gnótt minninga er erfítt að koma þeim í orð. Við fráfall þitt er stórt skarð rofið í fjölskyldu okkar, óendanlega stórt. Ég get ekki með nokkru móti lýst því í orðum hversu sterk og traust þú varst. Traust eins og klettur í hafínu sem ekkert fékk haggað. Það var sama á hverju gekk, alltaf virtist þú hafa óþrjótandi orku og takmarkalausa ástúð að gefa. Þú varst einnig sanngjörn og raunsæ en jafnframt því drífandi að koma því áfram sem þú ætlaðir þér. Osérhlífin varstu og hörð af þér, kvartaðir aldrei. Lífsviðhorf þitt var heil- steypt. Margir leituðu til þín, bæði í gleði og sorg og þú varst alltaf til- búin að hlusta. Éngu skipti hvort það vorum við systurnar, aðrir ættingjar og vinir, eða jafnvel vinir og vinkonur okkar, sem sum komu fyrst og fremst til að heimsækja þig og í gegnum tíðina eignaðist þú allmörg „fósturbörn“. Þú virtist hafa endalausa orku og nóg að gefa öllum. Þú stýrðir stóru heim- ili af myndarskap. Lengst af voru þrjár kynslóðir í stóra húsinu þínu. Nú eftir að barnabörnin komu eru þær aftur orðnar þrjár. Barna- börnin, litlu sólargeislarnir þínir, sem birtust öll þrjú sama morgun- inn í haust milli dimmra élja, en þú hafðir þá nýlega greinst með al- varlegan sjúkdóm. Fyrstur kom Þórir Björn, sem fæddist réttum klukkutíma áður en litlu glókoll- arnir, Elín og Helena, stigu út úr flugvélinni frá Ameríku. I kjölfarið fylltist heimilið af glaðværð og birtu sem gjarnan fylgir litlum börnum. Þú barst mikla umhyggju íýrir velferð annarra, studdir okkur og hvattir áfram, hvort sem var til náms eða annarra starfa. Þrautseig og þijósk þú varst, aldrei skyldi gefíst upp þó á móti blési. Þetta kom skýrt fram í veikindum þínum. Æði-uleysið og kjarkurinn sem þú sýndir voru aðdáunarverð. Þótt þú gerðir þér grein fyrir að endalokin yrðu ekki umflúin varst þú harðá- kveðin í að gera allt sem þú gætir til að tefja komu þeirrar stundar. Þú tókst erfiðleikunum með sömu ákveðni og styrk sem fyrr, allt þar til yfír lauk. Þú unnir öllu sem var lifandi, hvort sem það voru manneskjur, dýrin sem við systurnar vorum svo duglegar að taka að okkur eða gróðurinn. Þú varst mikið náttúru- barn, enda alin upp í gróðursælli sveit norður í landi. Þú hafðir mjög gaman af ferðalögum og náttúru- skoðun og hafðir ferðast vítt og breitt um landið. Ferðalögin breyttust að vísu í tímans rás. Fyrst voru það jeppaferðir um há- lendið, en síðan eftir því sem fjölg- aði í aftursætinu urðu ferðirnar styttri og einfaldari og síðustu árin var einkum farið austur í Fljóts- hlíð í sumarbústaðinn, sælureitinn ykkar. í stað krakkahóps var nú kominn risavaxinn hundur í aftur- sætið. Þarna gafst þér gott ráðrúm til að sinna eldheitu áhugamáli þínu, hvers kyns gróðurrækt. Allt í kringum þig var gróður og gróska, úti sem inni. Tré, runnar og marg- lit blómabeðin. Nánast allt vaxið upp af fræjum sem þú hafðir sáð. AJltaf voru einhverjar plöntur í uppeldi og engu var hent. Jafnvel vesælustu græðlingar fengu sinn pott, sitt tækifæri. Þetta átti einnig við um svo margt í þínu fari. Þú virtir alla menn jafnt og allir fengu tækifæri, rétt eins og græðlingarnir þínir. Þú varst hreinskiptin og kunnir einnig að meta slíkt í fari annarra og fátt féll þér eins illa og að heyra styggðar- yrði í garð annarra. Nú er daginn tekið að lengja og á þessum tíma varstu vön að byrja undirbúning fyrir komu vorsins. Þú ræktaðir garðinn þinn yst sem innst. Þú gafst okkur margt. Nú ertu lögst til hinstu hvílu. Þín er sárt saknað, en minningin er ljósið sem lýsir veginn. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín Guðrún. T0 þín, elsku mamma mín. Veginn gengum saman. Fyrst barstu mig ávallt vísaðir leið. Vegurinn var misjafn stundum sléttm- stundum grýttur. Samferðina þakka elsku mamma mín. En veit ég nú að enn gengur við hliðina á mér um veginn. Ljósið mitt og ljósið þitt saman lýsa. Hvítar perlur á kinnum mér kemur þú og tínir. Kvöldið kemur nóttin nístir að. Senn dagar en dagurinn er undarlega tómur. Frostrósir fann er vitjaði leiðis þíns. Fimbulkuldi nísti merg og bein. Kuldinn kallaði og hló að mér og þér. En hvergi var eins kalt og í hjarta mér sem brast. Þín elskandi dóttir, Kristbjörg Þórisdóttir. Elsku amma mín. Nú ertu dáin og farin til himna. Alveg eins og fuglinn í sumar. Ég man eftir garðinum þínum. Ég man eftir sumarbústaðnum þínum. Ég man eftir þér. Þú gafst mér alltaf gott að borða. Þú leyfðir mér alltaf að leika mér. Þegar þú varst veik reyndi ég að hjálpa þér. Ég ætla að muna eftir þér þegar ég verð stór. Líka Helena Rut. Elín Ósk. Veður og færð á Netinu ^mbl.is /\.lltaí= ernrH\sA£> /s/ýti Safnaðarstarf Lestur Passíu- sálma í Lang- holtskirkju PASSÍUSÁLMALESTUR og bænagjörð verður í Langholtskirkju alla virka daga (mánud.-fóstud.) kl. 18. Hófst lesturinn 1. febrúar og stendur fram í dymbilviku. Sóknar- prestur annast lestur og bænagjörð flesta dagana en djákni kirkjunnar kemur einnig að þessum stundum. Allir era velkomnir. Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. Mun- ið þorrahátíð eldri borgara næst- komandi miðvikudag 17. febr. kl. 12-14. Þorramatur. Skráning í kirkjunni fram á mánudag 15. febr. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 árakl. 18. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starí' eldri borgai’a í dag kl. 13-17. Allir velkomnir. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffí og spjall. Ungar mæður og feður velkomin. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Umsjón Kristín Bögeskov djákni. Bæna- messa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynis- son. Seltjamarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakkar- ar“, starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10—12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Sejjakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fýrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Fundur Æskulýðsélagsins kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fýrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og þorramatur. Hafnaríjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug- un og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend- ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkj- unni kl. 12.10. Samvera í Kirkju- lundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurs- hópar. Alfanámskeið í Kirkjulundi ki. 19. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 samvera foreldra ungra barna. Kl. 12.05 bænar- og kyrrðarstund. Góð stund til fyrirbæna. Bænarefn- um má koma til prestanna fyrir at- höfn. Kl. 20.30 biblíulestur í KFUM og K-húsinu. Jóhannesarguðspjall 5. kafli. ALlir velkomnir í umræður, kaffí og bæn. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvíiasunnukirkjan Ffladelffa. Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt nið- ur í deildir. Allir hjartanlega vel- komnir. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stundir alla fímmtudaga kl. 18 í vet- ur. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fýrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.