Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 49 í MORGUNBLAÐINU sunnudag- inn 7. febrúar sl. er að finna opnu- viðtal við Guðmund Kjærnested um sjóflutninga fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli undir yfírskrift- inni „Kapteinn Kjærnested". Þar sem í viðtalinu koma fram rang- færslur og aðdróttanir í garð utan- ríkisráðuneytisins vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri um aðkomu þess að málinu: Samkvæmt samningi milli Is- lands og Bandaríkjanna og sam- komulagi honum tengt, er undirrit- uð voru 24. september 1986, skal sjóflutningum fyrir varnarliðið skipt milli íslenskra skipafélaga annars vegar og skipa er sigla und- ir bandarískum fána hins vegar. Úthlutun fer fram á grundvelli út- boðs með þeim hætti að sá flutn- ingsaðili er á lægsta tilboð fær allt að 65% hluta flutninganna, en sá flutningsaðili frá hinu ríkinu er á næstlægsta tilboð fær a.m.k. 35% hluta flutninganna. í janúar 1998 voru flutningamir fyrir vamarliðið boðnir út að nýju. Hinn 13. maí sl. barst ráðuneytinu bréf frá Guðmundi Kjæmested fyrir hönd Transatlantie Lines - Iceland ehf. þar sem m.a. var leitað eftir áliti ráðuneytisins á því hvort samningurinn og samkomulagið milli Islands og Bandaríkjanna mæltu gegn því að notuð væm skip sem sigldu ekki undir íslenskum fána í íslenskum hluta flutning- anna. Ráðuneytið svaraði bréfinu á þann veg að samkvæmt túlkun ís- lenskra stjórnvalda heimiluðu samningurinn og samkomulagið ekki að skip, er sigldi undir banda- rískum fána, væri notað í íslensk- um hluta flutninganna. Að öðra leyti voru ekki taldar forsendur til að svara spurningum Transatlantic Lines - Iceland ehf. Bandaríska utanríkisráðuneyt- inu var jafnframt gerð gi'ein fyrir þessari túlkun íslenskra stjórn- valda með orðsendingu utanríkis- ráðuneytisins dags. 8. júlí sl. A grandvelli þessarar túlkunar hafn- aði bandaríski útboðsaðilinn því að taka til greina eitt tilboða Transatl- antic Lines - Iceland ehf. og Transatlantic Lines LLC sem gerði ráð fyrir að fyrirtækin tvö önnuðust alla flutningana í samein- ingu með bandarísku skipi. Bandaríkjaher tók ákvörðun um úthlutun flutninganna 18. septem- ber sl. Var þeim skipt á milli Transatlantic Lines - Iceland ehf. og Transatlantic Lines LLC, en Handboltinn á Netinu újr> mbl.is _/\L.L.TAf= eiTTH\Sf\£> AfÝTT FRÉTTIR Athugasemd frá utanrrkisráðuneytinu Stöndum vörð um rétta túlk- un og framkvæmd samninga Islands við önnur ríki þessi tvö félög era í eigu og undir stjóm sömu aðila. Taldi utanríkis- ráðuneytið þessa úthlutun ekki geta staðist samkeppnisákvæði áð- umefnds samnings og samkomu- lags og enn fremur að Transatlant- ic Lines - Iceland ehf. gæti ekki talist vera íslenskt skipafélag í skilningi samningsins og sam- komulagsins. Því var úthlutuninni mótmælt við bandarísk stjómvöld með trúnaðarorðsendingu utanrík- isráðuneytisins til utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna 28. septem- ber sl. Þau skipafélög er töldu ranglega á sig hallað vegna úthlutunar Bandaríkjahers á flutningunum til Transatlantic-fyrirtækjanna, Eim- skipafélag Islands hf. og Van Ommeren Shipping (USA) LLC, kærðu úthlutunina til ríkisendur- skoðunar Bandaríkjanna (General Accounting Office - GAO). Sú kæra var lögð fram án nokkurs samráðs þessara skipafélaga við utanríkisráðuneytið. Er ljóst varð að GAO myndi taka málið til umfjöllunar og í athugun sinni hugsanlega leggja mat á túlk- un fyrrnefnds samnings og sam- komulags milli Islands og Banda- ríkjanna um þessa flutninga taldi utam-íkisráðuneytið óhjákvæmilegt að afhenda GAO orðsendingu sína frá 28. september sl. Orðsendingin var lögð fram í trúnaði af sendiráði f slands beint til GAO þannig að af- staða íslenskra stjómvalda lægi ljós fyrir ef til þess kæmi að GAO tæki afstöðu til túlkunar samnings- ins og samkomulagsins. Önnur af- skipti hafði utanríkisráðuneytið ekki af athugun GAO á lögmæti út- hlutunarinnar. Þegar GAO hóf rannsókn máls- ins í lok september sl. var gildis- töku nýrra flutningasamninga Bandaríkjahers við Transatlantic- fyrirtækin sjálfvirkt frestað á með- an rannsókn málsins fór fram. Bandaríkjaher ákvað hins vegar að nýta heimild sína til þess að ógilda þá frestun í því skyni að tryggja að ekki yrðu tafir í flutningum fyrir varnarliðið eftir að fyrri samningar hersins við Eimskipafélag íslands hf. og Van Ommeren Shipping (USA) LLC rynnu út. Vegna þess- arar ákvörðunar Bandaríkjahers ákvað Eimskipafélag íslands hf. að kæra úthlutunina til undirréttar í Washingtonborg. Lauk þar með ferli málsins hjá GAO og færðist það að öllu leyti yfír til réttarins, ásamt öllum málsskjölum, þ.m.t. afrit af orðsendingu utanríkisráðu- neytisins frá 28. september sl. Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft bein afskipti af málaferlum Eimskipafélags Islands hf. og Bandaríkjahers. Hins vegar hefur ráðuneytið allt frá því að ljóst varð um úthlutunina til Transatlantie- fyrirtækjanna freistað þess að eiga viðræður við bandarísk stjómvöld í því skyni að leysa þann ágreining sem ríkt hefur um túlkun samn- ingsins og samkomulagsins milli landanna. I árlegum viðræðum íslenskra og bandarískra stjómvalda um samstarf á sviði alþjóða- og varnar- mála 17. nóvember sl. var m.a. rætt um þetta mál. Fulltrúar banda- rískra stjórnvalda sögðust þar standa við þá túlkun á samningn- um og samkomulaginu sem Banda- ríkjaher hefði byggt á við úthlutun vamarliðsflutninganna. Hins vegar lögðu þeir jafnframt til að íslensk stjórnvöld legðu fram í málaferlum Eimskipafélags Islands hf. og Van Ommeren Shipping (USA) LLC gegn Bandaríkjaher svonefnt amicus curiae skjal (skjal frá vini réttarins) þannig að dómaranum í málinu væri ljós afstaða íslenskra stjórnvalda. Utanríkisráðuneytið undirbjó slíkt skjal, en ákvað að lokum að blanda sér ekki með svo beinum hætti í málaferli einkaaðila gegn bandarískum stjórnvöldum. Ráðuneytið var og er þeirrar skoð- unar að ágreining um túlkun og framkvæmd milliríkjasamnings eigi að leysa í beinum viðræðum viðeigandi stjórnvalda en ekki fyrir dómstólum annars ríkisins. Bandarísk stjórnvöld hafa frá upphafi hafnað því að eiga viðræð- ur við íslensk stjórnvöld um lausn ágreinings varðandi túlkun fyrr- nefnds samnings og samkomulags og úthlutun Bandaríkjahers á flutningunum til Transatlantic-fyr- irtækjanna sem utanríkisráðuneyt- ið telur hafa verið skýlaust brot á samningnum og samkomulaginu. Því var eðlilegt að bragðist yrði við fullyrðingum lögmanns bandaríska dómsmálaráðuneytisins í munnleg- um málflutningi vegna máls Eim- skipafélags Islands hf. gegn Bandaríkjaher, sem fram fór 6. janúar sl., þess efnis að umfjöllun- arefnið í málaferlunum væri til diplómatískrar meðferðar banda- rískra og íslenskra stjórnvalda og af þeim sökum væri einkaaðila óheimilt að höfða málið. Eins og fram kemur í fréttatil- kynningu utanríkisráðuneytisins frá 29. janúar sl. taldi ráðuneytið sér rétt og skylt að leiðrétta þessa röngu fullyrðingu og fól sendiráði íslands í Washington að hafa sam- band við bandarísk stjórnvöld í því skyni og óska eftir að þau leiðréttu umrædd ummæli. Töldu bandarísk stjórnvöld sér ekki fært að verða við ósk sendiráðsins og bentu sendiráðinu á að koma leiðréttingu á framfæri við dómarann í málinu. I ljósi þessa ritaði sendiherra Is- lands í Washington dómaranum í máli Eimskipafélags íslands hf. gegn Bandaríkjaher bréf sam- kvæmt fyrirmælum ráðuneytisins þar sem umrædd fullyrðing lög- manns bandaríska dómsmálaráðu- neytisins var leiðrétt. Dómari málsins, sem hefur samkvæmt reglum dómsins nokkuð frjálsar hendur varðandi viðtöku á bréfum sem þessum, tók við bréfinu en ákvað síðan að endnrsenda það. í dóminum í málinu, sem kveðinn var upp 3. febrúar sl., hafnaði dómarinn reyndar þeirri málsá- stæðu lögmanns bandaríska dóms- málaráðuneytisins að einkaaðila sé • ekki heimilt að höfða dómsmál á grandvelli samningsins og sam- komulagsins milli Islands og Bandaríkjanna. I dóminum frá 3. febrúar sl. er úthlutun Bandaríkjahers til Transatlantic-fyrirtækjanna felld úr gildi og mælt fyrir um að nýtt útboð skuli fara fram. Niðurstaðan er m.a. byggð á því að það sam- ræmist ekki samkeppnisákvæðum samningsins og samkomulagsins að úthluta flutningunum til tveggja svo tengdra fyrirtækja, í eigu og - undir stjóm sömu aðila. Dómarinn slær því föstu að Transatlantic-fyr- irtækin tvö hafi haft með sér sam- ráð við tilboðsgerðina. Hann taldi hins vegar óþarft að taka afstöðu til þess hvort Transatlantic Lines Iceland ehf. gæti talist íslenskt skipafélag í skilningi samningsins og samkomulagsins þar sem hann hafði fellt úthlutunina úr gildi á öðrum forsendum. Aðrir þættir, sem dómarinn byggir niðurstöðu sína á, snúa að bandarískum út- boðslögum. Lítur dómarinn m.a. svo á að það hafí verið óábyrgt af hinum bandaríska útboðsaðila, byggt á gögnum málsins og fram- lögðum upplýsingum fyrirtækisins sjálfs, að telja að Transatlantic Lines - Iceland ehf. hafí haft fjár- hagslega burði og ábyrgð til þess að takast flutningana á hendur og uppfylla skilyrði útboðslýsingar. Það er skylda utanríkisráðuneyt- isins að standa vörð um rétta túlk- un og framkvæmd samninga Is- lands við önnur ríki. Samkvæmt því hefur ráðuneytið komið á fram- færi við bandarísk stjómvöld at- hugasemdum við túlkun þeirra og framkvæmd á áðurnefndum samn- ingi og samkomulagi milli íslands og Bandaríkjanna frá 24. septem- ber 1986 um sjóflutninga fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Islensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að túlka verði samning- inn og samkomulagið, sem byggja á varnarsamningnum frá 5. maí 1951, í fullu samræmi við texta þeirra og markmið til þess að tryggja öryggis-, varnar- og efna- hagslega hagsmuni íslands. Þar ráða heildar- og langtímahagsmun- ir landsins, en ekki skammtíma- hagsmunir einstakra fyrirtækja. RAÐAUGLÝSINGAR ATVIIMNUHÚSNÆÐI Iðnaðarhús Til leigu strax ódýrt 335 m2 iðnaðarhús, einnig með vorinu til leigu 340 m2, 400 m2 og 500 mz vel einangrað og upphitað. 80 km frá Rauðavatni í Árnessýslu. Hentar undir margskonar starf- semi. íbúð geturfylgt. S. 557 1194, 897 1731. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Sjálfstæðisfélag Gerðahrepps heldur aðalfund sinn í Sæborg í Garði í dag, miðvikudaginn 10. febrúar, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Gestur fundarins verður Ólafur G. Einarsson, forseti alþingis. Stjórnin. HEIMDALLUR f U • S Val landsfundar- fulltrúa Félagsmönnum í Heimdalli f.u.s., sem áhuga hafa á að vera fulltrúar félagsins á landsfundi í mars, er bent á að senda umsókn til stjórnar félagsins. Einnig má koma á framfæri umsóknum með því að senda tölvupóst á eftirfarandi netföng: skh@simnet.is og ing- vio@mmedia.is. Skilafrestur umsókna er til þriðjudagsins 16. febrúar. Val landsfundarfulltrúa verður tekið fyrir á almennum félagsfundi, sem fram mun fara í Valhöll miðvikudaginn 17. febrúar klukkan 20:00. Heimdallur f.u.s. SMÁAUGLÝSIMGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 9 = 1792108V2 - (Fl.) SAMBAND (SŒNZKRA KRISINIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Norski predikarinn Gunn- ar Hamnöy talar. Allir hjartanlega velkomnir. Samkomur einnig næstu daga. Fylgist með auglýsingum. □ GLITNIR 5999021019 II □ HELGAFELL 5999021019 IVA/ I.O.O.F. 7 = 179021081/2 = F1. I.O.O.F. 18 = 1792108 ■ F.L. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.