Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Sigríður Kristrún Guð- jónsdóttir fæddist í Bolungarvík 21. júní 1914. Hún lést í Hveragerði 31. janú- ar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hólskirkju í Bol- ungarvík 9. febrúar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hin síðsta blund. (V. Briem) Já, kallið er komið, það kall sem leiðir inn í eilífðina. Það hljómar eitt sinn til okkar allra og því verður að hlýða. Það er bara óhjákvæmilegt. Það kemur þó svo margbreytilega og með mismunandi hætti. Kringum- stæðumar eru svo mismunandi, allt fer þetta eftir einstaklingnum. Áttatíu og fjögur ár voru að baki. Líkaminn orðinn lúinn og þjáður, þó ekki væri oft haft orð á að líðanin væri léleg. Kannski var það þess vegna sem mér fannst kall á Siggu til eilífs lífs bera svo brátt að. Svo snöggt að erfítt var að átta sig á raunveruleika þess. Þegar maðurinn er kominn á miðjan aldur fer lífshjólið að snúast hraðar og eftir því sem árunum fjölgar herðir það enn á sér og snýst hraðar og hraðar. Mað- ur veit vart hvað hefur orðið af tímanum þegar litið er til baka. Það snýst hraðar og hraðar og veikist uns lífsneist- inn slokknai'. Þetta er kallið til eilífðarinnar. Þangað sem ekki er sorg og enginn harmur. Þetta kall hljómaði til Sigríðar Guðjónsdóttur sunnudaginn 31. janú- ar. Það kom snöggt og fyrirvaralítið að okkur fannst sem þekktum hana, en því varð að hlýða. Hún kom vestan af Fjörðum til að kveðja og fylgja mágkonu sinni síðasta spölinn en hún lést sunnudeginum á undan Siggu og var hún móðir undirritaðrar. Sigríður var dóttir Guðjóns Jens- sonar og Sigríðai- Kristjánsdóttur, konu hans en þau voru vestfirskrar ættar og bjó Sigga allan sinn búskap á Vestfjörðum þar sem hún ól böm sín þrjú upp, en þau eru öll dugmikil og elskuleg. Hún unni Vestfjörðum af al- hug. I Bolungarvík kusu tvö börn hennar að stofna sín heimili og hafa búið þar fram á síðustu ár að Bergljót, tengdadóttir hennar, gerð- ist skólastjóri í Súðavík, en hún og Guðjón maður hennar eru nú búsett á Hrafnagili í Eyjafirði þar sem Bergljót er nú skólastjóri. Ingunn, dóttir Siggu, er gift og búsett í Hveragerði. Elsta dóttirin Svanfríð- ur varð ung ekkja og hafa þær mæðgur búið saman síðan. Tel ég að harmur hennar sé mestur en þær mæðgur vom mjög samrýndar. Sigga missti mann sinn árið 1960 svo víst er að þær mæðgur hafa styrkt hvor aðra. Það hafa ekki aðeins verið fjölskylduböndin heldur einnig sterk vinabönd. Eg er þakklát fyrir að hafa kynnst þessari fjölskyldu og tengst. Trygglyndara og betra fólki hef ég ekki kynnst. Ofá voru sporin sem hún og börnin hennar áttu til móður minnar lasinnar og hmmrar. En ég held að enginn úr fjölskyld- unni hafi komið til Reykjavíkur frá Bolungarvík án þess að litið væri inn á Framnesveginn. Ófá voru símtölin sem Sigga átti við mig frá því að móðir mín var skorin upp í sumar og þar til yfir lauk hjá henni, auk kær- leika sem hún og systkini hennai’ og fjölskyldur þeirra hafa sýnt mér og mínu fólki á margvíslegan hátt. Nú er kallið komið. Þú hefur hlýtt því. Minningarnar lifa. Eg og fjöl- skylda mín þökkum af alhug ykkur börnum Siggu og fjölskyldum ykkar og vottum ykkur dýpstu samúð vegna svo skjóts fráfalls hennar. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ykk- ur og blessa. Hanna Kolbrún Jónsdóttir. SIGRIÐUR KRISTRUN GUÐJÓNSDÓTTIR + Magnús Óskars- son fæddist á Akureyri 10. júní 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 2. febrúar. Kæri Magnús minn. Eins og þín var von og vísa vékstu strax talinu að öðru og slóst á léttari strengi um leið og þú varst búinn að segja mér ótíðindin af neilsufarinu. Þetta var kvöldið fyrir sjómannadag- inn í fegursta veðri og þú baðst mig að síðustu að fara nú varlega á bryggju- ballinu. Síðan varð mér æði oft hugsað til þín og ég reyndi að fylgjast með þér líka eftir að við töluðum síðast saman í október. Einnig þá laukstu samtalinu með gamanyrðum og visubrotum og baðst mig að fara nú ekki með glýju í augum í Kúbuferðina mína væntan- legu. Þú varst með öðrum orðum jafn lík- ur sjálfum þér með sambland gamans og alvöru í þessum stuttu lokasímtöl- um okkar og jafrian áður í öllum samskiptum okk- ar. „Húmor táknar ekki afsal neinnar alvöru“, hafðh’ðu stundum eftir Tómasi. Og fóðurlegar ráðleggingar gafstu mér líka oft því þú varst eldri og lífsreyndari en ég og kunnir svo langtum meira á flestum sviðum. Þú hafðir yndi af upp- byggilegum samræðum um næstum hvað sem var en sama hvað um var rætt fannst mér alltaf skína í gegn áhugi þinn og þekking á mannlegu eðli og væntumþykjan til samborgaranna. Og fátt, ef nokkuð, í mannlegu atferli held ég að hafí orðið þér að hneykslunar- hellu beinlínis. Skildi ég þig rétt tald- irðu allt misjafnt líka til þess fallið að skilja og læra af og oftast fylgdirðu líka slíku og þvíhku eftir með ofurlitl- um þætti spaugs og spés. Þar að auki vildirðu hvei-s manns vanda leysa og þess varð ég oft aðnjótandi sjálfui’. Við sátum báðir í sama mennta- skóla, MA, hvor á sínum tíma, og bár- um saman þá reynslu. Fleira af mót- unarskeiði tengdi okkur saman en ekkert efldi þó kynni okkar og vináttu meir og betur en sameiginlegur áhugi á spænsku máh og bókmenntum. Þú margþakkaðir mér fyrir að hafa opnað fyrir þér dyr spænskrar tungu. E.t.v. gerði ég það. En síðan náðirðu langtum lengi’a án minnar aðstoðai’ og opnaðir sjálfur innri dyr. Með því á ég við ljóðin spænsku sem þú naust ái’eiðanlega í ríkum mæli því oft léstu mig vita og leyfðir mér að heyra nokk- ur erindi þegar þú hafðh’ fundið ein- hverja ljóðperluna. Og nú langar mig til að kveðja þig, kæri Magnús minn, með litlum ljóð- þætti eftir A. Machado, sem ég las eitt sinn fyrir þig á frummálinu, og mér fannst lika snerfci þig. En hér kemur hann þýddur svo fleiri megi skilja. Tólfhöggsló klukkan og tólf sinnum var reku barið í svörðinn. Ég hrópaði: Stund mín er komin. Þá svaraði þögnin: Þegar síðasti dropinn í stundaglasinu blikar og fellur verða augu þín lokuð. Lengi munt þú sofa á þessari strönd en vakna á heiðum morgni í bát þínum bundnum við bakkann hinum megin. Steinar V. Árnason. MAGNUS ÓSKARSSON + Jón Halldórsson fæddist í Krók- túni í Hvolhreppi 18. aprfl 1934. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 6. febrúar. Mig langar í fáeinum orðum að þakka þér fyr- ir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, elsku pabbi minn. Eg sakna þín svo sárt. Núna þegar þú ert farinn koma svo margar yndis- legar minningar í huga minn um það ' sem þú gerðir fyrir mig og allt það sem við gerðum saman. Allar ferðim- ar á vörubílnum þínum, hvað það var alltaf gaman. Við fórum í frúna í Ham- borg og sungum Kátir voru karlar aft- ur og aftur. Sérstök minning er þó efst í huga mér en það er útskriftar- dagurinn minn 19. desember síðastlið- inn. Þann dag varstu svo hress og vildir allt fyrir mig gera, til að dagurinn yrði sem bestur. Elsku pabbi minn, þér tókst það svo sannarlega. Þú studdir alltaf við bakið á mér. Elsku pabbi minn, ég gæti lengi talið upp allt það yndislega sem þú gerðir fyrir mig, mömmu, systkini mín og alla aðra í fjölskyldunni. Söknuður okkar er mik- ill en ég veit að nú líður þér vel og ert kominn til ömmu, afa og Elsu syst- ur þinnar, þeirra sem þú saknaðir sárt. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Minning þín er ljós í lífí mínu. Guð gefi þér góða nótt. Þín dóttir Rósa Sif. Elsku afi. Það er skrítið að hugsa til þess að við munum aldrei sjá þig aft- ur, en nú vitum við að þú ert kominn heim til foreldra þinna og systur. Þú vildir allt fyrir okkur gera og þú og amma sáuð alltaf fyrh’ því að eiga eitthvað gott að drekka og borða þeg- ar við komum í heimsókn. Við vorum ekki há í loftinu þegar við fórum með í vörubílnum og fórum með þér að ná í vikur upp að Heklu. Þú varst svo fróð- ur um land þitt og deildir þessari visku með okkur. Ekki má gleyma því þegar þú hélst á okkur í fanginu og ruggaðir þér í stóinum þínum góða, raulaðh’ og sagðir sögu. Einnig kenndir þú okkur Svarta Pétur og 01- sen-Olsen og auðvitað vannst þú alltaf, en þegar við vorum orðin óróieg léstu okkur vinna þig. Við dáðumst að hugrekki þínu og fyrir að hafa þolað allai’ þær raunir sem þú hefur gengið í gegnum á sein- ustu árum. Við huggum okkur við það að nú þjáist þú ekki lengur. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og það að hafa kynnst þér gerir okkur að befra fólki. Við vitum að þú munt vitja okkar á hveiju kvöldi til að bjóða okkur góða nótt á þinn sérstaka hátt. Við lofum því að hugsa vel um ömmu þar til þið verðið saman á ný en þangað til, hvíldu í íriði, elsku afi. Þín afaböm Margrét, Nína Dóra, Anna Ir og Birkir. JON HALLDÓRSSON VALDIMAR JÓHANNSSON + Valdimar Jó- hannsson var fæddur að Skriðu- landi í Arnarnes- hreppi í Eyjafírði 28. júní 1915. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 3. febrúar. Föðuramma mín botnaði ekkert í dá- læti barnabarnanna á bókum Enid Blyton, en hún lét sig samt hafa það að arka yfir Klambratúnið með stóðið í eftir- dragi, að útgáfu Iðunnar, sem staðsett var í niðurgröfnum bíl- skúr við Snorrabraut. Þar sat þungbrýndur karl við skrifpúlt og seldi sígildar afþreyingarbók- menntir á kostnaðai’verði. Bækur Enid Blyton fjölluðu gjarnan um baráttu ósköp venjulegra ki-akka- grislinga við langa halarófu smá- glæpamanna, sem aldrei virtist nokkur hörgull á, í afskekktum sveitaþorpum, ævintýraeyjum og skógum. Kjallaraholan, grunnurinn að veldi Iðunnar, var vel í sveit sett, beint á móti Ríkinu, einni helstu áfengisverslun landsmanna. Þar áttu verstu byttur bæjarins alltof oft erindi. Amma Unnur gat haft nokkrar njósnir af ferðum eigin- mannsins í Ríkið eftir að honum hafði, samkvæmt læknisráði, verið ráðið frá frekari áfengisneyslu. Hún átti sér hauk í horni, kunn- ingjann úr kennarastéttinni sem sat keikur við púltið, á besta út- sýnisstað landsmanna. Hann vissi lengra en nef hans náði enda þaul- vanur að vakta sveitunga sína úr Arnarneshreppi við Eyjafjörð, kóf- drukkna í réttunum. Ái-atugum síðar rakst ég á gamla ski’ögginn, manninn hennar Iðunn- ar, við kaffidiykkju í heimilislega eldhúsinu hennar á Bræðraborgar- stígnum. Hann var samur við sig, enn sami spjallarinn þó röddin væri orðin rámari og hreyfingamar hægari. Talið barst fljótlega að ferðalagi hans til Líbanon áður en langvinn borgarastyrjöld og innrás þriggja nágrannaríkja hafði lagt landið í rúst. Hann hafði farið þang- að eftir fyrsta hjartaáfallið til að endurheimta lífsþróttinn. Beirút var eina borgin í heiminum sem gat boðið ferðalöngum upp á ylvolg sjó- böð og skíðaferðir samdægurs. Honum var hlýtt til gestgjafa sinna fyrrverandi við Miðjarðarhafið og vildi veg þeirra sem mestan. Yfir- gangur Israelsmanna gagnvart Pa- lestínumönnum rann honum til í-ifja og þeirra þáttur í skipulögðum fjöldamorðum kristilegra falangista á Palestínumönnum í flóttamanna- búðum í Líbanon fannst honum sárgrætilegur. Þegai’ gamli maðurinn tók að mæra útvarpsþátt sem undirritað- ur tók saman um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kjölfar vetrarsetu á samyrkjubúi við Genesaretvatn, sperrti ég eyrun. Það fór ekki á milii mála að hann var hrifinn af ungæðislegri róttækni minni, því um leið og ég tjáði honum að Ingibjörg Þorbergs, dagskrárstjóri RUV, hefði veitt mér leyfi til að lýsa ferð um flótta- mannabúðir Palesínu- manna bauð hann mér að halda samræðunum áfram inná forstjórakontór. Það rann upp fyr- ir mér næstu vikurnar hver var potturinn og pannan á bakvið blómlegan rekstur bókaútgáfu Ið- unnar. Valdimar Jóhannsson velgdi starfsliði sínu undir uggum svo um munaði þegar hann áttaði sig á því að enginn hafði séð sóma sinn í að færa honum né fjölskyldu hans nokkur handrit mín til yfir- lestrar. Þau fengu að velkjast óles- in í himinháum blaðastöflum. Við náðum samkomulagi um útgáfu annarrar skáldsögu minnar „Á bláþræði", en sú fyrsta fékkst út- gefin hjá Almenna bókafélaginu. „Ekki henda perlum fyrir svín,“ sagði hann um keppinauta sína. „Þeir hafa illt orð á sér fyrir með- ferðina á höfundum sínum, pils- faldakapítalistarnii’. Ég hef aldrei getað fyi-irgefið þeim hvernig þeii’ hlunnfóru ekkju Gunnars Gunn- arssonar þegar þeir sölsuðu undir sig ritsafn hans. Það er alltaf slæmt þegar stjórnmálaflokkar taka skattpeninga almennings í sína þénustu og slá til riddara, með fjárframlögum og heiðurs- skjölum, einhverja meðalskussa á ritvellinum. Kommarnir í kratakuflunum eru ekkert skárri. Þeir borga sínum höfundum með loðnum loforðum um íyrirgi-eiðslu úr opinberum styrkjasjóðum skattborgaranna." Barátta kúgaðra þjóða fyrir sjálfstæði sínu var honum einnig hugstæð, og þyi-num stráð leið að því marki fólst m.a. í skipulegri uppbyggingu iðnaðar og öflugs at- vinnurekstrar til sjávar og sveita. Stefnumarkmið Þjóðvarnaflokks- ins sem hann veitti formennsku frá stofnun 1953 til 1960, voru ferskur vindblær inn í andrúmsloft litað undirlægjuhætti eftfrstríðsáranna Islandi allt; eiginn her, eigin versl- un, eigið atvinnulíf, eiginn iðnaður, eigin menning, eiginn landbúnað- ur, eigin sjósókn og eigin útgáfu- starfsemi. Fyrir þetta stóð keikur karakter Valdimars Jóhannssonar og hann sveik aldrei hugsjónir sín- ar. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi og sanngirnin var honum í blóð borin. Þetta veitti honum fyrst og fremst ákveðið svigrúm og forskot í árlegum hundaslag íslenskra útgefenda. Minning hans lengi lifi. Gísli Þdr Gunnarsson. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið gi’einina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveidust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eni ritvinnsiukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmai'kast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.