Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Blaðberar
Morgunblaðs-
ins fylltu
Kringlubíó
MORGUNBLAÐIÐ bauð blað-
berum sínum á höfuðborgar-
svæðinu á myndina „Bugs Li-
fe“ í Kringlubíoi á laugardag-
inn.
Öra Þórisson, áskriftarstjóri
Morgunblaðsins, segir að blað-
berum sé boðið í bíó einu sinni
til tvisvar á ári. Hann segir
undirtektirnar nú hafa verið
mjög góðar, því um 800 manns
hafi sótt sýningarnar tvær,
klukkan eitt og þrjú. Hver blað-
beri fékk tvo miða þannig að
hann gat boðið með sér vini eða
ættingja. Næsta boðssýning
verður líklega næsta haust,
sagði Örn.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
DREKKHLAÐNIR blaðberar Morgunblaðsins bíða spenntir eftir að komast inn í bíósal.
Sömu kröfur um þekkingu
gerðar til allra nemenda
FATLAÐIR nemendur og nemend-
ur með séi’þarfir, sem stunda nám
við Háskóla Islands eru nú um 120,
en frá árinu 1995 hefur gilt samning-
ur um gagnkvæmar skyldur Háskól-
ans og nemenda með sérþarfír. „Það
hefur vakið mikla athygli og aðdáun
erlendis, að Háskólinn eigi sér
stefnu í málefnum nemenda með sér-
þarfír," sagði Ásta Kr. Ragnarsdótt-
ir, forstöðumaður námsráðgjafar
Háskóla fslands. Hún hefur um ára-
bil unnið að uppbyggingu á stuðn-
ingskerfí fyrir nemendur með sér-
þarfír í Háskólanum. „Ekki nær allir
háskólar í Evrópu hafa slíka stefnu
og þegar ég hef haft tækifæri til að
segja frá opinberri stefnu Háskólans
á ráðstefnum erlendis, hefur hún
vakið mikla athygli."
Málefni nemenda með sérþarfir
hafa verið til umræðu að undan-
fómu, ekki síst með hliðsjón af ný-
gengnum dómi Hæstaréttar þar sem
Háskólinn var dæmdur
til að greiða Rögnu K.
Guðmundsdóttur, sem er
blind og var nemandi við
Háskólann, miskabætur
þar sem hann hefði
brugðist skyldu sinni tíl
að gera almennar ráð-
stafanir sem fylgja námi
fatlaðs nemanda við
skólann, að mati Hæsta-
réttar.
Háskólinn þarf að
uppfylla staðla
Asta sagði spurð um
þróun úrræða við nem-
endur með sérþarfir, að
um nokkurra ára skeið
hefði verið leitað lausna í málefnum
nemenda með sérþarfir við deildir
Háskólans, um hvaða úrræði hent-
uðu mismunandi tegund fötlunar.
„Um leið og farið var að vinna með
skilgreiningu á fötlun
og hömlum varð æ
ljósara í hverju til-
hliðrun við nemendur
fólst. Það er ekki verið
að beita neinum til-
slökunum við nemend-
ur með sérþarfir þar
sem Háskólinn hefur
miklar skyldur við að
uppfylla ákveðna
staðla, þannig að skól-
inn útskrifar ekki
nemendur nema að
hann geti tryggt að
þeir búi yfír ákveýinni
þekkingu," sagði Asta.
Að sögn Astu verður
námsráðgjöf, sem falin
er umsjón með málefnum nemenda
með sérþarfír, að geta tryggt að sú
áætlun, sem sett er í gang nái tO
enda. „í máli Rögnu K. Guðmunds-
dóttur gerðist það, að við lögðum af
stað með ákveðna áætlun, sem síðai'
var dregin í efa á miðri leið. Þar sem
hennar máli lyktaði með þeim hætti
sem greint hefur verið frá, var sýnt
að málaflokkurinn yrði hvorki fugl
né fískm- nema háskólaráð myndi
ákveða stefnu sem gOti í öllum deild-
um skólans.
Það var þó huggun harmi gegn
fyrir Rögnu að hún ruddi brautina
og varð til þess að Háskólinn mótaði
sér opinbera stefnu í þessum mála-
flokki. Mál Rögnu leiddi til þess að
ég fór fram á það við þáverandi há-
skólarektor að hann kallaði til er-
lendan sérfræðing, Sue Kroeger frá
háskólanum í Minnesota. Hún vann
drög að stefnu sem gæti gilt við ís-
lenskar aðstæður og hennar tillaga
var síðan unnin og aðlöguð að litlu
leyti og samþykkt í háskólaráði. Hún
miðlaði einnig starfsaðferðum sem
námsráðgjöfin hefur nýtt sér frá
þessum degi,“ sagði Asta.
Ásta Kr.
Ragnarsdóttir.
Skoðana-
könnun DV
Fylgi Sam-
fylkingar
eykst
verulega
FYLGI Samfylkingai'innar hef-
ur aukist verulega samkvæmt
niðurstöðum könnunar DV sem
birt var í gær. Skv. henni
mælist fylgi Samfylkingarinnar
nú 35,6% miðað við þá sem af-
stöðu tóku en í síðustu könnun
blaðsins í janúar mældist fylgið
21,1%. Fylgi Sjálfstæðisflokks
minnkar einnig verulega og fer
úr 49,9% í síðustu könnun í
36,1% nú. Oákveðin í könnun-
inni voru 29,3% og 8,3% neit-
uðu að svara. Framsóknai'-
flokkur mælist með 16,6% fylgi,
Vinstrihreyfingin - Grænt
framboð 6,4% og Frjálslyndi
flokkurinn 3,2%. Miðað við
þessa niðurstöðu fengi Sam-
fylkingin 23 þingmenn ef kosið
væri nú, Sjáífstæðisflokkur 23,
Framsóknarflokkurinn 11,
Vinstrihreyfingin 4 þingmenn
og Frjálslyndi flokkurinn 2.
Könnunin var gerð sl. mánu-
dagskvöld. Úrtakið var 600
manns, jafnt skipt milli höfuð-
borgar og landsbyggðar og á
milli kynja.
Slapp
naumlega úr
eldsvoða
FULLORÐINN maður slapp
naumlega úr eldsvoða í VOlinga-
nesi í Skagafirði undir hádegi í
gær. Tilkynnt var um eldinn
klukkan 11.40 og að sögn lög-
reglunnar á Sauðárkróld hafði
húsið brunnið tO kaldra kola er
slökkvistarfi lauk klukkan 14.
FuOorðin systkini og yngri
maður bjuggu í húsinu sem var
úr timbri og torfi, um 80 ára
gamált. Talið er að eldurinn hafi
kviknað út frá rafmagni.
Skiili Mogensen segir samninginn við Ericsson kveða á um umfangsmikið samstarf fyrirtækjanna
Hvetur okkur til
áframhaldandi sigra
„Við byrjuðum smátt en höfum hægt og sígandi áunnið okkur
mikið traust og fengið aðgang að æðstu stöðum innan Ericsson,
sem er einstakt fyrir svona lítið fyrirtæki,“ segir Skúli Mogensen,
einn eigenda QZ hf., um samning fyrirtækisins við sænska stór-
fyrirtækið Ericsson. Samningurinn felur m.a. í sér að OZ fær
verulega hlutdeild í sölu hugbúnaðar sem Ericsson mun dreifa út
um allan heimenþað er með útibú í 132 löndum.
„ÞETTA er gi'íðarlegur sigur fyrir
OZ og það mikla starf sem við höf-
um lagt í þetta. Við höfum unnið
með Ericsson meira eða minna í
tvö ár. Við byrjuðum smátt en höf-
um hægt og sígandi áunnið okkur
mikið traust og fengið aðgang að
æðstu stöðum innan Ericsson, sem
er einstakt fyrir svona lítið fyrir-
tæki,“ segir Skúli Mogensen, einn
eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins
OZ hf. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær hefur OZ gert
samning við sænska stórfyrirtækið
Ericsson til þriggja ára, sem felur í
sér samstarfsverkefni upp á að
minnsta kosti einn milljarð króna.
Munu OZ og Ericsson í sameiningu
þróa nýja samskiptatækni fyrir
Netið.
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir
allt það starf sem hér hefur verið
unnið og er því mikill sigur fyrir
starfsfólkið að sjá að þær pælingar
sem við höfum verið með undanfar-
in ár eru að skila sér í svona viða-
miklu samstarfi. Það hvetur okkur
til áframhaldandi sigra,“ segir
Skúli.
OZ fær hlutdeild í sölu hugbún-
aðar sem hefst í maí
Samningurinn við Ericsson er
þríþættur. „Hann felur í fyrsta lagi
í sér að Ericsson kaupir af okkur
ákveðna tækni sem við höfum verið
að þróa undanfarin ár. I annan stað
er um að ræða mjög umfangsmikið
samstarf um að þróa áfram þessa
tækni á næstu þremur árum að
minnsta kosti og að þróa og rann-
saka nýjar lausnir innan samskipta-
geirans. I þriðja lagi munum við fá
verulega hlutdeild í sölu þessa hug-
búnaðar. Það er eiginlega það sem
við bindum mestar vonir við. Þess-
um hugbúnaði verður dreift og
hann seldur og studdur af Ericsson
út um allan heim.
Ericsson er með útibú í 132 lönd-
um og með um 100 þúsund starfs-
menn. Það hefur gríðarlega mögu-
leika í för með sér. Sala á þessum
búnaði mun hefjast í maí á þessu
ári. Þetta er því komið mjög langt á
veg,“ segir Skúli.
Hann vildi ekki gefa upp ná-
kvæmlega hver hlutdeild OZ væri í
sölu hugbúnaðarins en sagði hana
verulega. „Það skiptir líka máli að
vörumerki OZ muri koma skýrt
fram á þessum búnaði," segir
hann.
Aukum töluvert við okkur
á öllum vígstöðvum
Samningurínn er a.m.k. til
þriggja ára, að sögn Skúla, og
kveðst hann gera ráð fyrir að
áframhald verði á samstarfinu að
þeim tíma liðnum ef vel gengur.
OZ er með starfsstöðvar í
Reykjavík og Stokkhólmi en höfuð-
stöðvarnar eru í San Fransisco. „St-
arfsemi okkar í Stokkhólmi er alfar-
ið byggð á samstarfinu við Erics-
son,“ segir Skúli. Aðspurður segist
hann sjá fyrir sér að umsvif fyrir-
tækisins muni aukast og starfs-
mönnum fjölga á næstunni. „Ég á
fastlega von á að við munum auka
töluvert við okkur á öllum vígstöðv-
um núna á næstunni, ekki síst í
Stokkhólmi," sagði hann.
Stefna að skráningu á Nasdaq-
verðbréfamarkaðinum
Fyrir dyrum stendur að OZ verði
innan tíðar skráð á hlutabréfamark-
aði á bandai'íska verðbréfamarkað-
inum Nasdaq, en þar eru skráð
mörg helstu hugbúnaðar- og tækni-
fyrirtæki í heiminum.
„Það hefur leynt og ljóst verið
markmið okkar að skrá félagið á
Nasdaq þegar við teljum okkur
vera tilbúna í það. Það er ljóst að
með þessum samningi færumst við
nær því markmiði en ég vil ekki
geta mér til um einhverjar tíma-
setningar í þeim efnum,“ sagði
Skúli aðspurður um þetta.
Markaðsverð hlutabréfa í OZ hef-
ur hækkað verulega á skömmum
tíma að undanfömu. Fram kom í
Morgunblaðinu í gær að gengi bréfa
í fyrirtækinu hefði hækkað úr 1,3
dollurum hver hlutur í 2,25 á
skömmum tíma og undanfama viku,
eftir undirritun samningsins, hefði
hluturinn hækkað úr 1,7 dollurum í
allt að 2,9%. Skv. upplýsingum
Morgunblaðsins hélt gengi bréfa í
OZ áfram að hækka í gær þegar
það var komið í 3,15-3,20 dollara.
Samkvæmt því hefur markaðsvirði
fyrirtækisins hækkað á skömmum
tíma um rúmlega 88%.
Fullgildur meðlimur alþjóðlega
hugbúnaðargeirans
„Það er gaman að sjá að mark-
aðurinn hefur trú á því sem við er-
um að gera og það er Ijóst að við
erum komnir yfir erfiðasta hjall-
ann. Það er auðvelt að vera ungur
og efnilegur en erfitt að taka
skrefið yfir á næsta þrep og vera
fullgildur meðlimur í alþjóðlega
hugbúnaðargeiranum. Þar eru
margir um hituna.
Við sáum verulegan árangur af
starfsemi okkar í fyrra og sjáum
fram á mikla aukningu í ár, þannig
að við lítum mjög björtum augum til
framtíðarinnar,“ sagði Skúli að lok-
um.