Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 42
M2 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Gunnlaugur Pétursson var fæddur á Háafelli í Hvítársíðu 7. maí 1915. Hann lést 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Jakob Jónsson, f. 9. ágúst 1884, d. 21. október 1949, frá Fljóts- tungu í Hvítársíðu, bóndi síðast í Sel- haga í Staf- holtstungum, en frá 1930 verkamaður í Reykjavík, og kona hans Halldóra Jónsdóttir, f. 21. maí 1887, d. 25. maí 1963, frá Háreksstöðum í Norðurárdal. Uppeldissystir Gunnlaugs er Lára Þórðardóttir, f. 4. ágúst 1922. Foreldrar hennar voni Þórður L. Jónsson, bróðir Hall- Hann Gunnlaugur, frændi minn og fósturbróðir hennar mömmu, er látinn 83 ára gamall. Hann dó í svefni í veiðihúsinu við Norðurá í Borgarfírði. Hann var þar með góð- um vinum sínum að ditta að og und- —fírbúa allt fyrir komandi veiðitíma- bil. Fyrirvarinn á andlátinu var nær enginn, hjartað gafst skyndilega upp. Friðsælla og betra gat það ekki verið. Ekkert vesen, honum líkt. Ljúf er minningin um hann frænda minn og mikið var hann mér alltaf góður. Hann var kominn nokkuð yfir þrítugt þegar ég man fyrst eftir mér. Þá mótaður maður. Mér fannst hann á sama aldri alla tíð. Hann var kominn af bláfátæk- ^um leiguliðum uppi í Borgarfirði sem urðu að bregða búi í kreppunni vegna jarðnæðisleysis. Hann hafði horfst í augu við alvöyu lífsins löngu áður en ég fæddist. Atján ára veikt- ist hann af berklum, lá á Landspít- alanum í tæp tvö ár og varð að hætta námi í menntaskóla. Gunnlaugur frændi minn var skarpgreindur maður og sérstakur. Hann var í grunninn skapríkur maður, gat verið fyrirtektarsamur og þrár. Við bræðurnir gerðum stundum grín að því. Piparsveinn snemma. Islendingur góður, hag- yrðingur af guðs náð og framsókn- armaður af gamla skólanum. Hann lærði aldrei að aka bíl og fór aldrei til útlanda. Gekk mikið og hratt með *■ fálpahúfu á höfði og setti svip á bæ- inn. Vissi meira um ísland en flestir aðrir, málamaður góður og heima í alþjóðapólitík. Hann færðist lengra til vinstri með árunum og gaf lítið fyrir vaxandi alþjóðahyggju og frjálsræðistal. Sá að ekki hafa allar breytingar orðið okkur til góðs. Kom oft auga á misrétti og stóð gjarnan með lítilmagnanum. Is- lenska þjóðin á allt of fáa hans líka. Hann var nægjusamur með afbrigð- um. Veitti sér fátt nema að fara til laxveiða. Hann var hjálparhella allra ungra manna og kvenna í ætt- inni. Með afbrigðum mikill dýra- og barnavinur. Tryggur og trúr. Hann lærði snemma að temja mikið skap T*og var með eindæmum ljúfur í við- kynningu. Hann hjálpaði mér við lærdóminn framan af ævi og undir handleiðslu hans veiddi ég minn fyrsta lax á Iðu. Hann kenndi mér þær óskráðu og ströngu reglur sem gilda hjá sómamönnum við laxveiðar og góð- um drengjum í lífsbaráttunni. Varla mun ég renna færi eða hnýta flugu án þess að nýta eitthvað af því sem hann kenndi mér í þeim efnum og minnast hans á einhvern hátt. Margir góðir drengir munu sakna hans við Iðu næsta sumar en ef til "^vill verður söknuður hundsins Skugga vinar hans mestur. Fáir menn fá að deyja eins og þú, frændi minn, í sátt við allt og alla og algjörlega skuldlaus við guð og menn. Eg sakna þín og finnst við miklu fátækari að hafa þig ekki hjá okkur en gleðst um leið yfir því að bú skyldir fá að halda þínu andlega ^atgervi og ljúfu framkomu allt til dóru, og Gunnvör Magnúsdóttir, hjón á Kirkjubóli í Hvít- ársíðu. Gunnlaugur varð gagnfræðingur frá Menntaskóianum f Reykjavík 1933 en hætti námi sökum veikinda. Gunnlaug- ur starfaði á dag- blaðinu Tímanum í tvö ár en starfaði hjá ríkinu eftir það. Arið 1939 hóf harin störf á Skömmtun- arskrifstofunni og starfaði meðai annars hjá Fjár- hagsráði, Efnahagsstofnuninni, Framkvæmdabankanum og síð- asthjá Þjóðhagsstofnun. Útför Gunnlaugs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. enda. Sérstaklega þakka ég þér nærfærnislegan stuðning þinn og umhyggju meðan ég átti það sem erfiðast og hversu góður þú varst börnunum mínum þá og alla tíð síð- an. Þórarinn Tyrfingsson. Fuglar vorsins munu í þetta sinn ekki sefa söknuð sveitadrengsins á mölinni og bjóða honum faðm móð- ur náttúru. Hljómkviða árinnar mun ekki framar veita sálinni ró og fjallasýnin smalanum fögnuð. Síð- asta vísan hefur verið kveðin og veiðistönginni lagt hinsta sinni. Gunnlaugur frændi minn er látinn. Að loknum degi í hópi góðra félaga sinna gekk hann til hvílu á bökkum Norðurár og sofnaði í fullkomnum friði. Allt lífið hef ég fundið fyrir ná- lægð Gunnlaugs frænda míns og gengið að honum vísum. Kröfur bamsins beindust jafnt að honum sem foreldrum mínum. Angist, for- vitni og frekja unglingsins heimtuðu sitt af frænda rétt eins og pabba og mömmu. Fram á fullorðinsár naut ég umhyggju hans og aðstoðar ekk- ert síður en foreldra minna; og mik- ils þurfti ég með framanaf. Því set- ur mig hljóðan á kveðjustund. Eng- um orðum verður komið að þeim til- finningum sem bærast í brjósti mér þegar leiðir okkar skiljast. Engar lýsingar á ég sem hæfa þessum ljúfa vini mínum sem var mér svo kær - nema segja frá því hvernig hann reyndist mér á erfiðri rauna- stund. Það fékk mikið á aldraðan frænda minn fyrir tæpum tólf árum þegar Svava mín lést skyndilega og ég stóð einn uppi með drengina mína tvo. Við áttum fjölskyldur á báðar hliðar sem vernduðu okkur og sáu til þess að aldrei var neins vant. Öll ástúð og umhyggja Gunn- laugs frænda míns beindist að litla nafna hans sem þá var aðeins fjög- urra ára. Um tveggja ára skeið gat ég áhyggjulaus farið til vinnu minn- ar og skilið litla drenginn eftir í um- sjá frænda síns, sem þá var hættur að vinna sökum aldurs. Þá fékk Gulli litli að sofa og hvílast eins og þurfti. Síðan vaknaði sá stutti, þeir klæddust, spjölluðu, léku sér og mötuðust. Loks lölluðu þeir saman af Ásveginum og inn allan Lang- holtsveg í leikskólann. Læðan Loppa fylgdi þeim inn á Sunnutorg. Þannig byrjaði dagur sonar míns í ró og næði undir öruggri hand- leiðslu gamla frænda. Þegar ég kom úr vinnu mætti ég litla snáðanum mínum glöðum og ánægðum eftir leiki dagsins, óþreyttum og skraf- hreifnum. Mér lá ekkert á að koma honum í svefn, þurfti ekki að stimp- ast við uppeldi og ögun. Við máttum njóta samvista hvor annars fram eftir öllu kvöldi. Allt lífið munum við feðgarnir búa að þessari samveru sem frændi okkar bjó í haginn fyrir. Með öllum auð heimsins verður slík þjónusta ekki keypt. Slíkan greiða á maður ekki inni hjá nokkurri mann- eskju og gerir ekki tilkall til hans. Gæfa sem þessi verður manni að- eins gefin af góðum frænda eins og Gunnlaugi móðurbróður mínum. í huga mínum geymi ég myndina af hinum milda vitringi - og barni sem leikur sér við gamlan mann. Pétur Tyrfingsson. Ég kynntist Gunnlaugi frænda mínum kornungur á Ásvegi 10 þar sem ég bjó ásamt foreldrum mínum, ömmu og afa og honum. Ég hændist mjög fljótt að honum eftir því sem tíminn leið og ég óx úr grasi. Hann gaf sér tíma til að spila jatsí við mig, systkini mín og frændfólk sem einnig þótti mjög gott að vera í ná- vist hans. Við börnin fengum öll nammidagatöl frá honum fyrir jólin. En svo leið tíminn og það var ekki bara jatsí heldur ýmis heilræði, hjálp í skólanum og oft gaf hann mér seðil. Umburðarlyndi, miklar gáfur, hógværð og hrein góð- mennska voru það sem allir fundu svo sterkt fyrir hjá honum Gunn- laugi og trygglyndur var hann. Ég skil það núna, sjálfur orðinn 29 ára gamall, hvað það var við hann Gunn- laug frænda minn sem sameinaði alia þessa kosti: Hann var góður maður. Tyrfingur Þórarinsson. Þótt einstaka samferðamenn hafi safnað mörgum árum, kemur fyrir að maður býst við ýmsu öðru en að fá fregnir af andláti þein’a, og þannig var er ég heyrði að Gunn- laugur vinur minn Pétursson væri allur. Þótt hann væri kominn vel á níræðisaldurinn, þótti mér á stund- um sem hann væri ódauðlegur, hann breyttist lítið þótt árunum fjölgaði og hafði ekki átt við alvarleg veik- indi að stríða. Vegna vinskapar og veiðimennsku föður míns og Gunnlaugs, varð ég þeirra forréttinda aðnjótandi strax á barnsaldri að kynnast Gunnlaugi og var vettvangur þeirrar kynningar fyrstu árin við silungsveiðar við ósa Ölfusár, á Sandinum eins og það var ávallt kallað, og síðar við laxveiðar þegar fram liðu stundir og ég þótti hafa aldur til slíkra ferða. Og betri lærimeistara en þá tvo hefði ég ekki getað fengið. Svo langt sem ég man aftur til barnsáranna var Gunnlaugur óþreytandi að segja nýja veiðimann- inum til, og leiða hann áfram við þetta sameiginlega áhugamál okkar. Hann var, og það sá ég betur þegar fram liðu stundir, einstakur barna- vinur, og vildi allt fyrir unga mann- inn gera. Og það var ekki nóg með að tilsögn og aðstoð fengist ómæld við að egna fyrir fiskana og ná þeim á land, Gunnlaugur var óþreytandi við að kynna unga manninn fyrir nátttúrunni, fuglalífinu og öllu sem var að gerast í umhverfinu. En þannig var Gunnlaugur, einstakt nátttúrubarn, svo einstakt að ég hef aldrei kynnst öðru eins. I áratugi var Gunnlaugur óað- skiljanlegur hluti þess að fara í veiðiferðir, og þótt víða væri farið, var vettvangurinn oftast við Iðu í Hvítá í Biskupstungum. Ég gleymi aldrei fyrstu árunum þar, þegar maður var vakinn eldsnemma á morgnana og morgunmaturinn sem samanstóð af eggjum, bacon og heit- um flatkökum stóð tilbúinn á borð- inu, eins og á hóteli. Það lýsti Gunn- laugi vel að fara alltaf á fætur á und- an öðrum til að hafa til morgunmat- inn, og svo blasti allur dagurinn við og ávallt var hann tilbúinn að miðla af reynslu sinni og leiða mann áfram á svo innilegan hátt og með svo mik- illi alúð að það líður ekki úr minni. En Gunnlaugur var ekki bara mannvinur sem aldrei sagði styggð- aryrði um nokkurn mann. Hann var vinur alls umhverfisins, náttúrunnar og dýranna, og reyndar furðulegt í því samhengi að hann skuli hafa ver- ið jafn mikill veiðimaður og raun bar vitni. Dæmi um slíkt er, að ef hann Skuggi, hundurinn sem heimsótti veiðimenn í veiðihúsinu við Iðu und- anfarin ár, vissi að Gunnlaugur kæmi ekki oftar, þá myndi hann sakna vinar í stað. Skuggi tók vel á móti veiðimönnum vor hvert, en Gunnlaugur fékk sérstakar móttök- ur og þar þekkti málleysinginn vin sinn. Én þannig var Gunnlaugur, vinur allra og þeim sem kynntust honum þótti samstundis afar vænt um hann. Láru, systur Gunnlaugs, sonum hennar og öðrum aðstandendum votta ég mína innstu samúð. Þeirra styrkur í sorginni mun án efa felast í góðum minningum um einstakan mann sem munu lifa um ókomin ár. Gylfi Kristjánsson. Elsku besti frændi minn, hann Gunnlaugur Pétursson, er nú látinn. Mikill er missir okkar allra. Betri maður var ekki til, heiðarlegur, þol- inmóður, hjartahlýr og vinur allra manna sem dýra. Kattavinur var hann mikill og kannski hlaut ég þá dyggð frá honum. Ég ólst upp fyrstu æviárin sjö á Ásvegi 10 í Reykjavík, þar sem hann einnig bjó. Þetta var afar stórt hús og ættmenni á hverri hæð. Og þá oft sem manni fannst að maður fengi ekki næga athygli for- eldra eða systkina, bankaði maður einfaldlega uppá hjá Gunnlaugi frænda og alltaf lét hann af iðju sinni og. gaf manni tíma, hlustaði á kvartanir, kom með ráðleggingar og heilræði. Oftar en ekki tókst manni að plata hann til að spila spil, allt frá ólsen ólsen til skákar. Skemmtileg- ast þótti mér þó að spila við hann yatsy og oft spiluðum við 10-20 yatsy-leiki í einum beit án hvíldar. Hef ég enn á tilfinningunni að hann hafi eftir fremsta megni reynt að tapa leikjunum oftar en að vinna, bara til að kæta ungt hjarta. Á þess- um tíma var heima hjá honum mikið af litlum, framandi og litríkum fjöðr- um, efnum og þráðum og komst ég fljótt að því að þetta var notað til fluguhnýtinga, en silunga- og lax- veiði var eitt aðaláhugamálið hans. Þegar ég síðar fór að bjástra við þetta, þá gaf hann mér veiðistöng, veiðihjól, og box fullt af túpum, flot- holtum, spónum og sökkum. Fyrir nokkrum árum bauðst hann til að fá mikinn fluguveiðimann, frænda okk- ar, til að kenna mér að kasta flugu. Sárt þykir mér að ég komst ekki til að segja Gunnlaugi að ég hugðist nú á komandi sumri fara með honum og fóður mínum í Iðu að veiða, en það var árlegur viðburður þeirra tveggja. Hraustmenni var Gunn- laugur og gleymi ég því aldrei er hann var við Norðurá fyrir örfáum árum þá u.þ.b. áttræður, og skrikaði fótur við ána. Fór til Reykjavíkur degi seinna, þá með stokkbólginn fótinn og sagðist hafa tognað. Tók það fjölskylduna, sérlega þó ömmu, tvo daga að sannfæra hann um að leita á slysadeildina og er það tókst ætlaði hann _að ganga þangað úr Skipholtinu! I ljós kom að ökklinn var brotinn og þurfti hann að vera í gifsi og á hækjum í nokkrar vikur. Henti reyndar hækjunum eftir eina viku og hoppaði um á hinum fætin- um. Hans var aldrei siður að vera með einhverja kveinstafi. Þannig að fljótlega eftir slysið hóf hann göngu- ferðir sínar að nýju en þær gátu oft spannað rúma 5 km á dag. Enda var hann maður grannvaxinn og hugsaði mikið um sitt mataræði og kenndi mér m.a. að ekki þyrfti að nota smjör ofan á brauð, eða sykur út á kaffi og skyr. Eins sorglegt og það er að þetta mikla góðmenni sé nú farið, þá er það þó huggun að and- látið bar að á yndislegum stað, í veiðihúsi við Norðurá. Eflaust hefur hann heyrt fjarlægan, væran og friðsælan árniðinn er hann lagðist til hinsta svefns aðfaranótt sunnudags- ins 31. janúar. Svo vært sofnaði hann að veiðifélagar hans gátu ekki vakið hann næsta dag. Ekki grunaði mann að hans tími væri að renna út, gönguferðir hans voru mældar í kílómetrum á viku auk þess sem hann réð ótal skákþrautir og kross- gátur á viku hverri, milli þess sem hann las hverja bókina á fætur annarri. Þessi uppáhaldsfrændi minn hefur með visku sinni, þolin- mæði og manngæsku haft mikil áhrif á mína persónu og þakka ég honum það. Að lokum vil ég senda þér, elsku frændi minn, innilegar þakkir fyrir vísuna sem þú ortir til mín fyrir allmörgum árum: Ef að kvíða fyrir finn færir yl að nýju, lítil hönd í lófa minn lögð með brosi hlýju. Vísan mun vera með mér svo GUNNLAUGUR PÉTURSSON lengi sem ég lifi til minningar um þig. Guð geymi þig, kæri frændi, og styrki jafnframt ömmu mína og upp- eldissystur þína í sorg sinni og sökn- uði. Halldóra Kristín Þórarinsdóttir. Ekki datt mér í hug að það yrði minn síðasti fundur með Gunnlaugi Péturssyni þegar ég hitti hann sem snöggvast á tröppunum fyrir utan heimili fóður míns nokkrum dögum fyrir andlát hans. Glaður í bragði og tilbúinn í enn einn göngutúrinn neit- aði hann kurteislega boði um öku- ferð heim til sín. Og enn einu sinni undraðist ég hve léttur á fæti þessi vinur minn var og heilsuhraustur þrátt fyrir háan aldur. Fréttin um brotthvarf þessa mikla náttúrubarns kom mér í opna skjöldu. Minningar um veiðiferðir, hverja annarri skemmtilegii og fróðlegri, fylltu hugann. Allur þessi fróðleikur. Þessi endalausa þörf fyi’ir að meta stöð- una, veðrið, vatnsmagnið, skýjafar- ið, straumlag vatnsins, stöðu vatna- skila Hvítár og Stóru-Laxár. Meira að segja hátterni fuglanna. Hátterni álftanna við Auðsholt náðu athygli hans þótt í mikilii fjarlægð væru. Ekkert var Gunnlaugi óviðkomandi þegar umhverfið var annars vegar. Af einstakri umhyggju og þekkingu las hann í tilbrigði náttúrunnar kvöldið fyiir komandi veiðidag. Það var lán mitt að kynnast Gunnlaugi barnungur. Aldrei gleymist óbilandi áhugi hans á að miðla af áralangri reynslu sinni við ána. Ég stóð hjá honum fullur áhuga undir klettunum við Iðu, alls ókunnugur þeirri list sem átti hug hans allan. Síðar meir undraðist ég oft hve áhugasamur hann var að kenna mér leyndar- dóma laxveiðinnar. Hve mikinn tíma hann hafði aflögu fyrir mig. Fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Þegar síðasti veiðitúrinn er að baki, þar sem Gunnlaugur undir- strikaði rækilega undraverða tilfinn- ingu sína gagnvart náttúrunni og leikni við að landa fiskum, sækir á hugann tilhugsunin um öðruvísi veiðitúra. Veiðitúra sem verða aldrei sem þeir voru. Ég var lánsamur. Ég átti því láni að fagna að aðstoða þennan mikla veiðimann við að landa stórum fiski á næstsíðustu vertíð. Einbeittur og ákveðinn sem aldrei fyrr afgreiddi hann bráðina, með sínu lagi. Nú mátti ekkert fara úrskeiðis. Hrósandi sigri, eftir langa og stranga viðureign, sagði hann: „Ég held bara að hann sé 22 pund og þar með minn stærsti fiskur síð- ustu 50 árin.“ Það var ekki oft sem Gunnlaugur bar tilfinningar sínar á torg. Undrandi horfði ég meira á Gunnlaug en fiskinn. Ég hugsaði með sjálfum mér: Þetta átti hann svo sannarlega skilið. Og eins og venjulega fór í hönd samtal um að- draganda og afleiðingar tökunnar. Glaður í bragði lýsti hann þessu öllu eins og honum einum var lagið. Þeg- ar ég hafði náð mér eftir þessa kennslustund sannfærðist ég enn frekar en áður. Það voru forréttindi að þekkja slíkan mann. Ekki get ég gleymt samskiptum hans við Skugga, hundinn sem alltaf hefur heimsótt okkur í veiðihúsið við Iðu. Skömmu eftir að við komum í veiði- húsið birtist Skuggi. Og það var eins og hann leitaði að Gunnlaugi. Þegar þeir hittust féllust manni hendur. Þar fóru miklir vinir. Hundurinn hreinlega talaði við Gunnlaug og samband þeirra var stórkostlegt. Get ég vart hugsað mér nánara sam- band manns við dýr. Skuggi mun sakna hans á komandi vertíð. Erfitt verður að útskýra fyrir honum hvað gerst hefur ef fundum okkar ber saman á ný við Iðu. Veiðitúrarnir við Iðu verða ekki aftur eins og þeii' voru. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Gunnlaugi Péturssyni fyrir allan þann auð er hann færði mér um margra ára skeið. Ég votta aðstandendum Gunn- laugs alla mína samúð. Guð blessi minningu náttúrubarnsins mikla úr Borgarfirði. Stefán Kristjánsson. Félagi okkar og fyi'irmynd er fallinn. Hann sofnaði að kveldi laug- ardagsins á þeim stað sem hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.