Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 51 Upplagseftirlit VorclimarráAQ! Staðfest prentað . upplag og dreifing | Óstaðfestar uppl. . frá útgefendum | ■ Fjöldi útg. tölubl. Prentað upplag, meðalt. Dreift í áskrift, meðalt. Dreift til lausas., meðalt. 1TÍMARIT | Tímabil Dreift ókeypis FÍB-blaðið sept-des 2 20.000 19.118 0 870 Ökuþór maí-des 2 21.193 19.130 0 790 Vélstjórablaðið (VSFÍ-fréttir) sept-des 3 3.300 3.100 0 0 maí-des 6 3.300 3.100 0 0 Heilbrigðismál sept-des 2 4.275 3.206 0 0 maí-des 2 4.275 3.206 0 0 111 I Staðfestar tölur e. , | skoðun á gögnum j , Óstaðfestar uppl. , | frá útgefendum | L- I KYNNINGARRIT I Tímabil Fjöldi útg. tölubl. Prentað upplag, meðalt. Dreift í pósti Lagt fram eða dreift Sent sem kynning Around lceland sept-des 0 0 300 (enska/þýska) maí-des 1 45.000 44.800 Around Reykjav. sept-des 0 0 6.800 - summer1998- maí-des 1 35.000 34.800 Around Reykjav. sept-des 1 30.000 12.000 - winter 1998-99 maí-des 1 30.000 12.000 Á ferð um ísland sept-des 0 0 800 1998 maí-des 1 30.000 29.800 íslandskort sept-des 0 0 5.000 1998 maí-des 1 80.000 80.000 Reykjavíkur- sept-des 0 0 12.000 kort maí-des 1 60.000 54.000 nnm ■«nw«iiniin— mmmmm ^bbhhbbb Staðfestar upplagstölur tímarita og kynningar- rita undir eftirliti UPPLAGSEFTIRLIT Verslunar- ráðs Islands hefur framkvæmt samningsbundið eftirlit með upplagi tímarita og kynningarrita varðandi útgáfu frá september til desember 1998. „Eftirlitið stendm- öllum útgefend- um til boða en það er framkvæmt af Reyni Vigni, löggiltum endurskoð- anda, trúnaðai-manni eftirlitsins. Eft- irlit er einungis framkvæmt hjá þeim útgefendum sem hafa óskað eftir því og gert um það tilheyrandi samning. Hér eru staðfestar upplagstölur tíma- rita og kynningarrita þeirra útgef- enda sem nýta sér upplagseftirlitið nú, ásamt upplýsingum um þá sem hafa horfið frá eftirliti undanfarið,“ segir í fréttatilkynningu. Tímarit Upplýsingar bárust frá 8 tímarit- um um útgáfu í september til desem- ber 1998 en til samanburðar er bætt við næsta tímabili á undan þannig að fáist samanburður fyrir tvo síðustu ársþriðjunga í samhengi, þ.e. frá maí ‘98 til desember ‘98. Kynningarrit Samningar eru í gildi um eftirlit með 14 titlum en útkomutími er mis- jafn. Hér á eftir fara upplýsirigar um þau rit sem komu út/eða var dreift á skoðunartimabilinu. Umsjón og eftirlit Af hálfu Verslunarráðs íslands annast Birgir Armannsson lögfræð- ingur umsjón eftirlitsins. Trúnaðar- maður sem framkvæmir eftirlitið er Reynir Vignir, löggiltur endurskoð- andi hjá Endurskoðunarmiðstöðinni Coopers & Lybrand ehf. Ahersla er lögð á að engir aðrir nota upplagseftirlitið en þeir sem greint er frá í tilkynningum þess hverju sinni. Kappræður um karlamál KARLANEFND Jafnréttisráðs gengst fyrir kosningafundi í sal Ráðhúss Reykjavíkur fipmtudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Á fundinn er boðið forystumönnum Framsóknar- flokks, Samfylkingar, Sjálfstæðis- flokks og Vinstri hreyfmgar - Græns framboðs. Fundurinn mun snúast um jafnan rétt og jafna möguleika kynja með sérstakri áherslu á þau mál sem karlanefnd Jafnréttisráðs hefur beitt sér fyrir. Að lokinni 10 mínútna framsögu fulltrúa hvers flokks eða framboðs gefst áheyrendum kostur á fyrirspurnum og stuttu innleggi. Framsögumenn verða þingmenn- irnir Árni M. Mathiesep frá Sjálf- stæðisflokki, Hjálmar Árnason frá Framsóknarflokki og Jóhanna Sig- urðardóttir frá Samfylkingu og síð- an varaformaður Vinstri hreyfingar - Græns framboðs, Svanhildur Kaaber. ----------------- Opnar kosn- ingavef KRISTÍN Sigursveinsdóttir sem tekur þátt í prófkjöri Samfylkingar- innar á Norðurlandi eystra hefur opnað kosningavef. Á vefnum kynnir Kristín, sem stefnir á 1.-2. sæti í prófkjörinu, sjálfa sig og stefnu sína en hún býð- ur sig fram undir kjörorðinu „Ný rödd jafnréttis“. Par er einnig að finna upplýsing- ar um málefnaskrá Samfylkingar- innar. Slóð vefjarins er http://www.islandia.is/~kristin -------♦-♦-♦----- Konur í stjórnmálum OPINN kaffifundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20.30 á Hótel Barbró á Akranesi. Umræðu- efnið verður: Mikilvægi þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna í kjördæminu. Til fundarins hafa verið boðaðar framboðskonur stjórnmálaafla sem bjóða fram til Alþingis 8. maí í vor. Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum stendur fyrir fundinum. Fyrirlestur um framleiðslu á surimi FYRIRLESTUR um framleiðslu á surimi verður haldinn á vegum mat- vælafræðiskorar Háskóla Islands og Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins fimmtudaginn 11. febrúar kl. 16:00. Fyrirlesturinn verður hald- inn í húsakynnum Endurmennt- unatstofnunar við Tæknigarð á Dunhaga 5. Flytjandi verður dr. Jae W. Park, Associate Professor, OSU Seafood Lab við ríkisháskólann í Oregon. í fréttatilkynningu segir: „Surimi er nafn á ákveðnum fiskafurðum sem eru framleiddar með því að hakka ferskan fisk og þvo síðan hakkið með vatni. Pannig breytir fiskurinn um áferð og missir ein- kennandi bragðefni. Lokaafurðin er hlaupkenndur fiskmassi sem má síðan móta á ýmsa vegu og bæta í bragð- og litarefnum. Þannig hefur t.d. verið framleiddur gervikrabbi eða krabbalíki sem er ein vin- sælasta afurðin sem má framleiða með þessari tækni. Surimi kemur upphaflega frá Japan og byggist á ævafornum hefðum þar. Surimi er mjög stór þáttur í fiskiðnaði heims- ins og nefna má að framleiðsla af- urðarinnar hefur verið stærsti vaxt- arbroddurinn í bandarískum fisk- iðnaði sl. 10 til 15 ár. íslendingar hafa ekki, af ýmsum ástæðum, hafið framleiðslu á þessari afurð.“ Dr. Park hefur margra ára reynslu í rannsóknum á unnum sjávarafurðum og hefur verið virkur í samskiptum við fiskiðnaðinn í Bandaríkjunum og Asíu. Undanfar- in ár hefur hann stjórnað sérstök- um skóla; OSU Surimi Technology School. Hann kemur hingað til lands frá Frakklandi þar sem hann hélt námskeið um surimi-gerð á vegum þess skóla. Erindið er einkum ætlað sólki sem vinnur við sjávarútveg, fræði- mönnum og nemendum. Erindið verður flutt á ensku og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir.“ Fædd og upp- alin á Núpi í Dýrafírði MORGUNBLAÐINU barst í gær efirfarandi frá Olöfu Guðnýju Valdi- marsdóttur: „Vegna fi'étta í Ríkisútvarpinu í dag um framboðslista uppstillingar- nefndar Framsóknarflokksins á Vestfjörðum vil ég undirrituð Olöf Guðný Valdimarsdóttir upplýsa að ég er fædd og uppalin á Núpi í Dýra- firði og átti þar lögheimili í 30 ár.“ -------♦-♦-♦----- Hefur opnað vefsíðu ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, fram- bjóðandi i 1. sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Norðurlandi eystra, hefur opnað vefsíðu á Netinu og er slóðin: www.simnet.is/hnefill Á síðunni er að finna upplýsingai' um stefnu Örlygs Hnefils og próf- kjörið, greinar og fleira. Prófkjörið verður haldið nk. laugardag. NORRÆNA Verslunarfélagið ehf. hefur opnað byggingavöruverslun að Gylfaflöt 9 í Grafarvogi. Þar verða á boðstólum allar al- gengar vörur til byggingafram- kvæmda, svo sem múráhöld, verk- færi, boltar, ski'úfur, saumur, máln- ing, rafvörur og fleira. Ennfremur verður boðið upp á ýms algenga þjónustu svo sem lyklasmiði. Opið verður virka daga frá kl. 8 til 19, laugardaga frá kl. 9-16 og sunnu- daga frá kl. 10-12. Verslunarstjóri er Ástvaldur Eydal Guðbergsson. --------------♦-♦-♦------- Fundaröð um nám og starf verk- fræðingfsins FUNDARÖÐ Verkfræðideildar Há- skóla íslands um nám og starf verk- fræðingsins verður haldin fimmtu: daginn 11. febrúar í fundai'sal VFÍ að Engjateigi 9 og byrjar kl. 16.15. Rætt verður um gildi umhverfis- mála í námi og starfi verkfræðings- ins. Frummælendur eru Sigurbjörg Sæmundsdóttir, umhverfisráðu- neyti, Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingar- sviðs hjá Skipulagsstofnun, Helgi Bjarnason, deildarstjóri umhverfis- deildar Landsvirkjunar og Bjargey Björgvinsdóttir, verkfræðinemi. Fundarstjóri er Ti'austi Valsson, dósent. ÁSTVALDUR Eydal verslunar- sljóri með ungan viðskiptavin. Bygginga- vöruverslun opnuð í Grafarvogi Stundaðu Meo því að sofa á réttri dýnu sem er sniðin að þinum þörfum, gerir þú meira fyrir líkamann og heilsuna en margur hefur leitt hugann að. SERTA dýnan sameinar þægindi, góðan stuðning og langa endingu. Við bjóðum 15 ára ábyrgð á öllum SERTA dýnum. Allar dýnurnar hafa samskonar gormakerfi og grind en eru með mismunandi bólstrun og bólsturefni sem tryggja réttu dýnuna fyrir þig, stífa, millistífa eða mjúka. Líttu við og láttu sérhæft starfsfólk okkar aðstoða þig við val á góðri dýnu. aliai . *•* ábyrgð 15 ara WE MAKE THE WORLD'S Best Matress.” rWlCE Raðgreiðslu HUSGAGNAHÖLUN þegar þu vilt sofa vel Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík - Sími:510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.