Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 23 ERLENT Þýzkaland Aform um lokun kjarn- orkuvera í uppnámi Bonn. Reuters. ÞÝZK stjómvöld sögðu í gær að þau vissu ekki hvernig 'framfylgja ætti hinum um- deildu áformum um að hætta nýtingu kjarnorkunnar í land- inu, eftir að ríkisstjórn jafnað- armanna og græningja missti meirihluta sinn í efri deild þjóðþingsins með ósigri sömu flokka í kosningum til þings sambandslandsins Hessen um helgina. Talsmaður umhverfísráðu- neytisins sagði að sérfræðing- ar þess væm nú að kanna, hvort stjórnin gæti þrýst um- ræddu frumvarpi í gegn án þess að til þyrfti samþykki efri deildarinnar, Sambandsráðs- ins, sem fulltrúar sambands- landanna 16 eiga sæti í. Samkvæmt stjórnskipun þýzka sambandslýðveldisins þarf samþykki Sambandsráðs- ins við allri löggjöf, sem varð- ar sambandslöndin. Talsmað- urinn sagði að þar sem undir valdsvið sambandslandanna heyrði að sjá um eftirlit með öryggi í kjarnorkuverum og þau þurfa að veita samþykki sitt ef t.d. á að byggja nýja geymslustöð fyrir geislavirkan úrgang, væri útlit íyrir að stokka þyrfti frumvarpið al- gerlega upp til að ekki þyrfti að leggja það fyrir Sambands- ráðið. Hlutabréf í orkufyrirtækj- unum, sem reka hin 19 kjarn- orkuver Þýzkalands, hækkuðu eftir helgina þar sem kaup- hallarfjárfestar spáðu töf á áformunum um lokun kjarn- orkuveranna. Reuters ABDULLAH, nýr konungur í Jórdaníu, hefur heitið því að bæta samskipti Jórdaníu við stjórnvöld í Bagdad, að sögn íraskra dagblaða í gær. Segja sýrlenskir stjórnarerindrekar einnig að stjórnvöld þar í landi reikni með því að samskipti Sýr- lands og Jórdaníu batni með Abdullah vill bæta / samskiptin við Iraka valdatöku Abdullah, en sam- og Husseins Jórdaníukonungs, skipti Assads Sýrlandsforseta sem borinn var til grafar í fyrradag, þóttu afar stirð. Mikil sorg ríkir enn í Jórdaníu vegna fráfalls Husseins og á myndinni má sjá syni hans taka við samúðaróskum í konungshöll- inni í Amman í gær, f.v. Hashem prins, Hamza krónprins, Ali prins, Faisal prins og Abdullah, hinn nýi konungur Jórdaníu. Vaxandi efasemdir um að Jeltsín geti gegnt forsetaembættinu Deilur Erítreu og- Eþíópíu Gagnrýndur og hæddur fyrir Jórdaníuferðina Sögð örvæntingarfull tilraun til að treysta stöðuna gagnvart Prímakov Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, mætti til vinnu sinnar í gær, daginn eftir að hann virti að vettugi ráð- leggingar lækna sinna og var við- staddur útför Husseins, konungs Jórdaníu. Aðstoðarmenn hans hafa tilkynnt, að hann hyggist fara í fleiri utanferðir á þessu ári og því næsta en í rússneskum fjölmiðlum er efast um, að hann hafi lengur heilsu til að gegna embættinu. Læknar réðu Jeltsín, sem hefur verið til meðferðar vegna magasárs, frá því að takast á hendur erfiða ferð til Jórdaníu enda leyndi það sér ekki á sjónvarpsmyndum af honum í Amman, að hann er mjög veik- burða. Hann var fölur og þreytuleg- ur og varð að njóta stuðnings Na- ínu, koiiu sinnar, og ígors Ivanovs utanríkisráðherra. Treysti hann sér ekki að gröf Husseins og sneri aftur til Moskvu eftir nokkrar klukku- stundir. Ekki Qarri gröfinni Rússneskir fjölmiðlar spurðu hvers vegna Jeltsín hefði farið til Jórdaníu og svöruðu sér sjálfir: „Hann er að missa völdin og vildi því nota þetta tækifæri til að énd- urheimta þau,“ sagði dagblaðið Nezavísímaja Gazeta og birti skop- mynd af forsetanum þar sem hann var í þann veginn að kasta sér fram af fjallsbrún með vængi eins og íkaros. A bak við hann stóð Jevgení Prímakov forsætisráðherra með fallhlíf. Eitt dagblaðanna sagði, að Jeltsín hefði ekki komist að gröfinni en þó ekki verið fjarri henni og annað, Vremja MN sagði, að þegar Jeltsín hefði verið sagt frá andláti Husseins, hefði hann klappað sam- an lófum og sagt, „Við skulum fara.“ Rússneskir stjórnmálamenn, jafnt til hægri sem vinstri, hafa líka gagnrýnt Jeltsín og segja, að sé honum Rússland einhvers virði, eigi hann að kosta kapps um að ná heilsu áður en hann auglýsi ástand sitt á alþjóðavettvangi. Prímakov við stjórnvölinn Prímakov forsætisráðherra fer nú í raun með öll völd í Kreml og Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm- únista, sagði í gær, að Jeltsín hefði ekki unnið heila vinnuviku frá miðju ári 1995. ítrekaði hann um leið kröf- ur sínar um, að stjórnarskránni yrði Ekkert lát á bardögum Laili Deda. Addis Ababa. Reuters. Nairobi. The Daily Telegraph. STRÍDANDI fylkingar Erítreu og Eþíópíu börðust í gærmorgun á landamærum ríkjanna, fjórða dag- inn í röð. Stjórnvöld í Erítreu lýstu því yfir í gær að hersveitir þeirra hefðu náð yfírhöndinni en Eþíópíu- her hélt uppteknum árásum á landamærastöðvar á valdi Erítrea. Talið er að í gærmorgun hafi fimm óbreyttir borgarar farist í árás Eþíópíuhers á tjaldbúðir í bænum Laili Deda, en þar dvelja um 500 Erítrear sem vísað hafði verið frá Eþíópíu í átökum grannanna sl. sumar. Talsmenn Erítreustjómar sögðu að hersveitir sínar hefðu hrundið stórsókn Eþíópíumanna, fellt 1.500 hermenn og sært 3.000 til viðbótar í Tsorono, hernaðarlega mikilvæg- um bæ í suðurhluta landsins. Eþíópíumenn sögðust hins vegar hafa náð tveimur höfuðvígjum and- stæðinganna á svæðinu kringum Tsorono á vald sitt og hrundið sókn þeirra í suðurátt. Staðhæfingar ríkjanna hafa enn ekki verið stað- festar. Stjórnir ríkjanna, sem bæði eru meðal hinna fátækustu í heimi, hafa á undanförnum misseram eytt stórum hluta af takmörkuðum fjár- munum sínum til kaupa á nýjum hergögnum, þ.á.m. orrustuþotum, árásai-þyrlum og skriðdrekum. Hundruð manna féllu í landamæra- erjum ríkjanna á síðasta ári og þúsundir urðu heimilislausar. Með auknum herstyrk ríkjanna er talið að stríðið nú geti orðið langvinnt. , Reutcrs BORIS Jeltsín Rússlandsforseti vottar Abdullah Jórdaníukonungi samúð sína fyrir útför Husseins á mánudag. breytt og dregið úr miklum völdum forsetans. Vladímír Shevtsjenko, einn að- stoðarmanna Jeltsíns, sagði í gær, að fleiri utanferðir væru á dagskrá á næstunni og yrði sú fyrsta til Frakklands. Síðan kæmi að fundi G-8-ríkjanna í Þýskalandi og til stæði að fara til tveggja eða þriggja ríkja í Afríku og jafn margra í Suð- ur-Ameríku. Neitaði hann því jafn- framt, að forsetinn væri í raun orð- inn valdalaus og sagði hann vel á sig kominn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.