Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 38
J38 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________UMRÆÐAN_____ Alþjóðavæðing íslenskrar ferðaþjónustu MEÐ samningi Bændasamtak- anna við Radisson SAS-hótelkeðj- una er stigið mikilvægt skref í al- þjóðavæðingu íslenskrar ferða- þjónustu. Radisson SAS Hótel SAGA og Radisson SAS Hótel ís- land fá nú alþjóðlega kynningu og . markaðssetningu um leið og við- ' skiptavinir okkar heima og erlend- is fá tryggingu fyrir því þjónustu- stigi sem fylgir vörumerkinu Rad- isson SAS. A þeim markaði sem við erum að vinna verður sífellt þýðingarmeira að geta boðið vöru- merki sem er þekkt og viðskipta- vinurinn treystir. Samningurinn við Radisson SAS tryggir innlend- um gestum okkar einnig að við verðum áfram í fararbroddi hótel- þjónustu á íslandi. Markaðssetning á stöðluðum og þrauthugsuðum þjónustuhugtök- um er lykillinn að velgengni al- þjóðlegra hótelkeðja og það er ögrandi verkefni að standa þannig . ; að málum að íslenski hlekkurinn valdi engum vonbrigðum. Við ætt- um að hafa burði til þess að ná samkeppnisforskoti með því að bæta íslenskum sérkennum og reynslu við viðurkennt alþjóðlegt þjónustustig. Fyrir viðskiptafólk, ráðstefnu- og fundagesti og aðra ferðalanga. Auglýsing fyrir Reykjavík og Island Radisson SAS-hótelkeðjan varð v> fyrir valinu sem samstarfsaðili vegna þess að hún er sterk á Norð- urlöndum og í Norður-Evrópu, auk þess sem hún hefur mikil tengsl við bandaríska markaðinn. Enda þótt keðjan sé stór og vaxi ört er hún samt ekki svo risastór að hætta sé á að týn- ast innan hennar eins og fram kemur í því að æðstu yfirmenn henn- ar hafa sýnt samstarf- inu á Islandi mikinn áhuga. í desember auglýsti Radisson SAS Hotels í öllum stærstu við- skiptablöðum Evrópu að 6 ný hótel bættust við keðjuna um ára- mótin, þar af 2 á Is- landi. Þá voru þessi nýju hótel líka auglýst innan keðjunnar þar sem öll 100 hótelin í 30 löndum settu inn á herbergin upplýsingar um nýju hótelin, veggspjöld í lyftur og upp- lýsingar í móttöku sínar. Þá hefur Reykjavík verið valin í hóp þeirra borga sem keðjan kynnir í bæklingi sínum um helg- arferðir og er áætlað að komi út núna í mars. Auk umfjöllunar um hótelin tvö er líka fjallað um Reykjavík almennt og hvað borgin hefur upp á að bjóða fyrir ferða- langa í styttri ferðalögum. Bæk- lingi þessum verður dreift um heim allan í stóru upplagi. Alþjóðlegt markaðsstarf Við munum á næstu misserum njóta góðs af öflugu markaðsstarfí Radisson SAS. Hótelkeðjan sjálf markaðssetur vörumerkið og þjón- ustuhugtökin sem því fylgja en að- aláhersla einstakra hótela er lögð á söluþáttinn. Þannig hefur stefnan verið sett á að 90% sölu og mark- aðskostnaðar einstakra hótela sé varið til söluaðgerða á meðan einungis 10% fara beint til markaðs- aðgerða. Vissulega geta skilin svo verið óljós og markaður hót- elanna mismunandi en engu að síður njóta einstök hótel innan al- þjóðlegra keðja mun meiri markaðssetning- ar en þau sem standa ein og sér. Það er al- veg ljóst að eitt ein- stakt hótel hefði ekki bolmagn til að standa undir þeim auglýsing- um sem keðjan gerir. Þetta öfluga markaðs- starf leiðir til betri hótelnýtingar og arðbærari reksturs ef ailt geng- ur að óskum. Tengsl við stórfyrirtæki Með því að vera hluti af stórri al- þjóðlegri keðju eiga hótelin meiri möguleika á því að nálgast stóra erlenda viðskiptavini. Hér er um að ræða stórfýrirtæki sem skipu- leggja fundi sína og ráðstefnur víðsvegar um heiminn. Það má nærri geta hvort slíkt samband sé ekki mikilvægt fyrir íslenska ferða- þjónustu. Sölustjórar keðjunnar rækta sambandið við þessa mikil- vægu viðskiptavini, kynna þeim nýjungar innan keðjunnar og skipuleggja upplýsingadreifingu til þeirra. Ábyrgð og ögun vinnubragða Sá ábati sem fæst af alþjóðlegu samstarfí af þessu tagi kemur svo sannarlega ekki af sjálfu sér. Hér skiptir miklu máli hvernig einstök hótel nýta sér það sem keðjan hef- ur upp á að bjóða. Það kemur ekk- ert sjálfkrafa og samstarf sem þetta krefst gríðarlegrar vinnu og ögunar. Sjónarhornið í störfunum Markaðssetning * A þeim markaði sem við erum að vinna, seg- ir Hrönn Greipsdóttir, verður sífellt þýðingar- meira að geta boðið vörumerki sem er þekkt og viðskipta- vinurinn treystir. er það fyrsta sem breytist. Við er- um núna hluti af heild, hluti af stórri fjölskyldu ef svo má að orði komast, og til þess að heildin hagn- ist sem best verða allir að leggja eitthvað á sig. Sölufólk okkar er ekki síður að selja keðjuna og okk- ar starfsfólk innan hótelanna eru fulltrúar þess sem hin alþjóðlega keðja markaðssetur og selur. Stækkandi innanlandsmarkaður Nú kann einhver að segja að hætta sé á að innanlandsmarkaður verði útundan eða hreinlega gleymist í þessari alþjóðavæðingu. Innanlandsmarkaður er íslenskum hótelunum ákaflega mikilvægur. Hrönn Greipsdóttir Um 25-30% viðskiptavina okkar eru innlend og þá viðskiptavini metum við mikils. Ekki einungis vegna þess að þeir eru landar okk- ar heldur metum við tryggð þeirra og viljum að þeir njóti bættrar þjónustu af okkar hálfu. Víðast hvar í Mið-Evrópu er hlutfall inn- anlandsmarkaðar mun hærra en á íslandi og reyndar allt upp í 80%. Þess vegna mun áhersla á innan- landsmarkað síst minnka við sam- starf þetta. Þá taka hótelin upp þjónustu sem allir gestir njóta góðs af og þá sérstaklega tryggir við- skiptavinir. Eitt nýjasta þjónustu- hugtakið í keðjunni snýr einmitt að föstum viðskiptavinum og nefnist það „Reserved for you“ eða frátek- ið fyi-ir þig. Hótelið leggur sig fram við að skrá í gagnagrunn sinn allar sérþarfir fastra viðskiptavina sinna þannig að viðskiptavinurinn geti treyst því að þeim verði sinnt næst þegar hann kemur án þess að hann þurfi að minnast á þær. Ný þjónustu- hugtök Vissulega hafa mörg þeirra þjón- ustuhugtaka sem hótelin taka nú upp tíðkast og verið veitt á hótel- unum okkar. Sum hver eru jafnvel orðin sjálfsagður hlutur af þjónust- unni. En það er ekki nóg að veita þessa þjónustu, við þurfum líka að eiga nafn yfír hana og gera hana áþreifanlega. Þá er ekki síður mik- ilvægt að hún þarf alltaf að vera jöfn að gæðum. Með því að gefa þjónustunni nafn og gera hana að söluvöru erum við jafnframt að lofa viðskiptavinum okkar að hún reyn- ist haldgóð og viðvarandi. A næstu mánuðum mun Radisson SAS- þjónustan setja æ meiri svip á hót- elreksturinn og það er trú mín að viðskiptavinir okkar muni taka breytingum vel og kunna að meta það að einlæg gestrisni á íslenska vfsu verður áfram aðalsmerki í þjónustunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Radisson SAS hótela í Reykjavík og hóteistjóri á Hótel Sögu. Frelsi til betra lífs RÚNAR Óli Karls- son, nemi í landfræði, ritar í Morgunblaðið þann 28. janúar svar- *. grein við skrifum mín- um um byggðamál og borgarsvæði sem birt- ist á sama vettvangi þann 6. þess mánaðar. Að nokkrum óþarfa fúkyrðum landfræði- nemans slepptum eru í grein hans nokkrh- punktar sem vert er að gefa gaum. Þannig gerir hann athugasemdir við þau orð mín að borgir hafi frá örófi alda drifið efnahag þjóða og bendir réttilega á að Reykjavík hafi ekki getað talist borg íyrr en á þessari öld. ^ Vissulega var hlutverk Reykja- víkur lítilvægara í efnahagslífi landsins á liðnum öldum og önnur borgarsvæði Evrópu drifu þann efnahag landsins sem ekki var hreinn sjálfsþurftarbúskapur. Þannig áttu íslendingar viðskipti við erlenda kaupmenn og sjálfsagt hefur höfnin, sem kennd er við þá stétt manna, höfuðborg íslands öldum saman, drifið efnahaginn hvað mest á þeim tímum. Auk hennar má nefna Hansaborgirnar í Þýskalandi og ensk borgarsvæði. Þannig er þetta enn í dag að erlend borg- arsvæði, sem við eig- um viðskipti við, eru efnahag okkar mikil- væg en auðvitað er Reykjavík mikilvæg- asti markaðurinn fyrir íslenskar landbúnað- arafurðir og nálægðin við þann markað hlýt- ur að teljast kostur fyrir þá sem stunda þá atvinnugrein. Ein staðreynd sem oft virðist gleymast í umræðunni um „mikilvægi" atvinnugreina er að þótt sjávarafurðir séu mikill meirihluti útflutnings okkar, þá er sjávarútvegur einungis um 15% af landsframleiðslunni og landbúnað- ur 2%. Mestur hluti landsfram- leiðslunnar fer fram með þeim hætti að við seljum hvert öðra ein- hverja vöra og þjónustu. Þannig nemur verðmæti alls út- flutnings íslendinga um þriðjungi allrar landsframleiðslunnar, en oft horfa menn þannig á alþjóðahag- kerfið að það eina sem skipti máli sé milliríkjaverslun. Milliríkja- verslun er af hinu góða og skilar ávallt þátttakendum bættum hag, en með sárafáum undantekningum er heimamarkaðurinn mikil- vægastur þjóðum. Þannig nemur verðmæti útflutnings Bandaríkja- manna einungis um 11% af vergri landsframleiðslu þess mikla ríkis Búseta Það er ekki hlutverk ríkisvalds eða stjórn- valda, segir Magnús Arni Magnússon, að hlutast til um búsetu fólks. og ekki er það á fjárhagslegu flæðiskeri statt. Rúnar Óli gerir mér upp þær skoðanir að ég h'ti svo á að á lands- byggðinni búi ekki „framleiðið vinnuafl“. Vinnuafl nær mestri framleiðni þar sem hæfileikar þess nýtast best, hvort það er á lands- byggð eða í borgum er aukaatriði, hins vegar virðist vaxandi fjöldi telja að vinnuafl þess nýtist betur í þéttbýli en í einhæfara atvinnuum- hverfi í dreifbýli. Að minnsta kosti ef marka má hvert vinnuaflið streymir í dag. Þetta kann að breytast með aukinni tækni, þar sem fjarlægðir frá markaði munu skipta minna máli og fólk vegur og metur hvort það vill frekar búa í námunda við þjóðleikhús og kaffi- húsamenningu eða í frjálsum fjalla- sal. Eg tek enga afstöðu til þess hvort er æskilegra, ég held hins Gœðavara Gjdfdvard — mdtar- otj kdffistell. He Áliir verðflokkar. m.. verslunin Lnugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.d. Gianni Versace. Magnús Árni Magnússon vegar ótvírætt fram þeirri skoðun að fólk eigi að vera frjálst að því að velja þar á milli og að það val eigi að vera á þess eigin forsendum en ekki ríkisins. Rúnar nefnir nokkrar byggða- stefnuaðgerðir sem hafa tekist að hans mati svo sem eins og eflingu smáiðnaðar, samgangna, heilsu- gæslu og fjarkennslu á háskóla- stigi. Eg set engin spurningamerki við eflingu heilsugæslu, og fjar- kennslu á háskólastigi, þar eð ég er jafnaðarmaður og ég tel að heilsu- gæsla og menntun eigi að vera á könnu ríkisvaldsins og hið besta mál að allir hafi sem greiðastan að- gang að slíku. Bættar samgöngur eru og hagur okkar allra, vegagerð hefur alltof lengi verið vanrækt hér á landi. Hvað eflingu smáiðnaðar varðar, þá set ég spumingamerki við slíkt, þar eð ég tel að ríkisvaldið sé komið út fyrir verksvið sitt þeg- ar það styrkir ákveðnar atvinnu- greinar umfram aðrar. Það er ávallt á kostnað hagkvæmustu dreifingar fjármagnsins í þjóðfé- laginu og kemur niður á okkur öll- um, líka Rúnari Óla, nema hann sé beinlínis styrkþegi. Það er því miður grátbroslegt að lesa vöm Rúnars fyrir misvægi at- kvæða. Allir vita að byggðasjónar- mið hafa verið rótin að misvæginu. Kjördæmaskipan er mannasetning og fráleitt að tala um að misvægið komi til út af ósveigjanleika kosn- ingalöggjafarinnar. Henni hefur oft verið breytt, en aldrei hefur náðst sátt um að jafna atkvæða- vægið algerlega þannig að hver og einn Islendingur hafi eitt jafngilt atkvæði. Rúnar spyr hvort að undirritað- ur geri sér grein fyrir þeim mikla kostnaði sem fylgi því að flytja til Reykjavíkur eða Akureyrar til að afla sér menntunar. Undirritaður nam hagfræði í Bandaríkjunum og fer því næn-i um hvaða kostnaður fylgir því að flytjast búferlum með konu og barn og tekur undir það með Rúnari að vissulega mætti styðja myndarlegar við bakið á þeim sem það þurfa að gera til að sækja nám. Það er raunar eitt af helstu baráttumálum undirritaðs að þeir sem vilji sækja sér mennt- un séu styrktir til þess af myndar- skap. En að ætla að koma á enn einu misréttinu með því að fella niður námslánaskuldir þeirra sem kjósa að setjast að á „landsbyggð- inni“ að loknu námi get ég aldrei fallist á. Og hvar á að draga mörk- in? Hvað telst svo mikil lands- byggð að námslánaskuldir skuli niður falla? Keflavík? Selfoss? Akranes? Hvolsvöllur? Rúnar vitnar í skýrslu sem unn- in er af Stefáni Ólafssyni um af- stöðu manna til búsetu. Gott og vel, fólk er ánægt með að búa úti á landi og vekur það enga undran mína. Þar er gott að búa og gæti ég sjálfur hugsað mér það. Það verður hins vegar að treysta fólki til að meta kosti þess og galla og eins og er kjósa margir að flytjast búferl- um. Það er ekkert að því að fólk flytjist búferlum í leit að betra lífi. Eg endurtek, það er ekkert rangt eða óæskilegt við það. Það er ekki hlutverk ríkisvalds eða stjórnvalda að hlutast til um búsetu fólks. Vist- arbandið var afnumið hér á síðustu öld, þótt hugsunin að baki því lifi góðu lífi í hugum íslenskrar yfir- stéttar. Og að lokum, minn kæri Rúnar. Ef einungis 11% þeirra sem búa í Reykjavík ætla að flytjast búferl- um á næstu tveimur áram út af umferð, mengun eða ofbeldi, þá þýðir það að níu af hverjum tíu ætla ekki að gera það. Þú hefur ekki tölfræðina með þér í þessu dæmi, því miður. Höfundur er 15. þingmaður Reykvíkinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.