Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ATRIÐI úr Vírusi. Síðustu sýningar Fimmtíu ár liðin síðan leikrit Arthurs Millers Sölumaður deyr var fyrst sett á svið ARTHUR Miller Hafnarfjarðarleikhúsið Vírus SÍÐUSTU sýningar á gaman- leiknum Vírusi verða miðvikudag- inn 10. og laugardaginn 13. febr- úar kl. 20. Leikritið fjallar um starfsfólk hugbúnaðarfyrirtækisins „Hug- dirfsku ehf.“ sem er á barmi heimsfrægðar, en forritið sem það hefur þróað, á að leysa 2000 vand- ann. Höfundar eru Armann Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikarar eru Dofri Hermannsson, Eggert Kaaber, Hin- rik Ólafsson, María Reyndal, Gunn- ar Helgason, Erla Ruth HarðardótU ir og Björk Jakobsdóttir. Leikstjóri er Gunnar Helgason. Hefur áhyggjur af fram- tíð leik- hússins LEIKRITASKÁLDIÐ Arthur Mill- er segir í nýlegu viðtaii við banda- ríska dagblaðið The New York Times að hann hafi fyrst hugsað sér Willy Loman, sem án efa er frægasta persónan úr leikritum Millers, sem smávaxinn mann. „Það var upphaflega hugmyndin. Að Willy yrði smávaxinn og kon- an hans afar hávaxin," segir Mill- er er hann riíjar upp tilurð leik- rits síns Death of a Salesman (Sölumaður deyr). „Við mátuðum þess vegna alla þá smávöxnu leik- ara sem voru við störf á þeim tima í hlutverkið en varð mjög fljótlega ljóst að þetta hlutverk var „stórt“; að það þarfnaðist leikara sem var bæði hávaxinn og mikili vexti.“ í dag, tíunda febrúar, eru ná- kvæmiega fimmtíu ár síðan Sölu- maður deyr var fyrst sett á fjal- irnar á Broadway. Af því tilefni á að frumsýna nýja uppsetningu leikritsins í dag á Broadway. I þetta sinn mun Brian Dennehy fara með hlutverk Willys Lomans en hann þykir sannarlega „fylla vel út“ í hlutverkið. Langt er síðan farið var að telja Sölumaður deyr í hópi helstu meistaraverka leikritunar á þess- ari öld. Um leið er Arthur Miller, sem er 83 ára gamall, oft kallaður „fremsta núlifandi leikskáld Bandarikjanna". Leikritið var hans þriðja en það fyrsta, The Man Who Had AIl the Luck, entist einungis fjórar sýningar á Broad- way. Miller sló hins vegar í gegn með leikritinu All My Sons (Allir synir mínir) sem sýnt var 300 sinnum og vann til verðlauna gagnrýnenda árið 1947. Nýleg verk Millers hafa ekki slegið í gegn Sölumaður deyr bætti um betur og gekk stanslaust í 742 skipti á Broadway og hlaut Miller Pulitz- er-verðlaunin fyrir leikritið. Það er ekki síst hið eftirminnilega hlutverk Willys Lomans sem hef- ur gert það að verkum að leikritið er fyrir löngu orðið sígilt. Persón- an þykir hafa alþjóðlega skírskot- un til þess vonleysis sem greip marga í kjölfar kreppunnar miklu og þykir sumum sem þetta efni eigi nú aftur erindi til fólks í kjöl- far þeirra efnahagsþrenginga sem margar þjóðir hafa gengið í gegnum. En þótt Miller hafi hlotið mikið lof fyrir áðurnefnd verk sín, og einnig verk eins og The Crucible (I deiglunni) og A View from the Bridge (Horft frá brúnni), hafa nýleg leikrit hans ekki slegið í gegn í Bandaríkjunum. Aðstæður eru svo breyttar, segir Miller og kveðst hafa áhyggjur af framtíð leikhússins því áhugi fólks sé svo miklu minni en var. „Leikrit eru í dag, svona almennt talað, skrifuð fyrir afar sértækan markhóp, sem venjulega er vel menntað fólk og veraldarvant. En staðreyndin er sú að leikhúsið sem miðill hefur skipt mestu máli þegar það hefur nálgast alþýðumenninguna. Því miður er erfitt að ímynda sér að takast muni í framtíðinni að kveikja sama áhuga og áður.“ Broadway hefur hnignað Segist Miller sannfærður um að honum hefði aldrei tekist að ná slíkum frama hefði hann ritað Ieikrit sitt Sölumaður deyr í dag. Nánast vonlaust sé að koma nýju alvarlegu Ieikriti að á Broadway, nema kannski ef stórstjarna er í aðalhlutverki, öðruvísi sé erfitt að tryggja þá fjármögnun sem til þarf. „Eg var vanur að bera blak af Broadway sem eina vettvang- inum fyrir nýja strauma í leikrit- un. Leikhús annars staðar gerðu ekkert annað en setja þau leikrit á svið sem slegið höfðu í gegn á Broadway. Hið gagnstæða er hins vegar uppi á teningnum í dag. Broadway markar ekki upp- hafið að neinu og þar er ekki að finna þann kraft sem þarf til að ýta nýjum hlutum úr vör. Þannig að það má segja að Broadway fari hnignandi nú um stundir," segir Arthur Miller og bætir því við að hann sjái ekki hvernig eigi að snúa þeirri þróun við. „Yið stöndum okkur að vísu ennþá við uppsetningu söngleikja, en söng- leikir eru ekki Ieikverk. Söng- leikir eru einfaldlega skemmt- anaiðnaður." Sýning á verk- um E1 Grecos Madríd. Reuters. SÝNING á málverkum sex- tándu aldar meistarans E1 Grecos var opnuð í Madrid á Spáni í síðustu viku og telst það til nokkurra tíðinda að tuttugu og fimm af þeim sjötíu verkum, sem eru þar til sýnis, hafa aldrei komið fyrir sjónir spánsks al- mennings áður. A sýningunni, sem ber yfir- skriftina „E1 Greco - Þróun listamanns“, er rakinn ferill Krítverjans Domenico Theotokopoulos, sem hóf að mála árið 1541. Theotokopoulos tók sér listamannsnafnið „E1 Greco“, sá gríski, og starfaði með ítölsku meisturunum Titian og Tintoretto áður en hann flutti til Spánar árið 1577 og settist að í Toledo, þar sem hann málaði flest sín meistara- verk. Gert er ráð fyrir að sýningin í Madrid verði opin til sextánda maí næstkomandi. Verður hún þá flutt til Rómar og síðan til Aþenu. Glataði sonurinn snýr aftur ERLENDAR BÆKUR Spennusaga VÖKIN „HOLE IN THE WATER“ eftir Robert Kearney. Fawcett Crest 1998. 259 síður. ROBERT Kearney heitir banda- rískur sakamálahöfundur sem er að reyna fyrir sér í spennusagnafaginu með sinni fyrstu bók er hann kallar „Hole in the Water“, sem á íslensku er líklega best að kalla einfaldlega Vökina. Kearney þessi hefur áður skrifað smásögur og greinar og rit- gerðir í tímarit eins og „Harper’s“ og karlablaðið „Playboy". Sakamála- sagan hans greinir frá manni sem snýr aftur í sína heimabyggð og kemur talsverðu róti á íbúana er af einhverjum ástæðum hatast út í hann. Og hún segir frá nýju konunni í lífí mannsins, sem er í fylgd með honum ásamt unglingsdóttur sinni, og kemst að ýmsu varðandi kallinn sem hann hafði gleymt að nefna þeg- ar þau kynntust. I sögu þessari má finna samkrull úr ýmsum áttum, bæði spennumyndum og öðrum spennusögum, sem Kearney reynir að notfæra sér en með misjöfnum ár- angri. Chuck snýr aftur Það er myrkur tónn í „Hole in the Water“, sem helgast ekki síst af um- hverfinu og fjandskapnum milli þeÚTa sem koma við sögu. Hún ger- ist á tæpum einum sólarhring á fá- mennri og nokkuð einangi'aðri eyju þar sem íbúarnir virðast allir í mann- drápsskapi út í aumingja manninn. Honum leið aldrei vel á eynni svo ekki sé meira sagt: Þetta fólk allt of- sótti mig. Það hæddist að mér, barði mig og lét eins og ég væri viðundur alveg frá því ég var í bamaskóla. Það reyndi eins og það gat að senda mig til Víetnam og eflaust hefði það orðið hæstánægt ef ég hefði látið lífið und- ir pálmatijánum þar. Þegar það tókbt ekki, sendi það mig í ólýsan- lega ormagryfju sem kölluð var geð- sjúkrahús. Ófagurt ef satt er. Sagan hefst á því að maður þessi, aldrei kallaður annað en Chuck, kemur með nýju fjölskylduna sína, eiginkonuna Grétu og stjúpdóttur sína Köru, til þessarar eyjar vegna þess að faðir hans hefur látist. Chuck mætti ekki í jarðarförina en nú á að lesa upp erfðaskrána og þá lætur glataði sonurinn sig ekki vanta. Þykir eyjarskeggjum þetta einmitt dæmigert fyrir manninn, sem ekki þorði til Víetnams. I Ijós kemur að mikill áhugi er á meðal íbúanna á erfðaskránni því allt lét hyskið manninn, sem var prestur, hafa fé sitt sem hann átti síðan að ávaxta. I erfðaskránni kemur fram að peningarnir eru horfnir en Chuck getur lesið úr henni að þeir séu a.m.k. honum ekki með öllu glataðh'. Eiginkonan Gréta fylgist með öllu þessu af nokkrum áhuga og skilur lítt í landlægu hatrinu á manni sínum. Hún hefur nokkrar áhyggjur af dótt- ur sinni í svo fjandsamlegu umhverfi en stendur með Chuck í gegnum þykkt og þunnt því eins og hún segir sjálf þá var hann heiðarlegur og íynd- inn og tók sig vel út í gallabuxum. Eitt af því fáa í þessari fremur afl- vana og lítt trúverðugu spennusögu, sem er einhvers virði, er hin erfiða staða sem nýja konan lendir í þegar fortíð mannsins tekur að opnast fyrir henni á hinum dimma og drungalega útnára og hvorki hún né lesendur vita fyrir víst hvort hann er morðingi eða ekki. Flestir á eyjunni virðast halda það og konan hefur í raun ekki í nein hús að venda því allir eru á einhvern hátt tengdh- glæpum í for- tíðinni. Höfundurinn Keamey fer nokkuð vel með þennan þátt sögunn- ar og lýsir því ágætlega hvernig kon- an einangrast smátt og smátt með dóttur sína. Að öðru leyti er „Hole in the Wat- er“ ekki sérlega merkileg spennu- saga og ber þess nokkur merki að um frumraun er að ræða. Arnaldur Indriðason Nótt hinna tröllheimsku KVIKMYIVPIR Laugarásbfó „A NIGHT AT THE ROXBURY" ★★ Leikstjórar: John Fortenberry og Peter Makle. Handrit: Steve Koren og Will Ferrell. Aðalhlutverk: Will Ferrell, Chris Kattan, Molly Shannon, Dan Hedaya og Richard Greco. Paramount 1998. BANDARÍSKU gamanmynd- imar sem gera út á heimsku og aulahátt eru orðnar ófáar en kon- ungar þeirra er auðvitað Jim Carrey og Farrellibræður. Gamanmyndin „A Night at the Roxburý* fellur undir þann hatt en hún fjallar um bræður tvo sem fara á milli skemmtistaðanna og telja sig nokkuð svala og haga sér eftir því en eru í raun mestu aular sem nokkru sinni hafa stig- ið undir diskókúlu. Faðir þeirra rekur gerviblómabúð þar sem þeir starfa á daginn önugir mjög við að dusta rykið af silkinu en á næturnar fara þeir út á lífið, tvö sauðheimsk diskófrík sem eiga engan sjéns í kvenfólkið þar til kvöld eitt að skemmtistaðagoð eitt í formi Chazz Palmenteris lít- ur á þá með velþóknun. Það er ákveðið kaldhæðnislegt skop falið í því að gera mynd um fólk sem veit ekki hvað það er vit- laust og „A Night at the Rox- bury“ gerir talsvert út á það und- ir leikstjórn John FortenbeiTys og Peter Makles. Leikararnir Will Ferrell og Chris Kattan em ákaflega vel innstilltir á gaman- semina sem sprettur af þeim að- stæðum. Þeir em eins og risastór börn þar sem allt er ýmist ýkt eða þokkalegt eða þokkalega ýkt og jafnvel ýkt þokkalegt. Diskó- klæðaburðurinn er eftir því. Inn- an um og saman við eru brandar- ar sem hægt er að hlæja að og bræðurnir hafa ákveðinn sjarma í allri sinni heimsku enda stælarn- ir í þeim með eindæmum. En þeir standa varla undir heilli bíómynd þótt sniðugir séu á köflum. Söguþráðurinn er ákaf- lega þunnur og getur líklega ekki orðið annað en endemis vitleysa um vinslit þeirra bræðra, sérlega ágengt kvonfang og drauminn um að slá í gegn á diskómarkað- inum. Myndin er eins og sam- bland af Heimskum heimskari og „Saturday Night Fever“. Það þarf ekki merkileg handrit þessa dagana í gamanmyndirnar, að- eins nógu mikla heimsku. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.