Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 80% hærra orkuverð hefði þurft á suðursvæðinu Fórnarkostnaður Hitaveitunnar vegna Hafnarfjarðar 1,3 milljarðar kr. Morgunblaðið/Arni Sæberg Borgarlögmaður Reykjavíkur hrekur þær niðurstöður lögmanns Hafnarfjarðarbæjar að samningur Hitaveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar hafí verið ólögmætur og vísar í fundargerðir frá þeim tíma sem samningurinn var gerður. Guðjón Guð- mundsson var á blaðamannafundi þar sem greinargerð borgarlögmanns var kynnt. Ráðstefna um virkjanir og verndun hálendisins MÁLEFNANEFNDIR Sjálfstæðis- flokksins standa fyrir ráðstefnu um virkjanir og verndun hálendisins á morgun, fímmtudaginn 11. febrúai’, klukkan 16. Ráðstefnan ber yfír- skriftina „í sátt við landið“ og verð- ur haldin í Vallhöll, húsnæði Sjálf- stæðisflokksins á Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks sjálfstæðismanna, er ráðstefnustjóri en framsögumenn eru sex. Þórður Friðjónsson ráðu- neytisstjóri mun fjalla um stefnu stjómvalda í nýtingu orkulinda í er- indinu „Hagnýting orkulindanna - stefna stjómvalda. Þá mun Theodór Blöndal iðnrekandi flytja erindið „Það verður ekki bæði haldið og sleppt" og Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri mun fjalla um hálendið og ferðaþjónustu. Soffía Lárasdóttir bæjarfulltrúi mun fjalla um áhrif orkufreks iðnaðar á byggðaþróun og Jónas Elíasson pró- fessor flytur erindið „Fagleg tök á umhverfisvandanum". Styrmir Gunnarsson ritstjóri mun að síðustu flytja erindið „Breytt viðhorf til orku- og stóriðjumála". Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður og fyrir- spurnir þar sem Þórður Friðjónsson ráðuneytisstjóri, Styrmir Gunnars- son ritstjóri, Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, Anna Dóra Sæþórsdóttir landfræðingur og Arn- björg Sveinsdóttir alþingismaður taka þátt. Stjómandi pallborðsum- ræðna verður Helga Guðrún Jónas- dóttir stjórnmálafræðingur, en ráð- gert er að þær hefjist klukkan 17.15. Orkunefnd, iðnaðamefnd, ferða- málanefnd, sveitarstjómar- og byggðanefnd og umhverfis- og skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins standa fyrir ráðstefnunni. Að sögn Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, stjómanda pallborðsumræðna, er meginþema ráðstefnunnar hvernig eða hvort sætta megi ólíka hags- muni er varða nýtingu og skipulag miðhálendis Islands með tilliti til umhverfisverndar. Segir hún að þátttakendur hafi verið valdir af nefndunum með það markmið að fram komi ólík sjónarmið og viðhorf til efnisins. Fegurðarsamkeppni íslands Undir- búningur hafinn UNDIRBÚNINGUR er hafinn fyrir Fegurðarsamkeppni ís- lands sem verður á Broadway í vor. 19 stúlkur af höfuðborgar- svæðinu hafa verið valdar til að keppa um titilinn Fegurðar- drottning Reykjavíkur sem gert verður á Broadway 15. apríl nk. Þær stunda nú líkams- rækt í World Class og æfíngar á sviði Broadway hefjast í marsbyrjun. Einnig er undirbúningur haf- inn um allt landið og hafa dag- setningar landskeppnanna ver- ið ákveðnar sem hér segir: Ungfrú Austurland, Valaskjálf, Egilsstöðum 27. mars, Ungfrú Suðurland, Hótel Örk 31. mars, Ungfrú Norðurland, Sjallanum, Akureyri 9. api-fl, Ungfrú Vest- urland, Klifí, Ólafsvík 10. apríl, Ungfrú Suðurnes, Stapa, Njarðvík 10. aprfl. Eftir keppnina um Fegurðar- drottningu Reykjavíkur 15. apríl verður Ijóst hversu margar stúlkur keppa um titilinn Feg- urðai’drottning Islands 1999. ABLAÐAMANNAFUNDI í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær var jafnframt kynnt niður- staða í greiningu endurskoðunarfyr- irtækisins Deloitte & Touehe á rekstrarreikningi og fjárfestingar- kostnaði Hitaveitu Reykjavíkur vegna þjónustu við suðursvæðið, þ.e. sveitarfélögin Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Bessastaðahrepp, sem unnin var að beiðni Orkuveitu Reykjavíkur. Niðurstaðan er sláandi en þai- kemur fram að Hitaveita Reykjavíkur hefði þurft að selja ork- una til suðursvæðisins á um 80% hærra verði en gert hefur verið til að eðlileg ávöxtun hefði náðst af rekstri og fjárfestingu vegna þessa svæðis. Þessa niðurstöðu má rekja til þess ákvæðis í samningnum að Hitaveita Reykjavíkur tryggi Hafnfirðingum sambærilega þjónustu og orkuna á sama verði og Reykvíkingum. Borg- arstjóri segir að Reykvíkingar hafi í raun á samningstímanum verið að niðurgreiða þá fjárfestingu sem fai'ið hafi verið í vegna suðursvæðisins og þar vegi Nesjavallavirkjun lang- þyngst. Stofnframlag Reykvíkinga um sex milljarðar króna í niðurstöðum Deloitte & Touche kemur einnig fram að fórnarkostn- aður Hitaveitu Reykjavíkur vegna þjónustu og sölu á heitu vatni til sveitarfélaganna á suðursvæðinu sé samtals um 3,1 milljarður króna í árslok 1998 fyrir árin 1993-1997. Með fórnarkostnaði er átt við mögu- lega ávöxtun þess fjármagns sem Hitaveitan hefur bundið í fjárfest- ingu fyrir suðursvæðið. Mismunur- inn á rekstrarafkomu og tapaðri ávöxtun er fórnarkostnaðurinn. Fórnarkostnaðurinn skiptist þannig niður að vegna viðskiptanna við Hafnarfjarðarbæ er hann tæpir 1,3 milljarðar ki’óna, tæpir 1,2 millj- arðar króna vegna Kópavogs, um 550 milljónir króna vegna Garðabæj- ar og tæpar 100 milljónir króna vegna Bessastaðahrepps. Niðurstaða í athugun Deloitte & Touche sýnir að nokkurt tap er að jafnaði af rekstri hitaveitu fyrir hvert sveitarfélag á þessu fimm ára tímabili. Sé jafnframt gerð krafa um lágmarksávöxtun af fjárbindingu í fjárfestingum vegna suðursvæðisins sé niðurstaðan töluvert lakari, eða sú að Hitaveita Reykjavíkur hefði þurft að selja orkuna til suðursvæðisins á um 80% hærra verði. Þá telur fyrirtækið að stofnfram- lag Reykvíkinga vegna Hitaveitunn- ai’ hafi verið a.m.k. 6 milljarðar króna sem er m.a. fólgið í afhend- ingu á landrými og jarðhitaréttind- um innan borgarmarkanna auk þess sem lagt hafi verið í kostnað á veg- um borgarinnar vegna athugana og undirbúnings starfseminnar. Hafa Hafnfirðingar gleymt sögunni? í greinargerð Hjörleifs B. Kvar- an borgarlögmanns, sem unnin var að beiðni borgarráðs, kemst borgar- lögmaður að þeirri niðurstöðu að svo virðist sem gloppur í skjalasafni Hafnarfjarðarbæjar hafi leitt lög- mann Hafnarfjarðarbæjar á villi- götur þegar hann hélt því fram að samningur Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar frá 1973 um lögn og rekstur hitaveitu í Hafnar- firði sé útrunninn og vísar því á bug að Hitaveita Reykjavíkur hafi oftek- ið hitaveitugjöld af íbúum Hafnar- fjarðar. í greinargerð borgarlögmanns er annars vegar fjallað um samning Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarð- arbæjar frá 1973 og hins vegar um álitamálið um arðgreiðslur Hitaveitu Reykjavíkur í borgarsjóð og hvort hitaveitugjöld af íbúum Hafnarfjarð- ar hafí verið oftekin. í greinargerðinni kemur fram að á árunum 1972 og 1973 hafí farið fram viðræður að frumkvæði Hafnfirðinga um hitaveitu í Hafnarfírði. Borgar- lögmaður segir að í fundargerðum viðræðunefnda bæjarfélaganna frá þessum tíma komi fram að af hálfu Reykjavíkurborgar hafi jafnt komið til greina að selja Hafnarfirði vatn í heildsölu sem smásölu. Heildsölu- leiðin hefði haft í för með sér að Hitaveita Reykjavíkur seldi og af- henti vatnið við bæjarmörkin en Hafnarfjörður ræki eigin hitaveitu í bæjarfélaginu og legði og ætti dreifi- kerfið. Smásöluleiðin hefði hins veg- ar í för með sér afsal Hafnarfjarðar- bæjar á einkaleyfi til reksturs hita- veitu í bænum og þar með að Hita- veita Reykjavíkur ætti dreifikerfið og bæri alla áhættu af rekstrinum. Hafnarfjarðarbær hafi kosið smá- söluleiðina og fyrsta samningsupp- kastið í þessa vera hafi verið samið af Hafnfirðingum. I álitsgerð lögmanns Hafnarfjarð- ar hafi komið fram að honum hafi verið ókunnugt um hvort samþykkis iðnaðarráðherra hafi verið aflað þeg- ar samningurinn var gerður. Skortur á samþykki ráðhema styrki niður- stöðu hans að ákvæði um ótímabund- ið framsal einkaleyfis sé ógilt. Borg- arlögmaður segir að í gögnum Reykjavíkurborgar sé að finna bréf iðnaðarráðherra til bæjarstjórans í Hafnarfirði sem heimilar framsal einkaleyfisins og sömuleiðis sé þar að finna bréf bæjarstjórnar í Hafn- arfirði til Hitaveitu Reykjavíkur þar sem vitnað er í umrætt bréf iðnaðar- ráðherra. „Mín skýi-ing er sú að Hafnfirð- ingar hafi gleymt sögunni, þeir hafa týnt sögunni sinni en hún segir okk- ur geysilega mikið um þetta sem ég hef aðeins reynt að stikla á hér,“ sagði Hjörleifur Kvaran borgarlög- maður. Þá segir borgarlögmaður að sam- kvæmt 30. gr. orkulaga sé ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög fram- selji einkaleyfi sitt til reksturs hita- veitu ótímabundið til annars sveitar- félags. Fram komi í gögnum frá þessum tíma að meira en tvöfalt dýr- ara hafi verið að kynda með olíu í Hafnai’firði en með heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur. Hafnfirðing- ar hafi viljað tryggja sér heitt vatn og lágt orkuverð til framtíðar. I 6. gr. samningsins sé kveðið á um að Hitaveita Reykjavíkur tryggi að rekstraröryggi veitunnar og þjón- usta í Hafnarfirði verði eigi lakari en í Reykjavík og í 7. gr. segir að sama gjaldskrá gildi í Reykjavík og Hafn- arfirði frá því að Hitaveita Reykja- víkur hefji starfsemi sína í Hafnar- firði. Borgin bundin af samningnum Samningurinn fól í sér mikla stækkun á veitukei-fi Hitaveitu Reykjavíkur sem fjármagna varð með lánsfé. Hitaveita Reykjavíkur hafi tekið á sig alla áhættu af samn- ingnum og þar með gengisáhættu af lánum sem tekin vom. Samningur- inn hafði í för með sér ákvarðanir um nýjar virkjanir til þess að sjá stærra veitusvæði fyrir heitu vatni. Hafi því af hálfu Reykjavíkurborgar verið nauðsynlegt að tryggja forræði beggja á samningnum en við út- reikninga á hagkvæmni nýrrar virkj- unar hafi orðið að taka tillit til þess veitusvæðis sem Hitaveita Reykja- víkui’ tekur til og að sala til veitu- svæðisins væri fyrirsjáanleg um langa framtíð. Borgarstjóri sagði að borgin hefði alltaf litið svo á hún væri bundin af þessum samningi og ætlaði að upp- fylla þau ákvæði sem í honum væra, þ.e. að tryggja sama öryggi á af- hendingu til suðursvæðisins og að selja það á sama verði og til Reykvíkinga. „Menn hefðu kannski sleppt því að reisa Nesjavallavh’kjun og gengið út úr samningnum ef þeir hefðu litið svo á að þeh’ ættu þess kost á sínum tíma,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Niðurstaða borgarlögmanns er sú að ef um tímabundinn samning hefði verið að ræða hefði þurft að vera í samningnum ákvæði um kaupskyldu Hafnarfjarðarbæjar, að samnings- tímanum liðnum, á þeim fjárfesting- um sem Hitaveita Reykjavíkur hefði lagt í. Einnig hefði þurft að gera ráð fyrir hærra vatnsverði til Hafnar- fjarðarbæjar. í því sambandi bendir borgarlögmaður á að Hitaveita Suð- urnesja selur vatn til Varnarliðsins í Keflavík á hærra verði en til annarra notenda á veitusvæðinu þar sem Vamarliðið er talið ótryggur orku- kaupandi. Borgarlögmaður telur nauðsyn- legt að leita skýrra svara frá bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hvort hún líti svo á að samningstíminn sé liðinn, eins og lögmaður Hafnarfjarðarbæj- ai’ heldur fram, því svör hennar hljóti að móta afstöðu borgaryfir- valda til áframhaldandi vatnssölu og lagningu dreifikerfis í ný hverfi Hafnarfjarðar og frekari fjárfesting- ar Orkuveitu Reykjavíkur í Hafnar- fii’ði. A þessu ári er framkvæmda- kostnaður Orkuveitu Reykjavíkur áætlaður um 160 milljónir króna í Hafnarfirði. Borgarlögmaður segir það rangt sem haldið sé fram í álitsgerð lög- manns Hafnarfjarðarbæjar að ákvörðun um hvaða verkefni sveit- arfélögum er skylt eða heimilt að inna af hendi heyri undir löggjafar- valdið. Rekstur hitaveitu sé ekki meðal skylduverkefna sveitarfélaga. Borgarlögmaður vísar því á bug að Hitaveita Reykjavíkur hafi staðið fyrir ólögmætri gjaldtöku undan- gengin ár i formi þjónustugjalda. Borgarlögmaður segir að gera verði skýran greinarmun á þjónustu- gjöldum vegna lögbundinna verk- efna annars vegar og arðs frá fyrir- tækjum á sviði einkaréttar hins veg- ar. Hitaveita Reykjavíkur innheimti ekki þjónustugjöld, hún selji vöru og greiði eiganda sínum, Reykjavík- urborg, arð af þeirri sölu. Við rekst- ur Hitaveitu Reykjavíkur hafi þess ævinlega verið gætt að hún væri rekin með arðsemissjónarmið í huga og að eðlilegt væri og sjálfsagt að eigandi fyrirtækisins fengi greiddan arð af fyrirtækinu. Samn- ingarnir við nágrannabæjarfélögin hafi verið gerðir löngu eftir að Hita- veita Reykjavíkur fór að greiða eig- anda sínum arð og hafi fulltrúum nágrannabæjarfélaganna verið full- kunnugt um þau arðsemissjónarmið sem legið hafi til grundvallar rekstrinum. Greinir á um hlut Perlunnar I 8. grein samningsins kemur fram að ef hreinar árstekjur Hita- veitu Reykjavíkur verða að liðnum 15 árum frá því lögn dreifikerfis lýkur, þ.e. árið 1988, hærri en sem svarar 7% af hreinni eign, eigi bæj- arsjóður Hafnarfjarðar frá þeim tíma að fá greiddan hluta af hrein- um tekjum umfram framangi-eind 7% miðað við hlutfall af sölu Hita- veitu Reykjavíkur í Hafnarfirði af heildarsölu Hitaveitunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að á fundum sem haldnir hafa verið með fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar um þetta mál hafi það sjónarmið Hafnfirðinga komið fram að arðsemi Hitaveitu Reykjavíkur hafi í þrjú ár farið yfir 7% og gera þeir kröfu um að fá greiddan arð þann tíma, alls um 30 milljónir króna. Þarna greinir sveit- arfélögin á því fulltrúar Reykjavík- urborgar telja að arðsemin hafi aldrei fai’ið yfir 7% og benda á að Hafnfirðingar telji meðal annars veitingastaðinn Perluna með í sín- um útreikningum. Borgarstjóri segir að yfirvöld í Hafnarfirði hafi tekið málið upp með þessum hætti og það sé þeirra að ákveða hvað þau ætli að aðhafast í því. „Við höfum ekki dregið samn- inginn í efa. Líti þeir svo á að samn- ingurinn hafi í fyrsta lagi aldrei verið lögmætur og í öðra lagi að hafi hann verið lögmætui’ sé hann fallinn úr gildi, þá er það þeirra að aðhafast eitthvað í því máli. En það er ekki hægt að hafa mál í þeirri óvissu sem þau era nú því hún hlýtur að hafa áhrif á framtíðarfjárfestingu Orku- veitu Reykjavíkur í Hafnarfírði," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótth’ borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.