Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 40

Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 40
j*10 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR MORGUNBLAÐIÐ Kjördæma- málið legar reikningskúnstir hafa greini- lega ráðið ferðinni án nokkurrar hugsunar um þjóðleg gildi. Pað get- ur ekki verið að Alþingi Islendinga fari að samþykkja tillögur sem byggjast á því einu að reglustiku er brugðið yfír landið og héruðum stí- að í sundur eins og þeir sem þar búa séu nafnnúmerin ein. Tilfinningar, LAGÐAR hafa verið fram tillögur um breytta skipan kjör- dæma í landinu. Ohætt er að segja að ekkert kjördæmi kemur eins illa út úr þeim tillögum og Norðurlandskjör- dæmi vestra. Það er ^ ekki einungis að gert er ráð fyrir því að kjör- dæmið sé rifið í sundur, heldur það sem vera er: Norðurland er rifíð í sundur. Sögulega séð er nú í fyrsta skipti gert ráð fyrir því að gamla Hólastifti sé end- anlega kastað fyrir róða og sinn hvor helm- ingurinn gerður að viðhengi arra landshluta. til Þótt Norðurlandi hafi hingað verið skipt í tvö kjördæmi var Norðurland enn í heilu lagi sem landshluti með víðtæka samvinnu íþróttir á Netinu milli kjördæma. Sjálfs- virðingu og metnaði Norðlendinga er mis- boðið með þessum nýju tillögum. Þær mega aldrei verða að veruleika. Þegar hugsað er til þeirrar samvinnu og þeirra blóðbanda sem liggja milli Fljóta og Siglufjarðar er það al- veg óhugsandi, að það sem þama er vaxið saman skuli nú eiga að stía í sundur þannig að sveitin tilheyri Akra- nesi suður á Skaga, en bærinn heyri með Höfn í Hornafirði suð- ur undir jökli. Eina mögulega lausnin, ef nauð- synlegt þykir að leggja saman kjör- dæmi á landsbyggðinni, er að leggja það saman sem saman heyrir. Þar á ég við að eina mögulega lausnin í þessu sambandi er að sameina Hólastifti á nýjan leik og nú í einu kjördæmi. Norðurland allt á auðvit- að í þessu samhengi að verða að einu kjördæmi og koma fram sem landshluti í einu lagi eða höfum við ekki í aldaraðir talað um Norðlend- inga, Austfirðinga, Sunnlendinga o.s.frv. Þessar tillögur, sem ganga þvert á aldagamalar hefðir og tilvistar- bönd, lýsa fullkomnu skilningsleysi þeirra sem um málið hafa fjallað gagnvart því fjöreggi sem þeir köst- uðu þarna á milli sín. Einfeldnings- Jón Sæmundur Sigurjónsson ann- Þótt Norðurlandi hafí hingað til verið skipt í tvö kjördæmi, segir Jón Sæmundur Sigur- jónsson, var Norður- land enn í heilu lagi sem landshluti með víð- tæka samvinnu milli kjördæma. saga og hefðir eru látin lönd og leið. Við Norðlendingar allir eigum að lýsa fullkomnu frati á þessar tillög- ur. Þær eiga að þjóna þeim tilgangi einum að ná fram meira vægi fyrir kjörseðlana sunnanlands, en skeyta ekkert um yfir hvað er valtað í framhaldinu. í því sambandi er skipting höfuðborgarinnar í tvö kjördæmi beinlínis hlægileg. Ef ekki næst samkomulag um annað en að fara einhvem milliveg milli þess að hafa óbreytt ástand eða að gera landið allt einu kjör- dæmi kemur ekki til mála annað en að Norðurland allt verði gert að einu kjördæmi. Það er hér með heit- ið á þingmenn Norðurlands, svo og þingmenn alla, að láta ekki þessa ósvinnu yfir okkur ganga, sem þess- ar tillögur eru. Við viljum Norður- land eitt og óskipt. Höfundur býður sig fram í 2. sætí Samfylkingar á Norðurlandi vestra. Morgunblaðið/Arnór Góð þátttaka er að venju í Bridshátíð sem fram fer um næstu helgi. Svip- myndin er af yngsta þátttakandanum í fyrra, Andra Má Bergþórssyni, en hann var aðeins 13 ára gamall. Mótið verður sett á föstudagskvöld kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarsson Dagskrá bridshátíðar um helgina Tvímenningur: Föstudagur 12. febrúar Mótið sett kl. 19. I. -10. umferð kl. 19.15-0.30. Laugardagur 13. febrúar II. -14. umferð kl. 11-13.10. Matarhlé kl. 13-14 15.-23. umferð kl. 14-19.30. Sveitakeppni: Sunnudagur 14. febrúar 1.-4. umferð kl. 13-19. Matarhlé kl. 19-20.30. 5.-6. umferð kl. 20.30-23.15. Mánudagur 15. febrúar 7.-10. umferð kl. 13-19.15. Verð- launaafhending kl. 19.30. Mjög góð þátttaka er í tvímenn- ingnum og aðeins pláss fyrir örfá pör í viðbót, en ennþá er hægt að bæta við sveitum í sveitakeppnina. Bridsfélag Kópavogs Þriðja og 4. umferð í aðalsveita- keppni félagsins voru spilaðar sl. fimmtudag. Staðan eftir 4 umferðir: Sveit stig MagnúsarAspelund 83 ekki Ragnar 76 Ragnars Jónssonar 71 í sveit Magnúsar spila auk hans: Steingn'mur Jónasson, Jón Steinar Ingólfsson og Sigurður ívarsson Hæstu kvöldskor náðu: ekki Ragnar 44 Frejju Sveinsdóttur 39 Magnúsar Aspelund 36 í sveitinni „ekki Ragnar“ spila: Ragnar Björnsson, Sigurður Sigur- jónsson, Jón Páll Sigurjónsson, Ár- mann J. Lárusson og Þorsteinn Berg. Næst verður spilað fimmtudag- inn 11. ferbrúar og spilamennskan hefst kl. 19.45. Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 2. febr. sl. spiluðu 24 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Asthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórsson 258 Jón Stefánsson - Sæmundur Bjömss. 249 Einar Einarsson - Hörður DavMsson 241 Lokastaða efstu para í A/V: Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson 252 Anton Sigurðsson - Hannes Ingibergss. 246 Ólafur Ingvarss. - Magnús Jósefsson 243 A föstudaginn var spiluðu 26 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 357 Magnús Jósefsson - Böðvar Magnússon 345 Einar Einarsson - Hörður Davíðsson 338 Lokastaðan í A/V: Jón Stefánsson - Sæmundur Bjömss. 392 Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannss. 353 Magnús Halldórss. - Guðlaugur Sveinsson 349 Meðalskor var 216 á þriðjudag en 312 á föstudaginn. Bridsfélag Hafnaríjarðar Spilaðar voru 7 umferðir í A- Hansen mótinu mánudaginn 8. febrúar. Hæstu skor það kvöld hlutu eftirtalin pör: Friðþj. Einarss. - Guðbrandur Sigurbergss. 50 Þórður Bjömsson - Páll G. Valdimarsson 49 Sverrir Jónsson - Gunnlaugur Óskarsson 48 Jökull Kristjánsson - Sveinn Vilhjálmsson 42 Eins og sjá má er hart barist og lítur heildarstaðan þannig út þessa stundina: Sverrir Jónsson - Gunnlaugur Óskarsson 72 Friðþj. Einarss. - Guðbrandur Sigurbergss. 65 Pórður Bjömsson - Páll G. Valdimarsson 52 Halldór Einarsson - Þórarinn Sófusson 38 Enn er eitt kvöld eftir í keppninni og engan vegin ráðið hverjir verða sóttir heim á limósínunni til að fara út að borða á A-Hansen. 30 ára reynsla Hleðsluglersteinar Speglar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.