Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GALLUP - ÞJÓPARPÚLS: Telur þú að þínir hagir verði betri eða verri á næsta ári en þeir hafa verið á þessu ári? 1999 verra 1999 SVIPAÐ Þau sem svöruðu næsta ár betra... 11999 1 39% 11998 146% Gallup-könnun 39% Islendinga bjartsýnir á eigin hag HELDUR lægra hlutfall íslend- inga er bjartsýnt á eigin hag nú en fyrir ári skv. Gallup-könnun sem gerð var í 58 löndum, þar sem al- menningur var spurður hvemig ár- ið 1999 legðist í hann miðað við árið 1998. Skv. niðurstöðum könnunar- innar hér á landi telja 39% að hag- ur sinn verði betri á þessu ári en hann hafi verið á árinu 1998. í sam- bærilegri könnun sem gerð var fyr- ir ári sögðust 46% Islendinga vera bjartsýnir á eigin hag. Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að mun lægra hlut- fall íslendinga telji að efnahags ástandið verði betra á árinu sem framundan er en í könnuninni í fyrra, eða 11% núna samanborið við 34% í könnuninni sem gerð var fyrir ári. Fáir telja að atvinnuleysi aukist Hlutfallslega færri Islendingar en aðrir sem könnunin náði til telja að atvinnuleysi muni aukast á þessu ári miðað við það síðasta eða 17%. Þá telur fimmtungur íslend- inga að verkfóll verði minni á þessu ári en á árinu 1998. í könnuninni kom ennfremur í ljós að einungis 6% Islendinga telja að alþjóðadeil- ur verði meiri á árinu 1999 en 1998, en það hlutfall er langlægst hér á landi samanborið við afstöðu al- mennings í öðrum löndum sem könnunin náði til. Næstir koma Danir en 19% þeirra telja að al- þjóðadeilur verði meiri í ár en í fyrra. Bill Barry lærði að synda 35 ára gamall en keppir í heimsins erfíðustu þriþraut Erfiðara fyrir hug- ann en líkamann Hversu mikla möguleika hefur átta barna faðir og forstjóri 3.500 manna fyrirtækis á að vera frambærilegur íþróttamaður í sundi, langhlaupi og hjólreiðum? Ragna Sara Jónsdóttir komst að því að ef maður- inn heitir Bill Barry er honum ekkert ómögulegt, jafnvel ekki þátttaka í hinni þekktu keppni „Járnmaðurinn“ sem aðeins 15.000 manns í öllum heiminum stunda. BILL Barry er 46 ára, átta barna faðir og forstjóri fyrir- tækisins Seafreez Foods Incor- poration. Um 3.500 manns starfa hjá fyrirtækinu og eru aðal- stöðvar þess og mest allt vinnu- afl á Nýfundnalandi, en þaðan er Barry. Fyrirtækið rekur 17 fiskverksmiðjur og framleiðir um 100 þúsund tonn á ári af ólíkum fisktegundum. Fyrirtæk- ið er fjölskyldufyrirtæki og er Barry af ijórðu kynslóð sem heldur örugglega um stjórnar- tauma fyrirtækisins á eftir föður sínum og fleirum. Auk þess hef- ur hann þegar hafið að þjálfa tvo af elstu sonum sínum til þess að taka við fyrirtækinu eftir sinn dag. Barry er staddur hér á landi í tilefni samstarfs fyrirtækis hans og Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Samstarfið hefur stað- ið yfir í tvö ár og er það marg- þætt, að sögn Friðriks Pálsson- ar, forstjóra SH, sem er gest- gjafi Barry hérlendis. Þetta er í annað sinn sem Barry kemur hingað til lands og voru þeir Friðrik sammála um að þeir væru að leita allra leiða til þess að eiga áframhaldandi og aukið samstarf á næstunni. Fyrirtækin ættu margt sameiginlegt og samstarfið gengi afar vel. Lærði 35 ára gamall að synda Þrátt fyrir að Barry ferðist mjög mikið vegna starfsins, reynir hann að eyða sem mest- um tíma í faðmi fjölskyldunnar, konunnar og barnanna átta. Hann rekur einkaskóla fyrir börnin sín átta og kennir móðir þeirra þeim en hann er ekki sáttur við gæði grunnskóla- kennslu í Nýfundnalandi. Barry segir að börnin hans séu öll mik- ið í íþróttum. A morgnana, áður en þau heíja nám, synda þau saman og á kvöldin fara þau á gönguskíði. Joseph, 16 ára son- ur hans, er til dæmis einn af þremur bestu skíðagöngumönn- um Nýfundnalands í sínum ald- ursflokki. En Joseph á ekki Iangt að sækja hæfileikann til að stunda íþróttir með góðum ár- angri. Barry er sjálfur mikill íþróttamaður og hefur marg- sinnis keppt í langhlaupi, skíða- göngu, þriþraut og þar á meðal keppninni „Járnmaðurinn" sem er eflaust ein erfiðasta íþrótta- grein sem menn geta valið sér. Þrátt fyrir að hafa ekki lært að synda fyrr en hann var orð- inn 35 ára gamall hefur Barry 35 sinnum keppt í þríþraut og tvisvar sinnum í keppninni „Járnmaðurinn". í þríþrautar- keppninni byrja þátttakendur á að synda 1,5 km, hjóla 40 km og enda með því að hlaupa 10 km. Barry hefur tekið þátt í 4-5 slíkum keppnum á ári sl. ár. I „Járnmanninum" er hins vegar um að ræða mun lengri vegalengdir. Menn byrja á að synda 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa svo maraþon, eða 42 km. I fyrra skiptið sem Barry keppti í keppninni tók það hann 14 klukkustundir, 15 mín- útur og 9 sekúndur að komast í mark. Hann missti fimm kíló á þessum 14 klukkutimum enda um 37°C hiti. Þetta var árið 1994 í Bresku-Kólumbíu í vest- urhluta Kanada. I síðara skipt- Morgunblaðið/Kristinn BILL Barry, forstjóri, íþróttamaður og átta barna faðir. ið sem hann keppti fór keppnin fram í 13°C hita og rigningu í Þýskalandi. Hann kláraði á nánast sama tíma, 14 klukku- stundum, 16 mínútum og 3 sek- úndum en missti þá „einungis" 1,5 kg. Mun meira andlegt afrek en Iíkamlegt Eins og gefur að skilja er þessi keppni ekki fyrir neina aukvisa. Samt fullyrðir Barry að 99% þeirra sem taka þátt í slíkri keppni hafí ekki líkamlega getu til þess. „Að taka þátt í þessari keppni og að klára hana er miklu meira tilfínningalegt af- rek en líkamlegt. Allan tímaun verður þú að hafa trú á að kom- ast í mark. Það sem gerist er hins vegar það að líkaminn fer að kvarta. Þér verður illt alls staðar og hann gefur þér þau skilaboð að stoppa. En hugurinn segir þér að halda áfram og þú pínir þig þangað til þú ert hætt- ur að finna til í líkamanum. Þetta er allt spurning um vilja og ákveðni," segir Barry, en á hverjum fimm mínútum á síð- ustu klukkustundum keppninnar örmagnast þátttakendur og eru sóttir af sjúkrabílum. „Margir þurfa að fá næringu í æð eftir keppnina, og í raun ertu mjög lengi að ná þér eftir svona erf- iði. I seinna skiptið sem ég keppti fékk ég mér tvær pylsur, og leið vel,“ segh- Barry. Hann bætir þó við að lykillinn að vel- gengni í svona keppni sé að neyta selalýsis að staðaldri, það geri hann og það gefi góða raun. En hvers vegna tók Barry upp á á að keppa í jafn erfíðri íþrótta- grein og „Járnmanninum"? „Ég hafði keppt í langhlaupi í mörg ár. Svo fór ég að keppa í skíða- göngu og síðan í þríþraut og þannig vatt þetta upp á sig af því að ég er alltaf að skora á sjálfan mig. Eftir að hafa keppt í öllu þessu hugsaði ég með mér, hvað er það erfiðasta sem keppt er í? Og þetta var niðurstaðan." Ofurhugakeppnin „Járnmað- urinn“ er haldin á sex ólíkum stöðum í heiminum. Barry hefur heitið sjálfum sér því að taka þátt í þeim öllutn. Hann hefur þegar tekið þátt í tveimur og á því „aðeins“ íjórar eftir. Með sinni einstöku ákveðni og vilja- styrk mun Barry eflaust takast ætlunarverk sitt. Og aðspurður um hvernig hann fari að þessu öllu saman segir hann. „Með því ; að helga mig algerlega því sem ég geri. Það er leiðarljós mitt í li'finu og á það jafnt við íþrótta- iðkun, fjölskyldub'fið og við- skiptin sem ég stunda. Það virk- ar,“ segir Barry að lokum. Hjörleifur Guttormsson hyggst hætta á þingi Sáttur við það sem komið er „ÉG ER sáttur þar sem komið er, sáttur við að ljúka þingsetu með þessum hætti og ég er ánægður með hvemig til hefur tekist með líklegt framboð á Austurlandi þótt eftir sé að ganga formlega frá því,“ sagði Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður I samtali við Morgun- blaðið í gær. „En þetta er ekki kveðjustund og ekki kveðjustund í pólitík." Hjörleifur Guttormsson gerði grein fyrir þessari ákvörðun sinni á heimasíðu sinni í gær þar sem hann segir meðal annars: „Nú hef ég átt eins konar tjaldvist í fulla tvo áratugi á Alþingi íslendinga og ekki laust við að ég sé farinn að hugsa til heimferðar." Vísar þing- maðurinn þar til kvæðisins Tjald- ljóð eftir Guðmund Böðvarsson sem endar á stefnu: Tjaldhæla mína dreg ég bráðum úr jörðu. Rifjar hann upp að þessa hendingu hafi hann oft haft yfir á ferðum sín- um með tjald og mal á fjöllum aust- anlands. Á heimasíðu sinni fagnar þing- maðurinn því að kjörnefnd Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafi leitað til Þuríðar Backman um að vera í forystu fyr- ir lista hreyfingarinnar í Austur- landskjördæmi í komandi kosn- ingum. Segir hann henni til þess treystandi og að með henni muni starfa vösk sveit. Hjörieifur segist ætla að vinna að framboði hreyf- ingarinnar eins og hann best megi. Hann segist ætla að taka eitt skref í einu og þetta sé stór ákvörðun. ■ Að draga tjaldhæla/31 Innbrot í myndbanda- leigu BROTIST var inn í mynd- bandaleiguna Stjörnuvideo við Suðurlandsbraut í gærmorgun um klukkan 5. Brotin hafði verið rúða í útidyrahurð og farið þannig inn. Innbrotsþjóf- urinn braut upp Rauðakross- kassa og tók úr honum um átta þúsund krónur. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni. Ekið á gangandi vegfaranda EKIÐ vai- á gangandi vegfar- anda við Brúnaveg í gærkvöld. Hann slasaðist á höfði og rif- beinsbrotnaði og var fluttur á slysadeild. Ökumaður bifreið- arinnar var handtekinn, grun- aður um meinta ölvun við akstur. ÞORGEIR Ibsen, fyrrverandi skólastjóri í Hafnai'firði, er látinn. Hann var 82 ára að aldri. Þorgeir Ibsen fæddist 26. apríl 1917 á Suðureyri í Súg- andafírði. Hann tók kennarapróf árið 1939, stundaði einnig nám í íþróttakennara- skólanum og nam ensku og uppeldis- fræðigreinar við St. Olaf College í Minnesota í Bandaríkjunum árin 1944-45. Þorgeir hóf kennslustörf í Borgarfirði og starfaði síðar á Akranesi þar sem hann kenndi í barnaskóla, unglingaskóla og iðn- skóla. Árin 1947 til 1955 var hann skólastjóri barna- og miðskólans í Stykkishólmi og frá 1955 skólastjóri Barnaskóla Hafnar- fjarðar, sem síðar varð Lækjaskóli. Þorgeir starfaði einnig að félagsmál- um, var formaður Iþróttaráðs Akraness og Iþróttabandalags Akraness og íþrótta- bandalags Ilafnai’- fjarðar. Hann sat einnig í Bláfjalla- nefnd, starfaði innan Sjálfstæðisflokksins og sat í kjördæmisráði hans í Reykjaneskjördæmi um árabil. Þá var hann einnig varabæjarfull- trúi í Hafnarfírði. Þorgeir var tvíkvæntur og er eftirlifandi kona hans Ebba Lárus- dóttir. Hann eignaðist fimm börn. Andlát ÞORGEIR IBSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.