Morgunblaðið - 10.02.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.02.1999, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Egill Egilsson Nú er gam- an í Græna- garði Flateyri - A meðan Vetur kon- ungur hefur frá áramótum íþyngt íbúum Flateyrar eins og annarra staða víða um land með ofankomu og snjóþyngslum hafa aðrir íbúar Flateyrar ekki kvartað undan snjókomunni, heldur tekið lienni fegins hendi og unað sér við alls kyns leiki í snjónum. Þessir umræddu íbúar eru börnin á Grænagarði, sem vita ekkert betra en að leika sér í fjallháum brekkum, grafa göng, nú eða þá bara ærslast. Eftir á er gott að hvfla sig í faðmi fóstrunnar áður en tekið er til óspilltra málanna að nýju. Morgunblaðið/Ingimundur HALLBERA Eiríksdóttir hlaut Auðunsbikarinn sem er veittur til minningar um Auðun BQíðkvist Kristmarsson. Það var Kristmar J. Ólafsson sem afhenti henni gripinn. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson Hallbera Eiríks- dóttir hlaut Auðunsbikarinn Borgarnesi - Kristmai' J. Ólafsson afhenti á íþróttadegi í Borgar- byggð viðurkenningu úr minning- arsjóði sonar síns, Auðuns Hlíðkvist, er lést 1995 aðeins 14 ára að aldri en hann var mjög fjöl- hæfur íþróttamaður. Árlega er veitt úr sjóðnum við- urkenning til fjórtán ára unglings sem þykir skara fram úr jafnöldr- um sínum. Viðurkenningin var nú veitt í fjórða sinn. I ávarpi sínu ræddi Kristmar um nauðsyn þess að eiga afreksfólk í hverri grein til að hvetja ungt fólk til dáða. Góður árangur þeirra bestu virkar eins og vítamínsprauta á þá yngri. Nefndi hann sem dæmi árangur besta íþróttafólks landsins. Sagði hann öflugt unglingastarf undir- stöðu til að ala upp afreksmenn í fremstu röð. Unglingastarfið tæki mið af þörfum allra, bæði þeirra sem stunda íþróttir sér til ánægju og heilsubótar og einnig hinna sem leggja vilja stund á keppni. Krist- mar sagði að við valið væri tekið mið af árangri í keppni, félagsleg- um þroska og að viðkomandi væri fyrirmynd jafnaldra sinna. Sagði hann að Hallbera Eiríks- dóttir væri góður fulltrúi þess hóps. Hún hefur lagt stund á frjálsar íþróttir, sund, körfuknatt; leik og knattspyrnu. Hún er í FRI 2000 hópnum og setti m.a. tvö ís- landsmet í kringlukasti í sínum aldursflokki á síðasta ári. Undir Svörtu- loftum Hellissandi - Vestast á Önd- verðarnesi stendur Skálasnaga- viti og dregur nafn sitt af drang miklum sem eitt sinn tengdist landi með mikilli stein- brú. Nú hefur brimið unnið á henni. Skálasnagi hefur ævin- Iega verið kvikur af fugli og er enn. En nú er hann orðinn viðskila við klettótta ströndina, þar sem heitir undir Svörtuloft- um, því brúin sem tengdi hann landi hrundi árið 1973 eins og áður sagði og brimið brýtur úr honum svo óvíst er hve lengi hann stendur þarna stakur og óvarinn í brimrótinu. Fréttaritari gerði sér ferð út í Öndverðarnes, þennan vest- asta tanga Snæfellsness, fyrir stuttu til að virða þessi undur fyrir sér, sæbarða kletta og öldusog. Jafnframt skoðaði hann vel gömlu varirnar í Önd- verðarnesi, þar sem áður bjó talsverður fjöldi fólks og þá ótrúlegu aðstöðu sem menn bjuggu við til að hafa ofaní sig og á. Hagar rýrir og skortur á vatni. En þann gula skorti sjaidnast og það varð fólkinu til bjargar. En að ná landi lif- andi var ekki á hvers manns færi og fórust þar margir. Oft urðu menn að raða sér á bát- ana í sjóvolkinu, verja þá áföll- um og draga þá síðan á þurrt land. Það kölluðu þeir að standa í postulasporunum. Lík- lega fyrir það hve erfitt það var, rétt eins og spor postul- anna. Nýir straumar í heilbrigðis- þjónustu á landsbyggðinni Morgunblaðið/Anna Ingólfs. LANDLÆKNIR, samstarfsfólk og stjórn hinnar nýju Heilbrigðisstofnunar Austurlands Egilsstaðir - í heimsókn sinni á Austurland hefur Sigurður Guð- mundsson landlæknir og nánustu samstarfsmenn hans verið að gera úttekt á stöðu heilbrigðismála á landsbyggðinni. Læknaskortur hef- ur einkennt starfsemina og ljóst er að mati landlæknis að lækn- isþjónustan á landsbyggðinni þarf að endurskilgreina sig. Töluvert hefur þegar verið unnið í þeirri end- urskilgreiningu á Austurlandi en nýbúið er að stofna Heilbrigðis- stofnun Austurlands sem inniheldur öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar á Austurlandi. Þannig er um að ræða nýja strauma í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og með þeim breyt- ingum sem þeir hafa í för með sér er látið af þeim einyrkjabúskap sem læknar víða úti á landi hafa þurft að búa við hingað til með tilheyrandi álagi og einangrun. í nýiri Heil- brigðisstofnun Austurlands er gert ráð fyrir að læknar starfí saman, hafi vaktaskipti og deili með sér landsvæðum. Landlæknir sagði hugmyndir þessar spennandi og geta verið leið- arljós um skipan heilbrigðismála á landinu öllu. Hann sagði einnig skipta máli uppsprettu grasrótar en hugmyndin að Heilbrigðisstofnun Austuriands er til komin heima í héraði. Landlæknir sagðist finna mikinn hug og metnað í fólki starf- andi í heilbrigðisstéttinni á Austur- landi. Nefndi hann Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað þar sem mikill metnaður ríkti og þar væru menn að taka inn nýjungar. Sjúkrahúsið á Seyðisfirði með nýja Alzheimer-deild og fjarlækningar, m.a. ómskoðanir á ófæddum bömum. Stefnir í almennan læknaskort Landlæknir sagði stærsta vandamálið vera skort á læknum í heilsugæslu. Og allt stefndi í al- mennan læknaskort á landinu. Um 900 læknar eru starfandi á íslandi og að auki eru 500 íslenskir læknar starfandi erlendis. Áhugi ungra lækna á að fara í heilsugæslulækn- ingar og starfa úti á landsbyggðinni hefur minnkað. Má það að einhverju leyti rekja til þess að ekki er lengur skylda kandídatsári að vinna á heilsugæslu. Hann taldi mikilvægt að bregðast við þessu vandamáli m.a. með því að kynna betur heilsugæslulækningar í læknanámi og koma þeim aftur inn í námið auk þess að stækka útskriftarárgang lækna. I tengslum við þessi straumhvörf í heilbrigðisþjónustu í dreifbýli þá verði skoðað að taka upp sérstakt eins til tveggja ára nám í lands- byggðarlækningum og sagði hann Norður- og Austurland geta verið traustan grandvöll fyrir slíkt mennt- unarprógram. Landlæknh- sagði spennandi að fylgjast með þessum málum og sjá hvemig þau þróast. Hann sagði að þetta fýrirkomulag myndi styðja við allar stofnanir í heilsugæslu sem era á svæðinu, auka upplýsingaflæði milli fagfólks og veita betri þjónustu fýrir þá sem þurfa á þjónustunni að halda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.