Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 27 UMRÆÐAN Stjörnur og hauskúpur KÆRI Ólafur. Eins og þú veist sem fyrrverandi gagnrýn- andi er ekkert eins hvimleitt og svar við gagnrýni. Það er svo óendanlega tilgangs- laust að þrefa um álit gagnrýnanda að það tekur engu tali. En vegna þess að þú ert ekki einn um að and- mæla gagnrýni minni á sýningu Sveinbjörns Halldórssonar á Horn- inu - sjá Morgunblaðið 5. febrúar, bls. 31 - kýs ég að svara þér með fá- einum orðum. Skætingurinn í Isak Harðarsyni er hvort sem er ekki svaraverður, og lágkúruleg tilraun hans til að höfða til ritstjóra Morgunblaðsins - í von um að þeir ritskoði mig eða reki - er svo stalínísk að það væri ekki vanþörf að kenna greyinu hvað átt er við með orðunum rit- og prentfrelsi. Þar sem ég skrifa allar mínar greinar undir nafni er við mig einan að sakast, en hvorki mið- ilinn né ritstjóra hans. Hugmyndir Isaks um ritstjórn á dagblaði eru greinilega ekki annað en hlálegur, gamaldags fasismi. Mér þykir því leitt að þú skulir gera eins og hann; sleppa vísvitandi „... og annað normalt fólk,“ úr setningunni: „Þannig hefur Hornið oftastnær verið eins lags ruslakista fyrir skrítnar skrúfur og annað normalt fólk.“ En th að þú getir ranglega vænt mig um akademískan hroka, ásamt annars konar fordómum gagnvart alþýðumálurum, naí- vistum og öðrum áþekkum hrálistar- mönnum, er þér nauð- ugur einn kostur að klippa - senorera - setninguna til og af- baka með því orð mín. Síðar í grein þinni kemur reyndar í ljós að þú ert ekki allsendis laus við akademískt skrautfjaðratog sjálfur, þegar þú reynir að „verja“ Svein- björn með því að tíunda námsferil hans; líkt og margi-a ára nám sé óbrigðul töfraformúla að góðum listamanni. En til að það fari ekki milli mála þá tel ég sýningu Svein- björns of tætta, sundurleita og stefnulausa. Hann hefur ágætt handbragð - veit hvernig á að mála - en það vottar varla enn fyrir per- sónulegum tilþrifum. Tæknina í myndum hans má alla rekja til þekktra meistara 20. aldarinnar. Þá er myndefnið einnig afar ópersónu- legt, enn sem komið er. Glæpur minn er þá sá að gefa ekki Horninu og sýnandanum þar Halldór Björn Runólfsson fullt hús af stjörnum. Fyrir þær sakir skal ég níðingur heita, svo vitnað sé í stílsnillinginn ísak Harðarson. Og þó er hvergi nein hauskúpa í gi'ein minni enda hef ég aldrei vænt nokkurn mann um að vera vonlausan. Ég tel þig heldur ekki vonlausan sem sýningastjóra þó svo mér finnist dálæti þitt á al- þýðulistamönnum og einforum býsna einsleitt, öruggt, flatt og kjarklítið. Þetta er nefnilega sú tegund listar sem þorri manna er dús við. Listamenn eru gjarnan Gagnrýni Glæpur minn er þá sá að gefa ekki Horninu og sýnandanum þar fullt hús af stjörnum, segir Halldór Björn Runólfsson í svari til Olafs Engilbertssonar, taldir óskiljanlegir og hálfgalnir og því finnst mörgum áreiðanlega frá- bært að fá það jafnríkulega staðfest hjá þér og raun ber vitni. Að þér komi til hugar að horfa í átt til þess besta sem íslensk sam- tímalist hefur að bjóða? Nei; þess háttar framtak sérðu ekki ástæðu til að styðja, enda fáa styrki að hafa fyrir slíkt. Það er einmitt þetta áræði sem ég sakna í hvert sinn sem ég heimsæki galleríið þitt. Og veistu Ólafur; héðan í frá mun ég ábyggilega varast að kvitta í gesta- bókina þína, vitandi vits hve hnýs- inn þú ert. Höfundur er gagnrýnandi. Vímuvarnir andspænis auknu frelsi í verslun og markaðssetningu NEYSLA löglegra og ólöglegra vímuefna hefur farið vaxandi meðal íslenskra ung- menna frá árinu 1990 samkvæmt niðurstöð- um rannsókna sem birtar eru í ritinu Vímuefnaneysla ungs fólks og aðstæður. (Ut- gefið 1998.) Þær sýna jafnframt sveiflur í út- breiðslu vímuefna síð- ustu áratugi mismikið eftir hvaða efni á í hlut. Þessar sveiflur hefur reynst erfitt að skýra þar sem skilgreina má fjölmarga áhrifavalda og samspil þeirra getur verið marg- breytilegt. Áhrif í nútímasanifélagi A sama ári og þessar niðurstöður birtast fer ungt fólk í fararbroddi með tillögur um afnám einkaleyfis Afengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins til smásölu. Á sama ári hyggjast framleiðendur áfengra drykkja láta reyna á réttarstöðu sína gagnvart banni við birtingu áfengisauglýs- inga. Á sama ári reifar ungt fólk opinberlega hugmyndir um lögleið- ingu fíkniefna. Þar við bætist að með vaxandi notkun netsins hafa opnast nýjar leiðir fyrir þá sem vinna að markaðssetningu og sölu fikniefna. Ofangreint eru dæmi um aðferðir sem auka frelsi í verslun og markaðssetningu áfengis- og vímuefna. Getur verið að slíkar að- ferðir gangi þvert á hugmyndir um félagslega ábyrgð? Ef svo er þá er áhyggjuefni að með sífelldu áreiti í fjölmiðlum og þjóðfélagsumræðu geta ákveðin viðhorf öðlast það fastan sess, ef ekkert er aðhafst, að erfitt sé að sniðganga þau seinna meir. Hlutverk áfengis- og vímuvamaráðs Hinn 1. janúar síð- astliðinn tók til starfa áfengis- og vímuvarna- ráð en stofnun þess er liður í heildstæðri áætlun í fíkniefna-, áfengis- og vímuvörn- um sem ríkisstjórnin samþykkti 3. desem- ber 1996. Samkvæmt lögum nr. 76/1998 um áfengis- og vímuvarna- ráð er tilgangurinn með stofnun þess að efla og styrkja áfengis- og vímu- varnir, sérstaklega meðal barna og ungmenna og sporna gegn afleið- Forvarnarstarf Markmiðið er að fá fram með samstilltu átaki, segir Kolfínna Jóhannesdóttir, brýn- ustu áherslur í áfengis- og vímuvörnum. ingum neyslu áfengis og annarra vímuefna. Þá er markmiðið með starfsemi áfengis- og vímuvarna- ráðs að uppræta fíkniefnaneyslu og draga stórlega úr áfengisneyslu. Jafnframt skal ráðið stuðla að sam- vinnu og samræmingu milli þeirra sem starfa að áfengis- og vímuvöm- um. Meðal verkefna er að fram- fylgja stefnu ríkisstjórnar á hverj- um tíma, gera tillögur til heilbrigð- isráðherra um veitingu styrkja úr Forvarnarsjóði, stuðla að rann- sóknum á sviði áfengis- og vímu- varna og útgáfu fræðslugagna. Stefnumótun Það er ljóst að áfengis- og vímu- varnaráðs bíður ærinn starfi og hefur þegar verið hafist handa um undirbúning að stefnumörkun fyrir þetta ár sem og næstu ár. Að þeirri stefnumörkun munu koma fjöl- margir sem vinna að áfengis- og vímuvörnum. Markmiðið er að fá fram með samstilltu átaki brýnustu áherslur í áfengis- og vímuvörnum þar sem við stöndum frammi fyrir því sem áður sagði um vaxandi neyslu. Eftirfylgni Það er jafnljóst að ríkisvaldið verður í heild sjálft að fylgja eftir þeim markmiðum sem sett eru með lögum um áfengis- og vímuvarna- ráð. Komi til álita að auka svigrúm til markaðssetningar og aukins frelsis í viðskiptum með áfengi og vímuefni þarf að gæta allrar varúð- ar. Afstöðu og ákvarðanir þessa árs getur verið of seint að endurskoða eftii' einn ái'atug og þvi er mikil- vægt að hyggja að því í tíma að þær gangi ekki þvert á markmið í vímu- vörnum. Verum síðan minnug þess að nú þegar er varið tugum miUj- óna króna til forvarna vegna áfeng- is og vímuefna. Höfundur er varaformaður áfengis- og vímuvarnaráðs. Heldur þú að 2 Hvítlaukur sé nóg ? - NATEN 1 ________- er nóg l_5 Kolfinna Jóhannesdóttir Sjaldan bregður mær vana sínum DAVÍÐ Oddsson er þeirrar náttúru að honum fer illa að lenda í mótlæti. Þá er einsog köttur hafi verið kró- aður af úti í horni: Hann setur upp kryppu og hvæsir, - en ekki einsog kisa að þeim sem að henni veitist heldur í allar áttir og helst að fólki sem ekkert hefur gert á hlut hans. Þetta er sjálfsagt sérlegt per- sónulegt viðbragð en Davíð hefur tekist að búa til úr því háþróað pólitískt forvarnavopn. Með því að skamma einn og beygja er komið í veg fyrir að annar segi síðar meiningu sína eða sinni starfi Prófkjör Davíð reynir að eyða málinu, segir Mörður Arnason, en ekki eink- um með því að taka á andstæðingum sínum í Samfylkingunni heldur skammar hann fréttamenn. sínu ef sú iðja kynni að koma Davíð Oddssyni illa. Af ýmsum einstaklingum og hópum sem hafa orðið fyrir hvæsi frá formanni Sjálf- stæðisflokksins upp á síðkastið má nefna lækna, hæstaréttar- dómara og háskóla- prófessora en iðnastur er Davíð þó að berja á blaða- og fréttamönn- um, einkum frétta- mönnum fjölmiðla í þjóðareigu. Er skemmst að minnast mikilfenglegs mála- rekstrar sem útvarps- stjóri var látinn setja af stað eftir geðlægð í StjórnaiTáðinu í vor leið. Nú hefur forsætis- ráðherrann fundið út að fylgisaukn- ing Samfylkingarinnar samkvæmt DV-könnun og samsvarandi tap Sjálfstæðisflokksins sé að kenna „fjölmiðladansi“ sem fram hafi farið „á kvöldvöku Samfylkingar“ - eink- um „auðvitað á Ríkisútvarpinu". Þetta eru kunnugleg viðbrögð. Da- víð reynir að eyða málinu, en ekki einkum með því að taka á andstæð- ingum sínum í Samfylkingunni heldur skammar hann fréttamenn. Það er annarsvegar hans frægi per- sónulegi still, en hinsvegar heldur Davíð þannig við þeim hvíta terror sem Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríki á fjölmiðlunum til að fréttamat brenglist af ótta við valdið. Sjaldan bregður mær vana sín- um, einsog kerlingin sagði í þjóð- sögunni þegai- heimasætan pissaði undir. Höfundur skipnr 6. sœti Samfylk- ingarinnar við þingkosningarnar í Reykjavík. Mörður Árnason ÁLNABÆR Síðumúla 32, Reykjavík Símar 553 1870 & 568 8770 Tjarnargötu 12, Keflavík Sími 421 2061 50% afsláttur af glugga- tjaldaefnum. Efni frá kr. 200,- m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.