Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Bretar og* Spánverjar
deila á ný um Gibraltar
Snjóflóðin í Frakklandi
Ellefu hafa
fundist látnir
Grenoble. Reuters.
BJÖRGUNARSVEITIR fundu í
gærmorgun ellefta fórnarlamb
snjóflóðanna mannskæðu í þorp-
unum Montroc og Le Tour við
rætur Mont Blanc í frönsku Alpa-
héruðunum. Talsmaður sveitanna
sagði að líkið væri af konu og að
reynt væri að fá það staðfest hvort
um sömu manneskju sé að ræða
og saknað hefur verið. Ekkert lát
hefur verið á snjóflóðum á svæð-
inu en ekkert manntjón hefur þó
orðið. Snjóflóðasérfræðingar telja
enn aðstæður allar vera með
hættulegasta móti; snjórinn kald-
ur og púðurkenndur sem auki enn
á hraða og eyðileggingarmátt flóð-
anna.
Staðfest hefur verið að fólkið
sem fannst á miðvikudag eftir að
snjóflóðið þeyttist niður 1.000
metra háar hlíðar ofan við þorpin
hafi allt verið af frönsku bergi
brotið. Rraftur flóðsins var svo
gríðarlegur að 17 fjallaskálar í
100 metra hæð í hlíðinni gegnt
flóðasvæðinu splundruðust. Voru
þeir allir á svæði sem lýst hafði
verið öruggt til nýbygginga.
Björgunarsveitarmenn í Montroc
telja að héðan í frá séu mjög litlar
líkur á að finna nokkurn á lífi í
snjófarginu.
A meðal þeirra sem týndu lífi í
flóðinu var Daniel Lagai'de, sér-
fræðingur í öryggismálum skíða-
svæða, eiginkona hans og þriggja
ára barnabarn þeirra hjóna. Raph-
ael, 12 ára syni þeirra, var bjargað
nokkrum klukkustundum eftir
snjóflóðið. Er hann á spítala að ná
sér af lungnabólgu.
Sautján íbúar þorpsins les
Bossons voi-u fluttir úr híbýlum
sínum eftir að annað stórt flóð féll í
grenndinni, en þorpið stendur
beint undir hlíðum Mont Blanc,
hæsta tinds Evrópu. „Við heyrðum
mikinn hvell og fundum sterka
vindhviðu. Stólar á veröndinni
flugu til og ljós slokknuðu,“ sagði
einn þorpsbúanna. Talið er að öfl-
ugar snjóflóðavarnir í hlíðinni fyrir
ofan þoi-pið hafí komið í veg fyrir
stórfellt tjón.
Veðurkerfið
færist austur
Veður á svæðinu skánaði í gær
og spá veðurfræðingar betri skil-
yrðum yfir helgina. Samgöngur
eru þó enn víða í lamasessi og
lágu allar lestarferðir milli Frakk-
lands og Sviss yfir Júrafjallgarð-
inn niðri vegna skafrennings.
Veðrakerfið sem ósköpunum hef-
ur valdið virðist hafa fært sig
austur á bóginn en mikil snjó-
koma og stormur hafa teppt vegi í
norðanverðu Ungverjalandi og
stöðvað ferðir hundruða bifreiða.
Miskolc, önnur stærsta borg
landsins, er einangruð vegna ótíð-
arinnar. Þar mældist 20-40 sm
jafnfallinn snjór í gær, en það er
óvenjumikil úrkoma þar um
slóðir. Varnarmálaráðuneyti Ung-
verjalands tilkynnti í gær að sett-
ar yrðu upp þrjár neyðarmið-
stöðvar um landið og að hermenn
myndu aðstoða björgunarsveitar-
menn, heimavarðliða og starfsfólk
neyðarþjónustunnar við að dreifa
nauðsynjum.
Madrid. Reuters.
BRETAR og Spánverjar eru aftur
komnir í hár saman út af Gibraltar
og hafa þeir síðarnefndu hótað að
viðurkenna ekki ökuskírteini, sem
þar eru gefin út, og banna flugvél-
um, sem þangað stefna, að fljúga
inn yfir spænska lofthelgi. Hafa
Bretar mótmælt þessum vangavelt-
um harðlega og ætla að taka þær
upp hjá framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins.
Abel Matutes, utamíkisráðherTa
Spánar, sagði á þingi í fyrradag, að
ríkisstjórnin hefði ýmislegt til at-
hugunar í því skyni að þrengja að
Gibraltar og meðal annars að hætta
að viðurkenna ökuskírteini, sem
þar væru gefin út. Hefur ekkert
verið samþykkt í þessu efni enn
sem komið er en Matutes hafði
varla sleppt orðinu er einum Gi-
braltarbúa var neitað að aka inn í
Spán. Hefur það ekki gerst aftur en
á hinn bóginn er afgreiðslan á
landamærunum orðin stirðari en
var og tekur það allt að klukkutíma
að komast á milli.
Fiskveiðar
undirrótin
Bresk stjómvöld hafa mótmælt
þessu harðlega og ekki síður vanga-
veltum um að banna flugvélum, sem
era að koma til eða fara frá kletta-
höfðanum, að fara um spænska loft-
helgi. Ætla þeir að skjóta deilunni
til framkvæmdastjórnar ESB.
Ástæða væringanna að þessu
sinni er deila um fiskveiðar úti fyrir
höfðanum en lögreglan á Gibraltar
tók í síðasta mánuði spænskan fiski-
bát fyrir ólöglegar veiðar innan
landhelginnar. Spánverjar vilja, að
Bretar ítreki, að þeir ætli að standa
áfram við munnlegt samkomulag
um fiskveiðiréttindi við höfðann en
Bretar vilja ræða það nánar.
Bretar hafa ráðið Gibraltarhöfða
frá árinu 1717 en Spánverjar krefj-
ast þess, að hann verði aftur
spænskt land.
Stefnir í verkföll
í Þýzkalandi
Njfjum eldflaugum
beint gegri Taívan
Taipei. Reuters. Peking. The Daily Telegraph.
TAÍVANSKA stjórnin fordæmdi í vikunni ákvörðun kínversku ríkis-
stjórnarinnar um að beina nýjum flugskeytum að Taívan og sagði það
bæði andlega og hernaðarlega ógn við íbúa eyjunnar. Þetta hefur verið
staðfest af hemaðarleyniþjónustu Bandaríkjanna og Taívan. Frétta-
skýrendur spá vaxandi ólgu á svæðinu, en líklegt þykir að samskipti rík-
isstjóma Kína og Bandaríkjanna bíði einnig hnekki í kjölfarið.
BBC stokkar upp
í starfseminni
títsendingum á þýsku
verður hætt eftir 61 ár
BRESKA ríkisútvarpið, BBC, hefur
tilkynnt um verulegar breytingar á
starfseminni í því skyni að ná til
fleiri hlustenda um heim allan. Með-
al annars verður netþjónustan auk-
in og einnig FM-útsendingar en
dregið úr stuttbylgjuútsendingum
þar sem annarra kosta er völ. Þá
verður hætt að útvarpa á þýsku.
Með breytingunum vill BBC
treysta stöðu sína á næstu öld en
þær fela m.a. í sér, að Heimsþjón-
usta BBC mun auka efnisframboð
sitt á netinu, einkum í Afríku, Asíu
og Miðausturlöndum. Þá er áætluð
ný fréttarás, sem starfrækt verður
allan sólarhringinn, auk annarrar
með almennu dagskrárefni. Verða
þær einnig aðgengilegar á netinu en
BBC áætlar, að á næstu þremur ár-
um muni 300 milljónir manna um
allan heim fá aðgang að því.
Á móti þessu verður nokkuð skor-
ið niður og vekur það ekki síst at-
hygli, að hætt verður að útvarpa á
þýsku eins og gert hefur verið í 61
ár. Við það hafa starfáð um 30
manns. í vestrænum iðnríkjum mið-
ar BBC fyrst og fremst við að ná til
ráðamanna eða áhrifamanna á ýms-
um sviðum og samkvæmt könnun í
Berlín hlustar fjórðungur þessa
markhóps á BBC. Aðeins 10% þeirra
hlustuðu þó á þýsku útgáfuna.
Merkri sögu lokið
Mark Byford, framkvæmdastjóri
BBC, sagði, að vissulega væri eftir-
sjá í þýsku útsendingunni, sem ætti
sér mjög merka sögu, til dæmis á
dögum síðari heimsstyrjaldar og í
kalda stríðinu. Nokkur samdráttur
verður einnig í útsendingum á ung-
versku, tékknesku og tælensku.
Samkvæmt skýrslum bandarísku
hemaðarleyniþjónustunnar hafa kín-
versk stjórnvöld komið fyrir á bilinu
150 til 200 M-9 og M-ll flugskeytum í
suðurhluta Kína, sem beinast að Taív-
an. I skýrslunum kemur fram að kín-
versk stjómvöld áformi að fjölga flug-
skeytunum í 650 á komandi árum.
Varað við samstarfi
við Bandaríkin
Aukin vígvæðing Kínverja kemur í
kjölfai- viðvarana þeirra við því að
Taívanar taki þátt í uppbyggingu á
varnarkerfi Bandaríkjastjórnar og
ríkisstjórnar Japans á svæðinu.
Slíkt, segja kínversk stjómvöld,
muni vekja ótta meðal annarra
Norður-Asíulanda sem standi ekki
eins sterk að vígi hernaðarlega.
Einnig áskilur ríkisstjórn Kína sér
rétt til að beita hernaðaraðgerðum
gegn Taívan að tvennu tilskildu: Ef
raddir um sjálfstæði Taívans frá
Kína hækka og ef erlend ríki styðja
þá kröfu. Þrátt fyrir að Bandaríkin
hafi ekki viðurkennt sjálfstæði Taí-
vans, hræðist kínverska stjórnin
hernaðarlegan stuðning stórveldis-
insyið eyjuna.
Óstaðfestar heimildir herma að
Taívanstjórn hafí áhuga á varnar-
samstarfi við Bandaríkin og Japan.
Ríkisstjórn Taívans stefnir nú að því
að auka getu heraflans en stjórnvöld
hafa nú þegar hafið innflutning á
flugskeytum og öðrum vopnum frá
Bandaríkjunum. William Cohen,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
lýsti því yfir nýlega að aukið fjár-
magn yrði lagt í vai-narmál í Norður-
Asíu á næstu misserum.
ÞÝZKIR málmiðnaðarverka-
menn leggja hér áherzlu á
kjarakröfur sínar í kröfugöngu
við höfuðstöðvar Opel-bifreiða-
verksmiðjanna í Riisselsheim í
gær. Meðlimir IG Metall, verka-
lýðsfélags málmiðnaðarmanna,
gáfu til kynna að þeir væru
reiðubúnir að fara út. í allsherj-
arverkfall eftir að samninga-
menn félagsins tilkynntu að
kjaraviðræður við samtök at-
vinnurekenda væru strandaðar.
Er hafin var dreifing atkvæða-
seðla til meðlima IG Metall óx í
gær ótti um að fjöldaverkföll í
þýzkum iðnfyrirtækjum gætu
ónýtt tilraunir Gerhards
Schröders kanzlara til að fá full-
trúa verkalýðsfélaga og atvinnu-
rekenda að samningaborði í því
skyni að setja saman áætlun um
sameiginlegt stórátak stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðarins
gegn atvinnuleysi í landinu.
Á skiltinu í forgrunni stendur:
„Hey stjóri. Ég þarf meiri pening
- 6,5%“
Tugir manna
fórust í eldsvoða
Moskvu. Reuters.
AÐ minnsta kosti 20 manns fór-
ust og 35 manna var enn saknað í
gær eftir mikinn eldsvoða í lög-
reglustöð í borginni Samara í
Mið-Rússlandi.
„Byggingin brann til grunna að
heita má og líklegt, að sum lík-
anna séu orðin að ösku,“ sagði
talsmaður borgaryfirvalda en hún
taldi, að þó væri enn veik von um
að finna fólk, sem tekist hefði að
flýja niður í kjallarann.
Eldurinn kom upp seint á mið-
vikudag og það tók slökkviliðið 15
klukkustundir að ráða niðurlög-
um hans. Komust margir út um
glugga og niður stiga en aðra yf-
irbugaði reykurinn fljótlega.
„Við sáum fólk standa við
gluggana hrópandi á hjálp. Sumir
stukku út, jafnvel ofan af fimmtu
hæð,“ sagði kona, sem varð vitni
að eldsvoðanum.
Talið er, að eldurinn hafi
komið upp í herbergi á annarri
hæð hússins, hugsanlega vegna
skammhlaups í tölvukerfi lög-
reglunnar. Sumir vilja þó ekki
útiloka, að um íkveikju hafi ver-
ið að ræða. Hafði Jevgení
Prímakov, forsætisráðherra
Rússlands, eftir Borís Jeltsín
forseta, að allt yrði gert til að
upplýsa málið og einkum ef
ástæða væri til að óttast
íkveikju.