Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 17 s Island tekur þátt í veldis- vexti Radis- son SAS HÓTEL Saga og Hótel ísland bættust á miðvikudag formlega við alþjóðlegu hótelkeðjuna Rad- isson SAS sem starfrækir 111 hótel í 34 löndum. Af því tilefni kom hingað til lands forseti Rad- isson SAS Hotels Worldwide, Kurt Ritter, og ávarpaði fund blaðamanna frá átta þjóðlöndum. Ritter sagðist sannfærður um að samstarfssamningur Bænda- samtakanna og Radisson SAS væri gæfuspor á ferli beggja. Það hefði ekki síst þýðingu fyrir Island sem ferðamannaland að bjóða nú upp á alþjóðlegt gæða- merki í gistingu enda vildu sífellt fleiri ferðamenn ganga að gæð- um vísum á framandi slóðum. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri á Radisson SAS Saga Hotel, og framkvæmdasljóri Radisson SAS hótela í Reykjavík benti á að Ra- disson SAS hefði ekki síst orðið fyrir valinu vegna hentugs um- fangs keðjunnar. I stað þess að hverfa í hít hundraða hótela muni íslensku hótelin taka þátt í uppbyggingu öflugrar keðju, en Radisson SAS áætlar að 540 hót- el beri merki keðjunnar árið 2010. ----------------- Hagnaður Shell minnkar að mun London. Reuters. VERÐ hlutabréfa í olíurisanum Shell lækkaði um 3% þegar frá því var skýrt í gær að hagnaður félags- ins hefði snarminnkað í fyiTa. Hagnaður 1998 minnkaði um 95% í 210 milljónir punda miðað við 4,67 milljarða árið áður. Skuldinni var skellt á kostnað við endurskipulagningu auk 33% lækk- unar á hráolíuverði og samdráttar- ins í Asíu. Stjórnarformaður Shell, Mark Moody-Stuart, sagði að ástandið væri uggvænlegt. „Því er ekki að leyna að keppinautarnir hafa farið fram úr okkur,“ sagði hann. „Shell stendur frammi fyrir einni erfið- ustu þolrauninni í sögu sinni. Hlut- hafar okkar, markaðurinn og við vitum hvað við verðum að gera og við erum þess fullvissir að okkur mun takast það.“ Hráolíuverð í fyrra var að meðal- tali 7,68 pund tunnan miðað við 11,50 pund árið áður. Verðhrun hófst á síðasta ársfjórðungi 1997 þegar aukin framleiðsla, minni eft- irspurn í Asíu og mildur vetur í norðlægari löndum leiddu til of- framboðs. Endurskipulagning kostaði Shell 2,56 milljarða punda á árinu, meðal annars vegna sölu efnadeildar í desember og tilrauna til að draga úr framleiðslu- og hreinsunarkostn- aði. Hreinar tekjur árið 1998 námu 551 milljón punda eftir gjöld upp á 2,61 milljarð punda samanborið við tekjur upp á 5,'01 milljarð punda 1997. Séu sérstök útgjöld ekki talin með minnkuðu tekjur 1998 um 36% vegna lægra hráolíuverðs og sam- dráttar í Asíu. Vegna gjaldanna nam hreint tap Shell á síðasta ársfjórðungi 2,20 milljörðum punda. Séu gjöldin ekki reiknuð með námu hreinar tekjur á síðasta ársfjórðungi 503,9 milljón- um punda, en sérfræðingar höfðu spáð 513-796 milljónum punda. Morgunblaðið/Ásdís & LYFJ A Lyf á lágrmarksverði Frumkvöðull í lækkun lyfjaverðs á íslandi Lyfja Lágmúla í Reykjavík - Lyfja Setbergi i Hafnarfirði - Lyfja Hamraborg í Kópavogi Valentínmardaaurimi fyrir bíó 2 1 i rAdhústorqi Þeir sem kaupa blom 1 dag og um helgina fa 2 fyrir 1 miða á myndina You've got m@il yómciud lOTulipanar Kr. 599,- HÖNNUN ODDI HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.