Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hertar refsingar Um raunverulega og tilbúna glœpamenn Tveir þingmenn, þeir Ágúst Einarsson og Gísli S. Einarsson, hafa lagt fram á Al- þingi frumvarp um hertar refsingar við fíkniefna- brotum. Lagt er til að lág- marksrefsing við alvarlegum brotum verði tvö ár. Á netsíðu Ágústar Einarssonar segir að kannanir hafi leitt í ljós að mik- ill meirihluti almennings telji að fíkniefnabrot séu alvarlegust allra afbrota og að refsingar séu of vægar. Þetta er heldur undarlegur málflutningur og lítt sannfær- andi. Vafalaust ríkir um það sátt í samfélaginu að refsingar við alvarlegri fíkniefnabrotum séu óhóflega vægai-. Fráleitt er hins vegar að taka slík afbrot sérstaklega fyrir. Þá er það sér- kennileg full- VIÐHORF yrðing að telja Eftir~Ásgeir beri þess hátt- Sverrisson ar afbrot al- varlegust allra. Slík flokkun stenst ekki skoðun og er aukinheldur skaðleg. Nærtækara er að hefja skipu- lega umræðu um þá staðreynd að refsingar við alvarlegum af- brotum eru svo vægar á Islandi að furðu sætir. Skal í því við- fangi vísað til þeirra mildu dóma sem kveðnir hafa verið upp að undanfórnu yfír illvirkj- um, sem ráðast að meðbræðrum sínum, limlesta þá, berja eða niðurlægja þannig að sá hinn sami ber ör þessa verknaðar alla ævi. Ætla verður að krafan um að setja beri þjáningar og hagsmuni fórnarlambanna ofar „réttindum" þeirra sem voða- verkin vinna taki að hljóma af auknum krafti í samfélaginu. Hefðir, sem þarfnast endur- skoðunar, hafa verið innleiddar á Islandi hvað refsingar varðar. Þannig er viðmiðunarreglan sú að þeir sem dæmdir eru fyrir ofbeldis- og kynferðisafbrot af- pláni einungis 2/3 af refsivist- inni. Enn fráleitari er sú speki að æskilegt sé að dæma menn til skilorðsbundinnar refsingar við fyrsta afbrot. Með því móti er afbrotamönnum hlíft við rétt- mætum afleiðingum gjörða sinna í stað þess að þeim sé beint og milliliðalaust kynnt hvernig samfélagið refsar fyrir slíkt athæfi. Augljóslega fæst engin „forvörn" með þessu fyr- irkomulagi. Sú linkind sem einkennir dómskerfíð er gagnrýnisverðari en ella fyrir þær sakir að á und- anliðnum misserum hafa stjórn- völd skipulega unnið að því draga úr þeim greinarmun, sem hingað til hefur verið viðtekið að gera á glæpamönnum og venjulegu fólki. I krafti forræðis og reglugerðahyggju ráðandi stjómmálamanna, sem þjóðinni hefur tekist að dæma yfír sig, hafa þau viðmið verið innleidd við löggæslustörf að „ekkert umburðarlyndi“ skuli viðhaft. Menn eru sektaðir þunglega fyrir minniháttar yfirsjónir, gleymsku og klaufaskap í um- ferðinni og hátækni af ýmsum toga er beitt til að fanga þá hina sömu. „Forvarnarstarf" lögregl- unnar felst í hótunum við al- menna borgara. Við þetta bætist síðan að lög- reglan fær ekkert aðhald utan frá en breyting í þá veru í formi nefndar leikmanna og fræðinga er mikilvægasta framfaramál þessarar stofnunar. Á meðan þessu fer fram eykst ofbeldið í samfélaginu. Líkamsárásum fjölgar og fram hafa komið traustar vísbending- ar um að í vöxt færist að menn taki lögin í eigin hendur og beiti ofbeldi í hefndarskyni í stað þess að treysta á að mál þeirra fái eðlilega afgreiðslu af hálfu lögreglu og yfirvalda. Á sama tíma og venjulegu fólki er hótað og því tilkynnt að „ekkert um- burðarlyndi" verði auðsýnt ger- ist það sekt um smávægilegar yfirsjónir er nauðgurum og of- beldismönnum gert að taka út refsidóma, sem eru svo vægir að réttarvitund almennings er gróflega misboðið. Á sama tíma og myndavélum er komið upp á gatnamótum með ærnum til- kostnaði til að hafa eftirlit með almenningi skortir yfirvöld dómsmála þor til að þyngja dóma yfir raunverulegum ill- virkjum og glæpamönnum. Þessi er sú forgangsröðun í löggæslu- og dómsmálum sem almenningur á Islandi stendur fi-ammi íyrir. Er almennt ástæða til að telja að hún sé fall- in til að auðvelda lögreglunni að sinna þeim erfiðu störfum sem henni eru falin? Er ástæða til að ætla að slík forgangsröðun verði til þess að auka skilning á störf- um lögreglunnar og virðingu íyrir dómskerfinu? Og er ástæða til að ætla að með þessu móti séu hagsmunir almennings og réttindi betur tryggð? Helsta ástæða þessarar þró- unar er sú tilhneiging manna að vísa til sýnilegra mælikvarða til að réttlæta störf sín og fram- göngu. Umferðarsektir og önn- ur „afbrot“ svo sem glæpsam- legur innflutningur á erlendri matvöru, símtækjum eða áfengi eru sýnileg, unnt er að birta töl- ur varðandi fjölda, fjölgun þein-a eða fækkun. Áukinheldur má leggja á þau fjárhagslegan mælikvarða, sem er hinn eini er almenn sátt ríkir um á Islandi nú um stundir. Illvirki ofbeldismanna og nauðgara eru ekki sýnilegt með sama hætti og ekki er unnt að vitna til viðtekinna mælikvarða til að sýna og sanna að löggæsla og dómskerfi skili árangri. Af þessum sökum er m.a. ástæða til að efast um að hertar refsingar við fíkniefnabrotum komi að gagni. Þvert á móti bendir reynslan á Islandi til þess að breyting í þá veru muni einungis verða til þess að fleiri neytendur verði handteknir þannig að fleiri sjúklingar verði meðhöndlaðir eins og glæpa- menn. Vísast ríkir sátt um það í þjóðfélaginu að dæma beri þá sem flytja eiturlyf inn í landið í auðgunarskyni til þungra refs- inga. Hins vegar ber að harma ef frumvarp þingmannanna tveggja verður til þess að draga athyglina frá þeim fráleitu dóm- um, sem kveðnir eru upp yfir ofbeldis- og kynferðisafbrota- mönnum á Islandi. Og ætla mætti að kjörnir full- trúar almennings hefðu eitthvað að segja um þá forgangsröðun, sem felst í því að hafa í hótun- um við venjulegt fólk í stað þess að tryggja öryggi þess. GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR + Guðlaug Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 23. sept- ember 1948. Hún lést á heimili sínu að Bergstaðastræti 44 í Reykjavík mið- vikudaginn 3. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar Guðlaug- ar voru hjónin Jón Bjarnason hæsta- réttarlögmaður í Reykjavík, f. 1920 og Kristín Haralds- dóttir, f. 1917. Jón er sonur Bjarna Jónssonar frá Vogi (f. 1863, _d. 1926) dósents við Háskóla Is- lands, alþingismanns og rithöf- undar og seinni konu hans, Guðlaugar Magnúsdóttur (f.1887 d. 1971). Kristín er dóttir Haraldar Árnasonar, kaupmanns í Reykjavík, (f. 1886 d. 1949) og Arndísar Bar- tels (f. 1886 d. 1950). Guðlaug er elst systkina sinna sem eru: Bjarni, flugumferðarstjóri í Reykjavík, f. 1949, kvæntur Ásthildi Helgu Jónsson, Har- aldur, f. 1952 d. 1953, og Har- aldur Orn, arkitekt í Reykja- vík, f. 1954, sambýliskona hans er Agla Ástbjörnsdóttir og þeirra börn eru Ástbjörn, f. 1993 og Kristín, f. 1995. Guðlaug giftist Ás- geiri Pálssyni yfir- kennara, f. 1928, frá Hjálmstöðum í Laugardal, árið 1975. Börn þeirra eru Jón Páll, f. 1976, nemi í bók- menntafræði við HI og Rósa, f. 1978, nemi á snyrtibraut í FB. Þau bjuggu lengst af að Flúða- seli 52 í Seljahverfi í Reykjavík. Guðlaug tók landspróf við Kvennaskólann í Reykjavík og stúdentspróf frá máladeild MR árið 1968, próf í forspjallsvís- indum við HÍ 1969 og kennara- próf (tveggja vetra) frá KÍ 1971. Guðlaug kenndi við Barnaskóla ísafjarðar 1971-72, Glerárskóla á Akureyri 1972-73 og við Breiðagerðis- skóla í Reykjavík 1973-74. Við Fellaskóla í Reykjavík kenndi hún frá 1974-79 og við Selja- skóla í Reykjavík frá 1981. títför Guðlaugar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku vinkona mín Guðlaug, eða Gulla eins og við kölluðum hana alltaf, er látin langt um aldur fram. Ég var hjá henni sunnudaginn 31. janúar sl. og við gerðum mikið að gamni okkar. Við spjölluðum um gamla daga og rifjuðum m.a. upp mörg áramót sem við fjölskyldur okkar áttum saman. Dætur okkar eru allar þrjár á svipuðum aldri og það skemmtilegasta sem þeim fannst þegar þær voru yngri var að gleðja okkur foreldrana um áramót- in. Þær fóru í fataskápa okkar Gullu og fundu sér fót, skó, slæður o.fl. og sýndu okkur dansa og tískusýningu, sem var yndislegt að sjá, og mikið klappað fyrir. Gulla og Ásgeir, eig- inmaður hennar, áttu sér yndisleg- an sælureit í Laugardal, þau voru höfðingjar heim að sækja í litla Kvist sem sumarhúsið var nefnt. Öllum sem kynntust Gullu þótti af- skaplega vænt um hana enda var hún trygg og trú sínum vinum. Mér er svo minnistætt einn laug- ardag í september, en þá var Gulla mín orðin veik. Ég hringdi í hana og segi:“ Hæ elskan. ert þú til í að koma upp í Perlu, það eru „konu- dagar“ þar.“ Hún hélt það nú. Ég sótti hana strax og í Perluna var haldið og skoðað, en svo ákváðum við að fara í Kringluna á eftir og á endanum lentum við á kaffihúsi og spjölluðum lengi saman, litum svo á klukkuna og það er allt í einu komið að kveldi. Við hringdum báðar heim og létum vita að við værum að koma, þetta var dásamlegur laugar- dagur sem við áttum saman. Nú er mín vinkona komin til æðri heima og flyt ég henni alúðarþakkir fyrir tryggð, vináttu, hjálpsemi og allt sem hún sýndi okkur alla tíð. Elsku Ásgeir, Rósa, Jón Páll og aðrir ástvinir, þið eigið minninguna sem svo gott er að eiga. Alltaf finnst manni lífið svo stutt þegar kvatt er. Ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur og styðja á stundu sem þess- ari. Minning um Gullu er ljós í lífi okkar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson.) Kveðja og þakklæti, Sigþrúður Axelsdóttir, Helga, Ragnheiður og Davíð Karl. Kveðja frá samstarfsfólki í Seljaskóla Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Nú hefur Guðlaug Jónsdóttir Iagt augu sín aftur til hinstu hvíldar og í dag kveðjum við hana. Miðvikudagsmorguninn 3. febrú- ar síðastliðinn eftir að fyrstu kennslustund dagsins var lokið vor- um við kölluð upp á kennarastofu skólans þar sem presturinn okkar flutti þær sorgarfréttir að Guðlaug kennari hefði látist á heimili sínu þá um nóttina eftir erfið veikindi. Sorgin og söknuðurinn settust að í hjarta okkar og við vorum sem löm- uð. Skólinn okkar hefur starfað í bráðum 20 ár og Guðlaug eða Gulla eins og hún var alltaf kölluð í okkar hópi, verið kennari við skólann nær allan þann tíma. Missirinn er því mikill og skarðið er svo stórt, þegar einn úr hópnum er horfinn. Við erum samstilltur hópur, hóp- urinn sem starfar í Seljaskóla. Mörg okkar eru búin að starfa sam- an í 10-20 ár. Á hverju vori þegar skóla lýkur höfum við kvatt hvert annað með ósk um gott sumar og á hverju hausti höfum við heilsast hress yfir að byrja skólastarfið á ný eins og ekkert væri sjálfsagðara en allir í hópnum hittist aftur og ekk- ert ami að. En okkur er það ljóst núna að það er ekkert sjálfsagt. Það er ekkert sjálfsagt að allt gangi vel í lífinu. Gulla kom ekki til starfa í haust. Bekkurinn hennar 2. G.J., sem hún hafði byrjað með haustið áður fékk nýjan umsjónarkennara, því Gulla var veik og barðist við al- varlegan sjúkdóm, sem náði að lok- um yfirhöndinni, sama hvað barist var - og hvað sem hún barðist. Hún átti svo mikið baráttuþrek og fyllt- ist svo miklu æðruleysi og kjarki. Og baráttuþrekið entist þar til yfir lauk. Ymsir úr okkar hópi höfðu samband eða heimsóttu hana eftir að hún veiktist, allir dáðust að bar- áttuþreki hennar og alltaf hélt hún fallega brosinu sínu. Ævistarfið var kennsla, síðustu árin einkum yngri barna. Þeir eru orðnir margir nemendurnir, sem hún af alúð, kostgæfni, samvisku- semi og trúmennsku hefur kennt gegnum árin. Eiginmaður hennar Asgeir Pálsson og hún höfðu sama starfsvettvang, því hann var aðstoð- arskólastjóri Seljaskóla frá því skól- inn tók til starfa fyrir 20 árum og þar til árið 1997 er hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Börnin þeirra tvö, Jón Páll og Rósa, gengu líka í skólann okkar þegar þau voru á grunnskólaaldri. Þau eru einstak- lega mannvænleg og vel gerð og við vitum að Ásgeir stendur ekki einn með þau sér við hlið. Oft töluðu þau hjón um sælureit- inn, fallega sumarbústaðinn sem þau áttu í landi Hjálmsstaða í Laug- ardal, þar sem Ásgeir er fæddur og uppalinn. Þar áttu þau margar góð- ar stundir og við starfsmenn Selja- skóla vorum svo gæfusöm að koma þangað til þeirra og dveljast um stund í vorferð okkar, vorið sem Ás- geir lét af starfi aðstoðarskóla- stjóra. Minninguna um þá ferð munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Við biðjum góðan Guð að blessa Ásgeir, Jón Pál, Rósu og fjölskyldur Guðlaugar og Ásgeirs og veita þeim styrk í sorginni. Blessuð sé minning góðrar konu og samstarfsfélaga. Fyrir hönd starfsfólks Seljaskóla. Margrét Sigursteinsdóttir. Vinkona mín, Guðlaug Jónsdótt- ir, er látin. Við kynntumst í stúd- entadeild Kennaraskólans. Skammt var milli heimilis míns og foreldra hennar á Bergstaðastræti, svo að leiðir okkar lágu ef til vill meira saman en annars hefði orðið. Stúdentadeildirnar voru tvær, en okkar árgangur þurfti að taka tvö ár til kennaraprófs. Það fór ekki mikið fyrir Guðlaugu, hún tranaði sér ekki fram, samt tók fólk fljót- lega eftir henni. Hún var sérstök, annars vegar kom hún með hnittin tilsvör og flugskarpar athugasemd- ir og hins vegar virtist hún stund- um hálf utan við sig og daufleg. Hún var alltaf háttvís og öguð í framkomu, einbeitt og hjartahlý. Fljótlega bað hún mig að fá far með mér heim. Daginn eftir baðst hún afsökunar á því að hafa sníkt far. Ég hlustaði forviða. Um tíma skiptumst við svo á þeim greiða að hún vakti mig á morgnanna og ég ók okkur í og úr skóla. Hún sagði mér bráðlega frá hvaða krankleiki hefði hrjáð hana frá barnsaldri. Frásögnin var stutt og glettin og endaði á því að þetta væri allt í lagi, ef hún bara passaði sig að þreyta sig ekki mikið og fara snemma að sofa þá fyndi hún svo sem ekkert fyrir þessu nema kannski svona einu sinni í mánuði. Þrátt fyrir þrjátíu ára vinskap hef ég ekki nema litla vitneskju um það hversu mjög þessi sjúkleiki setti mark sitt á líf hennar. Verst þótti henni hve foreldrar hennar og seinna líka eiginmaður vildu hlífa henni og vernda. Þá fannst henni stundum þau ráðskast með sig eða vantreysta. Hún einsetti sér að láta sjúkdóminn ekki hefta sig neitt. Brátt kynntist ég æskuheimili hennar. Foreldrar hennar tóku barnslegri framhleypni minni vel og hefur alla tíð farið vel á með okkur. Guðlaug hafði mikið dálæti á bræðr- um sínum. Hún og Bjarni voru perluvinir, bæði stillt og prúð og nærri jafnaldra. Haraldur Órn var meiri fjörkálfur og það tísti í Guð- laugu, að pabbi hennar og mamma hefðu nú orðið að leyfa honum eitt og annað, sem aldrei hefði komið til greina að þeim Bjarna hefði verið leyft. Svo fer hver sína leið. Guð- laug skrifaði mér meðan ég bjó úti á landi og um leið og ég kom í bæinn lágu leiðir okkar saman á ný. Böm okkar eru á líkum aldri og við kenndum um tíma við sama skóla og við hjónin urðum heimilisvinir þeirra hjóna. Þau byggðu sér rað- hús við Flúðasel í Reykjavík og sumarbústað í landi Hjálmstaða í Laugardal. Ásgeir vann mikið að þessu sjálfur. Þau bjuggu vel og voru höfðingjar heim að sækja. Um- hyggja þeirra hjóna og uppeldi á bömum þeirra var einstakt. Þau höfðu laust taumhald á þeim, en beindu þeim samt ákveðið á farsæl- ar brautir bæði í námi og leik. Guðlaug var sífellt leitandi. Auk þess að sækja námskeið starfs síns vegna tók hún t.d. þátt í störfum málfreyjanna og fleiri samtaka, svo nokkuð sé nefnt. Hún hafði sótt Bamamúsíkskólann og sungið í Söngsveitinni Fílharmóníu á yngri árum. Seinna meir sungu þau hjón- in bæði í Árnesingakórnum og ferð- uðust með honum. Þau dvöldu mikið austur í Laugardal á æskuslóðum Ásgeirs. Allt hans fólk þar var henni einkar kært.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.