Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tveir bóka- klúbbar í einn VAKA-Helgafell hefur sett á stofn nýjan bókaklúbb, Stóra bókaklúbbinn. Stóri bókaklúbburinn byggist á gömlum merg en í honum sameinast Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins og Bókaklúbbur Vöku-Helgafells. Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins er elsti starfandi bókaklúbbur lands- ins; stofnaður fyrir um íjórum áratug- um og hafði þegar mest var um 25.000 félagsmenn. Almenna bókafélagið rak klúbbinn fram til ársins 1996 þegar Vaka-Helgafell festi kaup á honum. Bókaklúbbur Vöku-Helgafelis var stofnaður árið 1994 og voru félagar á annan tug þúsunda þegar mest var. I Stóra bókaklúbbnum verða á boðstólum handbækur af ýmsu tagi, nútímalegar fræðslubækur fyrir fjöl- skylduna og áhugaverð skáldverk, íslensk og erlend, á um 20% lægra verði en á almennum markaði segir í fréttatilkynningu. I mánaðarblaði klúbbsins verða að auki kynntar nýjar og eldri bækur á verulega lækkuðu verði, sömuleiðis verða í boði hljóðbækur fyrir börn og fullorðna, geisladiskar, myndbönd og listprentanir verka helstu meistara íslenskrar myndlistar. Auk margvís- legra tilboða mun Stóri bóka- klúbburinn svo bjóða upp á ýmsar nýjungar í klúbbstarfinu. ---------------- Kvik- mynd um Wagner RICHARD Wagner-félagið á íslandi sýnir á laugardag kl. 14 í Norræna húsinu fyrsta hluta kvikmyndar Tonys Palmers um ævi Richards Wagners. Palmer vann að gerð myndarinnar í sjö ár - hún er um átta tímar að lengd, kostaði um 11 milljónir dollara í framleiðslu og er tekin upp í mörgum þeim borgum, þar sem Wagner lifði og starfaði, eins og Múnchen, Vín, Siena, Búdapest, Numberg, Bayreuth og Feneyjum. Upprunalega hugsaði Palmer sér myndina sem framhaldsþætti fyrir sjónvarp og reyndar hefur hún einnig verið sýnd þannig. En útkom- an varð átta tíma bíómynd í tveim hlutum, sem frumsýnd var í London í apríl 1983, og í október sama ár, á hundrað ára ártíð Wagners, var myndin sýnd á La Seala í Mílanó, og er eina bíómyndin sem sýnd hefur venð í því húsi. I aðalhlutverkum ber fyrst að nefna Richard Burton sem leikur. Wagner, en í hlutverkum eigin- kvenna hans eru Vanessa Redgrave sem leikur Cosimu og Gemma Cra- ven sem leikur Minnu. í minni hlut- verkum eru m.a. söngvararnir Gwy- neth Jones, Peter Hofmann og tónskáldið Sir William Walton. Kvikmyndin verður sýnd í þrem hlutum og er fyrsta sýningin eins og áður greinir nú á laugardag en seinni sýningamar tvo næstu laugardaga á eftir, 20. og 27. febrúar, og hefjast allar sýningamar kl. 14. Myndin er með ensku tali án skjátexta. Aðgang- ur ókeypis og öllum heimill. Á undan fyrstu sýningunni, kl. 13, verður haldinn aðalfundur Richard Wagner-félagsins, sem hefur starfað hér á landi í rúm þrjú ár. Félags- menn eru 150 talsins. Stjóm félags- ins skipa Selma Guðmundsdóttir for- maður, Jóhann J. Ólafsson varafor- maður, Jóhannes Jónasson ritari, Jón Ragnar Höskuldsson gjaldkeri og Sólrún Jensdóttir. I varastjórn em Ami Bjömsson, Ami Tómas Ragnarsson og Grétar Ivarsson. Ljósmynd- ir og líð- andi stund Á SÝNINGU blaðaljósmyndara má meðal annars sjá þessa mynd Ás- dísar Ásgeirsdóttur sem tekin er um borð í varðskipinu Oðni. MYJMMLIST Listasafn Kúpa- vogs/Gerðarsafn LJÓSMYNDIR ÝMSIR BLAÐALJÓSMYNDARAR Opið frá 12 til 18 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir kr. 200. Sýningin stendur til 14. febníar. BLAÐALJÓSMYND- ARAFÉLAG íslands heldur nú sýningu í Gerðarsafni og má þar sjá verk eftir tuttugu og fjóra Ijós- myndara sem allir starfa fyrir dag- blöð eða tímarit, eða þá fyrir auglýsingastofur eins og Ári Magg, sem á margar ágætar myndir á sýningunni. Framtak af þessu tagi er mikils virði því hér gefst tækifæri til að skoða og meta listrænan metnað ljósmyndara sem alla jafna birta verk sín aðeins í dægurmiðlum og sem stuðning eða skreytingu við texta. Heimildagildi myndanna er þá oftast haft í fyrir- rúmi og hætt við að lesendur blaðanna gefi þeim minni gaum en greinunum sem þær fylgja. Á sýn- ingunni má hins vegar sjá að oft fanga ljósmyndaramir inntak og tilfinningu atburðanna jafnvel eða betur en hægt er að gera í texta og andstætt því sem iðulega á við um blaðagreinar tekst þeim að taka myndir sem eru í senn talandi heimild um líðandi stund eða fréttnæma viðburði og tímalaus listaverk með almenna skírskotun. Þegar svo margir sýna saman er auðvitað engin leið að fjalla um framlag allra og því er rétt að taka fram að hér skal á engan hallað þótt aðeins örfá dæmi séu nefnd af því sem skoða má á sýningunni. I það heila tekið er hér um afar sterka sýningu að ræða. Myndirnar á sýningunni skiptast eðlilega í nokkra flokka og hefur verið tekið tillit til þess við uppsetn- ingu sýningarinnar, sem og við veit- ingu verðlauna sem eru hluti af sýn- ingarhaldinu. Myndir sem beinlínis tengjast fréttum eru auðvitað áber- andi og áhorfendum gefst tækifæri til að skoða atburði nýliðins árs í myndum sem sameina listrænan metnað og næman skilning á viðfangsefninu. Myndin „Sorg“ eftir Þorvald Öm Kristmundsson er gott dæmi um slíkt enda var hún verð- launuð sem besta fréttamyndin og jafnframt besta mynd ársins. íþróttir eru líka fyrirferðarmiklar sem og portrettmyndir, en einnig má sjá á sýningunni mikið af mann- lífsmyndum sem ekki eru beinh'nis tengdar einstökum viðburðum og myndraðir bæði héðan af íslandi og utan úr heimi. I síðastnefnda flokknum eru til dæmis myndir Ama Sæberg frá Grænlandi, mynd- ir Þorkels Þorkelssonar frá Kúbu og Irak og myndir Ásdísar Ásgeirs- dóttur frá Kosovo. í portretthlutan- um er úr mörgum góðum myndum að velja, en þar hlaut Ari Magnús- son verðlaun og á margar góðar portrettmyndir á sýningunni. Gunn- ar Gunnarsson á þar líka afar gott portrett af Jóni Múla og einnig er vert að nefna mynd Einars Fals Ingólfssonar af Bimi Th. Bjöms- syni, listfræðingi og skáldi. Einar Falur sýnir reyndar aðra mynd sem einnig mætti kalla portrett þótt maðurinn sem myndin er af sé horf- inn af sjónarsviðinu; það er mynd hans af auðum stól í vinnustofu Halldórs Laxness sem tekin var rétt eftir að hann lést. Spessi, Sig- urþór Hallbjömsson, á nokkrar myndir á sýningunni sem bera hans sterku stíleinkenni, þjár myndir af vestfirskum kvenhetjum og tvær tískuljósmyndir. Ragnar Axelsson á eins og von var til margar myndir á sýningunni, fjölda mannlífsmynda og sterka myndröð tengda deilun- um sem nú standa um nýtingu há- lendisins. Eins og áður var sagt skal hér á engan hallað þótt aðeins fáein dæmi séu tínd til af þessari sýningu. Hún er öllum ljósmyndumnum til mikils sóma. Lístasafn Kópa- vogs/Gerðarsafn LJÓSMYNDIR ÝMSIR ATVINNU- LJÓSMYNDARAR UM LEIÐ og blaðaljósmyndarar sýna í vestursal Gerðarsafns sýnir Ljósmyndarafélag íslands í aust- ursalnum. Þar er um ekki síður fjölbreytta sýningu að ræða, enda era þátttakendur enn fleiri. Flest- ar myndimar eru greinilega teknar í atvinnuskyni, það er að segja að þær bera það með sér að vera dæmi um þann stíl og þau vinnu- brögð sem ljómyndarinn hefur tamið sér í starfi, en eru ekki tekn- ar sérstaklega til að vera á sýn- ingu. Einmitt þetta gerir sýning; una áhugaverða og skemmtilega. Á henni má sjá að starfandi ljós- myndarar era sífellt að leita nýrra leiða og sköpunarmöguleika, jafn- vel á sviðum sem flestir myndu telja fastmótuð og takmarkandi, til dæmis í hefðbundnum stúdíó- myndatökum af fólki, bama- og fermingarmyndum eða stúdents- myndum. Stúdentsmynd eftir Rut Hallgrímsdóttur er gott dæmi um þetta en þar standa fjórar vinkonur saman með stúdentshúfurnar og lygna aftur augum. Láras Karl Ingason sýnir líka stúdíómyndir þar sem frumlega er tekið á upp- stillingu og sjónarhomi, og bæði Lára og Jóhannes Long sýna sterk portrett. Bamamyndir Berglindar Bjömsdóttur sýna að framleg hugsun fær notið sín á öllum svið- um ljósmyndunar og loks verður ekki hjá því komist að nefna af- bragðsgott portrett Sólrúnar Jóns- dóttur af Kristínu Ómarsdóttur rit- höfundi. Nokkrar landslagsmyndfr era á sýningunni og má þar nefna myndir þeirra Finnboga Marinós- sonar, Erlings Ó. Aðalsteinssonar og Jóhannesar Long. Þá má þarna sjá mannlífsmyndir, myndir þar sem áherslan er á mannslíkamann og myndir sem teknar virðast í auglýsingaskyni. Líkt og með sýningu blaðamann- anna í vestari salnum era ekki tök á því að nefna nema örfáa af ljós- mynduranum á sýningu Ljósmynd- arafélagsins og rétt að taka fram að myndir hinna era ekki síður skoðunar virði. Jón Proppé Textíl og trérist- ur í Hafnarborg SÆNSKA textfflista- konan Gun Johansson opnar sýningu á verk- um sínum í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjaröar, laugardaginn 13. febrúar kl. 16. Á sama tíma verður opn- uð sýning í Sverrissal á tréristum Sigurlaugs Elíassonar. Gun Johansson hlaut menntun sína við Hög- skolan för Design och Konsthantverk í Gautaborg árin 1956-60. Eftir skólann starfaði hún um tíma við iðnhönnun hjá fyrirtækinu Mab o May í Malmo en flutti árið 1961 til Kirana og hefur síðan starfað að frjálsri listsköpun. Hún fór fljótlega að sýna verk sín og fékk í kjölfarið sífellt fleiri verkefni við skreytingar á opinber- um byggingum. í mörg ár starfaði Gun næstum eingöngu við þessar listskreytingar. Fyrstu verkefnin vora í tveimur skólum og Hótel Ferram í Kiruna, sen síðan fylgdi verkefni í ólík- um landshlutum. Verk Gun Johansson prýða ýmis fyrirtæki og stofnanir, m.a. hefur hún gert bæði altar- istöflu og kirkjuklæði. Það verk sem hún er þekktust fyrir og hefur mesta athygli vakið er sennilega í Húsi Kirkjunnar í Luleá, segir í fréttatilkynningu. Myndefnið er sótt í sálm frá Norrbotten. Gun Johansson hefur bæði sýnt verk sín í Svíþjóð, Stokkhólmi og á ýmsum stöðum frá Kiruna í norðri til Tomellilla í suðri, og erlendis í Sigurlaugur Eliasson VERK Gun Johansson. Finnlandi, Noregi, Sovétríkjun- um, Bandaríkjunum og víðar. Myndefnið byggist að miklu leyti á náttúrunni en hana túlkar hún út frá eigin tilfinningum og skiln- ingi. Sigurlaugur Eh'asson nam við MHI 1979-83 og hefur síðan feng- ist jöfnum höndum við málverk og grafík. Sýningin í Hafnarborg er 10. einkasýning hans. Á henni era tvær myndraðir, Portrett og Úr króniku, saman eru það 49 myndir sem unnar vora veturinn 1995-96 en hafa ekki verið sýndar áður. Sýningamar era opnar frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og standa til 1. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.