Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNB L AÐIÐ Ferdinand YE5, MA'AM..REQUE5T PERMI55ION TO 60 5EE THE 5CHOOL NURSE.. I FEEL AN ANXIETY ATTACK C0MIN6ON. HURRY;5IR!5ME'5 G0IN6 TO GET THERE BEFORE Já, kennari, ég bið ura leyfi til að Ég finn að ég er að fá kvíðakast. Flýttu þér, herra! Hún verður á fara til skólahjúkrunarfræðings- undan þér þangað! ins. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Góð þjónusta er aðalsmerki Tals hf. Frá Arnþóri Halldórssyni: í BRÉFI til Morgunblaðsins þann 10. febrúar heldur Ki-istján Frið- bert Friðbertsson fram staðhæfu- lausum og beinlínis röngum full- yrðum um þjónustu Tals hf. Sætir það furðu að einstaklingur veitist á þennan hátt að Tali að því er virð- ist með þeim ásetningi að valda fyrirtækinu tjóni. I öðni lesendabréfi sem Ki-istján hefur sent Morgunblaðinu, ásamt aftriti til Tals, viðurkennir hann að hafa „nokkuð ýkt“ og „kryddað með staðreyndum" þær fullyrðing- ar sem fram komu í fyrri greininni, svo notað sé orðalag hans sjálfs. Þar að auki hefur komið fram í samtali Kristjáns við þjónustu- stjóra Tals að hann hafi einungis einu sinni haft samband við þjón- ustufulltrúa Tals, en ekki 15-20 sinnum eins og hann fúllyrðir í les- endabréfi sínu. Aðrar fullyrðingar Kristjáns um Tal eru sama marki brenndar - stórlega ýktar eða beinlínis rangar. Af þessu tilefni vill Tal hf. koma á framfæri við lesendur Morgun- blaðsins eftirfarandi staðreyndum um þjónustu fyrirtækisins: í þjónustuveri Tals starfa alls 28 manns sem veita alhliða þjónustu í tengslum við farsímanotkun, leið- beina um notkun símtækja, tal- hólfa og annarrar þjónustu sem Tal býður upp á. Þjónustuver Tals er opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Yfir 5.000 símtölum er að meðaltali svarað í viku hverri. Allt að 1.200 símtölum er svarað dag hvern. Meðal bið eftir svari þjónustufulltrúa er 19 sekúndur. Bið umfram 2 mínútur eftir svari þjónustufuUtrúa á sér einungis stað í innan við 2% tilfella á mesta annatíma. Öll símtöl úr Tal GSM farsíma í þjónustuver Tals eru gjaldfrjáls. Tal býður upp á gjaldfrjálst númer fyrir almenna símnotendur - 800 6066. Tal er með fullkomnasta tækni- búnað sem völ er á til að þjónusta viðskiptavini sína. Fyrirtækið býður upp á fjölbreytta þjónustu sem sniðin er að þörfum við- skiptavina þess. Sem dæmi, þá er þeim aðilum sem mikið hringja Tal GSM í Tal GSM símtöl bent á að nota þjónustuleiðina FríTal, en á þann hátt tryggir notandinn sér ávallt lágmarksverð, 10 kr. fyrir hverja mínútu. TímaTal er aftur á móti þjónustuleið sem hentar þeim sem nota símann aðallega á daginn. í TímaTali er umtalsvert hagstæðara gjald á þeim mínútum sem eru innifaldar í mánaðar- gjaldinu borið saman við dagtaxta. ARNÞÓR HALLDÓRSSON, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals. Fljót og góð þjónusta hjá Tali hf. Frá Kristjáni Fr. Friðbertssyni: VARÐANDI „Tal-skrif‘ mín sem birtust í Mbl. 10 feb. sl. Eftir um- hugsun, ábendingar og hin ýmsu viðbrögð varðandi áðurnefnt bréf mitt til blaðsins vil ég að eftirfar- andi komi fram: Þjónustusími Tals. Bréfið hið fyrra var ritað eftir að ég hafði lent í að bíða eftir sambandi við þjón- ustufulltrúa. Ég játa að ég hef nokkuð ýkt að hafa þurft að bíða í 20 mínútur eftir sambandi og bið eftir því að komast í samband er undantekning en ekki regla. I öðr- um tilfellum hef ég fengið svar nánast um leið og ég hringi. Nú hefur það gerst að undanfarnar 2 yikur hef ég mikið erindi átt við þjónustusímann og fengið mjög góða þjónustu, vægast sagt. Hún er fljót, nákvæm og unnin af mikilli þjónustulund. Skv. áreiðanlegum heimildum er einungis rukkað fyrir símtöl í þjón- ustusíma, séu þau ekki úr síma- kerfi Tals hf. Þ.e. ekki úr svoköll- uðum Tal GSM og leiðréttist það hér með og til þess eins ætlast að sölumenn Tals taki sér þetta til íhugunar og kynni sér betur mál þess fyrirtækis sem þeir vinna hjá - enda var sá hluti hins fyrra bréfs á því að sölumenn svöruðu þessu máli á víxl. Hefði því verið auðvelt að komast hjá því. Þeir sem einnig lásu hina fyrri grein taka eftir því að hér kveður við annan tón. Astæða þess er sú að hin fyrri skrif voru úr penna hins óupplýsta. Það er að segja ein- staklings sem leitað hafði upplýs- inga frá röngum hliðum, sem reyndust svo verri en engar. Það skal einnig sterklega athugað að það bréf byggðist mest á því að ungur maður var að lýsa skoðun sinni og ýmissa vina sinna. Til að þetta mætti vekja áhuga hins al- menna manns var þetta svo „kryddað" með staðreyndum, sem á endanum reyndust ekki nægilega réttar. Hafa skal það er sannara reynist. Að lokum ætla ég að leyfa mér að hrósa auglýsingum Tals annars vegar og hins vegar Ólafi nokkrum, þjónustustjóra Tals, íýrir skjót og góð viðbrögð, gott viðmót og fyrir að hafa veitt mér upplýsingar um þessi málefni. Meðal áðurnefndra upplýsinga er sú staðreynd að meðalbið er ekki nema 20 sek í þjónustusíma og hef ég því verið einstaklega óheppinn og ekki gott dæmi yfir heildina. KRISTJÁN FR. FRIÐBERTSSON, Fífuhvammi 3, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt ti! að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.