Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Myndband um Eyjabakka gefíð þingmönnum PÁLL Steingrímsson kvikmynda- gerðarmaður afhenti Ólafi G. Ein- arssyni alþingisforseta 63 eintök af myndbandi um Eyjabakka í gær, ætlað hverjum þingmanni. Á myndbandinu eru sérstæð atriði af heiðargæsum og hreindýrum úr mynd Páls, sem nefnist Oddaflug. Með gjöfínni vildi Páll hreyfa and- mælum við hugsanlegar virkjana- framkvæmdir á Eyjabökkum. Ólaf- ur tók við gjöfínni og sagðist myndu koma myndböndunum til skila. „Ég vil ekki hafa það á samvisk- unni að hafa ekki reynt að hreyfa andmælum meðan enn var tími til,“ sagði Páll við Morgunblaðið. „Ég er að vona að ráðamenn endurskoði af- stöðu sína til virkjanaframkvæmda á Eyjabökkum því skaðinn sem þarna verður mun aldrei verða bættur og jafnvel þótt okkur dytti seinna í hug að reyna að endurvekja umhverfið, þá er það ekki hægt. Pað hefur ábyggilega tekið gróðurinn nokkur þúsund ár að aðlagast kringumstæðum sem eru þarna á svæðinu." Fyrir utan Alþingishúsið lásu listamenn, í samvinnu við náttúru- verndarsamtök Islands, ættjarðar- ljóð í mótmælaskyni við fyrirhugað- ar virkjanaframkvæmdir, eins og gert hefur verið reglulega frá því þingið var sett í haust. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar: Framkvæmdir við Vatnsfells- virkjun gætu hafist á þessu ári FÁIST tilskildar heimildir er ekk- ert því til fyrirstöðu af hálfu Lands- virkjunar að hefja nýjar virkjunar- framkvæmdir þegar á þessu ári, segir Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í til- efni af áhuga Kenneths Petersons, eiganda Norðuráls, á að auka ál- framleiðslu um 50% og hefja fram- kvæmdir við stækkun álversins á Grundartanga á árinu, eins og fram kom í viðtali við hann í Morgunblað- inu í fyrrdag. „Við höfum gert Peterson grein fyrir stöðu mála. Það er ljóst að mikil aukning hefur verið í raforku- notkun vegna þenslu í samfélaginu og meiri notkun en orkuspá gerði ráð fyrir. Þetta þýðir að áform um stækkun á álverksmiðju Norðuráls hanga saman við frekari virkjunar- framkvæmdir." Þorsteinn segir að horft sé til Vatnsfellsvirkjunar í þessu sam- bandi en Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra hefur þegar lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um viðbót- arheimildir fyrir tveimur nýjum virkjunum; Vatnsfellsvirkjun og Búðarhálsvirkjun. Þorsteinn segir það undirstöðuat- riði fyrir aukinni raforkusölu að lagaheimild og mat á umhverfísá- hrifum liggi fyrir og svo samningur við Norðurál. „Við höfum unnið á fullu að undirbúningi að fram- kvæmdum við Vatnsfellsvirkjun. Annars vegar er mat á umhverfisá- hrifum slíki’ar virkjunar í meðferð hjá Skipulagsstofnun. Hins vegar höfum við verið að vinna að gerð út- boðsgagna og stefnt er að því að þau verði tilbúin núna í mars. Að því tilskildu að Alþingi verði búið að fjalla um málið er ekkert því til fyr- irstöðu að útboð fari fram með vor- inu og framkvæmdir geti hafist.“ Að sögn Þorsteins tæki bygging Vatnsfellsvirkjunar 2 1/2 til 3 ár. Orkuframleiðsla og sala til Norður- áls gæti því hafist 2001, hæfust framkvæmdir á þessu ári. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Útför Hilmars Þor- björnssonar TJTFÖR Hilmars Þorbjörnsson- ar aðstoðaryfirlögreglumanns fór fram frá Bústaðakirkju í gær. Hilmar var fæddur í Reykjavík 23. október 1934 og lést á heimili sínu 29. janúar siðastliðinn. Hilmar var einn þekktasti frjálsíþróttamaður Islands á sínum yngri árum og keppti meðal annars á Ólymp- íuleikunum í Melbourne í Ástraliu 1956 og í Róm 1960. Það voru félagar Hilmars úr lögreglunni sem báru kistuna úr kirkju. Ferðaþjónustan mótmælir hugmyndum um hvalveiðar Stefnir hagsmunum ferðaþjónustu í voða Forráðamenn SH segja hvalveiðar hér við land setja mikilvæga markaði í hættu Þarf skynsam- lega nýtingu SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa af því áhyggjur að hugsanleg sam- þykkt Alþingis á þingsályktunartil- lögu um að hefja hvalveiðar við ís- land muni stefna í voða miklum hagsmunum ferðaþjónustunnar. „Aðeins það að Alþingi samþykki slíka tillögu getur valdið skaða,“ segir í ályktun Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Steinn Logi Bjömsson, formaður samtakanna, segir að fulltrúar þeirra hafi hitt sjávarútvegsnefnd Alþingis á þriðjudag en ályktunin var samþykkt á fundi þess á mið- vikudag. Hann segir að taka verði tillögu sem þessa alvarlega, verði hún samþykkt hljóti það að verða ætlun stjórnvalda að hrinda hval- veiðum í framkvæmd. „Við höfum miklar áhyggjur af því að aðeins það að samþykkja tillöguna geti valdið ferðaþjónustunni skaða. Þar væri þá komin ákvörðun Alþingis íslendinga að hefja skuii hvalveiðar og það hefði áhrif erlendis," sagði Steinn Logi. Bent er á nauðsyn þess að fagleg rannsókn fari fram á hugsanlegum áhrifum veiðanna á ferðaþjónustuna í landinu áður en ákvörðun verður tekin um hvort Islendingar muni hefja hvalveiðar að nýju. „Við erum ekki að segja að Samtök ferðaþjón- ustunnar séu algjörlega á móti því að hafnar verði hvalveiðar við ís- land en það eru það miklar vísbend- ingar um að af því geti hlotist veru- legur skaði að það er ekki réttlæt- anlegt að taka slíka ákvörðun í nein- um flýti,“ sagði Steinn Logi og sagði fiskútflytjendur einnig hafa þessar áhyggjur. í ályktuninni segir m.a. „Ferða- þjónusta er vaxandi atvinnugrein og ein þeirra undirstöðuatvinnugreina sem íslenskt efnahagslíf hvílir á. Gjaldeyristekjur af erlendum ferða- mönnum voru um 26 milljarðar á síðasta ári. Fyrir aðeins 5 árum voru gjaldeyristekjur 15,7 milljarð- ar. Til viðbótar má geta þess að næsta ár, árið 2000, verður mesta ferðaár sögunnar." Einnig segir að fyrirtækjum í ferðaþjónustu hafi borist alvarlegar viðvaranir frá sölumönnum fslands- ferða erlendis. „Ljóst er að búast má við að áróður hvalfriðunarsinna verði hvað öflugastur í Bandaríkj- unum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, en þaðan komu 48% allra erlendra ferðamanna til ís- lands árið 1998.“ „MEGINMARKMIÐIÐ er að við náum samstöðu um skynsamlega nýtingu auðlinda sjávar meðal þeirra sem málið varðar verulega, þannig að við getum stundað hval- veiðar í atvinnuskyni, en hefjumst ekki handa með þeim hætti að litið verði á það sem ögrun við umheim- inn,“ segir í álitsgerð sem Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SH, hafa sent sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna þingsályktunartil- lögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um hvalveiðar. Hvatt er til þess að áður en til veiða komi fari fram mjög ítarleg kynning á málstað íslands og áfonnum. í bréfinu kemur fram að SH geti tekið undir þá tillögu að leitað verði eftir pólitískri samstöðu um að afgreiða á Alþingi ályktun um að hefja skuli nýtingu hvala- stofna hér við land en þá aðeins þegar sýnt sé að með því verði ekki miklu meiri hagsmunum stefnt í hættu. Norðmenn erlíðara skotmark en íslendingar „í stuttu máli má segja að það sé mat SH að hvalveiðar komi til með að hafa lítil áhrif í Asíu, á hinn bóg- inn er næsta víst að markaðir í Þýskalandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum yrðu í verulegri hættu, en þeir eru mjög mikilvægir. Á öðrum mörkuðum er afstaða viðskiptavina ekki jafn ljós,“ segir m.a. í bréfinu. Forystumenn SH vitna einnig til reynslu Norðmanna í þessu efni þar sem þeir hafi um árabil stundað hvalveiðar og haldið því fram, að það skaði að engu leyti viðskipti landsins. Þeim rökum eiga stjórn- endur SH ei’fitt með að samsinna. „Fyrir það íyrsta er aðstaða land- anna ef litið er til einhæfni útflutn- ings Islendinga ekki sambærileg. Viðskipti Norðmanna á alþjóða- mörkuðum eru margfalt meiri, þeir eru stórveldi í olíuiðnaði og stunda mikinn útflutning ýmissa iðnaðar- vara, en fískafurðir vega fremur lít- ið. Þeir eru því erfiðara skotmark en við Islendingar. I öðru lagi má benda á að þegar Norðmenn stóðu frammi fyrir lík- legu viðskiptabanni, varð utanrík- isráðherra þeirra nánast hetja í augum ráðamanna í Washington vegna frábærrar frammistöðu í tengslum við gerð friðarsamninga milli ísraelsmanna og PLO, en í kjölfarið náðu forsætisráðherra Noregs og varaforseti Bandaríkj- anna samkomulagi um að Banda- ríkjamenn féllu frá viðskiptabanni í þakklætisskyni. Eftir því sem best er vitað hafði varaforseti Bandaríkjanna veruleg áhrif á það að hvalafurðir yrðu ekki fluttar út frá Noregi. I þriðja lagi telja Norðmenn sig vera að veiða samkvæmt alþjóða- lögum, enda mótmæltu þeir hval- veiðibanninu á sínum tíma,“ segir í bréfi forsvarsmanna SH til sjávar- útvegsnefndar. JLTEMPUR-PEDIC Heilsunnar vegna Yíir 27.000 sjúkraþiálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic. Befra RAKl Faxafeni 5 ■ 108 Rvk ■ Sími:588-8477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.