Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 45 FRÉTTIR Kópurinn enn í Húsdýragarðinum KÓPURINN, sem fannst við höfnina í Reykjavík og gekkst undir aðgerð þar sem kýli var fjarlægt af baki hans, er enn til umönnunar í Hús- dýragarðinum. Að sögn Margrétar Daggar Halldórsdótt- ur, rekstrarsljóra Húsdýragarðsins, líð- ur kópnum eftir at- vikum vel. Sárið grær hins vegar ekki alveg nógu vel og var von á dýralækni til að loka sárinu. Að sögn Margrét- ar Daggar er kópur- inn sprækur og étur af bestu lyst. „Á meðan hann étur höfum við engar áhyggjur af honum. Það er ómögulegt að segja til um hvenær hann nær sér að fullu,“ segir Margrét Dögg en kópurinn Morgunblaðið/Kristina verður ársgamall í SELALAUG Húsdýragarðsins Ijósum mars- skrýdd, eins og hún Ieit út skömmu fyrir jól. Sýning á fræðsluefni um heim- spekisöguna FÉLAG áhugamanna um heim- speki efnir til sýninga á fræðsluefni um heimspekisöguna. Um er að ræða nýlega þýska sjónvarpsþætti þar sem þýski heim- spekingurinn Hans-Georg Gadamer segir sögu heimspekinnar. Þættirn- ir eru sex talsins og tekur hver þeirra hálftíma í sýningu. Félags- mönnum FÁH, og hverjum öðrum sem áhuga hafa, er boðið að sjá þættina á tveimur sýningarkvöld- um, þrjá þætti í senn, föstudagana 12. og 19. febrúar næstkomandi í stofu 101 í Odda. Sýningin hefst kl. 18 og stendur til kl. 19.30. Þættimir eru textaðii’ á íslensku. Húnvetning-afé- lagið heldur menningardag SUNNUDAGINN 14. febrúar gengst Húnvetningafélagið í Reykjavík iyrir menningar- og skemmtidagskrá í Húnabúð, Skeif- unni 11. Á dagskrá eru tónlistaratriði, upplestur, ljóðaflutningur og frá- sagnir. M.a. munu þeir Páll á Höllu- stöðum og Pálmi á Akri segja frá ýmsu fróðlegu og skemmtilegu af Alþingi. Af tónlistaratriðum má nefna kvartettsöng, kontrabassa- leik, djassleik á píanó, einsöng og kórsöng, en Húnakórinn mun flytja nokkur lög undir stjórn Kjartans Ólafssonar. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til kl. 17. Selirnir í-ugluðust í ríminu Að sögn Margrétar Daggar fer matarlyst selanna í Húsdýra- garðinum eftir birtuskilyrðum. Þegar daginn fer að lengja og birtan færist í aukana, dregur úr matarlyst selanna. Um jólin kom hins vegar upp örlítill rugl- ingur á matarvenjum þeirra vegna þess hve vel garðurinn var upplýstur með jólaljósum. Þau urðu til þess að selirnir misstu lystina um tíma. Þeir munu þó hafa farið að jafna sig undir lok janúarmánaðar og að sögn Margrétar Daggar eru þeir nú gráðugri en áður. Málþing um vís- indasöguna FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskrift- ina ,Af vettvangi vísindasögunnar“ laugardaginn 13. febrúar nk. í Þjóð- arbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýk- ur um kl. 16.30. Á málþinginu verða flutt fjögur erindi. Leó Kristjánsson, jarðelis- fræðingur, fjallar um silfurbergið frá Helgustöðum. Helgi Björnsson, jöklafræðingur, fjallar um jöklarit Sveins Pálssonar. Einar H. Guð- mundsson, prófessor í stjarneðlis- fræði, fjallar um stjaramælingar Rasmusar Lievogs 1779-1805 og Hilmar Garðarsson, sagnfræðingur, og Trausti Jónsson, veðurfræðing- ur, fjalla um veðurmælingar á Is- landi á 18. og 19. öld. Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Að erindunum lokn- um fara fram pallborðsumræður með þátttöku fýrirlesara. Fundar- stjóri verður Þór Jakobsson, veður- fræðingur. Veitingar verða fáanlegar í veit- ingastofu í Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Málþing um heimaslys á Egilsstöðum SLYSAVARNAFÉLAG íslands stendur fyrir málþingi um heimaslys á Hótel Héraði, laugar- daginn 13. febráar kl. 14. Áhersla verður lögð á að fjalla um tíðni heimaslysa, stöðu slysaskráningar, öldrunarmál og tíðni slysa hjá öldruðum ásamt brunavörnum. Meðal fyrirlesara eru: Halla Ei- ríksdóttir hjúkrunarforstjóri sem mun fjalla um tíðni heimaslysa og hvert beri að stefna. Ragnhildur Rós Indriðadóttir talar um ung- bamaeftirlit og bamaslys. Baldur Pálsson mun fjalla um brunaslysa- vamir. Trausti H. Ólafsson frá Lög- gildingarstofunni ræðir um slys af völdum rafmagns og skráningu á þeim og Jón Snædal öldrunarlæknir mun fjalla um slysa- og forvarnir aldraðra og almenn heilræði til þeima. Hlynur Jónasson, deildar- stjóri slysavarnadeildar, setur mál- þingið og segir frá nýútkomnum bæklingi fyrir aldraða og fjallar um slysavarnir hjá öldruðum. Fundar- stjóri er Þuríður Backmann. Málefni þingsins em þau mál sem ofarlega em í umræðu dagsins í slysavörnum enda hefur ríkið hafíð átaksverkefni til að draga úr slysum bama og unglinga og árið 1999 er tileinkað öldruðum, segir í fréttatil- kynningu. Gömul stríðs- mynd sýnd í bíösal MÍR „EF heimilið væri þér kært“ (Éslí darog tebé tvoj dom) nefnist kvik- myndin sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 14. febrúar kl. 15. Myndin var gerð á árinu 1967 undir leikstjóm Vassilys Ordynskís sem samdi tökuritið ásamt hinum kunna stríðsfréttarit- ara og rithöfundi Konstantín Simonov og fræðimanninum E. Vorobjov. Fjallar kvikmyndin um sögulega atburði - upphaf innrásar Þjóðverja í Sovétríkin sumarið 1941 og orrust- una um Moskvu. Myndin er sett saman úr samtíma fréttamyndum frá vígstöðvunum og öðm myndefni sem fengið var víðsvegar að m.a. úr þýskum söfnum. Skýringar með myndinni eru á dönsku. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. LEIÐRÉTT Röng fyrirsögn RÖNG fyrirsögn var á frásögn af ræðu Davíðs Oddssonar, forsætis- ráðherra, á viðskiptaþingi Verslun- arráðs í gær. í ræðu forsætisráð- herra sagði orðrétt. „Gera má ráð fyrir að raunvextir af verðtryggðum lánum til langs tíma verði einungis um og yfir 3,5% á næstu misserum, sem er gleðilegt í ljósi þess að fyrir aðeins tveimur árum var talið að afar erfítt yrði að komast niður fyrir hinn sálfræðilega 5% múr, sem svo var nefndur.“ Fyrirsögn greinarinnar var hins vegar svohljóðandi „Vextir af verðtryggðum lánum lækki í 3,5%“. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á mistökunum. Álitsgerðir lögmanna í MORGUNBLAÐINU í gær og sl. miðvikudag kom fram að borgarlög- maður hefði hrakið lögfræðiálit lög- manns Hafnarfjarðar. Hið rétta er að borgarlögmaður hefur samið álitsgerð þar sem hann svarar áliti lögmanns Hafnarfjarðai’. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Eyjaijarðar en ekki Akureyrar Frá því var sagt í blaðinu á mið- vikudag að Jóhannes Gíslason bassa- söngvari hefði lokið 8. stigi í söng og haldið tónleika af því tilefni í Frey- vangi, en missagt var að hann hefði stundað nám við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann stundaði söngnám við Tónlistai’skóla Eyjafjarðar. Vinnur hjá Akureyrarbæ RANGLEGA var fullyrt í Morgun- blaðinu í gær að Kristín Sigursveins- dóttir, iðjuþjálfi á Akureyri og þátt- takandi í prófkjöri Samfylkingarinn- ar á Norðurlandi eystra, starfaði á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hún starfar þar ekld lengur heldur hefur hún hafið störf hjá Akureyrar- bæ sem verkefnisstjóri. Röng myndbirting RÖNG mynd birtist í hluta af upp- lagi blaðsins í gær með fréttinni Krosskonur á kvennamóti á bls. 16. Skipt var um mynd þegar mistökin uppgötvuðust og var myndin rétt í stærstum hluta upplagsins. Beðist er velvirðingar á þessu. 400 flugliðar Um 400 flugliðar taka þátt í píla- grímaflugi Atlanta sem hefst í næstu viku. Verða þá alls 750 flugliðar í starfi hjá félaginu en í frétt blaðsins í gær mátti skilja að sá fjöldi annaðist pílagrímaflugið. Biðst blaðið velvirð- ingai’ á því. veruleika ’úéÍÍIÉSl HSÉðflp VERSLUN FYRIR ALLA I HEIÍDSÖIU rtlíRSUiP'5* ■W Vib Fellsmúla Sími 588 7332 ’3aB> Cf.'X ■ f. l x jt < " 1 iéW ! ý í ,/Æ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.