Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 V MORGtJNBLAÐIÐ FRETTIR Eldhamri GK bjargað þar sem hann rak vélarvana að Krísuvíkurbjargi með níu manna áhöfn J-' • , , Morgunblaðið/Rax FELAGAR í björgunarsveit SVFI Þorbirni í Grindavík stóðu á hafnargarðinum og fylgdust með þegar Sighvatur GK 57 nálgaðist innsiglinguna með Eldhamar GK 13 í togi. Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason var einnig til taks ef eitthvað færi úrskeiðis. Við vorum komnir ansi nálægt landi ÓLAFUR Þórðarson, skipstjóri á Eldhamri, kominn til hafnar. I J' Fagradalsfjall Þorbjörn » ■cóy /)•// . {£*</?*&?■' J v r- - ú • f I Grindavíl Borqar- , x-MÞ'' -a," ísólfsskáii Kristivik Geitahlíð Selatangar Krísuvíkurberg 2KI. 13.25 var björgunar- skipið OddurV. Gíslason búinn að koma spotta í Eldhamar en síðan dró Sighvatur GK bátinn til Grindavíkur 1KI. 12.12 í gærvarð EldhamarGK 13 aíðl vélarvana um 1 sjómílu undan bjarginu og sendi út hjálparbeiðni Sighvatur GK 57 dró Eldhamar GK 13 vélarvana inn til Grindavíkurhafnar í gær. Pétur Gunnarsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari voru á bryggjunni og ræddu við skipverja. ODDUR V. Gíslason, nýr og öflugur björgunarbát- ur Grindvíkinga, hlaut eldskím sfna í gær þegar Eldhamri GK 13, 250 tonna tog- báti, var bjargað þar sem hann rak vélarvana í átt að Krísuvíkurbjargi með níu manna áhöfn. „Okkur rak í rúman klukkutíma. Við vorum komnir ansi nálægt landi enda var verið að veiða nálægt,“ sagði Ólaf- ur Þórðarson, skipstjóri á Eld- hamri, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í síma á landleið. „Við vor- um nýbúnir að leggja netin og vor- um að fara að draga trossu þegar vélin bilaði.“ Tilkynning um bilunina barst Tilkynningaskyldunni í gegnum Reykjavíkurradíó klukkan 12.12. og var þess efnis að Eldhamar væri með bilaða aðalvél um það bil 1 mílu út af Krísuvíkurbjargi. Skömmu síðar var tilkynnt að bátinn ræki meðfram bjarginu undan suðaustan stinningskalda en nálgaðist þó land. Engir bátar voru nærstaddir og klukkan 12.25 var ákveðið að senda þyrlu Land- helgisgæslunnar á staðinn og á sama tíma lögðu af stað úr Grinda- víkurhöfn björgunarbáturinn Odd- ur V. Gíslason, sem slysavama- deildin Þorbjörn fékk tO umráða skömmu fyrir jól, og Sighvatur GK 57,400 tonna línubátur. Oddur V. Gíslason var um 40 mínútur á leið að Eldhamri og klukkan 13.24 var hann kominn með Eldhamar í tog. Um hálftíma síðar var Sighvatur GK kominn á staðinn og tekinn við og hélt hann með bát- inn inn til Grindavíkur, þangað sem komið var um klukkan 16. HLYNUR Gunnarsson stýrimaður. Agaleg lykt gaus upp Morgunblaðið ræddi við nokkra skipverja á hafnarbakkanum í Gr- indavík í gær. „Manni stóð ekki alveg á sama fyrr en maður sá þyrluna,“ sagði Bergvin Freygarðsson, háseti á Eldhamri. „Vélin datt út og við reyndum að koma henni í lag. Þeg- ar hún var sett í gang aftur gaus upp þessi agalega lykt. Þá kom í ljós að það var farin lega í vélinni þannig að það var ekki annað að gera en að gera allt klárt, fara í galla og bíða. Síðan komu þyrlan og báturinn. Það gekk fljótt að koma enda frá okkur yfír í björgunarbát- inn,“ sagði Bergvin, sem hefur verið um á Eldhamri í rúman mánuð, eða frá því Ólafur Þórðarson tók við skipinu og hefur verið á sjó í um það bil hálft ár. Hann sagði að öll áhöfn- in hefði verið búin að sækja nám- skeið í Slysavamaskóla sjómanna og það hefði veitt ákveðið öryggi. sem hefur verið árum saman með Ólafí Þórðarsyni til sjós. „Við átt- um einhver hundruð metra eftir í land en björgunarbáturinn er svo öflugur og var fljótur að koma til okkar,“ sagði Stefán. „Við vorum ekkert skelkaðir, ekki meðan á þessu stóð,“ sagði hann. „Það var rosalegur léttir að heyra í þyrl- unni og um leið og björgunarbát- urinn var kominn vissi maður að allt var öruggt. Auk þess vorum við ekki búnir að láta akkerin fara þannig að þetta var ekki eins hættulegt og það kannski leit úr fyrir að vera.“ Stefán sagðist þó vissulega feginn að vera kominn í land. Var orðið svolítið stressandi EIRIKUR Hermannsson fór til móts við Eldhamar um borð í Sighvati GK. Rosalegur léttir að heyra í þyrlunni „Þetta var ágætis æfing, það var engin hætta á ferðum; ekki að ráði,“ sagði Stefán Jónsson háseti, BERGVIN Freygarðsson háseti liefur verið um mánuð á Eldhamri. STEFÁN Jóusson háseti (t.h.) og félagar fóru strax að landa við komuna. „Ég var niðri í lest að vinna, þeg- ar vélin bilaði, við vorum að gera að,“ sagði Hlynur Gunnarsson stýrimaður. Hann sagði að menn hefðu haldið ró sinni. Hvað þaut í gegnum hugann? „Ég hugsaði: þetta hlýtur að fara í gang aftur, en þetta var orðið svolítið stressandi í restina,“ sagði Hlynur. „En maður vissi að við höfðum alltaf möguleika á að setja í gang aftur og keyra út, en það hefði eyðilagt vélina. Svo voi-um við ekki búnir að láta akkerin út,“ sagði Hlynur og hóaði saman áhöfninni til að landa aflanum. Einn þeirra sem fór til móts við Eldhamar var Eiríkur Hermanns- son, sem vinnur við löndun í Gr- indavíkurhöfn. Hann sagði að þeir í löndunargenginu hefðu verið ný- búnir að landa úr Sighvati GK um hádegisbilið. „Þá var hringt í okkur og við flýttum okkur um borð og fórum út. Við lögðum af stað um svipað leyti og Oddur V. Gíslason, en hann er mun öflugri en Sighvat- ur og var kominn með Eldhamar í tog þegar við komum að,“ sagði Ei- ríkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.