Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleikar til styrktar Operustúdíói Austurlands Egilsstöðum. Morgunblaðið. TÓNLISTARFÉLAG Austur-Hér- aðs gengst fyrir tónleikum til styrktar Öperustúdíói Austurlands. Tónleikamir verða í Egilsstaða- kirkju kl. 17 á morgun,laugardag. Óperustúdíó Austurlands var stofnað sl. haust, í stjóm þess er tónlistarfólk víða af Austurlandi og er Keith Reed listrænn stjórnandi þess. Fyrsta verk Óperustúdíósins verður Töfraflautan eftir W.A. Mozart en stefnt er að því að setja hana upp í júní nk. A tónleikunum á laugardaginn munu Signý Sæ- mundsdóttir sópransöngkona, Þor- geir Andrésson tenór og Keith Reed bassabaríton syngja óperuar- íur, aríur og dúetta úr óperettum og íslensk sönglög. Aðgangseyrir mun renna til uppsetningar á Töfraflautunni. --------------- Bókmennta- felagið efnir til lærdóms- námskeiðs BÓKMENNTAFÉLAGIÐ efnir í febrúar og mars til fimm kvölda lærdómsnámskeiðs tengt efni bók- arinnar „Um uppmna dýrategunda og jurta“ eftir Þoi-vald Thoroddsen. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Steindór J. Erlingsson, en hann undirbjó útgáfu bókarinnar og ritaði formála. Útkoma „Uppmna tegundanna" eftir Charles Darwin árið 1859 leiddi til mikillar hugarfarsbreyt- ingar í Evrópu og Ameríku. Á lær- dómsnámskeiðinu verður leitast við að svara spumingunni; hvaða áhrif hafði kenningin á íslandi? með því að skoða hugmyndir Benedikts Gröndals, Þorvaldar Thoroddsen og Ágústs H. Bjamasonar um Darwin og þróunarkenninguna. Lærdómsnámskeið Bókmennta- félagins er nýlunda í starfí félags- ins, sem stofnað var 1816, en Lær- dómsrit þess era orðin 38. Inez van Lamsweerde sýnir ljósmyndir í Listasafni íslands Sjálfsmyndir í svörtu, hvítu og rauðu . 'c / " , l'-'A&' '' \ ■ . . ...... ■ ■ ; . ■ Morgunblaðið/Ásdís ÞEIR sem sitja fyrir á myndum hollensku listakonunnar Inez van Lamsweerde, sem nú má sjá á Listasafni Islands, eru allir nákomnir ættingjar og vinir hennar. Á veggnum á bak við Iistakonuna má t.d. sjá portrett af móður hennar. „ÉG vinn bæði í tísku- og lista- heiminum og sundurgreini þetta tvennt ekki svo mikið. Ég lít fremur á það sem tvenns konar samhengi en tvo ólíka heima. Sumt á einfaldlega betur heima uppi á vegg í galleríi og annað lítur betur út á síðum tískutíma- rita,“ segir hollenska listakonan Inez van Lamsweerde, en sýning á tíu ljósmyndum hennar verður opnuð í Listasafni Islands í kvöld kl. 20. Hún segir líka að með því að standa á milli þessara tveggja heima - eða í þeim báðum - sé hún hvorugum þeirra háð og inn- blásturinn sé í báðar áttir. Hún hefur unnið mikið við tískuljósmyndun á undaniornum árum og í hinum listrænni ljós- myndum sínum vinnur hún gjarnan með fmyndir tískuheims- ins. Myndaröðin sem nú er til sýnis á veggjum Listasafnsins ber yfírskriftina „Ég“ eða „Me“. Þar gefur að líta nokkra einstak- linga; nána vini og ættingja lista- konunnar og á tveimur mynd- anna er hún reyndar sjálf. Öllum hefur þeim verið stillt upp á svip- uðum bakgrunni, iiggjandi á mjóu og stuttu rúmi með hvítan kodda undir höfðinu. Andlit þeirra allra hafa verið förðuð með brúngylltum farða og flest eru þau í svörtum, hvítum eða rauðum fötum eða með svart teppi yfir sér. Við gerð verkanna notaði hún Polaroid skyndimynd- ir, sem hún stækkaði svo upp í rúmlega lfkamsstærð. Fyrirsæt- urnar unnu með henni að vali og frágangi myndanna. Spurð um litavalið segir hún að fyrir sér séu svartur, hvítur og rauður allra nauðsynlegustu iitirnir, þeir sem hafí langmesta þýðingu. „Sá rauði er tengdur blóði, ást og líkamsvökvunum, hvítt táknar hreinleikann - og svart...“ segir hún og hikar eitt augnablik, „...svart. er bara svart!“ Brúni farðinn er þannig til kominn að hún vildi að þau væru öll jöfn - og svo vísar hann líka til dauðans, iíkt og egypsk dauðagríma. Hræðslan við að missa „Allt eru þetta sjálfsmyndir,“ segir Inez van Lamsweerde en þó segir hún þær ekki beinlínis vera af henni sjálfri. „Þær fjalla meira um kraft mannsandans og um huga þessara einstaklinga. Lfkaminn er mjög lítið áberandi og hefur litla þýðingu á myndun- um, sem sýnir að fókusinn er á huganum. Þannig er lfkaminn einungis ílát eða hylki, tímabund- inn dvalarstaður mannsandans. Andlitið er í brennidepli. „Til- gangur minn með þessu öllu var að einbeita mér svo algerlega að manneskjunni sem ég var að taka myndir af, að ég myndi fá sjálfa mig eða hiuta af mér til baka frá henni gegnum myndavélina, því ljósmyndun er jú endurkast,“ segir hún. Listakonan vísar til hollensku portrettmyndahefðarinnar frá 17. öld, þegar portrettmyndir voru pantaðar hjá málurum til þess að varðveita minningu og nærveru látinna eða íjarstaddra ástvina. Með þessu móti fái hún þessar manneskjur sem eru henni svo kærar til þess að vera með sér að eilífu, líka handan tímans og dauðans. „Því meira sem maður elskar einhvern, þeim mun hræddari er maður við að missa hann.“ Björk er hreint ótrúleg Hingað til Iands kemur sýning- in frá Matthew Marks Gallery í New York, einu helsta Ijós- myndagallerfinu þar í borg. Sýn- ingin í Listasafninu stendur fram til 14. mars nk., þaðan fer hún til Parísar og síðar á árinu til Ham- borgar. Inez van Lamsweerde er frá Amsterdam en hefur búið og starfað í New York síðastliðin fímm ár. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til íslands. Hún segir þó að einn íslendingur hafi haft mikil áhrif á hana en það sé Björk Guðmundsdóttir. „Ég tók myndir af henni sem verða utan á nýrri heiidarútgáfu af tónlist- armyndböndum hennar. Björk er hreint ótrúleg og það er óhætt að segja að hún sé sú manneskja sem hefur haft hvað mest áhrif á mig. Hún er greind og snjöll, mjög opin og gædd miklu inn- sæi,“ segir Iistakonan að lokum. Opið laugardcig frá Id. 10-15 r Við styðjum við bakið á þér! ^ Elskendin; Játið thruanhm reetast á amerísku lúxus- dijnunum frá Seeúy '4i'arcal Mckmúnusardagurinn Xö Á) afsláttur aföUum dijnmn í tUefhi Valcn tín usanlagsins GUdir aðeins 12. og 13. febrúar Barnatón- leikar í Möguleik- húsinu MÖGULEIKHÚSIÐ og Kvennakór Reykjavíkur standa íyi-ir tvennum barna- tónleikum í Möguleikhúsinu við Hlemm, laugardaginn 13. febrúar kl. 14 og kl. 16. Það eru 30 félagar úr Kvennakómum sem syngja lög fyrir böm úr kvikmyndum og söngleikjum sem flest börn kannast við, eins og Konungi ljónanna, Hundalífí, Mary Poppins, Tónaflóði, Skógarlífi og Mulan. Undirleikari er Þór- hildar Bjömsdóttur. Það em þær systur Snuðra og Tuðra sem verða kynnar á tónleikun- um og munu þær einnig syngja nokkur lög. Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur er Sigrún Þorgeirsdóttir. Tónleikamir em liður í þeirri áætlun Möguleikhússins að bjóða upp á sem fjöl- breyttasta menningardagskrá fyrir börn og fjölskyldufólk og verða því ekki eingöngu með barnaleiksýningai- heldur einnig tónleika og annað efni sem sérstaklega er sniðið að þörfum barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.