Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 48
* 48 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG HATEIGSKIRKJA Safnaðarstarf Missir - sorgar- ferill - fyrirlest- ur í Langholts- kirkju Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur heldur íyrirlestur í safnaðarheimili Langholtskirkju sunnudagskvöldið 14. febrúar kl. 20.00. Fjallað verður um sorgina og sorgarreynslu, en einnig sérstak- lega um makamissi. Einstaklingur sem missir er hluti af heild, íjöl- skyldu sem og vinahópi, og því eru ætíð margir sem líða vegna fráfalls. Þetta fræðsluerindi á því að geta komið mörgum að gagni. Kaffisopi verður í boði Langholtskirkju. Allir eru velkomnir. Nærhópur fyrir syrgjendur. í framhaldi af fyrirlestri sr. Gunnars verður kynnt hópstarf - nærhópur - íyrir þá er vilja vinna úr sorg vegna missis maka. Jón Helgi Þór- arinsson sóknarprestur og Svala Sigríður Thomsen djákni munu leiða hópinn. Nánari upplýsingar veita sóknarprestur og djákni í síma 520-1300. S Arsafmæli fermingarinnar NÚ hefur verið ákveðið að kalla fermingarböm fyrra árs í Garða- prestakalli, þ.e.a.s. böm fædd 1984, til kirkjunnar að nýju, ásamt for- eldrum sínum. Þama munum við rifja upp og endumýja kynnin. Garðaprestakall í Kjalamespró- fastsdæmi inniheldur þrjár sóknir, Bessastaðasókn, Garðasókn og Kálfatj amarsókn. Þess vegna em fermingarböm úr öllum sóknunum boðuð saman til „ársafmælis fermingarinnar". Ætlunin er að hér verði um árviss- an atburð að ræða til styrkingar fermingarbömunum og fjöfskyld- um þeirra á þessum fyrstu ámm eftir ferminguna. Þetta fyrsta ár eftir ferminguna sem við minnumst við þetta tæki- færi er án efa búið að vera ár mik- illa breytinga í lífi unga fólksins og því er skemmtilegt að hittast og ræða málin. Hið unga fólk er svo sannarlega búið margvíslegum hæfileikum og munu koma með atriði til að skemmta sjálfum sér og okkur hin- um. Munu þau koma fram ýmist nokkur saman eða hvert í sínu lagi. Dagskrá verður eftirfarandi: Stutt helgistund í kirkjunm. Full- trúi frá forvamadeild lögreglunnar kemur og íræðir okkur um ýmislegt, m.a. vímuefnin og vandamál þeim tengd. Umræður á eftir. Veitingar í boði kirkjunnar. Happdrætti með glæsilegum vinningum. Skemmtiat- riði fiá fermingarbömum. Kæra fermingarböm og foreldr- ar ykkar. Það er von mín að „ársaf- mælið“ megi verða til að styrkja þau vináttubönd sem við bundumst í fermingarstarfinu svo þau endist út ævina. Þannig megið þið vita að þið eigið „hauk í horni“ þar sem kirkjan ykkar er. Hittumst glöð og hress í kirkj- unni og eigum góða samvera. Með kæram vinarkveðjum, Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur Garðaprestakalls. Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritn- ingalestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Létt hreyfíng og slökun. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Hvítasunnukirkjan Ffiadelfia. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og líflegur söngur. Allir hjartan- lega velkomnir. Karlasamvera fell- ur niður vegna karlamóts í Kirkju- lækjarkoti. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 9 Æskulýðsfélag Landakirkju - KFUM&K leggur af stað á febrú- armót í Vatnaskógi og koma ung- lingamir aftur með Herjólfi á sunnudag. Sjöunda dags aðventistar á Is- Iandi: A laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Björg- vin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Elías Theodórsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Bibh'ufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðu- maður Einar Valgeir Arason. VELVAKAMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nokkur orð um „Samhug í verki“ UNDANFARIÐ hafa mál- efni Flateyringa og með- ferð fiár þess sem safnað- ist á vegum „Samhugar í verki“ verið til umræðu í fjölmiðlum og ekki allir á eitt sáttir um það hvemig þeim fjármunum var varið er inn komu í söfnunar- átakinu sem hleypt var af stokkunumk í kjölfar snjó- flóðsins sem þar féll haust- ið 1995. Það hljóta að vera fleiri en ég sem skildu auglýs- ingar og hvatningar í fjöl- miðlum svo, að þama væri um fjáröflun til fólks í neyð að ræða og þess vegna var almenningur svo fús að rétta hjálparhönd. Undirrituðum er kunn- ugt um sextán ára mennta- skólapilt, sem bjó hjá ein- stæðri móður og vann með skólanum. Hann varð svo snortinn af blysförinni sem farin var í Reykjavík og neyð fólksins á Flateyri, að hann gaf allt mánaðarkaup sitt í söfnunina um 35.000,00 krónur. Hann taldi sig vera að hjálpa fólki í sárri neyð. Nú, rúmum þremur ár- um seinna kemur í ljós, að úthlutunarnefnd söfnunar- fjárins var á annarri skoð- un, en þeir sem gáfu í söfn- unina. Hún lagði kr. 50.000.000,00 á banka- reikning og hefur síðan látið þá liggja þar á lágum vöxtum, sjálfsagt í ein- hveijum vildarbanka í stað þess að láta fjármagnið ganga til styrktar þess fólks, sem valið hefur þann kost, að eiga áfram heima á Flateyri eftir að hamfar- imar skullu á okkur. Á Flateyri bjuggu 379 manns haustið 1994, í árs- lok 1998 var íbúafjöldi þar 318, ef teknir eru með í dæmið fjörutíu og þrír út- lendingar sem dvöldu þar þá við störf. Það sjá því all- ir sem vilja sjá, að það get- ur verið mjög stutt í það að byggðarlaginu blæði út ef ekkert er að gert. Þeir sem hafa komið til Flateyrar síðan snjóflóðið féll hafa ekki komist hjá því að sjá hvað uppbyggingarstarfið hefúr gengið hægt og hve mörgu er ábótavant þar til þess að segja megi að byggðarlagið sé umhverf- isvænt. I viðtali við Morgunblað- ið 31. október 1995 sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra eftir að hann hafði farið um snjóflóða- svæðið: „Þá vildum við undirstrika að við munum gera allt sem ríkisvaldið getur gert til að hjálpa mönnum við að koma lifinu hér 1 eðlilegt horf og reyna að bæta þá miska sem hægt er að bæta.“ Enn- fremur sgeir hann í sama viðtali: „Það eru erfið verkefni hér framundan, sem fólkið verður sjálft að hafa mest um að segja, hvernig eigi að vinna úr, en við munum síðan koma eins og hægt er og styðja við bakið á því.“ Það er mjög æskilegt og ætti ekki að þurfa að skora á forsætisráðherra, nú þremur árum seinna, að hann birti greinargerð um það sem ríkisvaldið hefur gert til að styðja við bakið á fólkinu sem býr á Flat- eyri. Súðavíkurskýrsla um sama efni ætti að fylgja með. Þar sem almenningur tók því svo vel að sýna „samhug í verki“ er nauð- synlegt að „ríkisvaldið" upplýsi afrek sín í báðum þessum neyðartilfellum. Úthlutunarnefndin ber ekki mikið traust til ís- lensku þjóðarinnar, að hún skuli vantreysta henni til að sýna samhug í verki næst þegar sambærilegar náttúruhamfarir eiga sér stað; það ætti þó að vera óþarfi. Islendingar hafa sýnt það og sannað í gegn- um tíðina, að þeir eru boðnir og búnir til hjálpar, þegar neyð ber að hönd- um. Það eina sem getur valdið því, að þeir kippi að sér hendinni næst þegar á þarf að halda er að fjár- munir þeir, sem reiddir eru af hendi af almenningi í slíkum tilfellum, séu ekki nýttir á þann hátt sem al- menningi skildist að ætti að nýta þá til. Það sýnist ekki vera ástæða fyrir nefndina að leggja í sérstakan „við- lagasjóð“ af fé sem inn kemur í söfnunum í neyð- artilfellum, vegna þess að fólk veit, að hver einasti skattborgari í landinu greiðir viðiagasjóðsgjald um leið og aðrir skattar eru greiddir. Niðurstaða þessa máls er sú, að það á að greiða íbúum á Flateyri út þá fjármuni sem ennþá hefur ekki verið ráðstafað af söfnunarfénu, eins og gert var í Súðavík. Ef úthlutun- amefndin verður ekki við þessum tilmælum er það skýlaus krafa almennings, að hún birti opinberlega rök sín íyrir því að hún hagi vinnubrögðum sínum þannig. Ef hún gerir það ekki má búast við því, að almenningur verði ekki eins gjafmildur og hingað til, þegar og ef náttúru- hamfarir bresta á næst. Jón Ólafur Bjarnason, Hjallabraut 37, Hafnarf. Tapað/fundið Kvenúr týndist KVENÚR, merkt Guðrún Sæm, týndist sl. þriðjudag, annaðhvort í Mjódd eða í Lönguhlíð. Skilvís finnandi hafi samband í síma 588 7670. SKÁK Um.sjón Margeir Pétur.vson STAÐAN kom upp í þýsku deildakeppninni, Bundesligunni, sem nú stendur yfir. Þekktasti stórmeistari Þjóðverja, Ro- bert Hiibner (2.575), hafði hvítt og átti leik gegn Frakkanum Pelletier (2.525) sem var að leika 32. - Hd6-d2? 33. Rd5+! - exd5 34. Hc7+! - Kd6 35. Bxe8 - Hxe8 36. Kxd2 - dxe4 37. Hc8 og svartur gafst upp, þvi hann fær engar bætur fyrir skiptamuninn og stendur uppi með gjörtapað endatafl. HVITUR leikur og vinnur. FYRIRGEFÐU! Víkverji skrifar... 1* REGNBOGANUM þessa dag- ana er verið að sýna franska gamanmynd, Kvöldverðarleikinn, eða The Dinner Game eins og hún heitir á ensku í auglýsingu kvik- myndahússins. Myndin er ein af eft- irhreytunum frá kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík á dögunum, og Vík- verja finnst það hálfgerð synd að alltof fáir virðast vita af þessari perlu. f það minnsta vora aðeins sex áhorfendur í salnum kvöldið sem Víkverji sá myndina. Myndin segir frá uppagengi í París sem snæðir reglulega saman kvöldverð, og honum fylgir sú kvöð að þátttakendur verða til skiptis að bjóða með sér því mesta fyrirbæri eða bjána sem orðið hefur á vegi viðkomandi. Onnur söguhetjan, auglýsingamaður, fær ábendingu um afar sérkennilegan starfsmann skattstofunnar sem hefur þá ástríðu að gera alls kyns líkön úr eldspýt- um. Auglýsingamaðurinn býður „bjánanum" sínum til kvöldverðar- ins en fyrst heim til sín í fordrykk til að fá aðeins forskot á kynnin. Þá tekst hins vegar ekki betur til en svo að auglýsingamaðurinn fær slíkt þursabit að hann kemst hvergi til kvöldverðarins og situr uppi með gest sinn. Úr þessu öllu verður einn alls- herjar „feydeau“-skur farsi eins og Frökkum einum er lagið. Það er að minnsta kosti langt síðan Víkverji hefur gengið út af gamanmynd með tárin í augunum, og hlegið alla leið út í bílinn sinn. XXX FYRSTA tölublað síðasta árs (!) af Tannlæknablaðinu barst ný- lega inn á borð skrifara. f ritinu er víða komið við og fjallað á faglegan hátt um margvísleg viðfangsefni tannlækna. í inngangi fjallar rit- stjórinn í nokkram orðum um hlut- verk blaðs eins og Tannlæknablaðs- ins, minnist á dræmt framboð efnis, seinagang og sofandahátt, og spyr hvort slíkt blað sé tímaskekkja og hugsanlega best að leggja það nið- ur. Ritstjórinn svarar spurningunni sjálfur og telur að ritið eigi fullt er- indi og kemst að þeirri niðurstöðu að tannlæknablað á íslensku sé eitt það mikilvægasta sem íslenskir tannlæknar eiga. Síðan segir í greininni: „Mest af þekkingu okkar á tannlæknisfraeð- um sækjum við íslenskumælandi ís- lendingar til útlanda, í útlenskar bækur, í útlenska fyrirlesara, í út- lenskar fræðigreinar, í útlenska skóla þar sem kennt er á útlensku af útlenskum mönnum. Innstreymið er því á útlensku, inn í huga sem eiga íslensku sem sitt móðurmál og hugsa á því máli. Þar inni er unnið úr upplýsingun- um, þeim raðað í sínar hillur og skúffur, öllu er komið fyrir á að- gengilegum stöðum til að nota síðar. Þessa upplýsingabúta tengir hugur- inn síðan saman á skynsamlegan hátt og vinnur úr hugsun byggða á þekkingu. Besti prófsteinninn á hvort þetta ferli hefur tekist er hvort viðkomandi getur komið orð- um að hugsunum sínum á því tungumáli sem honum er tamast sem hjá okkur er væntanlega ís- lenskan. Ef það er ekki hægt er freistandi að álykta að skilningur- inn á viðfangsefninu sé í raun lítill. Það er nefnilega enginn vandi að raða saman nokkram erlendum frösum sem hirtir hafa verið upp tvist og bast í fræðunum og kalla samsetninginn lærdómstal. Þetta er þó iðkað talsvert. Islenskur maður sem getur út- skýrt mál sitt fyrir íslenskum mönnum á íslensku getur einn talist hafa raunveralegan skilning á því sem hann er að segja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.