Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNB L AÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 11 FRÉTTIR • • Onnur umræða á Alþingi um frumvarp um breytta kjördæmaskipan Útflutningnr hrossa árin 1946-98 Margir landsbyggðar- þingmenn enn ósáttir ONNUR umræða fór fram á Alþingi í gær um frumvarp til stjórnarskip- unarlaga um breytingu á stjórnar- skrá lýðveldisins Islands, en það kveður á um breytingu á núverandi kjördæmaskipan landsins, með það m.a. að markmiði að draga úr misvægi atkvæða. Stjómarskrár- nefnd hefur lagt fram nokkrar breytingartillögur á frumvarpinu á milli fyrstu og annarrar umræðu, eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu, en sú fyrsta er að fjöldi kjördæma í landinu verði fæst sex en flest sjö. „Felst breytingin í því að unnt verður samkvæmt þessu að breyta fjölda kjördæma innan þessara marka með lögum. Er sú breyting lögð til í samræmi við það markmið frumvarpsins að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um kjör- dæmaskipan og kosningafyrirkomu- lag sveigjanlegri," segir í nefndará- liti stjórnarskrárnefndar, en fram- sögumaður hennar er Yalgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki. Þá leggur nefndin til að kosið verði eftir ALÞINGI nýrri tilhögun óbreyttri við næstu kosningar eftir að stjórnarskipunar- lögin öðlast gildi, en þær geta í síð- asta lagi orðið árið 2003. Frumvarpið er, eins og kunnugt er, byggt á tillögum nefndar sem for- sætisráðherra skipaði 8. september árið 1997 til að endurskoða kjör- dæmaskipan og tilhögun til kosninga til Alþingis. Sú nefnd leggur það m.a. til að í stjórnarskrá verði sett sú regla að þau samtök ein, sem hlotið hafa meira en fimm af hundraði at- kvæða á landsvísu, geti fengið út- hlutað jöfnunarsæti jafnvel þótt þau hafi ekki fengið þingsæti í kjördæmi. Og þá leggur nefndin til að í stjórn- arskrá verði fest sú regla að ef misvægi á milli atkvæða kjósenda að baki hverju þingsæti í einstökum kjördæmum fer fram úr 1:2 að lokn- um alþingiskosningum skuli lands- kjörstjórn færa þingsæti á milli þeirra kjördæma þar sem munurinn er mestur til að draga úr misvæginu. Breytingartillögur til bóta Mest bar á andstöðu landsbyggð- arþingmanna, bæði stjórnarþing- manna og stjórnarandstæðinga, við frumvarpið í umræðunum á Alþingi í gær eins og í fyrstu umræðu. Margir töldu þó að breytingartillögur stjórnarskrámefndarinnar, um m.a. þann sveigjanleika að kjördæmi geti verið fæst sex en flest sjö, til bóta. Sem fyrr voru helstu gagnrýnisatriði landsbyggðarþingmannanna þau að stærð landsbyggðarkjördæmanna yrðu samkvæmt tillögum frumvarps- ins of stór, að þeirra mati, og að erfitt yrði því fyrir þingmenn að sinna kjósendum sínum sem skyldi. Nefndu nokkrir þingmenn í þessu sambandi Norðausturkjördæmi svo- kallað, sem samanstanda á af Norð- urlandi eystra, Austurlandi og Siglu- firði. Hjörleifur Guttormsson, þing- flokki óháðra, benti til að mynda á að það kjördæmi yrði landfræðilega tæplega helmingur íslands. Þá var skipting sveitarfélagsins Reykjavík- ur í tvö kjördæmi gagnrýnd sem og sú tillaga að flokkur fengi ekki jöfn- unarsæti ef hann fengi minna en fimm prósent atkvæða á landsvísu. I umræðunum í gær kom þó fram að meirihluti Alþingis myndi styðja frumvarpið í gegnum þingið, þótt ljóst væri að ekki gætu allir verið um það sáttir. Frumvarpið væri ákveðin málamiðlun ýmissa sjónarmiða um hvemig breyta mætti núverandi kjördæmaskipan til betri vegar. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði gert að lögum á síðasta degi yfir- standandi þings sem væntanlega verður um miðjan mars nk. Fluttu út 38 þúsund hross SAMTALS hafa 38.007 hross verið seld til útlanda á ámnum 1946 til 1998, samkvæmt heimildum Félags hrossabænda. Flest þessara hrossa hafa verið seld til Þýskalands á eða samtals 16.105 hross. Þá hafa næst- flest verið seld til Svíþjóðar eða alls 7.159 en þar á eftir kemur útflutn- ingur til Danmerkur með samtals 4.313 hross. Á síðasta áratug var út- flutningur hrossa til Þýskalands mestur árið 1994, rúmlega þrettán hundruð hross. Á sama tímabili var útflutningur hrossa til Svíþjóðar mestur árið 1997, 690 hross, og út- flutningur til Danmerkur var mestur árið 1995, 401 hross. Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari landbúnaðarráðherra, Guðmundar Bjamasonar, við fyrir- spum Gísla S. Einarssonar, þing- manns jafnaðarmanna. Þar kemur fram að markaðssetning íslenska hestsins til Evrópu hafi hafist upp úr 1950, m.a. fyrir forgöngu Gunnars Bjamasonar. I upphafi hafi Sam- band íslenskra samvinnufélaga og Búnaðarfélag Islands unnið að þessu en hin síðari ár fyrst og fremst verið einstaklingar. Morgunblaðið/Jón Pétur Kringlan stækkar Björn Bjarnason menntamálaráðherra Leggur fram frumvörp um háskóla Hjörleifur Guttormsson Spurt um gagna- grunn HJÖRLEIFUR Guttormsson, þing- flokki óháðra, hefur lagt fram á Al- þingi fimm fyrirspurnir til heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, Ingi- bjargar Pálmadóttur, er varða fram- kvæmd laga um gagnagrunn á heil- brigðissviði. Hver fyrirspum er í nokkrum liðum og spyr Hjörleifur m.a. að því hvenær verði auglýst eft- ir umsækjendum um rekstrarleyfi gagnagrunns á heilbrigðissviði. Þá spyr hann hvernig staðið verði að kynningu réttar til að hafna þátttöku í gagnagrunni á heilbrigðissviði gagnvart Islendingum sem búsettir era erlendis, þannig að þeir séu sér meðvitandi um réttindi sín og hvern- ig verði tryggt að upplýsingar um þá sem hafna því að upplýsingar um þá verði fluttar í gagnagrunn á heil- brigðissviði verði samt sem áður ekki skráðar og hver beri ábyrgð á því að slíkt gerist ekki. Hjörleifur spyr einnig hvort eyðu- blað til úrsagnar úr gagnagranni á heilbrigðissviði verði sent á hvert heimili í landinu eða á annan hátt til allra landsmanna og hverjir hafi ver- ið skipaðir í nefnd um gerð og starf- rækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði, svo einhverjar af fyrirspurnum Hjörleifs séu nefndar. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ráðherra ætlað að gefa skriflegt svar eigi síðar en tíu virkum dögum eftir að fyrirspurninni hefur verið dreift á Alþingi. FRAMKVÆMDUM við stækkun Kringlunnar miðar vel. Nú er unnið að því að grafa grunn ný- byggingarinnar og er það verk tafsamt vegna þess hve mikið þarf að sprengja. Verið er að reisa byggingarkrana við grunn nýbyggingarinnar. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi fram- varp til laga um Háskóla íslands annars vegar og framvarp til laga um Háskólann á Akureyri hins vegar. Þá hefur hann lagt fram framvarp til laga um breytingu á nýsettum lögum um Kennaraháskóla Islands. Með tveimur fyrstnefndu framvörpunum er verið að samræma lög um Háskóla Islands og lög um Háskólann á Akur- eyri lögum um háskóla nr.136/1997, en þau lög kveða á um að sérlög, sem nú gildi um einstakar háskólastofn- anir, verði endurskoðuð. Síðast- nefnda framvarpið, um Kennarahá- skóla Islands, er hins vegar lagt fram í Ijósi niðurstöðu endurskoðunar á lögum um Háskóla íslands og flutt í þeim tilgangi að tryggja jafnræði sambærilegra háskólastofnana á veg- um ríldsins. I því er m.a. lögð til sú breyting að Kennaraháskóla Islands verði heimilt að veita doktorsnafnbót og að honum verði heimilt að taka gjald fyrir þjónustu sem telst utan þeirrar lögmæltu þjónustu sem há- skólanum er skylt að veita. í framvarpinu um Háskóla ís- lands era m.a. lagðar til nokkrar rót- tækar breytingar á æðstu stjórn há- skólans, en í athugasemdum kemur fram að frumvarpið hafi verið samið í samvinnu menntamálaráðherra og háskólarektors. Lagt er til að æðsta stjórn háskólans sé falin háskólaráði, háskólarektor og deildarfundum og deildarforsetum. Jafnframt er lagt til að í tengslum við stjórn háskólans starfi háskólafundur, en hann er samkvæmt frumvarpinu samráðs- vettvangur háskóladeilda og há- skólastofnana. „Háskólafundur vinn- ur að þróun og eflingu Háskóla Is- lands og mótar og setur fram sam- eiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans. Háskólaráð getur leitað umsagnar háskólafundar um hvað- eina sem varðar starfsemi háskólans og deilda hans,“ segir m.a. í frum- varpinu um Háskóla íslands. Háskólaráð ákvarði deildarskipan I frumvarpinu um Háskólann á Akureyri er m.a. lögð til sú ný- breytni að háskólai-áð taki ákvörðun um deildaskipan skólans og aðrar stjórnunareiningar, en það er breyt- ing frá ákvæðum núgildandi laga þar sem deildaskipan er lögbundin. Hins vegar er þessi tillaga í samræmi við lög um háskóla sem m.a. er ætlað að tryggja aukið sjálfstæði háskólanna. Stjórnvöld styðji matreiðslumenn FRAMSÓKNARMENNIRNIR ís- ólfur Gylfi Pálmason og Hjálmar Árnason hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um stuðning við íslenska matreiðslumenn. I tillögunni segir: „Alþingi ályktar að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að skipa starfshóp er fái það hlut- verk að gera tillögur um hvernig stjórnvöld geti stutt íslenska mat- reiðslumenn í þeirri viðleitni að auka útflutning á þekkingu þeirra og mat- argerðarlist en auka um leið útflutn- ing á íslenskum landbúnaðarafm’ð- um, kjöti, gi-ænmeti og mjólkuraf- urðum, einnig fiski og fiskafurðum og fullunnum matvælum.“ Þá segir að verkefni starfshópsins verði m.a. að leggja mat á þann ár- angur sem íslenskir matreiðslumenn hafa þegar náð á erlendri gi’und og hvemig sá árangur hefm- náðst og hvort stjórnvöld geti stuðlað að frek- ari árangri á þessu sviði og þá hvern- ig. Ennfremur skuli starfshópurinn gera tillögur um hvernig auka megi útflutning íslensks hráefnis og full- unninna matvæla. Jafnaðarmenn leggja fram frumvarp um lágmarkslaun Verði 88 þúsund kr. LAGT hefur verið fram á Alþingi framvarp til laga um að heildarlaun á mánuði fyrir 18 ára og eldri verði ekki undir 88 þúsund krónum fyrir fulla dagvinnu. Fyrsti flutningsmað- ur frumvarpsins er Gísli S. Einars- son, þingmaður jafnaðai-manna, en meðflutningsmenn eru Jóhanna Sig- urðardóttir og Guðmundur Ami Stefánsson, sem líka eru þingmenn jafnaðarmanna. Gísli lagði einnig fram frumvarp til laga um lágmarkslaun á síðasta þingi en það náði ekki fram að ganga. „Það er liðin tíð að hægt sé að ætlast til þess af íslendingum að þeir vinni allt að 30% lengri vinnudag en starfsfé- lagar þeirra erlendis til þess eins að ná sambærilegum launum. Það mun ekki auka framleiðni íslenskra fyrir- tækja ef þau eiga í auknum mæli að byggja á ódýra vinnuafli. Við verðum að snúa af þessari braut því annars verður Island áfram láglaunaland," segir í greinargerð framvarpsins. Þar segir einnig að frumvarp þetta sé liður í þeirri stefnumörkun jafnaðarmanna að skapa hér mann- sæmandi umhverfi fyrir launafólk og stuðla jafnframt að heilbrigðu og þróttmiklu efnahagslífi. „Ef þessi leið er ekki farin og taxtalaunin látin eiga sig eina ferðina enn í næstu kjarasamningum mun sífellt stærri hópur launamanna sitja eftir með lágmarkstaxta og eiga sér ekki við- reisnar von. Við megum ekki láta mál þróast á þann veg,“ segir að síð- ustu í greinargerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.