Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 40
*40 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR ÁRNADÓTTIR + Valgerður Árnadóttir fæddist á Vopna- firði 8. desember 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 4. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar Valgerðar voru: Árni Jónsson, rit- stjóri og alþingis- maður frá Múla, f. 24.8. 1891, d. 2.4. 1947 og kona hans, Ragnheiður Jónas- dóttir, húsfreyja frá Brennu í Reykjavík, f. 16.11. 1892, d. 27.11. 1956. Þau áttu fimm börn og var Val- gerður þeirra elst. Systkini Val- gerðar eru: Jón Múli, fv. út- varpsþulur, f. 31.3. 1921, Jónas, rithöfundur og alþingismaður, f. 28.5. 1923, d. 5.4. 1998, tvíbura- systurnar Guðríður, húsfreyja í Reykjavík, f. 26.5. 1925, d. 21.10. 1988 og Ragnheiður Nicholas, húsfreyja í Bandaríkj- unum, f. 26.5. 1925. Hinn 22. nóvember 1941 giftist Valgerð- ur Óla Hermannssyni, lögfræð- ingi, f. 18. september 1914 á Bakka á Tjörnesi. Þau skildu ár- ið 1952. Óli lést 7. júní 1997. Foreldrar hans voru: Hermann Stefánsson, bóndi á Bakka, f. 24.7. 1887, d. 27.10. 1957 og kona hans Fríðný Óladóttir, f. 5.1. 1887, d. 1.2. 1964. Valgerð- ur og Óli eignuðust 7 börn, þau eru: 1) Árni Ólason, málmiðnað- armaður í Reykjavík, f. 10.3. 1942. Áður kvæntur Lenu Há- konardóttur, forstöðumanni, f. 30. 10. 1946. Þeirra dóttir er Valgerður Árnadóttir, verslun- armaður, f. 3.7. 1979, unnusti hennar er Jó- hann E. Sveinbjörns- son verslunarm., f. 31.5. 1980. Stjúpdótt- ir Árna og dóttir Lenu af fyrra hjóna- bandi er Þórunn Brandsdóttir, f. 27.3. 1968. 2) Margrét Val- gerðardóttir, sjúkra- liði í Reykjavík, f. 11.5. 1943, gift Leifi Á. Aðalsteinssyni, framkvæindastjóra, f. 30.11.1943. Börn þeirra eru: Helgi Leifsson, f. 18.10. 1963, verkfræðingur. Kona hans er Hafdís Þórisdóttir, sjúkraliði, f. 13.9. 1966 og eiga þau tvær dætur, Örnu og Sylvíu. Áðalsteinn Leifsson, stjórnmála- fræðingur, f. 17.6. 1967. Kona hans er Ágústa Þ. Jónsdóttir, líf- fræðingur, f. 25.6. 1970. Dóttir Aðalsteins er Helena Aðalsteins- dóttir. Jóhanna Ursula Leifsdótt- ir, starfsmaður í leikskóla, f. 26.1. 1975. 3) Ragnheiður Helga Óla- dóttir, verkakona í Reykjavík, f. 6. 11. 1944. Áður gift Bjarna B. Péturssyni, bifvélavirkja, f. 3. 3. 1942. Þeirra börn eru: Bjarni Bjarnason, rithöfundur, f. 9.11. 1965 og Valgerður Bjarnadóttir, nemi í Svíþjóð, f. 19.2. 1967. Sambýlismaður Ragnheiðar er Elías R. Sveinsson, trésmiður, f. 10.1. 1952. 4) Hermann Ólason, nemi í Svíþjóð, f. 30.1. 1946. Son- ur hans er Davíð Hermannsson, f. 25.4. 1974. 5) Bijánn Árni Ólason, Elskuleg tengdamóðir mín, Val- gerður Ámadóttir, er látin eftir langt sjúkdómsstríð. Kynni okkar hófust fyrir tæpum aldarfjórðungi þegar ég var að byrja að eltast við yngstu dóttur hennar, Guðrúnu. Fyrstu kynni okkar eru mér ógleymanleg, því hún virkaði á mig svo ótrúlega stór og sterk og virðu- leg. Ég fékk að heyra það að á þessu heimili væra tengdasynir ekki sér- lega eftirsóknarverðir, enda ættu dætur aldrei að giftast, en hins veg- ar væra tengdadætur mjög æskileg- Utfararstofa íslands sér um: Útfararstjórí tekur að sér umsjón útfarar 1 samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkkiæðum. - Undirbúa lík hins iátna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstaö i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eöa annað listafólk. - Kistuskreyfingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Hutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu tll landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa (slands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavfk. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. ar í þessa fjölskyldu! Ég, feiminn strákurinn, varð hálf smeykur, og kom varla upp orði þrátt fyrir að Gunna væri búin að vara mig við að hún myndi ábyggilega taka mig ör- lítið í bakaríið svona upp á grín. En óttinn hvarf undur fljótt enda var hún okkur Leifi, svila mínum, sér- staklega kær tendamóðir og sýndi okkur báðum alveg einstaka alúð og hlýju alla tíð. Vala var ekki bara stór og sterk og virðuleg, heldur líka sér- staklega hlý og afar skemmtileg kona sem alltaf átti síðasta orðið, enda ríkulega gædd þessum ein- staka Brennuhúmor sem engan á sér líkan og ættmenn hennar flestir geta státað af. Hún laðaði að sér allskonar fólk, smáa sem háa, en eina manntegund átti hún þó bágt með að sætta sig við en það voru rol- ur og skoðanaleysingjar, og þurftu þeir þá ekkert endilega að vera sömu skoðunar og hún. Bara ef þeir höfðu skoðun, það var nóg. Sjálf var hún eldheitur sósíalisti, verkalýðs- sinni og herstöðvarandstæðingur alla sína tíð. Hún var ekki bara mamma okkar allra, félagi og vinur bamanna sinna og tengdabama, heldur ekki síður félögum og vinum bama sinna og mörgu öðra sam- ferðafólki sem hún kynntist á lífs- leiðinni. Með sinni óbilandi bjartsýni og dugnað að vopni kom hún upp krökkunum sínum sjö ein og óstudd og byggði yfir þau húsið sitt í Ás- garðinum þar sem hún bjó í tæp 40 ár. Þrælaði oft í mörgum störfum í einu til að sjá sér og sínum farborða og kvartaði aldrei eða lét bilbug á sér finna, enda eymd og volæði ekki til í hennar orðabók. En þrældómur- inn tók líka sinn toll þvi um miðjan aldur missti hún starfsgetuna vegna heilsubrests, en hvorki trúna á lífið eða tilveruna. Tók þá við hlutverki þarfásta þjónsins, ömmunnar, því hún passaði öll bamabörn sín í lengri eða skemmri tíma. Kenndi sjómaður í yestmannaeyjum, f. 13.6. 1947. Áður kvæntur Dag- mar Gunnarsdóttur, f. 24.6. 1957 og eru synir þeirra: Jón Hjörtur Bijánsson, f. 1.10. 1981 og Gunnar Óli Brjánsson, f. 7.5. 1991. Sambýliskona Bijáns er Jóhanna Finnbogadóttir, _ f. 12.12. 1948. 6) Guðrún Kr. Óla- dóttir, varaform. Sóknar í Reykjavík, f. 28.10. 1950, gift Birni V. Gunnarssyni, iðnverka- manni, f. 30.12. 1949. Dóttir þeirra er Margrét Helga Björns- dóttir, skrifstofumaður, f. 28.5. 1974. Sambýlismaður Margrét- ar Helgu er Ingimar Kr. Jóns- son, sjómaður, f. 29. 3. 1970 og er þeirra sonur Dagur Logi. 7) Hrólfur Ólason, prentari í Reykjavík, f. 25. 11. 1952. Áður kvæntur Hjördísi R. Jónsdóttur, blómaskreytingameistara, f. 22.6. 1954, Þeirra börn eru Mel- korka Hrólfsdóttir, nemi, f. 18.4. 1978 og Hrafn Árni Hrólfsson, nemi, f. 8.7. 1981. Unnusti Mel- korku er Einar Garðarsson, raf- virki, f. 13.4. 1975. Stjúpsonur Hrólfs og sonur Hjördísar er Ragnar Blöndal, f. 4.2. 1972. Valgerður fluttist fimm ára gömul með foreldrum sínum frá Vopnafirði til Reykjavíkur og þaðan til Seyðisfjarðar þar sem fjölskyklan bjó um nokkurra ára skeið uns hún fluttist til Reykjavíkur aftur á unglingsár- um Valgerðar og bjó hún í Reykjavík upp frá því. Lengst bjó Valgerður að Ásgarði 29 eða í tæp 40 ár. Jafnframt hús- móðurstörfum vann Valgerður alla tíð við ýmis verslunar- og verkamannastörf en varð að hætta störfum vegna heilsu- brests um miðjan aldur. Valgerður verður til grafar bor- in frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þeim margt og mikið í leik og fræð- um sem og því að beita tusku og sóp á réttan hátt. Það var auðvelt að gleðja hana Völu, því hún hafði gam- an af að ferðast, spila og dansa, eins og ég. Var alltaf tilbúin í ferðir hvenær sem maður hringdi og litla brúna ferðataskan beið alltaf tilbúin inni í skáp með farangi-i til nokkurra nátta. Ég minnist með þakklæti allra ferðanna sem hún fór í með okkur vítt og breitt um landið, til staða þar sem hún þekkti hvern bæ og fjall og sögur af ábúendum fyrr og síðar, jafnvel þótt hún hefði aldrei komið þar áður og miðlaði hún okkur samferðafólki sínu af þekkingu sinni. Aðfangadagskvöld- anna hjá okkur á Framnesveginum og jólaferðanna mörgu í sumarbú- staði. Þá var dansað og spilað á spil, hlegið og skemmt sér og ungviðinu kennd sporin í gömlu dönsunum. Ég á eftir að sakna hennar Völu sárt eins og við öll sem stóðum henni næst, en ég er viss um að þegar við hittumst hinum megin heilsar hún mér eins og hún var vön að gera: „Ert þetta þú, Bjössi minn? En gaman að sjá þig. Elsku fáum okkur nú kaffi og sígarettu." Þangað til, kæra Vala mín, hvíl í friði. Björn V. Gunnarsson. í dag verður borin til grafar frá Fossvogskirkju tengdamóðir mín, sómakonan Valgerður Árnadóttir. Mér er enn í fersku minni okkar fyrstu kynni. Ég var þá 19 ára og kom til að eiga stefnumót við elstu dóttur Valgerðar, Margréti. Ég barði að dyrum að Ásgarði 29, þar sem Valgerður bjó með bömin sín sjö. Valgerður kom sjálf til dyra, svipti upp hurðinni og spurði hvasst: Hver ert þú? Þessi bröttu kynni komu nokkuð flatt upp á mig. Ég stundi upp nafni og erindi og fannst hún heldur treg til að hleypa mér inn. „Það ert þá þú sem ert alltaf í símanum og ekki stundlegur friður fyrir þér!“ Valgerður gat virst hvöss því hún fór ekki í kringum hlutina og óvægin vegna þess að hún var alltaf hreinskilin. Fljótt kynntist ég mannkostum hennar, hugrekki og gamansemi. Fólk laðaðist að henni, bæði börn og fullorðnir, því hún var skemmtileg, sjálfsörugg og áreiðan- leg. Valgerður var einstaklega skemmtileg manneskja og vel að sér í bókmenntum, heimsmálum og ætt- fræði. Hún sagði vel frá og var öll- um stundum góður félagsskapur. Umburðarlyndið var mikið en hún þoldi illa óákveðni og rolugang. Hún vai’ traustur og áreiðanlegur vinur. Valgerður var hörkudugleg. Hún sá fyrh' börnunum sínum með verkamannavinnu í Reykjavík, stóð oftar en einu sinni alla vertíðina í Sænska frystihúsinu frá morgni til kvölds. Með miklum dugnaði og bjaiTsyni tókst henni að kaupa sér hús og koma upp fallegu heimili. Valgerður veiktist um miðjan aldur. Veikindin komu ekki í veg fyrir að hún gæti verið með fjölskyldu sinni og ferðast um landið. Allra síðustu ár ágerðust veikindin sem drógu hana til dauða 3. febrúar síðastliðin. Ég er þakklátur fyrir vináttu Val- gerðar og íyrir að hafa átt tækifæri til að vera hjá henni síðustu stund- ina hennar í þessu lífi. Ég þakka allt það sem Valgerður hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína öll þau 37 ár sem era liðin frá því ég bai'ði fyrst að dyram í Ásgarðinum. Þeim fjöl- mörgu sem báru hlýhug til Valgerð- ar sendi ég samúðarkveðjur. Leifur Aðalsteinsson. Elsku amma Vala, nú ertu farin. Ég mun ávallt minnast þín eins og þú varst þegar ég bjó hjá þér þessa tvo vetur sem unglipgur. Ég var í Réttó og þú bjóst í Ásgarðinum svo ekki var langt fyrir mig að fara í skólann, og það var ekki heldur langt fyrh' mig að koma til þín í hverjum einustu frímínútum þótt þær væra ekki nema tíu mínútur að lengd, þá mátti ég samt til með að fara heim til þín í spjall. Ég minnist þess líka hvað við áttum góðar stundir í spilamennskunni, þú, ég og hún Jóhanna frænka. Þú kenndh' okkur að spila Olsen-Olsen þegar við vorum agnarlitlai'. Seinna kom- um við oft til þín saman og það var sama hvað við spiluðum, þú þóttist ekki kunna spilið, en vannst okkur alltaf. Einnig man ég eftir því að þegar ég eða hún Jóhanna frænka áttum afmæli þá fengum við alltaf báðar afmælisgjafir og alltaf varð það að vera eins, þetta skildir þú manna best. Mér þótti svo vænt um hvað þú varst alltaf hrifin af honum Degi Loga, syni mínum, sem þú kallaðir óhikað Morgunroða. Þegar hann heimsótti þig bað hann þig alltaf um súkkulaðirúsínur sem hann vissi að þú áttir alltaf til handa honum. Undir það síðasta fannst mér orðið ei-fitt að koma til þín, bara allt í einu varstu orðin gömul, þreytt og veik. Þakka þér fyiir allt elsku amma mín, þú varst vinur minn og verður alltaf. Ég gleymi aldrei öllum ánægjustundunum okkar saman. Nú kveð ég þig með söknuð í hjarta, elsku Vala amma mín. Guð geymi þig- Þín Margrét Helga. Heilræðavísur ömmu minnar, Valgerðar Ámadóttur, eru mér minnisstæðari en klassískur kveð- skapur Hallgríms Péturssonar, enda ekki síðri. Amma kenndi að ganga úr sæti fýrir eldra fólki í strætó þótt enginn annar gerði það, gefa með sér þótt ekki væri mikið til skiptana og skila alltaf fullkomnu verki þótt enginn sæi til eða kynni að meta það. Hún bar meiri virðingu fyrir góðum verkamanni en sæinilegum þjóðhöfðingja, hún mat gjafmildi fram yfir ríkidæmi og velvild yfir völd. Hógværð, heiðarleiki og stað- festa voru kostir sem hún kunni að meta. Tilgerð, væl og leti var henni lítt að skapi. Valgerður var pólitísk og lagðist alltaf á sveif með þeim sem minna máttu sín og þeim sem kröfðust réttlætis. Orð ömmu sátu eftir og það sem hún gerði entist lengi. I afmælisgjafir frá henni fékk ég orðabækur og rit um þjóðmál. Valgerður var vel að sér um margt og sagði skemmtilega frá. Hún var víðlesin, hafði lifað margt og ferðast víðar en flestir af hennar kynslóð. Af spjalli við hana vaknaði áhugi á sögu, bókmenntum og pólitík. Þar gilti að vera samkvæmur sjálfum sér og hugsjónum sínum, hvar sem maður stæði í flokki. Margt sem amma sagði situr greipt í hugann. „Það er til nóg af bömum í heimin- um, en það vantai' fleiri foreldi'a," sagði hún við mig fyrir skömmu. I heimi sem amma stjórnar þyrfti enginn að líða hungur eða þola óréttlæti. Aðalsteinn Leifsson. Nú er hún amma mín í Ásgarði orðin engill. Mikið er erfitt að vera án hennar. Amma mín hefur alltaf verið klettur í mínu lífi, að eiga svona ömmu eins og hana eru for- réttindi, fyrir utan að vera alltaf til staðar þá kenndi hún mér svo margt. Minningin um að sitja hjá henni og hlusta á rás 1 og sauma út er eitthvað sem ég mun ylja mér við alla ævi. Minningar hennar voru margar og misjafnar, margar voru erfiðar en þessar skemmtilegu stóðu upp úr og hún hafði alltaf tíma til að segja mér frá. Mér fannst alltaf gott að koma til hennar ömmu minnar þegai' ég var lítil og þegar ég var orðin stór. Það var alveg sama hvað ég sagði, hún dæmdi mig aldrei, það var frekar þannig að hún hafði eitt- hvað líkt að segja mér. Elsku amma mín, takk fyrir að vera amma mín, fyrir að elska mig eins og ég er. Þú verðir alltaf í hjarta mínu og perlan sem þú gafst mér verður alltaf hjá mér. Blessuð sé minning ömmu minn- ar. Jóhanna Úrsúla Leifsdóttir. Hún Vala var alltaf fastur punktm- í tilveranni. Hún var frambyggi í rað- húsunum eins og foreldrai' okkar. Bamahópurinn var stór eins og hjá flestum í hverfinu og hún var vinkona okkar. Frá bamsaldri heimsóttum við Völu, fýi'st til að sækja eitthvað eða skila fyrir mömmu, seinna til að tala við hana um það sem var að ger- ast í heiminum. Og hún hjálpaði til við að prjóna hæl eða tá á skólasokka og dró að landi við margt fleira. Vala og mamma fóru saman í húsmæðra- orlof og fyrii' heimavinnandi húsmóð- ur með fullt hús bama var vítamín- sprauta að eiga Völu fyrir vinkonu. Og þegar ljúffengar, hnoðuðu tert- umar hennar Völu birtust vora jólin öragglega að koma. Við uxum úr grasi og áfram heim- sóttum við Völu til að tala við hana um lífið og tilverana. Þá hellti hún upp á kaffi og sótti öskubakka og svo var sest inn í stofu og skrafað um pólitík, verkalýðsbaráttu og gamla tíma. Vala sagði okkur frá ævintýrum sem hún upplifði þegar hún var ung, frá hjólatúram ungra kvenna til Þingvalla og í Borgarnes. Ovenjulegt, jafnvel í dag, en svona var Vala alltaf, sjálfstæð og sterk. Hún var í Englandi ung stúlka þeg- ar seinni heimsstyrjöldin skall á. Þar hófust kynni fjölskyldu okkar og Völu en amma og afi voru búsett þar um tíma með sín böm. Við kveðjum góða vinkonu, um leið og við þökkum fyrir allt og allt. Ásdís, Margrét, Þórhildur og Guðrún. Elsku Vala mín. I minningum mínum varstu alltaf jákvæð, hress og skemmtileg. Nú 35 árum eftir að við kynntumst hugsa ég oft um það hvernig þér tókst það. Einstæð sjö barna móðir keypti fokhelt raðhús eftir að hafa mátt ganga frá Heródesi til Pílatus- ar til að eignast það. En það tókst og í Ásgarðinum var alltaf fullt af fólki, mikil glaðværð en aldrei frið- ur. Vala vann erfiðisvinnu, en hún kvartaði aldrei. Alltaf var samt tími til að setjast niður og hlusta á mig. Þú hafðir einstakt lag á að gera gott úr öllu. Styrkur þinn og vinátta jók sjálfstraust mitt. Aidrei baðstu um neitt, þú vildir ekkert. Mér fannst þú eiga allt, samt vissi ég að þú áttir fátt veraldlegra gæða. Minning þín er raér ei gleymd mína sál þú gladdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.