Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Áríðandi orðsending til þeirra sem eiga spariskírteini til inn- lausnar 10. febrúar: 7,12 % y Avöxtun eins og hún gerist best Peningamarkadsreikningur sparisjóðanna býður nú 7,12% ársávöxtun. PM-reikningur sameinar kosti sparireiknings og verðbréfa, öryggi, sveigjanleika og afburða ávöxtun. Binditími á PM-reikningi er aðeins 10 dagar PM-reikningurinn er hentugt innláns- form fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem leita að vaxtakjörum eins og þau gerast best á íslenskum f jármagnsmarkaði en vilja jafnframt geta gengið að fé sínu hvenær sem er, án nokkurrar fyrirhaf nar og án þess að þurfa ad greiða þjónustu- gjöld eða aðra þóknun. JSr :: %% SPARISJÓÐIMNN -fyrir þig og þina Hagnaður Skýrr 55,8 milljónir kr. „Náðum öllum meginmarkmiðum“ SKÝRR hf. - samstæðan, hagnaðist um 55,8 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fé- lagsins 32,2 milljónir króna á árinu 1997. Veltufé félagsins frá rekstri var 162,6 milljónir króna, sem er 37,7 m.kr. hækkun frá árinu áður og rekstrartekjur námu 1.103,5 m.kr. sem er 19,7% hækkun frá árinu áð- ur. Eigið fé félagins hinn 31. desem- ber 1998 nam 246,7 m.kr, eiginfjár- hlutfallið var 33% og arðsemi eigin- fjár á árinu 1998 var 29,3%. Fyrirtækið hefur fímmfaldast í verði Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir að útkoman sé í sam- ræmi við áætlanir og heldur betri ef eitthvað er. „Við gerðum ráð fyr- ir því að hagnaður félagsins yrði um 50 milljónir króna, og erum mjög sáttir við hagnaðinn eins og hann er. Við náðum settu markmiði með rekstrartekjur félagsins og veltu, og almennt náðum við öllum meginmarkmiðum sem við settum okkur í upphafi síðasta árs,“ sagði Hreinn. Frá því að ríki og borg seldu síð- asta eignarhluta sinn í fyrirtækinu í nóvember sl. hafa hlutabréf þess hækkað úr genginu 3,20 í 7,90, eins og það er í dag. Að sögn Jakobs hef- ur fyrirtækið fimmfaldast í verði frá því að Opin kerfi keyptu 51% hlut í því árið 1997. „Markaðsverðmætið var þá um 300 m.kr. en er nú um 1.580 m.kr og fyrirtækið hefur því rúmlega fímmfaldast í verði á um tveimur árum. Það sýnir hve fjár- festar hafa tekið félaginu vel og sýnt því mikinn áhuga.“ Hann sagði að í ár væri stefnt að því að ná 65 m.kr. hagnaði eftir skatta. „Við reiknum með að hagn- aður fyrir skatta muni aukast um 50% milli ára,“ sagði Hreinn. Hann sagði að á þessu ári væri íyrirtækið að vinna að mörgum verkefnum vegna ártalsins 2000, líkt og á síðasta ári, og mörg verk- efni biðu erlendis. Þar væru mörg sóknarfæri fyrir félagið. „Við erum að vinna að því að styrkja stöðu okkar til að geta veitt viðskiptavin- um okkar betri þjónustu í íramtíð- inni.“ Ár tölvufyrirtækjanna Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, sagði að afkoma fýrirtækisins væri viðun- SkUSThf úr ársuppgjöri 1998 ' Rekstrarreikningur Mmjónir króna 1998 1997 Breyiing Rekstrartekjur Rekstrargjöld 1.103,5 917,7 919,2 +20% 754,0 +22% Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármagnsgjöld 185,9 108,0 15,8 165,2 +13% 94,2 +15% 21,0 -25% Afkoma af reglul. starfsemi Óreglulegar tekjur/-gjöld Tekjuskattsskuldbinding 62,1 0 6,3 50,0 +24% -16,8 0 Hagnaður ársins 55,8 33,2 +68% Efnahagsreikningur 31. des.: 1998 1997 Breyting | Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 251,9 245,5 +3% Fastafjármunir 492,3 384,0 +28% Eignir samtals 744,2 629,5 +18% | Skuidir og eigið fé: | Skammtímaskuldir 210,8 139,4 +51% Langtímaskuldir 286,6 301.5 188.6 -5% +31% Eigið fé 246,7 Skuldir og eigið fé samtals 744,2 629,5 +18% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Eiginfjárhtutfall 33% 30% Veltufjárhlutfall 1,23 1,76 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 162,6 124,9 +30% andi. „Það sem mun skipta mestu máli er hvað þeir gera á þessu ári. Þetta ár verður ár tölvufyrirtækj- anna hvað verkefni varðar og mark- aðurinn gerir ráð fyiir hækkunum á verði þessara fyrirtækja á árinu,“ sagði Albert. Albert segir það Ijóst að Skýrr sé einnig það tölvufyrirtæki sem hefur möguleika á að tengjast fyrirtækj- um í líftækni með óbeinum hætti sem gæti gert fyrirtækið enn meira spennandi fyrir fjárfesta. Hann sagði að áætlun félagsins um 65 m.kr. hagnað á þessu ári væri hófleg, hagnaður gæti orðið meiri. „Það sem er skemmtilegast við þennan geira er að landslagið í honum er að breytast. Það verður gaman að sjá hvernig samstarfi Opinna kerfa, Skýrr og Tæknivals verður háttað t.d. en Opin kerfi eiga stóra hluti í báðum síðar- nefndu félögunum. Það má eigin- lega segja að Opin kerfi og þessi félög sáu eins og „Eimskip" upp- lýsingatæknimarkaðsins og í þeirri samlíkingu væri Nýherji helsti samkeppnisaðilinn innanlands," sagði Albert Jónsson. Fjármálaeftirlitið kynnir lífeyrissjóðum starfsemi sína Fylgst með fjár- festingarstefn u A HADEGISFUNDI í gær, þar sem Fjármálaeftirlitið kynnti full- trúum lífeyrissjóða starfsemi sína og eftirlit Fjármálaeftirlitsins með lífeyrissjóðunum, kom meðal annars fram að fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að móta innra eftirlit inn- an lífeyrissjóðanna og að fjármála- eftirlitið mun fylgjast með fjárfest- ingarstefnu sjóðanna. Með nýjum lögum um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða falla lífeyrissjóðir að fullu undir reglulegt eftirlit Fjár- málaeftirlitsins eins og aðrar fjár- málastofnanir í landinu. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, sagði að eftirlit með líf- eyrissjóðum væri nú víðtækara en áður, samfara skýrari reglum um starfsemi lífeyrissjóðanna. „Fjármálaeftirlitið stundar eftir- lit á grundvelli reglubundinnar gagnaöflunar, við skoðum einstaka lífeyrissjóði og gerum úttekt á starfseminni eftir efnum og ástæð- um,“ sagði Páll. A fundinum komu einnig fram sjónarmið lífeyrissjóðanna og sögðu fulltrúar frá þeim að mikilvægt væri að fjármálaeftirlitið gætti aðhalds í aðgerðum sínum og í sínum fjár- hagslega rekstri, enda sé eftirlitið kostað af eftirlitsskyldum aðilum. íslandsbanki um vexti á íbúðalánum Breyta ekki lána- kjörum ENGIN sérstök viðbrögð munu verða af hálfu íslandsbanka vegna nýrra íbúðaveðlána sem Landsbanki íslands hefur til- kynnt að séu á næsta leyti. Þetta kemur fram hjá Jóni Þórissyni , framkvæmdastjóra útibúasviðs hjá Islandsbanka. „íslandsbanki á síður von á að hin nýju lán Landsbanka Is- lands muni hafa áhrif á vexti og veðhlutfóll nýrra íbúðaveðlána sem íslandsbanki hóf að bjóða fyrir hálfum mánuði, enda er um ólík lánsform að ræða,“ sagði Jón. Ibúðaveðlán Islandsbanka, Húslán, bera breytilega 6,2?L-7,7% vexti eftir veðhlut- falli og er hámarksveðhlutfall 70% þegar um íyrstu íbúð er að ræða. Hin nýju íbúðaveðlán Landsbankans hinsvegar, sem nefnast Heimilislán, verða fjár- mögnuð með svonefndri verð- bréfun. Munu vextir verða 5,5%h-5,65%, og verða hámarks- veðhlutföll 75% i veðdeildarlán- um með söfnunarlíftryggingu við íyrstu kaup á íbúð. Hugsanleg verðbréfun Aðspurður sagði Jón að allt væri til skoðunar varðandi það hvort Islandsbanki hygðist fara þá leið að bjóða íbúðaveðlán sem fjármögnuð væru með verðbréfun. „Okkar þjónusta er í stöðugri endurskoðun, við fylgjumst með og mætum þeim aðstæðum sem upp kunna að koma hverju sinni, en getum ekki tjáð okkur að fullu þar sem Landsbankinn hefur enn ekki kynnt þetta formlega", sagði Jón Þórisson hjá íslandsbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.