Morgunblaðið - 12.02.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 12.02.1999, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ölfushreppur og Reykjavíkurborg hefja samstarf um atvinnu- og orkumál Mögulegt að reisa 150 manna pappírsverksmiðju Morgunblaðið/Árni Sæberg SKRIFAÐ undir viljayfirlýsingu um samstarf Reykjavíkur og Olfus- hrepps. Frá vinstri: Alfreð Þorsteinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, Sesselja Jónsdóttir og Hjörieifur Brynjólfsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Alftin er klók KRISTINN Olsen, einn af stofn- endum Loftleiða, er 81 árs gamall og því hættur að fljúga en þrátt fyrir það er enn ýmislegt sem tengir hann við háloftin. Hann hefur nefnilega eignast góðan vin, sem er álft. „Hún kemur af sjónum á morgnana og bíður eftir að ég hendi til sín brauði," sagði Krist- inn. Kristinn sagði þetta hafa byijað fyrir um tveimur árum, en þá komu nokkrar álftir í fjöruna fyrir neðan húsið hjá honum og þáðu af honum brauð. Ein álftin kunni það vel að meta gestrisni Kristins að hún hefur æ síðan van- ið komur sínar í Arnarnesfjöruna, fyrir neðan húsið hjá honum. Kristinn sagði hana meira að segja vera stundvísa því hún kæmi venjulega klukkan 10 á morgnana. Kristinn sagði að álftin væri greinilega mjög klók. „Um daginn voru tvær aðrar álftir hérna niðri í fjörunni með henni en þá kom hún ekki upp úr sjónum, en um leið og þær voru famar, kom hún strax upp,“ sagði Kristinn. OLFUSHREPPUR hefur fallið frá forkaupsrétti sínum á hluta í sjö jörðum í hreppnum sem Reykjavík- urborg keypti á liðnu hausti vegna nýtingar á jarðhita. I framhaldi af því skrifuðu sveitarfélögin undir viljayfirlýsingu um samstarf í jarð- hita- og orkumálum, hafnamálum og umhverfismálum. Verður m.a. kannað hvort reisa megi pappírs- verksmiðju í hreppnum, en Jarð- gufufélagið hefur haft það til athug- unar, en slík verksmiðja gæti veitt um 150 manns atvinnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi undirrituðu samning- inn fyrir hönd borgarinnar og Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfushrepps, og Hjörleifur Brynj- ólfsson oddviti fyrir hönd hrepps- ins. Hefur hreppsnefndin þegar samþykkt hana en af hálfu Reykja- víkurborgar er hún undimtuð með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Borgarstjóri sagði þó samstöðu um málið óg voru fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarráði, Inga Jóna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, viðstödd. Sagði Inga Jóna nærveru þeirra undirstrika þá samstöðu. Raforkuverð og atvinna grund- völlur byggðaþróunar I bókun hreppsnefndar Ölfus- hrepps í gær segir að grundvöllur öflugrar byggðaþróunar í hreppn- um felist meðal annars í lækkun raforkukostnaðar þar og að aukin umsvif og fyrirhuguð stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn verði að veruleika. „Hreppsnefnd Ölfus- hrepps telur að með undirritun viljayfirlýsingar um samstarf við Reykjavíkurborg skapist ný og stóraukin sóknarfæri fyrir sveitar- félagið og íbúa þess,“ segir m.a. í samþykktinni. Sesselja Jónsdóttir segir mun vænlegra fyrir hreppinn að ná sam- starfi við Reykjavíkurborg en nýta sér forkaupsrétt á umræddum jörð- um en þær kostuðu 377 milljónii- króna. Segir hún slíka fjárfestingu sveitarfélaginu ofviða og þvi sé fall- ið frá forkaupsrétti. I samtali við Morgunblaðið sagði hún að í fram- haldi af kaupum Reykjavíkurborgar á jörðunum í Ölfusi hefði verið ákveðið að kanna hvað borgin ætl- aðist fyrir með þær. Niðurstaðan hefði orðið þessi vilji til samstarfs sem hún vonar að leiði sem fyrst af sér ný skref í atvinnu- og byggða- málum hreppsins. Sveitarfélögin hyggjast kanna möguleika á nýtingu jarðgufu til að efla atvinnulíf í Ölfushreppi. Einn möguleikinn er að reisa pappírsverk- smiðju en Jarðgufufélagið hefur að undanfömu kannað möguleika á að reisa hana á Reykjanesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði hugsanlega allt eins hagkvæmt að byggja rekst- ur hennar á jai-ðhita frá Hellisheiði og því kæmi staðsetning í Þorláks- höfn til álita. Kvað borgarstjóri borgina myndu beita sér fyrir því að Ölfushreppui- fengi aðild að þeirri skoðun eftir því sem um semst við meðeiganda borgainnnar í Jarðgufu- félaginu. Skipaður verður starfshóp- ur um málið og á hann að ljúka störf- um eigi síðar en í árslok. Áfram í Sunnlenskri orku Sesselja lagði áherslu á að sam- starfið við Reykjavíkurborg í orku- málum breytti í engu þátttöku hreppsins í Sunnlenskri orku. Hún sagði ný atvinnutækifæri, t.d. papp- írsverksmiðju, álitlegan kost, ekki aðeins fyrir Þorlákshöfn heldur allt Suðurland enda mætti líta á það sem eitt atvinnusvæði. Þá munu sveitarfélögin kanna möguleika á samstarfi hafnanna og frekari uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn í tengslum við nýtingu jarðhita og atvinnutækifæri sem af því kunni að skapast. Þá verður kannað hvort sérhæfing og verka- skipting hafnanna geti verið báðum til hagsbóta. Fulltrúar beggja sveitarfélag- anna sögðu aukna samvinnu þeirra eðlilega, lönd þeiira lægju saman og líta mætti á höfuðborgarsvæðið ásamt hluta Vesturlands og Suður- lands sem eitt atvinnusvæði. Væri því ekki óeðlilegt að samstarf þeiiTa yrði aukið. Fulltrúamir sögðu að- spurðir að sameining hefði ekki komist á dagskrá, hægt væri að eiga ýmislegt samstarf án þess að sameinast. Samstarf sveitarfélaganna er einnig fyrirhugað í umhverfismál- um og borgin býður Ölfushreppi að- gang að margs konar sérfræðiþjón- ustu sinni. Guttormur vigtaður Morgunblaðið/RAX STARFSMENN Húsdýragarðsins í Laugardal vigtuðu í gær nautið Guttorm. Þrjú ár eru síðan Guttormur var síðast vigtaður, en starfsmenn garðsins leiða líkum að því að hann sé stærsta naut á landinu af íslensku kyni. Við vigtun fyrir þremur árum vó Guttormur 780 kg og hefur hann bætt töluverðu á sig, því í gær reyndist hann vega 897 kg. Ummál kviðar Guttorms reyndist vera 276 em og ummál hálsins 121 cm. Guttormur er rúmlega sex ára og á orðið tíu afkomendur með kúnum í garðinum og eignast að jafnaði tvo kálfa á ári. Sá elsti er fæddur í janúar 1995 en sá yngsti kom í heiminn í nóvember sl. Skorað á ríkisstjórn að bregðast við at- vinnumálavanda Norðurlands vestra Vilja hagstæðari skatta og hlunnindi á landsbyggðinni SVÆÐISRÁÐ Svæðisvinnumiðl- unar Norðurlands vestra hefur skorað á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast með skjótum og rót- tækum hætti við þeim alvarlega vanda, sem blasir við í atvinnumál- um á svæðinu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær. I tilkynningunni segir að þau úr- ræði sem nú séu í gangi dugi alls ekki og því þurfi strax að bregðast kröftuglega og á ófeiminn hátt við vandanum með lagasetningu. Kjarninn í slíkri lagasetningu þurfi að vera sá að íbúar og fyrirtæki hafi meiri fjárhagslegan ávinning af því að búa og starfa úti á lands- byggðinni en á þéttbýlissvæðum. Beinir skattar og hlunnindi þurfi að vera verulega hagstæðari. Það er skoðun ráðsins að bestu vinnumarkaðsaðgerðirnar séu sér- tækar aðgerðir fyrir landsbyggð- ina. Aðgerðir sem muni tryggja íbúum landsbyggðar atvinnu hjá traustum og góðum fyrirtækjum og stofnunum. Það er álit ráðsins að kostnaður þjóðfélagsins vegna þessa verði alls ekki meiri en hann er í dag því greiðslur atvinnuleys- isbóta og auknar fjárfestingar vegna fólksflutninga á eitt ákveðið svæði hafi í för með sér gífurleg útgjöld. I svæðisráðinu eru fullti-úar frá VSÍ, ASÍ, BSRB, SSNV og fram- haldsskólum kjördæmisins. Sérblöð í dag • StoUJI A FOSTUDOGUM ^MIÍf Hvað segja myndirnar okkur? Ást á áttræðis- aldri ” •••••••••••••••••••••••••••• • Meissnitzer vann önnur • gullverðlaun sín á HM/C3 • •••••••••••••••••••••••••••• ; Grindvíkingar burstuðu Keflvíkinga/C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.