Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Sigurbjörg Hjartardóttir íþróttamaður ársins á Húsavík Húsavík - Kjör fþróttamanns Húsavíkur fyrir árið 1998 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hótel Húsavík um siðustu helgi. Að þessu sinni var valin Signr- björg Hjartardóttir. Sigurbjörg keppir í kastgrein- um og hefur þar náð góðum ár- angri og á héraðsmet í öllum kastgreinum nema spjótkasti. Hún varð íslandsmeistari 1998 í kúluvarpi 15-18 ára og er einnig mjög liðtæk í handbolta og knatt- spyrnu. Það hefur myndast sú hefð að Kiwanisklúbburinn Skjálfandi standi fyrir þessu kjöri en deildir Völsunga og önnur íþróttafélög í bænum sem starfa innan ISI til- nefna allt að þrjá einstaklinga úr hópi eldri og yngri þátttakenda í hverri íþróttagrein. Að þessu sinni fengu 14 ein- staklingar viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþrótt sinni á liðnu ári sem jafnframt voru í kjöri sem íþróttamaður ársins. Völsungar ársins voru kjörin þau Elsa Birgisdóttir og Ás- mundur Gíslason en þennan titil hljóta þeir sem skarað hafa fram úr í félagsmálum og verið öðrum til fyrirmyndar. Raufarhöfn Ahyggjur vegna óvissu í atvinnumálum Raufarhöfn-Á fundi sem stuðn- ingsmenn R-listans héldu 7. febrúar sl. var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „R-listinn lýsir yfir áhyggjum vegna slæmrar fjárhagsstöðu Rauf- arhafnarhrepps og óvissu í atvinnu- málum. Ljóst er að fjárfestingar Jökuls hf. hafa ekki skilað þeim atvinnu- tækifærum sem þeim var ætlað. Fjármál sveitarfélagsins eru einnig í miklu uppnámi vegna þátttöku hreppsins í hlutafjárútboði Jökuls hf. sem fjármagnað var með 300 millj. kr. lántöku. Ekki er í sjónmáli farsæl lausn á þeim vanda. R-listinn vill að Raufarhafnar- hreppur nýti eignarhlut sinn í Jökli hf. til þess að tryggja örygga at- vinnu á staðnum. R-listinn leggur áherslu á að hreppsnefndarfulltrúar snúi bökum saman við lausn þeirra vandamála sem við blasa til þess að snúa vörn í sókn og efla byggð á Raufarhöfn." Fiskvinnslufyrirtækið Sæunn Axels ehf. á Ólafsfírði Samstarf við Kínverja um fullvinnslu á fiski Morgunblaðið/Silli SIGURBJÖRG Hjartardóttir, íþróttamaður ársins á Húsavík. FYRIRTÆKIÐ Sæunn Axels ehf. á Ólafsfirði, sem rekur saltfískverkun og fiskþurrkun á Ólafsfirði og í Reykjavík, hefur gert samning við kínverska aðila um fullvinnslu salt- fisks og sölu afurðanna á erlendum mörkuðum. Fyrstu gámarnir með hráefni eru á leiðinni til landsins og verður fiskurinn þurrkaður og unn- in á Ólafsfirði. Gert er ráð fyrir að hann verði svo seldur á mörkuðum í löndum Suður-Ameríku. Ásgeir Logi Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að um tilraun sé að ræða. „Við mun- um sjá um þetta hér heima fyrstu mánuðina, jafnvel út árið, og síðan verður staðan metin og ákveðið hvort við höldum áfram í óbreyttum farvegi eða færum okkur um set með þetta,“ segir Ásgeir. Fara inn á nýjar brautir „Við munum sjá um að þurrka hráefnið fyrir þá. Til að byrja með tökum við þetta hingað heim og gerum þetta í þeim tækjum sem við höfum hér og munum svo selja þessa framleiðslu fyrir þá. Áð nokkru leyti erum við að fara inn á nýjar brautir og rennum svolítið blint í sjóinn. Þetta hefur verið gert með þessum hætti í öðrum iðnaði en hefur ekki verið stundað í fiskvinnslu hér heima,“ segir hann. Ásgeir segir að hér sé um mjög spennandi verkefni að ræða. „Við rennum svolítið blint í sjóinn en þetta getur orðið mjög stórt fyrir okkar fyrirtæki og brúað erfiða tíma við hráefnisöflun. Það er að verða stöðugt erfiðara fyrir land- vinnsluna að verða sér úti um hrá- efni. Kvótarnir eru alltaf að færast meira út á sjó, þannig að maður verður að leita allra leiða,“ sagði Ásgeir. Sóknarhugur í fólki og fyrirtækjum á Djúpavogi Framkvæmdir við höfnina lykillinn að uppbyggingu Djúpavogi - Á dögunum varð Festi hf. í Grindavík aðaleigandi Fisk- mjölsverksmiðju Búlandstinds hf. á Djúpavogi. Ber nýja fyrirtækið nafnið Gautavík hf. Fyrirtækið ger- ir út skipið Þórshamar GK 75. Fyr- irtækið er öflugt í sjávarútvegi og hefur yfir að ráða 2,5% af loðnu- kvóta landsmanna. Þórshamar hef- ur einvörðungu landað á Austur- landi og þar af síðustu fimm vertfðir hér á Djúpavogi. „Þrátt fyrir verðlækkun á lýsi og mjöli í augnablikinu leggst framtíð- in vel í mig,“ sagði Sigmar Björns- son, aðaleigandi Gautavíkur, er fréttaritari ræddi við hann. „Ég leitast við að gera sem minnstar breytingar. Það eina sem plagar í þessu máli eru hafnarframkvæmdir og er von mín sú að það breytist sem fyrst.“ Á hafnaráætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist eftir eitt ár. Vegna stærðar á loðnuskipum telur Sigmar mjög aðkallandi að þær framkvæmdir hefjist strax. „Helsta forsendan til að uppgangur verði er að hafnarframkvæmdir hefjist mjög fljótlega. Skiptir þetta máli fyrir svæðið í heild. Skipin fara ört stækkandi og á næstu árum mega þau veiða kolmunna, norsk-íslenska síld, loðnu og íslenska síld. Þetta stefnir í að verða heilsárs iðnaður, bæði í hefðbundinni vinnslu á sjó og í bræðslu. Þeir staðir sem geta ekki tekið á móti þeim verða einfaldlega undir. Því er afar mikilvægt að höfnin geti boðið uppá alla þjónustu í þessum efnum. Þetta kallar á gott skipulag og að þessir hlutir verði gerðir af myndarskap. Við teljum að þessi framkvæmd styrkji byggð á svæðinu,“ sagði Sigmar Björns- son, eigandi Gautavíkur. Saltfiskvinnsla komin á fullt hjá Búlandstindi hf. Eins og komið hefur fram í fi-étt- um hafa ýmsar áherslur í fiskvinnsl- unni breyst hjá Búlandstindi hf. eftir að Vísir hf. í Grindavík keypti meiri- hluta hlutafjár í fyrirtækinu. Má þar meðal annars nefna að nú er meginá- hersla lögð á fisk unninn í salt. Um 25 manns eru í íöstu starfi við þá vinnu. Loðnuvertíð hefst í næstu viku og verður þá væntanlega unnið á vöktum. Að sögn Sigurðar Amþórs- sonar er um mikið öryggi að ræða fyrir fólkið að hafa fasta átta tímana. „Vinnutíma hefur verið breytt, nú hefst vinna klukkan hálfátta, klukkan hálftíu er starfsfólki boðið uppá morgunmat, síðan er venjulegur matmálstími, en vinnutímanum lýkur klukkan þrjú. Þá hefur fólk skilað átta tímunum. Komið hefur verið upp MIKIÐ mæðir á þessum þremur mönnum við endurskipulagningu í sjávarútvegi og fiskvinnslu á Djúpavogi, frá vinstri: Sigmar Björnsson, aðaieigandi Gautavíkur, Pétur H. Pálsson, sfjórnarformaður Búlandstinds, og Haraldur L. Haraldsson, framkvæmdasfjóri. Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir HEIÐA Hrönn Gunnlaugsdóttir dreifir salti yfir fiskinn í saltfiskverk- uninni, en um 25 manns eru í föstu starfi þar. föstum bónus. Þessar breytingar leggjast vel í mig og get ég ekki ann- að en verið bjartsýnn með framtíð- ina,“ sagði Sigurður Amþórsson, yf- irverkstjóri Búlandstinds hf. Enn á eftir að ráða áhöfh á Fjölni GK sem er í flota Vísis hf. Þar er um 14 sjómannapláss að ræða. I sumu fólki er þó uggur um framtíðina og gagnvart þeim breytingum sem fylgja slíkum eigendaskiptum. Má þar nefna sölu togarans Sunnutinds SU 59. Skipið var á dögunum selt Marínu hf. Nokkrir skipverjanna halda störfum sínum, m.a. var yfir- mönnum boðið áframhaldandi pláss, auk nokkurra annarra heimamanna. Skipið er skráð á ísafirði og því er langt að fara á milli fyrir þá, sem þiggja plássin, auk þess sem þeir þurfa að sjá sér fyrir fari heim sjálfir. Ef um 2-3 daga stopp er að ræða má nefna að tveir dagai- fara einungis í ferðir. Það er þó von okkar bjartsýnu Djúpavogsbúanna að með nýjum mönnum megi koma ný tækifæri og nýtt fólk. Ekki vantar laust húsnæði fyrir þá sem vilja breyta til og koma á fallegan og barnvænan stað á landsbyggðinni. Mikið er um íbúðir á sölu og til leigu og blundar að sjálfssögðu sú von í fólki, að staður- inn fái það líf sem var á árum áður, en fyrir nokkrum árum var Djúpi- vogur með lægstan meðalaldur íbúa á landinu og voru barneignir og allt mannlíf í miklum blóma. Má nefna að hér er eitt best búna íþróttahús á Austurlandi og gróska í íþróttalífi. Enn er mannlífið gott og mikið af ungu fólki en íbúum mætti fjölga. Allt er þetta keðjuverkandi og skipta atvinnumálin meginmáli til að bjartsýni fólks aukist!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.