Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorsteinn Hann- esson söngvari fæddist á Siglufirði 19. mars 1917. For- eldrar hans voru Kristín Björg Þor- steinsdóttir, húsmóð- ir, f. 1881, d. 1932, og Hannes Jónasson bóksali, f. 1877, d. 1957. Systkini Þor- steins voru: Hallfríð- ur, f. 1902; Jónída María, f. 1905; Krist- ín Nanna, f. 1910; Steindór, f. 1914; og Jóhann, f. 1919. Þau eru öll látin. Fyrri maki Þorsteins var Hulda Samúelsdóttir, þau slitu samvistir. Eftirlifandi kona Þor- steins er Kristín Pálsdóttir, fv. stjórnarráðsfulltrúi, fædd 26. júlí 1926. Foreidrar hennar voru Jensína Jensdóttir, húsmóðir, f. 1890, og Páll Þórarinsson sjó- maður, f. 1890. Börn Kristínar og Þorsteins eru: 1) Páll, auglýs- ingasljóri, f. 1955. Hann er kvæntur Rögnu Pálsdóttur, skrif- stofumanni, f. 1958 og eru börn þeirra Unnur Ragna, f. 1984, og Sverrir Örn, f. 1992. 2) Kristín Björg, dagskrárgerðarmaður og húsmóðir, f. 1958. Hún er gift Gunnlaugi Þór Pálssyni, dag- skrárgerðarmanni, f. 1957, og eru dætur þeirra Anna Kristfn, f. 1993, og Bryndís Sæunn Sigríð- ur, f. 1995. 3) Hannes Kjartan, launafulltrúi, f. 1961. Dætur hans eru Gunnhildur Vala, f. 1987, Valgerður Anna, f. 1992, og Agnes Nína, f. 1995. Fyrir hjónaband eign- aðist Þorsteinn soninn Gunnar Jens, f. 1938, sem alinn var upp á Siglufirði hjá Kristínu systur Þorsteins. Gunnar býr nú á sam- býlinu á Siglufirði. Þorsteinn tók lokapróf frá Sam- vinnuskólanum 1935. Hann var í söngnámi hjá Sigurði Birkis 1939-1943 og við Royal College of Music í London frá 1943-1947. Einnig var hann í einkatímum hjá Josep Hislop og Irving Dennis. Þorsteinn var starfsmaður Verð- lagsnefndar frá 1941-1943. Hann var aðaltenór hjá The Covent Gar- den Opera Company frá 1947-1954 og söng jafnframt sem gestur hjá The Royal Carl Rosa Opera Company, The Sadler’s Wells Opera Company og óperunum í Cork á Irlandi og í Amsterdam í Hollandi. Hann söng einnig á tón- leikum og í útvarpi í París og á tónleikum víða á Bretlandseyjum. Eftir heimkomuna frá London 1954 söng hann og lék mörg hlut- verk í Þjóðleikhúsinu. Hann var yfirkennari við söngdeild Tónlist- arskólans í Reykjavík frá 1955-1966. Hann var aðstoðar- maður forstjóra ATVR og síðar innkaupafulltrúi frá 1961-1969. Aðstoðartónlistarstjóri RÚV frá 1969 og síðan tónlistarstjóri þess frá 1975-1981. Hann vann við skráningu og flokkun sögulegs hljóðritasafns RÚV og hafði yfir- umsjón með útgáfu valins efnis úr því safni. Einnig kenndi hann við Söngskólann í Reykjavík um skeið. Hann var í stjórn Sinfóníu- hljómsveitar fslands frá 1956- 1960 og 1975-1981. í útvarpsráði sat hann frá 1963-1971. Þor- steinn sat í nefnd sem undirbjó stofnun sjónvarps á íslandi. Hann var formaður barnaverndar- nefndar Kópavogs 1962-1966, varaformaður 1966-1970. Hann var í undirbúningsnefnd að stofn- un Tónlistarskóla Kópavogs og síðar í stjórn hans í fjögur ár. í stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs 1974-1978. Einnig sat hann í stjórn Bandalags fslenskra listamanna um árabil og var varaforseti þess í tvö ár. Hann annaðist tónlistarþætti í RÚV í áratugi, las margar útvarpssögur og á seinni árum lék hann hlut- verk í nokkrum kvikmyndum, m.a. í Hvíta víkingnum, Atóm- stöðinni, Skyttunum og Kristni- haldi undir Jökli. Útför Þorsteins fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ÞORSTEINN HANNESSON Mér fannst ég vera búin að þekkja Þorstein Hannesson árum saman þegar ég kynntist honum á Útvarpinu um miðjan níunda áratuginn. Við urð- um strax vinir, eins og við hefðum alltaf verið það. Reyndar hafði ég áð- ur kynnst bömum hans, í Tónlistar- v- skólanum, og hann þekkti foreldra mína frá fomu fari, þannig að við vissum svo sem hvort af öðra. Svo var líka nógu mikill Siglfirðingur í mér til að ég nyti strax sérstaks heiðurs hjá honum. En þannig var það sem sagt, að um leið og við höfðum heilsast átti ég vináttu hans alla, og hún var góð. Þorsteinn Hannesson hafði verið starfsmaður Útvarpsins um árabil, hafði átt sæti í útvarpsráði og verið tónlistarstjóri. Hann var kominn á eftirlaun, en hafði enn umsjón með vikulegum þætti sínum, Hljóm- plöturabbi. Þorsteinn var þá einnig farinn að vinna fyrir Útvarpið að end- urútgáfu á söng frumkvöðia íslenskr- ar sönglistar ásamt Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Það var mikil gæfa að ■ vera boðið til samstarfs við þá Þor- stein og Trausta og skemmtilegasti skóli sem hægt er að hugsa sér. Víst er að það sem ég þáði úr þessu sam- starfi var margfalt virði þess sem í það var lagt. Þeir Trausti vom áður búnir að gefa út á hljómplötum söng Stefáns íslandi og Maríu Markan, en á eftir fylgdu á geisladiskum, sem þá vom að ryðja sér til rúms, Pétur Jónsson, Eggert Stefánsson og Guð- mundur Jónsson. í þessu samstarfi sem á öðmm okkar fundum var ein- stakt að hlusta á Þorstein segja frá og tala um söng og söngvara og alla þá undraveröld sem sönglistin var hon- um. Hann kunni frá svo mörgu að segja frá löngum ferli og söng við heimsfræg ópemhús; hann var kenn- ari í eðli sínu, og átti afar auðvelt með að hrífa mann með sér og kenna að hlusta eftir því sem skipti máli í söng- listinni. Svo hafði hann líka skoðanir á öllu og öllum og fannst þetta óttalegt mjölkisuvæl hjá sumum söngvumm, meðan hann var óþreytandi að benda á hversu vel aðrir gerðu hlutina: „Hlustaðu bara á hvemig hann Stef- án syngur ek ég“ - það var auðvitað Stefán íslandi í Ökuljóðinu sem þar var átt við, og auðvitað hlustaði mað- ur tíu sinnum í röð á fullkomleika þessarar stöku hendingar hjá Stefáni - s til að upplifa snillina. Og einlægt var hann að koma með eitthvað og sýna manni og láta mann hlusta á eitthvað, - og það sem hann var rasandi á ungu konunni að hafa aldrei hlustað af viti á Lawrence Tibbett... eða söngvana hans Yryös Kilpinens. Þeir vom margir söngvaramir og tónskáldin sem maður kynntist fyrir milligöngu Þorsteins. Sjálfur var hann frábær söngvari, einn okkar allra bestu, og sum lög verða í mínum huga ævinlega merkt honum sem lögin sem Þor- steinn söng betur en allir aðrir, - eins og lag Bjama Þorsteinssonar Vor og haust og lag Ama Thorsteinssonar Enn ertu fógur sem forðum. Þor- steinn Hannesson var einlægur vinur og góður. Hann var líka afburða skemmtilegur og fyndnari en flestir aðrir. Þó var til í honum þunglyndi. í endurminningunni verður þó minnis- stæðastur sá skíðlogandi lífsneisti sem einkenndi hann og sögumar, hvort sem þær vom um æskudagana í Hvanneyrarkróknum norður á Siglufirði eða söng í stórborgum stríðsáranna. Sem sérfræðingur í 78 snúninga plötum strengdi hann þess háðskur heit að deyja ekki fyrr en hann væri búinn að læra á geislaspil- ara, og seinna strengdi hann þess heit að deyja ekki fyrr en hann væri búinn að læra á tölvu. Við hvort tveggja stóð hann þessi lífsþyrsti maður. En nú er hann allur. Eg minnist míns góða og skemmtilega félaga með miklu þakklæti, og sendi fjölskyld- unni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Bergþóra Jdnsdóttir. Þorsteinn Hannesson sat í útvarps- ráði, þegar unnið var að undirbúningi íslenzks sjónvarps. Fundum okkar bar fyrst saman skömmu eftir að ég var ráðinn fréttamaður og dagskrár- gerðarmaður hjá Sjónvarpinu 1965, ári áður en útsendingar hófust. Raun- ar má segja að Sjónvarpið hafi orðið til á rúmu ári og vora fulltrúar í út- varpsráði mjög ötulir við allan undir- búning ásamt fyrstu stjómendum. Þorsteinn þekkti vel til í Bretlandi eftir söngferil sinn í Covent Garden og hann hafði áhuga á samböndum Sjónvarpsins við Bretland, m.a. varð- andi kaup á fréttakvikmyndum og þjálfun starfsmanna. I Bretlandi lærðum við fyrstu fréttamenn Sjón- varpsins til verka og fréttasamböndin reyndust vel. Það var greinilegt að Þorsteinn hafði brennandi áhuga á þessum viðfangsefnum og vildi ræða þau við okkur ungu mennina, þegar við hittum hann á fómum vegi. Hlutverkaskipti urðu 1979. Þá tók ég sæti í útvarpsráði en Þorsteinn var tónlistarstjóri Ríkisútvaipsins. Verk- efni útvarpsráðs og afskipti þess af dagskránni vom önnur og meiri þá en nú. Oft var tekizt á og ekki vomm við Þorsteinn alltaf sammála. En skoð- anamunur um dagskrá útvarpsins var ekki látinn skyggja á góð persónuleg kynni með ráðsliðum og forráða- mönnum stofnunarinnar. Þorsteinn Hannesson var góður söngvari og m.a. er flutningur hans á ýmsum perlum íslenzkra sönglaga varðveittur á hljóðritum, sem leikin verða um ókomin ár. Upplestur hans í útvarpi vakti aðdáun hlustenda og tónlistarþættir hans í Ríkisútvarpinu vora athyglisverðir. Hin síðari ár var það flutningur gamalla hljóðritana, og þá einkum kynning á ópemsöngvur- um fyrri tíma, sem hann lagði sér- staka áherzlu á. Útvarpsframkoma Þorsteins var fáguð og smekkvísin í fyrinúmi. Hann setti starfsfólki sínu reglur um góða siði í útvarpi, vönduð vinnubrögð og virðingu fyrir hlust- endum. Ríkisútvarpið mun ævinlega standa í þakkarskuld við Þorstein Hannes- son fyrir frumkvæði hans í að safna og skrá gamlar íslenzkar útgáfur á 78 snúninga hljómplötum. Þorsteinn auglýsti eftir slíkum fomgripum, sem fólk átti enn í fómm sínum víða um land. Afraksturinn varð heildstætt safn í eigu Ríkisútvarpsins og endur- útgáfa á plötum nokkurra ástsælustu söngvara okkar. Attum við Þorsteinn ánægjulegt samstarf um þessi verk- efni fyrir áratug og nú er áfram unnið að því hjá Ríkisútvarpinu að yfirfæra gamlar hljóðritanir á geisladiska þannig að þessi fjársjóður sé nýtan- legur í dagskránni á h'ðandi stund og íslenzk hljómlist liðinna tíma vel heyranleg. Samskipti okkar Þorsteins þróuð- ust á þann veg með tímanum að ég fann við ýmis tækifæri, að þar átti ég góðan stuðningsmann, sem hvatti mig meðal annars til endurkomu að stjóm Ríkisútvarpsins. Fyrir það er ég þakklátur persónulega. I nafni Ríkis- útvarpsins er mér einnig einkai- ljúft að minnast þessa sómamanns fyrir þau margvíslegu og þýðingarmiklu verk, sem hann vann í þágu stofnun- arinnar. Blessuð sé minning Þor- steins Hannessonar. Markús Öm Antonsson, útvarpsstjóri. Þorsteinn Hannesson var kominn á eftirlaun þegar ég kynntist honum fyrst. Hann hafði þá nýlega látið af störfum sem tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins og einmitt tekið að sér vörslu og endurskráningu á eldri hluta hljóðritasafns Ríkisútvarpsins. Safnið beið þama eftir nýju útvarps- húsi og þótt það hafi varla getað talist í bráðri hættu vantaði sárlega gæslu- mann. Þorsteinn réðst fijótlega í það stórvirki að endurbæta safnið og á næstu ámm bættust í það vel á annað hundrað 78-snúninga plötutitlar. Nú vantar aðeins fáa. Þetta ber sérstak- lega að þakka og má fullyrða að þannig hafi verið komið í veg fyrir eyðileggingu hundraða eintaka af fá- gætum gömlum plötum. Þetta safn er undirstaða þekkingar á 78-snúninga hljómplötum hérlendis. Hin formlegu starfslok tónlistarstjórans fyrrver- andi voru engin starfslok í raun. Fyr- ir utan safnaumsjónina lék Þorsteinn í kvikmyndum á þessum síðari áram, hann las upp í útvarp, var notaður sem allsheijar fróðleiksnáma í viðtöl- um auk þess sem þann sá um fastan þátt í útvarpinu. I þættinum kynnti hann söngvarablóma fyrri ára, suma þeirra hafði hann sjálfur séð eða kynnst. Kynni þess sem hér skrifar og Þorsteins hófust yfir 78-snúninga plötunum á Suðurlandsbrautinni. Við áttum síðan mikla samvinnu við end- urútgáfu á hljóðritunum nokkui-ra söngvara af eldri kynslóðinni. Óhætt mun að fullyrða að kynnin komu mér að mörgu leyti á óvart. Þjóðsagan steig mjög ánægjulega til jarðar og mætti áhugamanninum á gjörsam- lega hi-okalausan hátt. Þetta var í fyrsta skipti sem ég átti náið sam- starf við menntaðan tónlistarmann og má með sanni segja að ég hafi setið í kennslustund í hvert einasta skipti sem við hittumst. Eg lærði að meta ljóðasöng og óperur á alveg nýjan hátt í samræðum um þá menntagrein sem góður söngur er. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir þetta. Margs er að minnast í samstarfi okkar Þorsteins. Gamansemi hans vil ég nefna sérstaklega. Honum var mjög hugleikinn hinn hárfíni munur sem getur verið á milli tilfinningar og tilfinningasemi í listum, en skilur á milli góðrar og vondrar túlkunar. Mættu fleiri velta vöngum yfir þessu. Einnig ræddi hann oft um mikilvægi þess að fmna eigin túlkunarmáta, eig- in rödd. Það væri einskis virði að vera nákvæmlega eins og einhver annar. Ég færi bömum Þorsteins og Kristínu konu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Trausti Jónsson, veðurfræðingur. Ég kynntist Þorsteini Hannessyni í London 1954. Ég hafði heyrt lofsam- lega talað um hann og heyrt hann syngja á tónleikum í Austurbæjar- bíói. Þeir tónleikar eru mér í fersku minni, ekki eingöngu vegna þess hversu bjarta og fallega tenómödd Þorsteinn hafði heldur líka vegna persónuleikans. Eftir að ég hafði lok- ið námi í tónsmíðum hjá Jóni Þórar- inssyni við Tónlistarskólann í Reykja- vík 1954 lá leiðin til London til fram- haldsnáms. Óvissan og eftirvæntingin var mikil. Mér vai’ eindi’egið ráðlagt að hafa samband við Þorstein því hann var vel þekktur í tónlistarheimi stórborgarinnar. Hann starfaði þar sem söngvari og vai’ öllum hnútum kunnugur. Ég þáði góð ráð og hafði samband við Þorstein og mér er í fersku minni okkar fyrsti fundur á matsölustað á Piccadilly þar sem við fengum okkur te og fóram yftr mín mál. Það var eins og ég hefði alltaf þekkt Þorstein og ég varð þá þegar sannfærður um að honum gæti ég treyst. Það er margs að minnast. Þor- steinn sagði mjög skemmtilega frá og ófáar vom sögumar af ýmsum fræg- um óperasöngvurum er hann starfaði með. Hann fór með mig í kynnisferð í Royal College of Music þar sem hann hafði stundað nám og gaman var að fara með honum í raddþjálfunartíma sem nokkrir þekktir söngvarar tóku þátt í. Þá er mér og minnisstæður konsert þar sem hann flutti m.a. laga- flokkinn „The Heart’s Assurance" eftir Michael Tippet. Upphaflega ákvað ég að feta í fótspor Þorsteins og fleiri íslendinga og taka inntöku- próf í Royal College of Music. Ekki átti það fyrir mér að liggja að stunda þar nám. Þegar inn í skólann var náð kom í ljós að ég átti ekki kost á þeim kennara er ég óskaði eftir og auk þess var eitt og annað er ég sætti mig ekki við. Ég leitaði til Þorsteins og enn var farið yfir stöðuna og málin rædd. Mér var kunnugt um hið þekkta og fjöl- hæfa tónskáld og eftirsótta kennara í tónsmíðum Matyas Seiber og tjáði Þorsteini að það væri maðurinn sem ég hefði hug á að nema hjá. Þorsteini leist vel á hugmyndina og hafði strax samband við Seiber og ákvað að fara með mér á hans fund. Við tókum lest til Caterham, þar sem Seiber bjó. Hann tók fáa nemendur í einkatíma og eingöngu þá sem voru að stíga hið örlagaríka skref úr öryggi tónlistar- skólanna í öldurót tónskáldskaparins. Ég var kvíðinn á leiðinni til Seibers og sagði fátt og bjóst við hinu versta. Hins vegar lék Þorsteinn á als oddi og sagði mér hverja skemmtisöguna á fætur annairi til að létta mér lífið. Seiber tók okkur ljúfmannlega. í upphafi ræddu þeir Þorsteinn af áhuga um tónlistarlífið í London og andrúmsloftið á heimili Seibers varð afslappað. Mér fannst gott að hafa Þorstein mér við hlið og hann hljóp undir bagga þegar ensku orðin vant- aði í samtali mínu við Seiber. Þetta var mikil happaferð fyrir mig. Á leið- inni til baka var spennan hoifín, Þor- steinn sat hljóður en það kjaftaði á mér hver tuska því takmarkinu var náð. Ég hef oft hugsað um það hve lánsamur ég var að eiga Þorstein að á þessum erfiðu haustdögum í London. Mörgum áram síðar lágu leiðir okkar Þorsteins saman er við kennd- um við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan aftur hér í Kópavogi þótt með ólíkum hætti væri. Hann lagði hönd á plóginn við undirbúning að stofnun Tónlistarskóla Kópavogs og bar hag hans ávallt fyrir bijósti, en Tónlistarskólinn hefur verið minn starfsvettvangur í yfir 30 ár. Það var sérstök gleðistund að hitta Þorstein og Kristínu er Salurinn var formlega opnaður í Tónlistarhúsi Kópavogs 2. janúar sl. og ánægjan hjá Þorsteini með fi’amkvæmdir á tónlistarsviðinu leyndu sér ekki. Ég kveð minn gamla vin með þakk- læti og virðingu og votta Kristínu og börnum þeirra og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Fjölnir Stefánsson. Þorsteinn Hannesson ópemsöngv- ari kom til starfa við Tónlistarskólann í Reykjavík 1955, er hann var ráðinn yfirkennari söngdeildai- skólans. Þai’ starfaði hann samfleytt til ársins 1966. Árin þar á undan hafði Þor- steinn verið aðaltenór við The Covent Garden Opera í London árin 1947-54. Man ég persónulega fyrst eftir Þor- steini er hann fór að kenna við skól- ann er hann var til húsa í Þrúðvangi við Laufásveg. Það var mikill fengur fyrir söngnemendur að fá hálærðan söngvara frá Royal College of Music í London til leiðsagnar og ekki síst þar sem hér var á ferðinni reyndur óp- erasöngvari úr aðalópemhúsi stór- borgarinnai’. Síðar kom Þorsteinn aftur að skólanum og kenndi við hann árin 1974-76. Er Þorsteinn gegndi starfi tónlist- arstjóra Ríkisútvarpsins átti ég eftir að kynnast honum betur er ég starf- aði við tónlistardeildina nokkur sum- ur. Það var mjög gott að starfa undir hans umsjón og blandaði hann auð- veldlega geði við starfsfólk sitt, en hann hafði gott lag á því að halda uppi góðu andrúmslofti. Man ég vel þær stundir er Þorsteinn var að upp- götva sérstaka „gullmola” í gömlum upptökum stórsöngvara liðinna ára. Hér var yfirleitt ekki um að ræða nein háu C-in, oftar vildi hann deila með manni og láta hrífast af miklu listfengi í fíngerðri túlkun einhvers söngvara og þá helst af hinu undur- samlega „fyrirhafnarleysi" sem sum- um þeirra tókst að ná á góðum augna- blikum. Þorsteinn fylgdist vel með ungum og efnilegum tónlistarmönn- um og einnig þeim sem sýndu óvenju- lega hæfileika og dugnað í námi. Það var fljótlega eftir að hann varð tón- listarstjóri Ríkisútvarpsins að hann stuðlaði að því að efnilegir nemendur við Tónlistarskólann í Reykjavík sem tókust á við óvenju kröfuhörð verk- efni í einleikaraprófum sínum fengu að leika einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Einnig beitti hann áhrifum sínum til að styðja beint eða óbeint við bakið á efnilegum ungum tónlistarmönnum með ýmsum hætti. Verð ég honum ævinlega þakklátur fyrir umhyggju hans á þessu sviði. Fyrir hönd Tónlistarskólans í Reykjavík vil ég þakka Þorsteini fyrir hinn mikilvæga skerf hans til skólans á liðnum áram. Jafnframt vil ég votta eftirlifandi eiginkonu hans, Kristínu, og fjölskyldu innilega samúð. F.h. Tónlistarskólans í Reykjavík, Halldór Haraldsson, skólastjóri. • Fleiri mwningargreinar um Þorstein Hannesson bi'ða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.