Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stefnt að vetnis- fram- leiðslu i* • ■ r ■ r “f .. ini msSSSm ISJ - ■■ ? * - mm9*m;^S, _ ... Eldhamri bjargað ELDHAMRI GK, 229 tonna stálbáti, var bjargað í gær vélarvana um eina mflu út af Krísuvíkurbjargi. Um 40 mínútum eftir að tilkynn- ^ing barst frá bátsverjum náðu björgunarsveitarmenn á björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni að koma taug í Eldhamar. „Við áttum ein- hver hundruð metra eftir í land en björgunarbáturinn er öflugur og var fljótur að koma til okkar,“ sagði Stefán Jónsson háseti. ■ Vorum/6 * Ognaði flugfreyj- um og áreitti Halldór Ásgrímsson telur að Sjálfstæðisflokkurinn geti náð meirihluta Framsóknarflokkurinn leiði næstu ríkisstjórn Ognaði flugfreyj- um og áreitti KARLMAÐUR var handtekinn við komu Flugleiðavélar til Keflavíkur um klukkan átta í gærkvöldi. Vélin var að koma frá London og hafði maðurinn ógnað flugfreyjum og áreitt þær kynferðislega, að sögn lög- reglunnar á Keflavíkurflugvelli. Var maðurinn mjög drukkinn og fékk að dúsa í fangageymsl- um lögreglunnar yfir nóttina. Á hvolfí utan vegar BETUR fór en á horfðist þegar jeppi og fólksbíll rákust saman skammt frá Marbæli í Skaga- firði í gærkvöldi. Jeppinn hafn- aði á hvolfi í skurði utan vegar og telur lögreglan að notkun bíl- belta og veltigrind jeppans hafi komið í veg fyrir að ökumaður- inn, sem var einn í bílnum, slas- aðist. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknai'- flokksins, sagði á opnum stjórnmála- fundi, sem Framsóknarfélag Reykjavíkur efndi til í gærkvöldi, útilokað að Framsóknarflokkminn muni fara með forystu og eiga for- sætisráðherra í næstu ríkisstjóm, nema hann fái góða kosningu í þing- kosningunum í vor. „Okkur heyrist það á Samfylking- unni núna að þeir vilji gjarnan að Framsóknarflokkurinn leiði næstu ríkisstjórn. En halda menn að Framsóknarflokkurinn muni gera það án Joess að hann fái góða kosn- ingu? Eg hef sagt að það hljóti að vera markmið Framsóknarflokks- ins að vilja leiða næstu ríkisstjórn. Það hefur alltaf verið markmið hans. Það er ekkert nýtt í því. Við viljum vera í forystu í íslensku samfélagi og teljum okkur hafa al- veg fulla burði til þess,“ sagði Hall- dór. Halldór sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn gæti náð hreinum meirihluta í alþingiskosningunum, eins og kann- anir hefðu sýnt, og sagðist hann taka þær niðurstöður alvarlega. Viljum fara „þriðju leiðina" eins og Bretar Halldór lagði áherslu á að Fram- sóknarflokkurinn væri miðjuflokkur og sagði að hvorki hægri né vinstri stefna dygðu til að takast á við þau viðfangsefni sem blöstu við. „Við er- um eini flokkurinn í íslenskum stjórnmálum sem segir hreint út: Við erum miðjuflokkur. Við viljum fara þessa þriðju leið eins og Bretar eru að fara núna, vegna þess að það er eina leiðin sem er fær. Hægri leiðin er orðin ófær, það er búið að loka henni, vinstri leiðin er ófær og í reynd er hún ónýt, hún er gjald- þrota,“ sagði Halldór. Alþýðuflokkur hefur nánast yfirtekið Alþýðubandalagið Halldór gagnrýndi Samfylking- úna harðlega á fundinum, m.a. fyrir óábyrga utanríkispólitík og vitnaði þar sérstaklega til afstöðunnar til Atlantshafsbandalagsins. „Eg er furðu lostinn yfir því að Alþýðu- flokkurinn skuli hafa gefið þetta eft- ir og tekið í reynd upp stefnu gamla Alþýðubandalagsins, sem er dautt, í varnar- og öryggismálum. Væntan- lega í staðinn fyrir það að geta nán- ast yfírtekið Alþýðubandalagið að mestu leyti, því þessi nýi flokkur, sem þarna er að verða til, er náttúr- lega ekkert annað en endurbættur Alþýðuflokkur. Þetta er fyrst og fremst krataflokkur, sem þarna er að fæðast, að mínu mati, en gerir þá Daimler-Chrysler meðal fjárfesta STOFNUN hlutafélags með er- lendum aðilum um framleiðslu á vetni í Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi er á næsta leiti. Eignar- haldsfélag íslenskra aðila mun fara með 51% eignarhald í aðalfélaginu en 49% eignarhald verður á hönd- um erlendra aðila, þ.á m. stórfyrir- tækisins Daimler-Chrysler. Há- skóli Islands er aðili að málinu. Tvö önnur erlend stórfyrirtæki Að sögn Skúla Bjarnasonar, stjórnarformanns Áburðarverk- smiðjunnar munu tvö önnur erlend stórfyrirtæki koma að félaginu. „Félaginu er ætlað að standa fyrir rannsóknarverkefnum í sambandi við vetni og vetnisnotkun, flutning og geymslu; notkun þess í sam- göngutækjum, bátum og skipum. I framhaldinu er mögulegur útflutn- ingur.“ Skúli segir tilraunaverkef'nið álitlegt í augum hinna erlendu að- ila, m.a. vegna smæðar samfélags- ins, en það auðveldi tilraunir. „Við framleiðum okkar vetni með raf- greiningu, rafmagnið framleiðum við með fallorku eða gufuorku. Þannig að við eram að tala um al- gerlega vistvæna lausn.“ Vetni í óbreyttu formi þarf að geyma við gríðarlegan kulda eða undh- miklum þrýstingi, og er ætl- unin því, hvað einkabíla varðar, að nota vetni geymt í metanóli Skúli segir að til þess að fram- leiða metanól þurfi kolefnisgjafa og horfí menn til járnblendisins eða álversins um útvegun á kolmón- oxíði til að búa það til. reginskyssu að halda sig við vinstri áherslur og taka upp utanríkis- stefnu Aiþýðubandalagsins, að nokkru leyti, sem er gjörsamlega úrelt,“ sagði Halldór. Hann sagði að ýmsir möguleikar væru á stjórnarmynstri eftir kosn- ingar og Framsóknarflokkurinn gengi óbundinn til næstu kosninga. „Framsóknarflokkurinn má aldrei fara út í einhverja ævintýra- mennsku með íslenskt þjóðfélag eins og það er í dag,“ sagði hann. „Ef við fáum ekki góða kosningu í næstu kosningum hljótum við að skoða okkar hug, því ef það verður dómur kjósenda að okkur sé ekki vel treystandi til að vera í land- stjóminni eigum við náttúralega að hlíta þeim dómi.“ Halldór sagði að það yrði áfall fyrir flokkinn ef hann fengi ekki nema 10-11 þingmenn eins og spáð hefði verið í könnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.