Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 37s
VALGARÐUR
KRISTJÁNSSON
+ Valgarður
Kristjánsson
fæddist á Ytri-
Tjörnum í Eyjafírði
15. apríl 1917.
Hann lést á Land-
spítalanum 5. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Kristján H.
Benjamínsson, f.
24.10. 1866, d. 10.1.
1956, og Fanney
Friðriksdóttir, f.
6.1. 1881, d. 13.8.
1955. Valgarður
átti ellefu systkini
og af þeim eru eftirlifandi
Svava, f. 1910, Baldur, f. 1912,
Hrund, f. 1919, og Friðrik, f.
1926. Látin systkini Valgarðs
eru Laufey, f. 1899, Benjamín,
f. 1901, Inga, f. 1903, Auður, f.
1905, Theodor, f. 1908, Bjart-
mar, f. 1915, og Dagrún, f.
1921.
Hinn 27.11. 1948 kvæntist
Valgarður Björgu Ivarsdóttur,
f. 25.8. 1928. Foreldrar hennar
eru Sigrún Guðbjörnsdóttir, f.
4.2. 1900, og ívar Þórðarson, f.
4.1. 1904, d. 5.5. 1983. Börn
Valgarðs og Bjargar eru: 1)
Signín, f. 9.5. 1949, maður
hennar er Maggi G. Ingólfsson
og eiga þau tvo syni, Björn Val
og Arnþór Snæ. 2) Arnaldur, f.
29.6. 1950, kona lians er Amdís
Jónsdóttir og eiga þau tvo syni,
Snoira Örn og Birki Örn. Auk
þess á Arnaldur einn son frá
því fyrir hjónaband, Sveinbjöm
Frey. 3) ívar, f.
9.10. 1954, kona
hans er Ragnheiður
Hrafnkelsdóttir og
eiga þau tvo syni,
Hrafnkel og Val-
garð. Ivar var áður
í sambúð með Krist-
ínu H. Ingvadóttur
sem er látin og eiga
þau eina dóttur,
Björgu. 4) Valgarð-
ur, f. 1.2. 1960,
kona hans er Hild-
ur Harðardóttir og
eiga þau tvo syni,
Hermann Fannar
og Hjört Loga. 5) Kristján
Fannar, f. 28.11. 1965, kona
hans er Sigríður Elísabet
Snorradóttir og eiga þau eina
dóttur, Önnu Margréti.
Valgarður varð stúdent frá
MA 1941. Lögfræðiprófí lauk
hann frá HÍ 1947. Hann starf-
aði sem fulltrúi hjá sýslumanni
í Snæfells- og Hnappadalssýslu
1947- 1948, var starfsmaður hjá
Almennum tryggingum
1948- 1949 og erindreki LÍtí
1949- 1950. Fulltrúi hjá bæjar-
fógetanum á Akranesi var hann
1951-1961, fulltrúi yfírborgar-
dómara í Reykjavík 1962 og
síðan borgardómari 1962-1982.
Síðustu starfsár ævinnar vann
hann hjá bæjarfógetanum í
Hafnarfírði við þinglýsingar, á
árunum 1982-1989.
títför Valgarðs fer fram frá
Hafnaríjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi. Við ævilok ástvinar
reikar hugurinn víða og minning-
amar hrannast upp. Við andlát
pabba er okkur efst í huga þakklæti
fyrir góðan og kærleiksríkan föður.
Það er gott að minnast föður sem
vildi öllum vel og var öllum góður.
Fjölskyldu sína elskaði pabbi um-
framt allt, og það sem einkenndi
hann helst var einstök ljúfmennska.
Pabbi var fagurkeri og andans mað-
ur og bera Ijóðin hans þess gott
vitni. Ljóðelskur var hann og bók-
hneigður. Bestu stundimar hans
vora þó þegar hann settist við pí-
anóið sitt og spilaði. Þá gat hann
gleymt stund og stað, en jafnframt
heillað okkur aðdáendur hans. Það
var gott að leita til pabba þegar
þess þurfti. Þá var útrétt og hjálp-
andi hönd rétt fram. Hönd sem var
svo traust og styrk að allar áhyggj-
ur hurfu þegar gripið var í hana.
Slíkar minningar era góðar þegar
hugurinn reikar.
Síðustu árin átti pabbi við van-
heilsu að stríða sem hann tók á með
miklu hugrekki. En það hallaði und-
an fæti, og síðustu vikurnar sem
hann lifði þurfti hann á sjúkrahús-
vist að halda. Þá var gott að geta
setið hjá honum og haldið í höndina
hans, sem var farin að þynnast en
þó lengi svo ótrúlega styrk, og end-
urgoldið kærleika hans. Við vitum
að nú er hann í landi ljóss og friðar
og að honum líður vel.
Elsku mamma, við biðjum guð að
veita þér styrk. Þú varst stoð og
stytta pabba í veikindum hans, og
fyrir það viljum við þakka þér.
Á banabeði naut hann kærleiks-
ríkrar umönnunar á deild 32 A á
Landspítalanum og færam við
starfsfólki deildarinnar bestu þakk-
ir fyrir það.
Elsku pabbi, far þú í friði.
Börnin þín.
Nú hefur Valgarður, tengdafaðir
minn, kvatt sína fógru veröld eftir
langan dag.
Eg sá Valgarð fyrst fyrir rúmum
áratug. Hann bar með sé virðuleika
hins roskna embættismanns, en um
leið alþýðleika og tilgerðarleysi hins
óbreytta leikmanns. Hann var prúð-
mannlegur í fasi, svipurinn eilítið
fjarrænn og úr bláum augunum
skein græskulaus góðvild. Það var
ómögulegt annað en láta sér líka vel
við þennan mann.
Stuttu síðar varð Valgarður fyrir
miklum veikindum. Eftir það átti
hann við talörðugleika að stríða þó
að hann skildi hvað aðrir sögðu. í
einu vetfangi vora líka öll hans
helstu áhugamál frá honum tekin.
Hann gat ekki lengur spilað á pí-
anóið sitt og seitt þar fram ljúfa
tóna tilveranni til dýrðar og einnig
var honum nú fyrirmunað að leita
að fró í lestri ljóða og góðra bóka. Á
þessum tímamótum í lífi Valgarðs
hófust kynni okkar. Endurhæfíngin
eftir veikindin gekk vonum framar
og það var aldrei uppgjöf á Valgarði
að fínna. Þrátt fyrir skerta hreyfí-
getu fór Valgarður í sund á hveijum
morgni og lengst af gekk hann heim
á eftir hvemig sem viðraði. Ég held
að viljinn til þess að njóta lífsins enn
um sinn hafí skipt sköpum og einnig
sá dyggi stuðningur sem hann fékk
hjá Björgu, konu sinni. Ég hafði
alltaf á tilfinningunni að í augum
Valgarðs væri Björg ekki bara eig-
inkona og lífsfóranautur, heldur
líka ástin hans bjarta.
Þó að lífsskilyrði Valgarðs hafí
orðið erfiðari eftir veikindin og ef-
laust hafi sótt að honum depurð og
kvíði á stundum held ég samt að
Valgarði hafi fundist hver dagur
merkilegur. Það var eins og grámi
hversdagsleikans næði aldrei alveg
að honum. I kvæðum Valgarðs, sem
hann orti á stolnum stundum, kem-
ur fram sú afstaða að fagna beri
hverri nýrri sólarapprás. Þau era
óður til lífsins og ástarinnai- eins og
birtist í kvæðinu „Kvöldljóð":
Gengin er sól að grænum viði,
golan mér strýkur létt um kinn.
Ilmandi jörðin andar friði,
unaðarkennd, í sál mér inn.
Yfir mér hvelfist bjartur, breiður,
blikandi stjömuhiminn skær,
skínandi fagur, hár og heiður,
horfir á lítið blóm, sem grær.
Brosir við augum yndisfögur
almættisdýrðar veröldin.
Bráðum mun aftur láð og lögur
ljóma við árdagssólarskin.
(Valgarður Kristj.)
Af þessari sömu virðingu fyrir líf-
inu umgekkst Valgarður umhverfi
sitt, sjálfan sig og aðra. Aldrei hitti
maður Valgarð svo fyrir að hann
væri ekki óaðfinnanlega snyrtur.
Það var eins og kusk eða krampur
festust ekki á fötunum hans og ef
maður kom nálægt honum bar að
vitum daufa angan af fínum kólon-
ilmi. Þegar hann heilsaði fagnaði
hann manni hlýlega eins og við
hefðum ekki sést lengi og þegar
hann kvaddi gleymdi hann ekki að
tjá sig um að stundin hafí verið ynd-
isleg (og það hvarflaði að manni að
líklega væri það bara alveg satt).
Ég skynjaði hjá Valgarði djúpa þrá
eftir fegurð og samhljómi og stund-
um fannst mér eins og hann ætti
sinn eigin prívatheim - og sá heim-
ur væri bæði betri og fallegri staður
en okkar hinna.
Ég veit að trú okkar Valgarðs á
því hvað taki við eftir jarðvistina
var ekki á einn veg. Þó vona ég af
öllu hjarta að hans trú sé rétt og að
hann megi enn á ný njóta árdegis-
sólar í fagurri veröld.
Ég þakka Valgarði samfylgdina.
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir.
Mig langar til að minnast fóstra
míns, Valgarðs Kristjánssonar, í fá-
einum orðum.
Þegar við nánasta fjölskylda Val-
garðs sátum saman í kringum rúm-
ið hans á Landspítalanum fyrir
nokkram dögum og vissum hvert
stefndi hrönnuðust upp minningar.
Ég var aðeins nokkurra daga gömul
þegar þau hjónin Valgarður og
Björg Ivarsdóttir, móðursystir mín,
þá ung hjón með tvö börn á Jaðars-
brautinni á Akranesi, opnuðu heim-
ili sitt fyrir mér og móður minni,
Helgu ívarsdóttur. Arin urðu fímm,
en í tuttugu ár naut ég jóla og ann-
arra hátíðisdaga í faðmi þessara
ljúfu hjóna og barna þeirra. Þau
veittu mér ást og öryggi sem ég
væri þeirra eigið barn. Valgarður
gaf mér gælunafnið „Skotta“. Sem
bami þótti mér nafnið undirstrika
væntumþykju hans í minn garð.
Seinna á unglingsárunum upplifði
ég nafngiftina sem skemmtilega
uppástungu þessa annars alvöru-
gefna manns. I mínum huga var
Valgarður ekki bara dáður lögmað-
ur, borgardómari og kennari, held-
ur maður mikilla mannkosta og fyr-
irmyndarfaðir. Handleiðsla hans á
uppvaxtaráranum var björt og við
sem hennar nutum búum að þeirri
birtu um ókomna tíð. Hann var list-
hneigður, sérstakt prúðmenni,
traustur, ljúfur og sterkgreindur.
Valgarður var mikill tónlistarann-
andi og spilaði yndislega á píanó.
Fyrir okkur börnin var jafn eðlilegt
að hlusta á meistarana Beethoven,
Chopin, Mozart og List eins og að
borða skyr og brauð í hádeginu.
Tónlistin var stór þáttur í heimilis-
lífinu og eru stundimar ófáar þar
sem spilað var og sungið. Sér í lagi
minnist ég jólanna og áramótanna.
Valgarður var gæddur ríkri kímni-
gáfu. Oft eftir annasaman vinnudag
hafði hann gaman af að lesa upp úr
dagblöðunum klaufalegan frétta-
flutning og skondnar greinar fyrir
konu sína Björgu sem naut kímn-
innar.
Ég get seint fullþakkað örlæti og
ást þeirra hjóna í minn garð en segi
takk, takk, takk fyrir allt. Ég og
fjölskylda mín kveðjum þig í bili,
Valgarður minn, en erum þess jafn-
framt fullviss að við hittumst hinum
megin þar sem þú bíður með þitt
þétta og hlýja faðmlag.
Björgu, Sigrúnu, Adda, Ivari,
Valla og Kristjáni Fannari, mökum
þeirra og börnum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Linda, Gunnar Vagn
og böni.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið.
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EIÐUR BERGMANN HELGASON,
Hlíðargerði 3,
lést miðvikudaginn 3. febrúar á öldrunardeild
Landakotsspítala.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4-11 Landakotsspítala.
Valborg Sveinsdóttir,
Frosti Bergmann Eiðsson, Sólveig Haraldsdóttir,
Logi Bergmann Eiðsson, Ólöf Dagný Óskarsdóttir,
Hjalti Bergmann Eiðsson,
Sindri Bergmann Eiðsson
og barnabörn.
t
Systir okkar og fósturmóðir,
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Bjarnarstöðum,
Bárðardal,
andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga föstudaginn
5. febrúar.
Útförin fer fram frá Lundarbrekkukirkju laugar-
daginn 13. febrúar kl. 14.00.
Jarðsett verður í heimagrafreit.
María Jónsdóttir,
Kristín Jónsdóttir,
Hulda Guðný Ásmundsdóttir,
Guðmundur Þór Ásmundsson.
t
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
DÓRA ÍRIS THORARENSEN,
Hátúni 10a,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
30. janúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Jón Ástráður Thorarensen,
Ingibjörg Rósa ívarsdóttir,
Ingólfur Valur fvarsson,
Ásmundur ívarsson.
t
Elskuleg föðursystir okkar,
INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR,
Ránargötu 3,
Reykjavík,
verður borin til grafar frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 13. febrúar nk. og hefst athöfnin
kl. 14.00.
Katrín, Ingibjörg, Bjarni og Jóhann Jóhannsbörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
GUNNAR ÞÓRSTEINSSON,
Víkurbraut 24,
Grindavík,
lést á St. Jósefsspítala miðvikudaginn 10. febrúar.
Fjóla B. Guðnadóttir.
t
Kveðjuathöfn hjartkærs föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR PÁLSSONAR
frá Höskuldsey,
Varmahlíð 2,
Hveragerði,
verður í Hveragerðiskirkju í dag, föstudaginn
12. febrúar, kl. 14.00.
Útförin fer fram frá Staðastaðarkirkju á morgun, laugardaginn 13. febrúar,
kl. 14.00.
Jón Guðmundsson, Alma Garðarsdóttir,
Klara Guðmundsdóttir, Ómar Þór Helgason,
Páll Arnar Guðmundsson, Þóra Vigdís Guðmundsdóttir,
Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir,
afabörn og langafabörn.