Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999- 4Í** innst í hjarta hún er geymd þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Eg fylgi þér ekki í kirkjunni síð- asta spölinn, en ég geri það í hjarta mínu. Asta Jóhannsdóttir. Nú þegar þú kveður og ert frjáls vinan mín góða, gleðst ég vegna þín og yfii- að hafa átt þig að vini, notið elsku þinnar og trausts. Frá fyrstu stundu skýrði lífsbirting þín vitund mína um gildin góðu, gladdi mig og hvatti. A sama hátt birtist þú móður minni, systur og dætrum, Pórunni og henni nöfnu þinni sem nú, líkt og þú áður, er ung Reykjavíkurmær í sístreymi lífsins, þar sem blæbrigðin ráðast af hvernig birtan fellur. Af örlæti deildir þú með þér stundum björtum og sönnum, þær lifa í brjóstum okkar, sem enn um stund sitjum eftir undir huliðshjálmi mennskunnar, og líkt og stjömur blika við festinguna. Sælir þeir, sem þess hins rétta þorsta; og hungurs finna til; þeim skal svala, þá skal metta, þeim skal snúast allt í vil. (V.Briem) Með ást og virðingu. Lena, Þórunn og Valgerður. Að lokum varðstu svo veik að ekki mátti iaufblað falla til jarðar án þess að þú kveddir. Það var alltaf skrítið að sitja eftir inni í eldhúsinu þínu þegar þú iokað- ir útidyrunum, farin eftir góðgerð- um fyrir gestinn. Nú hefurðu lokað dyrunum. Ég hugga mig við að þú skildir mig eftir á heimili þínu, en það er sál mín orðin. Heimkynni þín. Ég kom oft um hádegi og við töl- uðum fram undir lágnætti. I gegn- um þau orð eignaðist sálin skjólgóð klæði. Ég gæti sagt sögur. Það er minn- ing á bak við hvert orð. Hver stafur er maður sem tekur hatt sinn ofan í anddyrinu, gengur til stofu og sest hjá okkur meðal málverkanna. Kynnir sig. Hefur söguna. Ég gæti sagt sögur. En sögurnar eru sokknar of djúpt í okkur til að vera sagðar. Þær eru eins og leifar sólargeislans í lauf- blaðinu, fara ekki út fyrr en það visnar. Skína þá á heilt tré. Enn er talað yfir rjúkandi tebolla, angandi lauf í síunni. Ég heyri radd- imar, áhyggjulaust samtal þvert yf- ir heimsstyrjöldina, þvert yfir kreppuna, þvert yfir dauðann. Fólk að ræða saman. Kerti logar á borð- inu. Maðurinn með hattinn er hljóð- ur, sögunni er lokið. Við opnum garðdymar og horfum út. Nágrann- inn hefur rakað saman laufunum. Lífið er undarlegra en við með- tökum, ef til vill gerist eitthvað enn furðulegra þegar við deyjum. Víst er að sá sem deyr tekur með sér frá jörðinni mestu gæði sem á henni er að finna. Ævi. Að hafa átt ævi á jörðinni er að hafa stjömur himins- ins í vasanum eins og fágaða skild- inga. Minningin um þig er hlutdeild í undri þínu, hún er dýrmætari en allar eigur mínar, dýrmætari en þekking mín. Við emm samansett úr minningum hvert um annað og í minni litlu byggingu er endurminn- ingin um þig grunnurinn. Maður leggur hatt sinn frá sér í anddyrinu, gengur til stofu. Tekur til máls; Nú ertu fallin frá fáorðvið hæfi lifðir eins og laufblað litskrúðuga ævi. Þú brosir og hristir gullskildingana í vasanum. Bjarni Bjarnason. Hugurinn hyarflar til heimilis Völu frænku og Óla í Brennu þegar ég sem unglingur kom suður frá Seyðisfirði til að fara í Verzlunar- skólann og leigði herbergi í næsta húsi við þau. Mér var alltaf vel tekið í Brennu, þangað sótti ég þegar mér leiddist, þar voru böm sem mér þótti vænt um og Vala hlúði að mér og sýndi mér ómælda umhyggju sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Hún átti ekki mikið af verald- legum gæðum en því meira af því sem mölur og ryð fá ei grandað. Vala átti marga vini og þar kynntist ég mörgum sérstæðum persónuleik- um, lærði að drekka kaffi og taka þátt í samræðum við greint fólk, skáld og pólitikusa - þar leið mér vel. Um leið og ég minnist með þakklæti þeirrar manneskju sem hefur sýnt mér hvað mesta hlýju og vinsemd allra manna, sendum við hjónin börnum hennar og öðrum fjölskyldumeðlimum innilegar sam- úðarkveðjur. Kristín Gestsdóttir. Mamma kallaði hana kaptein Johnson eða bara Johnson. Við höf- um enga hugmynd um af hverju enda skiptir það ekki máli. Fyrir okkur var hún ekki einungis móður- systir heldur tók líka að sér hlut- verk ömmu og vinkonu. Vala hafði þann hæfileika að taka öllum einsog þeir voru af guði gerðir. Fyrir bragðið eignaðist hún vini á öllum aldri. Heimilið í Asgarðinum var eins og félagsmiðstöð og stundum þótti manni nóg um. Útidyrnar voru ekki læstar og því gekk fólk bara beint inn, sagði hæ, hó og settist. Krakkarnir í hverfinu hlupu stund- um í gegnum húsið út í garð í elt- ingaleik. Ekki var amast við einum né neinum. Sumir settust hreinlega upp í einhverju herbergjanna um lengri eða skemmri tíma. Það þótti bara svo sjálfsagt. Okkur þótti líka sjálfsagt að hóað væri í Völu þegar eitthvað stóð til. Ef nýi- bíll var keyptur var byrjað á að sækja hana í prufutúr austur fyr- ir fjall. Afmæli, brúðkaupi eða bamsfæðingu var ekki fagnað nema hún væri á staðnum. Vala vai’ manna kátust á mannamótum og naut sín vel. Af miklum dugnaði hafði Völu tekist að kaupa hús fyrir sig og barnahópinn. Ekkert var keypt nema til væri fyrir því í beinhörðum peningum. Henni vai- illa við að skulda. Hún vann fyrir heimilinu á Farsóttarsjúkrahúsinu, Sænska frystihúsinu, hjá Pálma vini sínum í Hagkaup og við skúringar hér og þar. Alls staðar vel liðin fyrir vinnu sína enda lagði hún sig alltaf fram. A þessum tíma var Vala stór og stæði- leg. Vann á við hvaða karlmann sem var. Karlmannsígildi á kvenmanns- kaupi. Það tíðkaðist að senda fisk- verkakonur heim með engum fyrir- vara vegna hráefnisskorts. Aðeins karlar fengu að halda vinnu vegna þess að þeir voru fyrirvinnur heimil- anna. Vala háði sína réttindabaráttu á vinnustað með vísan til þess að hún væri fyrirvinna sinna barna en það dugði ekki til. Konur voru send- ar heim. Þetta er aðeins eitt af dæmum um verkalýðsbaráttu Völu. Hún var alltaf að reyna að rétta hlut þeirra sem minna höfðu. Hún tók þátt í störfum sinna verkalýðsfélaga til að ná fram réttindum verkafólks. Aldrei missti hún af kröfugöngunni á hátíðisdegi verkalýðsins og gat maður gengið að henni vísri undir rauðum fána. Baráttuandinn skyldi lifa áfram og í þeim tilgangi gaf hún systkinabörnum söngbók MFA til þess að þau gætu að minnsta kosti tekið undir Nallann. Ekki veitir af að halda merkjum þessara verka- kvenna á lofti á tímum þegar það þykir beinlínis hallærislegt að vera í verkalýðsfélagi. Þær hljóta að spyrja sig til hvers var barist. Auðvitað skiptust á gleði og sorgir á áttatíu ára ævi. Hins vegar var Vala aldrei að rifja upp leiðindi frek- ar en Gurrý systir hennar. Þær stóðu saman á erfiðum tímum með því að hlæja að vitleysunni. Með húmorinn að vopni var ráðist á alla erfiðleika og þeir yfirunnir. Sárþjáð undir lokin var hún enn að hlæja að löngu liðnum uppákomum. Baráttu hennar er lokið og hún hefur skilað miklu. Einhverjum hefði þótt nóg um að standa uppi ein með sjö böm. Sumum þótti hópurinn stór eins og unglingnum sem spurði hvers vegna hún ætti svona mörg böm. Hún gaf eitt af sínum góðu tilsvörum: „Eg átti sjö óskir og fékk þær allar upp- fylltar." Við systurnar þökkum fyrir þá fyrirmynd sem hún er okkur í lífinu. Við hugsum til hennar í kröfugöng- um framtíðarinnar. Nanný, Alda og Jóhanna. Ég var barn þegar ég kynntist Valgerði Ámadóttur, mágkonu móðursystur minnar. Gunna frænka kallaði hana Völu mágkonu og í rómnum var virðing og væntum- þykja. Löngu seinna varð Vala mág- kona mín líka. Á aldarfjórðungsvin- áttu okkar bar aldrei skugga. Hún var afbragð annarra kvenna. Á tregastundum við fráfall henn- ar er eins og huganum verði fró að gömlum myndum bróður hennar. Rönku í Brennu og Árna frá Múla varð tíðförult með börnin sín prúð- búin til ljósmyndara, og myndavélin var brúkshlutur á heimili þeima. Vala var frumburður foreldranna. Hún var ljós yfirlitum eins og móð- irin og björt eins og perla í hæg- indastól hjá Ólafi Magnússyni ljós- myndara fyi’sta sumar ævinnar. Á annarri myndinni er athugull al- vörusvipur, hinni gleðibros, það var sama gleðibrosið, sem heilsaði manni hverju sinni, síðast í vetur á áttræðisafmælinu hennar. Myndina þá fann ég fyrir nokkrum árum í gömlu dóti á búðarborði og aðra líka, á hana er skrifað fagurri hendi Vala Árnadóttir nóvember 1920. Litla telpan er með stóra silkislaufu í gullnum lokkum, sem hrynja ofan á herðar, undan kjólfaldinum gægj- ast hvítar blúndur, vinstri hönd hef- ur hún í vasanum. Sama sinni er önnur mynd tekin, nú er hún í sparikápu með skinnkraga og hnöppum úr perlumóðurskel, hvít- um gammossíum með vettlinga og topphúfu bryddaða hvítu skinni. Næsta vor eignaðist faktorsdóttirin á Vopnafirði bróður og var honum alla ævi sama góða systirin. Andar- tak frá fyrsta sumri hans lifir líka á mynd. Systkinin fríðu í blíðunni undir stofuglugganum heima með mömmu á upphlut, Öddu frænku og Maju, stóra systir er með þumal- fingurinn uppí sér. Sumarið, sem Jónas fæðist, er hún farin að leiða Jón Múla, komin með armbandsúr og perlufestina fínu, sem hún skart- ar á ótal myndum þaðan í frá, þvi mæðgurnar voru skartkonur. Sjálf var hún perla. Kurteisin var ekki tillærð en kom að innan. Það var galdur í röddinni og hún var lágvær í háreysti, hláturinn var svo þýður, að hann hljómar enn í minn- ingunni. Svo vel lukkaðist bland ættanna í Völu, að hún var tignust alþýðukvenna og alþýðulegustu hefðarmeyja, fasið var svo kurt- eislegt, að sumum þótti hún þurr- leg. Það var misskilningur. Enginn var hjartahlýrri en hún, þegar hún var fátækust sóttu þurfamenn og skáld sér skjól og yl hjá þenni því það, sem hún átti, var öðrum falt. Hún hlaut klassískt ljóð að launum frá verðlaunaskáldi, ævarandi þakk- læti hinna. Járnpotturinn hennar með eyrunum var jafnstór og aðrir ævintýrapottar og jafngjöfull líka, það var eins og kjötið úr honum og baunirnar væru óþrjótandi og bragðið ógleymanlegt. Vinnudagur- inn varð sólarhringnum lengri því ung var hún einstæð móðir sjö barna, þau fæddust á áratug í hjónabandi þeirra Óla Hermanns- sonar lögfræðings, íjórir synir, þrjár dætur. Hún varð þeim öllum meira en móðir, fyrirvinna, fyrir- mynd og vinur og vinur vinanna líka. Hún kunni vel að hlusta en líka að segja sögur, allar leiftruðu þær af Brennuhúmor. Brenna varð heimili Völu þegar hún fór úr föðurhúsum. Þar var brenskuheimili móður hennar, og mæðgurnar voru hvor annarri hjálparhellur frá fyrstu tíð. Þær voru nágrannar á Bergstaðastræti meðan Ragnheiði entist aldur. Úr Brennu fluttist Vala með börnin sín í Ásgarð 29 og þangað lögðu margir leið sína. Aldrei kom þar neinn að læstum dyrum því húsmóðirin sá aldrei ástæðu til að snúa lyklinum og húsrými réðst af hjartalagi henn- ar. Valgerður Ái-nadóttir hafði gam- an af að ferðast; og sögurnar af ferðalögum hennar eru minnisstæð- ar. Kornung dvaldist hún með vin- konu sinni í Danmörku og undi sér vel, hugði á nám í garðyrkju en heim vildu foreldrarnir fá hana og heim fór hún. Eins fór þegar hún ætlaði í æsku frá Englandi til Ind- lands. Úr Englandsvistinni færði hún bróður sínum þá vinargjöf, sem gleður hann enn, svartan djasskvin- tett á svörtum stólum, karinettu, saxófón, básúnu, banjó og trommu. Þótt karlarnir séu hljóðlátir er sveiflan þeirra bæði svört og heit. Það eru fleiri minjar um dvöl Völu á tignargarði í enskri sveit á heimili okkar, þaðan er hann ættaður sá djúpi varanlegi gljái, sm ljómar af skóm húsbóndans og fæst aðeins með aðferðunum, sem Vala lærði forðum af þjónum fína fólksins á Norðimbralandi. Þótt Vala yrði ekki garðyrkju- maður ræktaði hún vel sinn reit, og í ski’úðgarði hennar vex mörg fógur rós. Hún var nærfærin við börnin sín og börnin þeirra, systkini sín og fólkið þeirra. Róttæk var hún og réttsýn, greind og gjafmild og svo skemmtileg að haft verður í minn- um. Hún hafði yndi af söng og hljóðfæraslætti og dansaði eins og engill, sérstaklega er þeim, sem sáu hana og Gurrí systur hennar tjútta saman á miðjum aldri það minnis- stætt. Minnisstæðust verður hún^ mér þó ætíð fyrir stillingu og æðru- leysi. Vala mín varð hvíldinni fegin því hún var orðin þreytt. Ég skal segja þér það, Jón minn, sagði hún við bróður sinn, að í hvert sinn, sem ég loka augunum sé ég fyrir mér upp- búið rúm. Þegar við kvöddum hana var hún sofnuð í sjúkrarúminu í Sjúkrahúsi Reykjavíkur en opnaði augun aðeins og það var eins og hún þekkti okkur. Úr útvarpinu hennar á borðinu hljómuðu saknað- arljóðin fögru sem Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir leika^ best. Nú verður hún lögð til hvíldar hjá elskulegri systur sinni og mág- um. Langri samfylgd er lokið. Á kveðjustund dvelur hugurinn hjá bróður hennar, systurinni í fjarlægð og börnunum hennar góðu. Verði henni hinsta hvíldin vær. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Útför KRISTÍNAR JÓNU ÞORSTEINSDÓTTUR, sem lést sunnudaginn 7. febrúar sl., fer fram frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum laug- ardaginn 13. febrúarkl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kristniboðssjóð Hvítasunnusafnaðanna. Þorsteinn Kristinn Óskarsson, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jóhannes Óskarsson, Gíslína Magnúsdóttir, Anna Sólveig Óskarsdóttir, Halldór Axelsson, Snorri Óskarsson, Hrefna Brynja Gisladóttir, Kristinn Magnús Óskarsson, Laura Withers, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför EINARS HANNESSONAR á Brekku, Vestmannaeyjum. Örn V. Einarsson, Svana Sigurgrímsdóttir, Gísli V. Einarsson, Björg Guðjónsdóttir, Sigríður M. Einarsdóttir, Guðmundur I. Kristmundsson, Sævar V. Einarsson, Elín Benediktsdóttir og afabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs bróður míns, STEINARS PÁLLS ÞÓRÐARSONAR kennara, Hraunbæ 168, Reykjavík. Trausti Þórðarson, frændi og vinir. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, dóttur, móður, systurdóttur, systur og ömmu, ÞÓRUNNAR BJÖRGÓLFSDÓTTUR, Stekkjarhvammi 66, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Sólvangs og Landspítala fyrir frábæra umönnun. Ragnar Halldórsson, Ingibjörg Ingimundardóttir, Ingimundur Guðmundsson, Oddný Sigrún Magnúsdóttir, Ólafur Hafsteinn Einarsson, Halldór Ragnarsson, Andrea Ó. Ólafsdóttir, Björgvin Ragnarsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Gróa Ingimundardóttir systkini og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.