Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM HARMONIKUBALL verður annað kvöld, laugardagskvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við fllfheima. Hefst kl. 22.00. Fálagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur og Caprí tríó leika fyrir dansi. Söngvari er Ragnheiður Hauksdóttir. KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN og Nýjabíó í Keflavík og á Akureyri hafa tekið til sýn- inga hina gríðarlega vinsælu teiknimynd Pöddulíf, sem gerð er af þeim sem bjuggu til Toy Story. Aðalleikari í íslensku útgáfunni er Felix Bergsson, en í þeirri ensku er m.a, að finna Kevin Spacey. Maurar, engisprettur og flær í þrívíddartækni Raggi Bjama og Stefán Jökulsson slá á léttari nótur á Mímisbar Radisson SAS Saga Hotel Reykjavík Borðapantanir í simum 557 9717 og 587 6080 Munið hin frábæru sunnudagskvöld með hijómsveit Hjördísar Geirs frá kl. 21.30—01.00 ^[œtur^aíinn Smiðjuvegi 14, ‘Kópavogi, sími 587 6080 Loksins — loksins — loksins Hinn hugljúfi stór- söngvari, Einar Júlíusson, verður heióursgestur okkar um helgina ásamt Hilmari Sverrissyni og Önnu Vilhjálms. Sjáumst hress! raunverulegir, með skuggum, tónum og öllu.“ Þeir sem vilja sjá myndina með ensku tali eiga kost á því í Bíó- borginni þar sem leikarar á borð við Kevin Spacey (Usual Suspects), Jul- ia Louis-Dreyfus (Seinfeld), David Hyde Pierce (Frasier), Richard Kind (Spin City, Mad about You) og Dave Foley (The Wrong Guy) ijá skordýr- unum líf. í öllum Sambíóunum og Nýjabíói í Keflavík og á Akureyri er hins vegar hægt að hlýða á myndina í ís- lenskri talsetningu, þar sem Felix Bergsson og fleiri landsþekktir leik- arar eru í aðalhlutverkum. Kvikmyndahátíðin í Berlín Björninn skriðinn úr híði ÞRÁTT fyrir kulda og trekk safnaðist múgur og margmenni saman fyrir framan Zoo Palast á miðvikudag til að fylgjast með opnun Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Opnunarmyndin var Ai- mee & Jaguar, lesbísk ástarsaga byggð á sannri sögu sem gerðist í síðari heirnsstyrjöldinni. Var henni tekið með fagnaðarlátum ólíkt fyrri forsýningu fyrir fjöl- miðla, þar sem henni var fálega tekið. Hin 85 ára Lilly Wust sem er fyrirmynd Aimee í myndinni var viðstödd sýninguna og var henni fagnað með dynjandi lófataki þegar hún grátklökkri röddu sagði eftir sýninguna að myndin væri tileinkuð Jaguar. Stoltur af Berlín Gerhard Schroeder kanslari Þýskalands bauð hátíðargesti velkomna með nokkrum orðum, en hann þurfti síðan frá að hverfa vegna fyrirhugaðrar ferð- ar til Washington. „Eg er ekki að gera lítið úr Cannes, Feneyjum eða Hollywood þegar ég segi að við séum stolt af Berlín," sagði hann, en borgin mun á næstu dögum hýsa margar stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum sem munu keppa um hin hefðbundnu verðlaun hátíðarinnar, Berlínar- björninn. Áður en Schroeder steig í ræðustól ræddi hann við Steven Spielberg um „Shoah“-safn Spiel- bergs, sem er stórt myndbanda- safn með viðtölum við gyðinga sem lifðu helförina af. Aætlað er að safn Spielbergs verði hluti af fyrirhuguðu safni í Berlín sem tileinkað er helförinni gegn gyð- ingum. Stjörnum prýdd Berlín Frægir Ieikstjórar eins og Ter- rence Malick, Bertrand Taverni- er, Claude Chabrol og Robert Altman verða á Kvikmyndahátíð- inni auk hryllingssmiðsins David Cronenbergs og munu þeir berj- ast um Berlínarbjörninn ásamt fleiri Ieikstjórum. Tuttugu og fimm kvikmyndir eru sýndar á LEIKKONURNAR Maria Schrader og Juliane Koehler sem Ieika í opnunarmynd hátíðarinnar Aimee & Jaguar stilla sér hér upp með Lilly Wust sem er fyrirmynd annarrar aðalpersónu myndarinnar. KANSLARI Þýskalands, Gerhard Schröeder, ræðir hér við Ieikstjórann Steven Spielberg. hátíðinni og keppa um verðlaun þessa tólf daga. Á síðasta ári var talað um að stærstu stjörnurnar hefðu verið fjarverandi á hátíðinni en annað er uppi á teningnum í ár, því gestalistinn skartar ekki ófræg- ara fólki en Steven Spielberg, Meryl Streep, Nicholas Cage, Ben Affleck, Harvey Keitel, Gwy- neth Paltrow og Jennifer Jason Leigh. Berlín verður því stjörnum prýdd næstu daga en Kvik- myndahátíðin stendur yfir til 21. febrúar næstkomandi. FRUMSÝNING Lífið er enginn dans á rósum fyrir maurana á Maura- eyju. Hvert einasta sumar hellist yfir þá heill her af engisprettum. Þær krefjast vænn- ar sneiðar af ávöxtum erfiðis maur- anna og setja blett á lífið í þessu friðsæla samfélagi. Söguhetja myndarinnar heitir Flik og er maur, sem er ekki jafnhefðbundinn í hugsun og hinir maurarnir. Hann tekur upp hjá sér að ná í hjálp og einhvern veginn fer það svo að hann fær atvinnulausar fiær, sem hafa misst vinnuna í lélegum flóa- sirkus, til þess að ganga til liðs við maurana og berjast gegn engi- sprettunum. Þessir nýju vinir, maurarnir og flærnar, leggjast svo á eitt til að undirbúa uppgjörið við engisprett- urnar. En það gengur ekki allt eins og til var stofnað og þegar áætlunin fer úr böndunum fara hlutirnir að gerast og margt óvænt gerist þegar Flik reynir að bjarga heimkynnun- um og góðu maur-orði. Kveikjuna að sögunni er að finna í dæmisögu Esóps um áhyggjulausu engisprettuna sem biður lúsiðnu maurana um að gefa sér að eta. Úr þeim söguþræði spinna höfundar Pöddulífs nýjan vef. Þeir eru annars vegar Walt Dis- ney-stórfyrirætkið og hins vegar fyrirtækið Pixar, sem er teikni- myndadeild Apple-tölvufyrirtækis- ins. Samstarf þeirra hófst með gerð Toy Story og nú hafa þau samið um að gera saman fimm teiknimyndir. Leikstjórinn er John Lasseter, óskarsverðlaunahafi fyrir Toy Story, sem einnig er höfundur sögu og handrits ásamt Joe Ranft og Donald McEnery og Bob Shaw. Tónlistin í myndinni er eftir hinn þekkta Randy Newman. „Krakkar elska pöddur," segir Lasseter. „Ég veit það af því að ég er krakki í hjarta mínu. Ég á fimm syni og þeir hafa allir eytt miklum tíma úti í garði að leika sér við pödd- ur. Heimur skordýranna er svo heill- andi. Þegar ég var krakki reyndi ég oft að ímynda mér að ég væri lítill og grasið hátt eins og risatré í risastór- um skógi. Það að horfa á veröldina sem við þekkjum frá sjónarhóli skor- dýrs fannst mér heillandi og ég var viss um að út úr því gæti komið at- hyglisverð mynd. Með tölvutækninni eigum við kost á því að búa til þrí- víddarheima sem eru næstum því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.