Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 39w + Marta Jónsdótt- ir var fædd 14. júní 1911 á Vatneyri við Patreksfjörð. Foreldrar hennar voru Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 3.10. 1885, d. 20.3. 1961, og Jón Indriðason skósmiður, f. 20.5. 1884, d. 17.2. 1974, bæði frá Patreks- firði. Systkini henn- ar eru: Tvö elstu börnin, sem hétu Sigurður og Rann- veig, létust í æsku. 1) Sigurður Kristinn, f. 3.8. 1906, d. 17.11.1968; 2) Rannveig Lilja, f. 17.1. 1919, d. 17.12. 1950; 3) Þorgerður, f. 5.11. 1913, d. 16.6. 1962; 4) Indriði, f. 9.7.1915, d. 30.4. 1998; 5) Jón úr Vör, f. 21.1. 1917; 6) Sigrún, f. 8.9. 1918, d. 24.4. 1988; 7) Sól- „Marta á allt gott skilið!" þessa setningu sagði móðir mín í tíma og ótíma. Hún sagði þetta svo oft, að þessi setning grópaðist í huga og hjarta okkar systkinanna. Mamma, Sigurborg Eyjólfsdóttir, d.1997, og Marta voru mjög góðar vinkonur. Báðar voru þær afburða duglegar í höndunum. Eg man vel þegar þær voru að sníða á borðstofuborðinu heima í Sörlaskjóli. Mér fannst þetta bara vera tuskubútar út um allt, en fyrr en varði var þetta orðið að flík í höndum þeirra. Mér, barn- inu, fannst þetta töfrum næst. Þannig léku þær sér og höfðu gam- an að, en vitaskuld gerðu þær þetta ekki eingöngu sér til skemmtunar, þetta var ódyrara en að kaupa föt. Auk þess fengu þær ánægjuna af að skapa eitthvað. En það var ekki að- eins saumaskapurinn sem tengdi þær svo sterkt saman. Báðar áttu þær lifandi trú á frelsara sinn, Jesúm Krist. Það knýtti þær saman sterkum böndum. Báðar voru þær meðlimir I KFUK, fóru oft á al- menna mótið í Vatnaskógi og þá staði, þar sem mótin voru haldin áð- ur en Vatnaskógur var tilbúinn. Við börnin fengum að fara með strax sem lítil börn, víst er að þar var sáð fræum í hjarta okkar, sem áttu eftir að springa út og verða okkur til ríkulegrar blessunnar. Fyrir það fæ ég seint fullþakkað. Eg man eftir Mörtu jafn lengi og ég man eftir sjálfri mér. Hún var ætíð hlý og góð, það var eitthvað svo notalegt við hana. Hún var með afbrigðum gjafmild, hjálpsöm og trygg. Mér er sérstaklega minnistætt eitt lítið atvik, sem ég mun seint gleyma. Ekki man ég hve gömul ég var, en lítil var ég. Á þeim tíma var í gildi sú regla, að börn sem veiktust af skarlatsótt voru sett í sóttkví á Farsótt hjá Maríu Ma- ack. Auk þess var fjölskylda við- komandi barns líka sett í sóttkví með því að allir áttu að halda sig heima í eina viku. Þetta gerði það að verkum, að ég fékk enga heimsókn að heiman. Ein vika er lengi að líða hjá litlu bami. Enginn fékk að koma í heimsókn á Farsótt, en á hurðinni var htill gluggi, þar sem aðstand- endur fengu að heilsa upp á barnið sitt. Gjafir fengum við með því skil- yrði, að skilja þær eftir þegar við fæmm heim. Ég gleymi seint þeirri stund er mér var tilkynnt að það væri heimsókn til mín. I litla glugg- anum sá ég brosandi andlit Mörtu. Það var ætíð stutt í brosið hjá henni og þá ljómaði andlitið eins og sól. Þannig var Marta. Hún kom með gjafir handa mér, eitthvað sem bragðaðist vel og tuskudúkku, sem hún hafði að sjálfsögðu saumað sjálf. Þetta var engin venjuleg tuskudúkka, þetta var besta, falleg- asta og skemmtilegasta dúkka sem ég nokkurn timann eignaðist. Skal ég nú skýra það nánar. Á þessum tíma gengum við bömin í „koti“ með sokkaböndum til að halda sokkunum uppi. Við telpurnar gengum einnig í „klukku“, sem var veig, f. 28.11. 1919; 8) Gunnar, f. 9.8. 1922, d. 20.12. 1992; 9) Hafliði, f. 20.10. 1923; 10) Fjóla, f. 8.7. 1925, d. 18.5. 1996; 11) Björgvin, f. 26.8. 1929. Marta var alla tíð einhleyp en ól upp bróðurson sinn, Sig- urð Trausta, frá unga aldri, sambýl- iskona hans er Jó- hanna Olga Björns- dóttir og á hann þrjú börn. Einnig hélt hún heimili fyrir bróður sinn og aldraða foreldra. Marta var trúhneigð kona og stundaði reglulega starf við KFUK. Utför Mörtu fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. heklaður eða prjónaður undirkjóll. Dúkkan frá Mörtu var í þessu öllu. Hún var í venjulegum fötum og „klukku og koti“, þar að auki hafði Marta saumað á hana náttföt, svo ég þurfti bæði að hátta hana og klæða. Þessi dúkka varð afar vinsæl hjá okkur telpunum og hún gekk á milli okkar. Það vora þessi litlu smáatriði, sem Marta hafði gefið sér tíma og þolinmæði að búa til. Sárt fannst mér að þurfa að skilja þessa dúkku eftir, en ég gleymi henni seint. Marta kom oftar í heimsókn til mín þennan tíma og reyndist mér sem besta móðir. Þessi litla saga lýsir gjafmildi og tryggð Mörtu. Marta bjó sér fallegt heimili í lít- illi og hlýlegri íbúð. Allt bar vott um myndarskap hennar. Hún tók að sér og ól upp bróðurson sinn, Sig- urð Trausta. Þá komu í ljós hennar góðu eiginleikar, þolinmæði, fórn- fýsi og kærleikur. Vona ég og bið þess, að Sigurður Trausti, börn hans og barnabörn hafi fengið í veganesti allt það góða sem Marta hafði að gefa. Eins og gengur fór heilsan að gefa sig þegar árin færð- ust yfir. Fluttist hún þá í litla þjón- ustuíbúð á Dalbraut. Mamma var á dagdeild á sama stað og veit ég að oft fékk hún að hvfla sig hjá Mörtu, er hún var þreytt. Ég á gull að gjalda. Ég er í skuld. Að vísu bjó ég mörg ár á Patreksfirði, en það er einmitt fæðingar- og uppeldisstaður Mörtu. Voru þau 14 systkinin sem bjuggu í afar litlu húsi, sem nú er búið að rífa. Eftir að ég og fjöl- skylda mín fluttumst til Reykjavík- ur verð ég að játa að ég hafði alltof lítið samband við Mörtu, aðein sím- töl af og til. Þá brást ég Mörtu, sem átti allt gott skilið. Mér kemur í hug frásögn í Biblíunni í Jóh. 5,7 um sjúka manninn við Betesdalaugina; hvar voru vinir hans? Hann var veikur, svo veikur að hann var alltaf of seinn til að komast í laugina, þeg- ar vatnið hrærðist. Hefðu vinir hans reynst honum vel hefðu þeir hjálpað honum út í laugina þegar vatnið hrærðist. Vinirnir bragðust, það hendir okkur því miður allt of oft, að við bregðumst þegar vinir okkar þarfnast okkar. En sjúki maðurinn mætti Jesú, það gerði Marta líka. Hún átti bjargfasta tiú á frelsara sinn, Jesúm Ki-ist. Marta hafði ver- ið veik þó nokkurn tíma og komst loks á sjúkrahús. Ég ásamt fleiram sat hjá Mörtu þann tíma, sem hún lá banaleguna. Við áttum saman margar góðar stundir, er við vorum saman tvær einar. Þá töluðum við um það sem við áttum sameiginlegt, trúna á Jesúm. Þótt hún gæti lítið talað var þetta mál, sem hún skildi. Mér fannst endilega að hún þyrfti að fá prest til sín, svo ég hringdi í hennar prest, séra Ama Berg Sig- urbjömsson, hann var fús að koma, hvenær sem var dagsins. Hann kom oft til hennar óumbeðinn, veitti henni blessun og frið. Vil ég þakka honum hversu vel hann reyndist henni. Ég las fyrir hana úr Bibh'- unni, t.d. 23. og 121/Davíðssálm, þá tók hún undir með mér þótt ekki væri skiljanlegt það sem hún sagði en það var augljóst að hún kunni þetta utanað. Vil ég að lokum þakka fyrir að hafa kynnst Mörtu og bið ég góðan Guð að fyrirgefa mér að ég skyldi ekki rækta sambandið við hana bet- ur þegar hún var hressari. Þetta minnti mig á að starfa meðan dagur er, núna, í „núinu“. Bið ég Drottinn, sem öllu ræður, að hugga, styrkja og styðja alla hennar nánustu ætt- ingja og vini. Guð blessi minningu Mörtu Jóns- dóttur. Fjóla Guðleifsdóttir. Marta Jónsdóttir, vinkona mín til margra ára, er látin. Þar sem því hagar þannig til að ég get ekki verið við útför hennar í dag, lét ég verða af löngun minni, að senda kveðju- orð. Ég veit, að þau mega ekki vera lofræða um hana sjálfa, það er svo andstætt vilja hennar og í misræmi við hana sjálfa og hvernig hún lifði. Aðeins nokkrar staðreyndir. Marta gekk hljótt um, barst ekki mikið á, en var um leið svo ákveðin og traust. Fólkið hennar, „Fólkið úr Þorp- inu“ hans Jóns úr Vör (bróður Mörtu), hefur orð fyrir að vera ein- staklega gott og traust fólk og var Marta engin undantekning. Marta var ein af þessum konum sem aldrei fellur verk úr hendi. Við stólinn hennar stóð ævinlega karfa með útsaumsefni, hekludóti eða prjónum til að grípa í þegar hún settist niður. Ég held hún hafi sjald- an eða aldrei horft á sjónvarp nema hafa eitthvað handa á milli. Marta minnti um margt á Mörtu biblíunnar, um hana segir, að þegar Jesú kom í þorp nokkurt hafi kona að nafni Marta boðið honum heim, hafi hún lagt sig alla fram um að veita sem mesta þjónustu. Þannig var Marta Jónsdóttir, höfðingi heim að sækja. Um Mörtu biblíunnar segir, að hún átti systur sem María hét, hún settist við fætur Jesú og hlýddi á orð hans. Það er eins og Mörtu ofbjóði að María skuli ekki hjálpa sér, því bið- ur hún Jesú að segja Maríu að koma henni til hjálpar. Við þekkjum svar Jesú. Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauð- synlegt, María valdi góða hlutskipt- ið, það verður ekki frá henni tekið. Marta var ekki aðeins Marta bibl- íunnar, heldur var hún einnig Mar- ía. Marta átti þjónustulund Mörtu biblíunnar en hún valdi ung að ár- um góða hlutverkið, að hlusta á orð Jesú. Það hlutskipti var ekki frá henni tekið frekar en Mörtu biblí- unnar. Það var um það leyti sem við hjónin stofnuðum heimili okkar að við kynntumst Mörtu náið. Það var tæplega 20 ára aldursmunur á Mörtu og okkur, hvað Marta var eldri, en við fundum aldrei fyrir því. Greiðvikni Mörtu var engu lík. Hún var frábær saumakona, sat oft við saumavélina nótt og dag, oftast að sauma fyrir aðra sem þurftu á hjálp hennar að halda og klaufa eins og mig. Oft var farið með hálfunnar flíkur til Mörtu, en móttökurnar þannig að það var eins og verið væri að gera Mörtu greiða, en ekki öfugt. Uppgjöf fannst ekki í orðabók Mörtu, þess vegna var það að hún spurði mig einhverju sinni varfærn- islega, hvers vegna ég gæfist svona oft upp við saumavélina. Ég veit að þú getur þetta, sagði Marta. Ég vissi að mér var ekki undankomu auðið að svara. „Það er ekki sauma- vélin heldur eru það óhræsis spott- amir og efnisafgangamir um alla íbúð, sem gera mig svo geðvonda." Það er drasl um allt þegar maður saumar á saumavél. Það var auðséð á Mörtu minni að nú var henni nóg boðið. „Hvað áttu ekki sóp eða ryksugu?" Augu Mörtu skutu gneistum af hneykslan, en eftir stutta stund sem mér fannst heil ei- lífð, því ég var full geðshræringar að sjá Mörtu mína svona illa í fyrsta og eina skiptið á ævinni. Mér létti þegar Marta sagði: „Æ, komdu með það sem þú þarft til mín, ég hef bara gaman að hjálpa þér.“ Þetta atvik varð nú samt til þess að ég hætti aumingjaskapnum og saumaði á saumavélina upp frá því. Satt er það, að greiðvikni Mörtu var engu lík. Fyrir mörgum árum sat ég heima og hlustaði á útvarpið. I útvarpinu var þáttur þar sem stjórnandinn valdi númer af handa- hófi og bað viðkomandi er svaraði, að gera sér greiða. Ég þekkti stjómandann, en undraðist er ég heyrði hann ræða við Mörtu. Hann sagðist vera í mikl- um vandræðum með flík sem hann þurfti svo mjög á að halda þá um kvöldið, en á henni væri saum- spretta og spurningin væri, gæti Marta hjálpað? „Elsku vinur minn, alveg sjálfsagt. Því miður kemst ég ekki til þín, en ef þú getur komið til mín, skal ég hjálpa þér með mestu ánægju." Stjórnandi þáttarins var félagi bama minna. Hann hafði spurt þau, hvort þau þekktu ekki einhvern sem öragglega myndi ekki svara neit- andi, því þá yrði þátturinn svo ein- hæfur. Stjórnandinn bjóst fremur við neitun en jáyrði. Dóttir mín þekkti eina mann- eskju sem öragglega segði ekki nei, það væri hún Marta, og þannig at- vikaðist sambandið við Mörtu, sem aldrei sagði nei. Ég minntist þess í upphafi að þessi kveðjuorð yrðu ekki lofræða um Mörtu, en öðravísi er ekki hægt að skrifa um hana af sanngirni. Þetta eru staðreyndirnar, svona var Marta Jónsdóttir. Mér hefur orðið tíðrætt um þjón- ustulund Mörtu og hef líkt henni við Mörtu biblíunnar. Marta valdi góða hlutskiptið eins og María, að setjast við fætur Jesú og hlusta á orð hans. Ung kynntust hún og Sólveig systir hennar starfi KFUM & K og Kristniboðssambandinu, en eirimitt í þeim félagsskap kynntist ég þeim systram. Vitnisburður þeirra um líf- ið í Kristi var svo sannur og sann- færandi, að enn í dag er minnst á vitnisburð þeirra. Við hjónin vorum svo lánsöm að vera í samfélagshóp til margra ára*" með þeim systram. Trúin á Krist batt okkur vináttuböndum. í dag leitar hugrn- okkar til fjölskyldu Mörtu, ekki síst til Sigurðar Trausta Sigurðssonar, fóstursonar Mörtu, sem jafnframt var bróður- sonur hennar. Það hefur áreiðan- lega ekki alltaf verið auðvelt að vera Trausti og ekki heldur að vera Marta, því oft á tíðum réð Marta ekki við tápmikinn Trausta og hann ekki við Mörtu, ráðsetta og alvar- lega. Trausti var „ærslafullur gösl- ari“, orkumikill strákur, sem gatf.' fundið upp á ótrúlegustu hlutum. Maður þarf eiginlega að hafa „í genunum“ nokkra af eiginleikum stráka eins og Trausta, til að geta skilið þá. Ég skildi Trausta. Mann- kynssagan, er hún ekki full af stað- reyndum um sti'áka eins og Trausta? Tápmiklum strákum sem fundu upp á ótrúlegustu hlutum og urðu síðan miklir menn sem heim- urinn les um enn í dag. Liðleskjum- ar eru löngu gleymdar. í dag er Trausti kranamaður og ég minnist þess hve það gladdi Mörtu er ég sagði henni að maður- inn minn vildi engan kranamann fremur en Trausta í vinnu hjá sér. Trausti væri sá besti. Ég vissi ac> - Marta bað fyrir drengnum sínum. Nú er Marta mín komin í himin Guðs. Við trúuin ekki að Guð hjálpi aðeins þeim er hjálpa sér sjálfir. Við trúum ekki á góðverk okkar mann- anna. Við trúum á Guð biblíunnar sem í Jesú Kristi hefur sætt okkur við sig. Með virðingu og þökk kveð ég Mörtu vinkonu mína. Við hjónin sendum fjölskyldu Mörtu innilegar samúðarkveðjur með sálm 68,20. Lofaður sé Drottinn er ber osa, dag eftir dag. Guð er hjálpráð vort. Susie Bachmann. + Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengda- faðir, bróðir, mágur, afi og langafi, JÓHANNES HEIÐAR LÁRUSSON, Mávahlíð 16, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 11. febrúar. Kristrún Guðjónsdóttir, Sonja Andrésdóttir, Lárus Kristjánsson, Matthildur Óskarsdóttir, Jóhanna H. Óskarsdóttir, Kári Böðvarsson, Björk Lind Óskarsdóttir, Pálmi Aðalbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORGEIR IBSEN fyrrverandi skólastjóri, Sævangi 31, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 8. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudag- inn 15. febrúar kl. 13.30. Ebba Lárusdóttir, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Júlíus Valgeirsson, Þorgeir Ibsen Þorgeirsson, Heiðrún Þorgeirsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Árni Ibsen Þorgeirsson, Denise M. Ibsen, Benedikt Sigurðsson, Magni Baldursson, Hildur Kristjánsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og aðstoð við andlát og útför bróður míns, GUÐJÓNS ÓLAFSSONAR, Biómsturvöllum. Þórdís Ólafsdóttir. MARTA JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.