Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Eflum fólk og byggðir NÚ ER gaman að vera til. Nú er gaman að vera samfylkingar- sinni. Langþráður draumur íslensks jafn- aðar- og félagshyggju- fólks er að verða að veruleika. Við erum að móta sterka breiðfylk- ingu þeirra sem hafa í heiðri manngildi frem- ur en auðgildi. Þetta eru merkir atburðir í íslenskri stjómmála- sögu, ef til vill þeir merkustu í áratugi. Eg er ein þeirra sem sé fram á drauminn minn rætast. Prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra fer fram næstkomandi laug- ardag, 13. febrúar. Það er opið öll- um sem ekki eru flokksbundnir annars staðar. Eg gef kost á mér til forystu í prófkjörinu vegna þess að ég er sannfærð um að sameinuð munum við eflast og öðlast þann kraft sem þarf til að breyta. Koma í framkvæmd stefnu og hugsjónum sém bæta það samfélag sem við bú- um í. Eg vil gjarnan leggja krafta mína í það starf. Jöfnun tækifæra okkar allra Leggja þarf áherslu á jöfnun tækifæra. Það á bæði við um fólk og byggðir. Raunhæfar aðgerðir til að efla byggð utan höfuðborgarsvæð- isins eru eitt brýnasta verkefnið sem bíður stjórnvalda. Uppbygg- ing Háskólans á Akur- eyri er gott dæmi um nýja hugsun sem skilar raunverulegum ár- angri á forsendum og að frumkvæði íbúanna. Því slík aðgerð sem hvorki er ölmusa né útibú, en byggir á vilja og getu okkar er al- vöru úrræði sem eflir fólk og byggðir. Ríkis- stjómin hamrar á því hvað kaupmáttur fólks haií aukist. Það er vissulega rétt en þeirri aukningu er misskipt eins og svo mörgu öðru. Kaupmáttur er heldur ekki eini mátturinn sem máli skipt- ir. Máttur til áhrifa, máttur til mennta og máttur til sköpunar eru einnig auðæfi sem allir eiga að hafa aðgang að óháð búsetu, aldri, efna- hag eða kyni. Mannauðurinn er endurnýjanleg auðlind Stór hópur fólks hefur framfæri sitt af lífeyri, vegna aldurs eða fötl- unar. Þetta fólk hefur mátt sæta skerðingu á kjörum undanfarin ár. Góðærið skilar sér ekki til þeirra. Það er kominn tími til að við skoð- um tryggingakerfið og breytum því sem þarf til að gera það nothæft að nýju. Það eitt að kalla aldraða og Kristín Sigursveinsdóttir fólk með fötlun bótaþega í tíma og ótíma segir meira en margt annað um það viðhorf sem reynt er að ala á í samfélaginu. Með því að halda lífeyri við sultarmörk er verið að viðhalda misrétti og koma í veg fyrir að fólk fái notið lífsins á mannsæmandi hátt. Þessu viijum við breyta. Við vilj- um að samfélagið efli fólk fremur en dragi úr því máttinn. Megin- markmið velferðarkerfisins á að vera að virkja alla þegna landsins til þátttöku í samfélaginu þannig að nýta megi krafta sem flestra / Eg gef kost á mér til forystu í prófkjörinu, segir Kristín Sigur- sveinsdóttir, vegna þess að ég er sannfærð um að sameinuð mun- um við öðlast þann kraft sem þarf til að breyta. þjóðinni til hagsbóta. Leggja þarf áherslu á mannauð, þekkingu og reynslu, það eru auðlindir sem vaxa við það að vera nýttar. Máttur hinna mörgu getur flutt fjöll. Eg hvet alla sem vilja leggjast á sveif með Samfylkingunni til þess að nýta sér tækifærið sem nú býðst og velja þá einstaklinga sem þeir treysta best til að sækja fram og móta og bæta samfélag okkar. Eg bið um stuðning í 1.-2. sætí. Höfundur er iðjuþjálfí og þátttak- andi í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Auðlindir í eigu þjóðar UNDANFARIN misseri hefur hart ver- ið tekist á um stjórnun fiskveiða á Islands- miðum. Aflaheimild- irnar hafa safnast á hendur fárra og stórra útgerða og heilu sjáv- arþorpin hafa verið skilin eftir kvótalaus og geta sér engar bjargir veitt. Auðlindir sjávar eru sameign ís- lensku þjóðarinnar og tryggja þarf að svo sé með skýrum hætti. Brýnt er að stöðva braskið með kvótann og eðlilegt er að út- gerðarmenn greiði hóflegt veiði- gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar. Gjald sem að minnsta kosti stend- ur undir rannsóknum og viðhaldi á auðlindinni. Um réttlætismál að ræða Það er eitt af meginverkefnum Samfylkingar félagshyggjufólks að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum sínum á landi og hafi. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að horfast í augu við alvöru málsins og formaður flokksins hefur gefið til kynna að um smá- vægilegt skattamál sé að ræða. En svo er alls ekki. Um er að ræða rétt- lætismál sem brennur á þjóðinni allri. Sátt er um að stjóma þarf fiskveiðum með afla- heimildum, en málið snýst um réttlæti og ranglæti við úthlutun heimildanna og hvort greiða beri fyrir veiði- leyfin. Mikilvægt er að útgerðin bíði ekki skaða af breytingunum á úthlutun kvótans og stíga þarf varlega til jarðar í þessum efnum og gera breytingarnar í áfóngum. Jöfnun námskostnaðar Virkjun fallvatna Islands er ekki síður hitamál í samfélaginu en stjórnun fiskveiða. Borið hefur á öfgum í umræðunni á milli þeirra sem vilja algjöra friðun hálendisins og þeirra sem vilja að iðnvætt sé sem mest og virkjað eftir þörfum. Hrein náttúra og óspillt hálendis- fegurð eru ekki síður auðlindir en virkjanir og stóriðja. Ferðamanna- þjónusta er í miklum vexti og Anna Kristín Gunnarsdóttir -/elinek Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. tryggja verður að svo verði áfram og ekki má virkja til tjóns svo á náttúrunni bitni. Þarna þarf að fara varlega og gæta þess að stóriðjuframkvæmdir spilli ekki fegurð og hreinleika landsins en hins vegar er það mik- ilvægt fyrir atvinnulífið og ekki síst á landsbyggðinni að virkjað sé með skynsamlegum hætti. Atvinnmálin eru einn brýnasti málaflokkurinn fyrir 1 andsbyggðarfó 1 k enda laun oft á tíðum lægri en á höfuðborgar- Það er eitt af megin- verkefnum Samfylking- ar félagshyggjufólks, segir Anna Kristfn Gunnarsdóttir, að tryggja sameign þjóð- arinnar á auðlindum sínum á landi og hafí. svæðinu og miklum mun kostnað- arsamara að halda heimili. Hvort heldur er litið til húshitunar, rekst- urs bílsins eða menntunar barn- anna. Jafna þarf námskostnað á milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðisins til að tryggja fjöl- breytni atvinnulífsins þannig að sveiflur í sjávarútvegi og landbún- aði hafi minni áhrif en nú er og af- komendur okkar geti snúið aftur að skólagöngu lokinni og nýtt menntun sína í heimahögum. Við þurfum að fylkja liði til að rétta hlut landsbyggðarinnar og stöðva fólksflóttann. Til þess þurfum við öfluga Samfylkingu félagshyggju- fólks og þar skiptir þitt atkvæði máli. Framboðslistann á Norður- landi vestra veljum við í opnu próf- kjöri nú á laugardag og þar gef ég kost á mér í efsta sæti. Samfylkj- um til sigurs. Höfundur tekur þátt i prófkjörí Samfylkingarinnar á Norðuriandi vestra. Samfylkingin hreyfing fólksins UNDANFARNAR vikur höfum við orðið vitni að fæðingu Sam- fylkingarinnar í próf- kjörum hennar í Reykjavík og á Reykjanesi. I þessum prófkjörum hefur ber- lega komið í ljós að Samfylkingin er raun- veraleg fjöldahreyfing fólksins. A meðan Da- víð Oddsson veltir því fyrir sér hverjir era honum þóknanlegir meðframbjóðendur á lista Sjálfstæðismanna hafa rúm tuttugu þús- und manns tekið þátt í tveimur prófkjöram Samfylkingar- innar og valið sína fulltrúa. Alþýðubandalagið var á sínum tíma stofnað utan um þá hugsjón að samfylkja félagshyggjufólki. Nú er sá draumur að rætast. Næstkomandi laugardag gefst kjósendum á Norðurlandi eystra tækifæri til að taka þátt í því að móta nýja breiðfylkingu félags- hyggjufólks með því að velja full- trúa á lista Samfylkingarinnar. Eg gef kost á mér í 1. sæti listans vegna þess að ég vil taka þátt í að skapa þessa nýju fjöldahreyfingu. Róttækt umbótaafl Samfylkingin er róttækt um- bótaafl sem á ekki síður brýnt er- indi á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Hún er hreyfing fólksins gegn flokkum sérhags- muna sem hafa deilt og drottnað í íslensku samfélagi með alvarlegum afleiðingum fyrir landsbyggðina. Raunveraleg byggðastefna felur í sér að fólk á landsbyggðinni sé fullgildir þátttakendur í mótun samfélagsins. Besta leiðin til að tryggja það er að skapa virðingu fyrir almennum lýðræðisreglum. Þai’ sem jöfnuður og réttlæti ræð- ur ákvörðunum en ekki miðstýrt skömmtunarvald í Reykjavík. I fyrsta skipti á lýðveldistíman- um gefst meirihluta Islendinga tækifæri til að fylkja liði um fjölda- hi’eyfingu róttækra jafnaðar- manna. Það hefur margoft komið fram að meirihluti þjóðarinnar vill öflugt mennta-, heilbrigðis-, og al- mannatryggingakerfi sem allir hafa aðgang að. Samfylkingin fær mikinn hljómgrunn vegna þess að hún hefur sett þessi mál fremst í forgangs- röðina. Jöfnuður, rétt- læti og lýðræði eru hugtök sem eiga líka við þegar kemur að málefnum lands- byggðarinnar. Sam- fylkingin vill að tæki- færi fólks til atvinnu, atvinnurekstrar og búsetu séu jöfn. A undanfömum áratug hafa um 15 þúsund manns flutt frá lands- byggðinni á höfuð- borgarsvæðið, eða sem svarar til allra íbúa Akureyrar. I öðr- um löndum væra fólksflutningar af þessu tagi flokkaðir sem flótta- mannavandamál. En ríkisstjórnin lætur sér fátt um finnast þótt hús- Samfylkingin, segír Örlygur Hnefíll Jóns- son, er róttækt um- bótaafl sem á ekki síð- ur brýnt erindi á lands- byggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. eignir fólks á landsbyggðinni verði verðlausar vegna gífurlegrar sam- þjöppunar fjármagns hjá vildar- vinum stjórnarflokkanna sem hafa fengið auðlindir sjávar afhentar á silfurfati. Til þess að landsbyggðin geti rétt hlut sinn þarf afl sem horfir til framtíðar og leggur rækt við ný- sköpunarkraft ungu kynslóðarinn- ar og hvetur til framfara og fjöl- breytni í atvinnu- og menningarlífí alls staðar á landinu. Jón Baldvin Hannibalsson spurði á sínum tíma: „Hverjir eiga Island?" Kjósendur í Reykjavík og á Reykjanesi hafa svarað spurningunni í tveimur prófkjörum: Fólkið á Island. Lát- um það svar enduróma á Norður- landi eystra um næstu helgi með þátttöku í prófkjöri Samfylkingar- innar, hreyfingu almannahags- muna gegn sérhagsmunum. Höfundur er lögmaður á Húsavfk, frambjóðandi í 1. sæti Samfylking- arinnar á Norðurlandi eystra. Örlygur Hnefill Jónsson plorgivwtWsibrib Prófkjör Útdráttur greína um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Kraftmikla konu á þing Ágúst Frímann Jakobsson, aðstoðar- skólastjóri Grunnskóla Hvammstanga, skrifar: Nú er komið að því að velja fólk á lista Samfylkingar- innar á Norður- landi vestra. Á laugardaginn fer fram opið prófkjör þar sem fólkinu í kjördæminu gefst kostur á að velja fulltiúa sína á Al- þingi. Anna Kristín Gunnarsdóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti á fram- boðslista Samfylkingarinnar og þar er tækifæri til að velja kraftmikla konu á þing. Anna Kristín hefur verið í farar- broddi í sveitarstjórnamálum um árabil og hefur mikla reynslu til að bera og gjörþekkir kjördæmið. Það væri mikill akkur að því ef hún veld- ist í efsta sæti framboðlistans og fengjum við þar öfluga baráttukonu fyrir atvinnu-og byggðmálin í kjör- dæminu, svo ekki sé minnst á menntamálin sem eru hennar sér- fag. Yeljum Önnu Ki’istínu til for- ystu Samfylkingarinnar í prófkjör- inu á laugardag. Ný rödd jafnréttis Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri á Akureyri, skrifar: Prófkjör Samfylkingar á Norður- landi eystra fer fram á laugardag- inn kemur og Kristín Sigursveins- dótttir býður sig fram til 1.-2. sætis. Ágúst Frímann Jakobsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.