Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Grein í breska dagblað- inu The Times Keiko bjargar þjóðar- hag SÚ STAÐREYND að Keikó er aftur kominn til Islands gæti forðað Islendingum frá gjaldþroti, að sögn dagblaðs- ins The Times, sem gefíð er út í Lundúnum. Vegna gífurlegs áhuga ferðamanna á Keikó og aðlögun hans að íslensku vist- kerfí, sé íslenska ríkisstjórnin undir enn meiri þrýstingi að hefja ekki hvalveiðar á ný. Fiskurinn sé aðalútflutnings- vara þjóðarinnar og eftirspum eftir honum myndi minnka verulega ef Islendingar virtu þennan þrýsting að vettugi. Islenska þjóðin orðin óþreyjufull Blaðamaðurinn Michael Binyon segir íslensku ríkis- stjórnina standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun varðandi hvalveiðar. Nú séu 10 ár liðin frá því að Islendingar neydd- ust til að hætta hvalveiðum vegna alþjóðlegs þrýstings, en íslenska þjóðin sé nú orðin óþreyjufull. Hann segir tvö sjónarmið helst stangast á í umræðunni. Fyrir það íyi’sta gangi hvalurinn á fiskistofna og til að stöðva þá þróun þurfi Islendingar að hefja hvalveið- ar á ný. Minnst 100 hvali þurfí að veiða á ári til að veiðarnar borgi sig, en Islendingar sjálf- ir gætu aðeins neytt um 50 hvala. Útflutningur á hinum helmingnum, segir Binyon, að sé nánast ógerlegur, þar sem jafnvel Japanar vilja ekki lengur kaupa af Islendingum hval. Einnig óttist ríkisstjórn- in aðallega viðbrögð Breta, Bandaríkjamanna og Þjóð- verja, en stærstu fiskmarkaðir íslendinga séu þar. Hvalveiðar dragi úr straumi ferðamanna I annan stað heldur Binyon því fram að verulega muni draga úr straumi ferðamanna til landsins hefjist hvalveiðar á ný og tekjur af ferðaþjónustu Islendinga því minnka umtals- vert. Aftur á móti sé líklegt að ferðaþjónustan blómstri, ekki síst vegna komu Keikós til landsins hefji Islendingar ekki hvalveiðar. &jmmaa B löndunartæki Hilastillui Mora Mega blöndunartækin fyrir bað tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora sænsk gæðavara Þrengingar f brasilfsku efnahagslífí ógna stöðugleikanum Stjórn Cardosos tekst á við sambandsríkin Brasiliu. Reuters. RIKISSTJORN Brasilíu tilkynnti í gær, að hún myndi lána sambands- ríkinu Minas Gerais fyrir helmingi skulda þess en ríkið er skuldugast hinna 27 sambandsríkja Brasilíu. Viðræður hafa staðið að undan- fömu milli ríkisstjómarinnar og sambandsríkjanna í því augnamiði að sefa fjárfesta, sem óttast að stjómin geti ekki knúið fram sparnaðaraðgerðir til að rninnka fjárlagahallann. Reyndi stjómin þó að letja önnur sambandsríki í að reyna að fá viðlíka aðstoð - lánið yrði innheimt. Sýnt þykir að sambandsríkið eigi fjármuni til að greiða hinn helming skuldanna en frestur sá sem það krafðist í janúar á endur- greiðslum lána til alríkisstjórnar- innar olli miklum titringi á fjár- málamörkuðum heims og 35% gengisfellingu realsins, gjaldmið- ils Brasilíu, í kjölfarið. Talið er að ef hertar aðhaldsaðgerðir Brasil- íustjórnar mistakist, muni hún ekki ná að minnka fjárlagahallann, sem er nú 8% af vergri landsfram- leiðslu og kunni það að grafa und- an trausti fjárfesta og valda út- streymi fjármagns frá Brasilíu. Ríkið stendur nú frammi fyrir al- varlegustu efnahagskreppu í land- inu í þrjá áratugi og áætlað er að landsfrainleiðslan minnki um 3-7% á árinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefst aðhalds Fjármálasérfræðingar eru enn uggandi og segja að meira þurfí að koma til svo sambandsríkin fallist öll á aðhaldsaðgerðirnar, sem Fernando Henrique Cardoso, for- seti Brasilíu, hefur lofað Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (IMF) gegn því að landið fái umfangsmikla lánafyr- irgreiðslu. Fundir fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og IMF standa nú yfir en þar verða teknar ákvarðan- ir um hvaða efnahagsmarkmið rík- isstjómin muni setja sér. Sam- komulag mun þýða að IMF greiðir strax út einn fjórða hluta 41,5 milljarða dala láns sem samið var um í nóvember sl. Þrátt fyrir erfíðar samningavið- ræður við sambandsríkin og IMF virðist ró vera að nást á fjármála- mörkuðum. Realinn hefur á undan- förnum dögum haldist stöðugur gagnvart Bandaríkjadal. Seðlabanki Brasilíu skipaði á miðvikudag 5 nýja bankastjóra og koma þrír þeirra úr fjármálageir- anum. Aðalbankastjóri seðlabank- ans er Arminio Fraga sem áður var aðstoðarmaður auðkýfingsins Ge- orge Soros og era vonir bundnar við að skipan hans við stjórnvölinn og fjármálamanna við hans hlið, verði undanfari þess að realnum verði búið stöðugt efnahagsum- hverfi. Vaxandi verðbólga Mjög mikilvægt er fyrir Fern- ando Henrique Cardoso, forseta Brasilíu, að ná samkomulagi við ríkisstjóra sambandsríkjanna til að sýna landsmönnum og fjárfest- um að stjórn hans sé fær um að af- stýra alvarlegri efnahagskreppu, miklu atvinnuleysi og óðaverð- bólgu. Nýir efnahagsvísar seðlabanka Brasilíu sem birtir voru í gær sýndu að verðbólga væri á uppleið í landinu. Verðlag í iðnaðarhéraðinu Sao Paulo, sem þykir góður vísir fyrir almennt verðlag í landinu, hafði hækkað um 0,75% frá því 8. janúar. Síðan þá hefur gjaldmiðill Reuters FERNANDO Henrique Cardoso forseti nýtur lítillar hylli brasil- ískra kjósenda um þessar mundir. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum telja 36% landsmanna forsetann hafa staðið sig illa í starfí. landsins misst um 40% af verðgildi sínu. Skoðanakönnun, sem birt var á sunnudag, bendir til þess að forset- inn njóti nú minni stuðnings meðal landsmanna en nokkra sinni fyrr frá því hann komst til valda árið 1995. 36% aðspurðra sögðust telja að forsetinn hefði staðið sig illa í embættinu og aðeins 21% var ánægt með störf hans. Reuters S Iranska byltingin 20 ára MIKIL hátíðahöld hafa verið í Iran vegna 20 ára afmælis ís- lömsku byltingarinnar. Komu um 100.000 manns saman á Frelsistorginu í Teheran í gær til að hlýða á ræðu Mo- hammads Kliatamis forseta en hann Iagði áherslu á, að þriðji áratugur byltingarinnar ætti að einkennast af virðingu fyrir lögunum og auknum borgara- legum réttindum. Khatami er fulltrúi hófsamra manna í íran en hart er að honuin sótt, af harðlínumönnum. Skoraði hann jafnframt á landa sína að taka þátt í fyrstu sveitarstjórn- arkosningunum, sem verða 26. þessa mánaðar. Tveir falla í árásum á Norður-Irak Bagdad, Washington. Reuters. TVEIR óbreyttir borgarar féllu í árásum bandarískra herþotna á skotmörk í Norður-írak í gær, að sögn stjómvalda í Bagdad. Höfðu bandarískar herþotur skotið ílug- skeytum á skotmörk í Suður-írak í fyrradag og sögðu Irakar þá að einn hefði fallið. Sneru allar herþotur Bandaríkjamanna heilu og höldnu í gær til bækistöðva sinna í Incirlik í Tyrklandi, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. Þessar nýjustu skærur era í sam- ræmi við þá stefnu bandaríska varnarmálaráðuneytisins að taka harðar á ferðum íraskra herflugvéla yfir flugbannssvæðinu sem verið hefur í gildi frá því í Persaflóastríð- inu. Sögðu talsmenn varnarmála- ráðuneytisins í gær að séu staðhæf- ingar íraka réttar, og að um mann- fall hafí verið að ræða í árásunum, verði Saddam Hussein Iraksforseti að axla ábyrgðina þar sem Irakar haldi áfram að hunsa flugbannið og ógna bandarískum herþotum. Var haft eftir Tareq Aziz, aðstoð- arforsætisráðherra Iraks, í gær að írakar myndu halda áfram að virða flugbannið að vettugi „hvað sem það kostaði". Sagði Aziz einnig að hann hygðist fara fram á það við tyrk- nesk stjórnvöld, er hann heldur í heimsókn til Ankara í næstu viku, að þau felldu úr gildi leyfi sem Bret- ar og Bandaríkjamenn hafa haft til að nota bækistöðvarnar í Incirlik sem stökkpall til árása í írak. Samkomulag um kröfur gyðingasamtaka Þýsk fyrirtæki stofna nýjan skaðabótasjóð Bonn, Frankfurt, New York. Reuters. ÞYSK fyrirtæki eru reiðubúin til þess að stofna bótasjóð fyrir fórnar- lömb helfararinnar gegn gyðingum að því tilskildu að fallið verði frá frekari skaðabótakröfum á hendur þeim. Þetta er niðurstaða tveggja daga samningaviðræðna sem fram fóru í Washington á milli fulltrúa þýskra stjórnvalda og samtaka gyð- inga í Bandaríkjunum og ísrael. Fjöldi þýskra fyrirtækja og banka eiga yfír höfði sér málsókn í Banda- ríkjunum vegna ásakana um að þau hafí hagnast á samstarfí við nasista- stjórnina í Þýskalandi fyrir síðari heimsstyrjöld og á meðan á henni stóð. Að sögn Bodo Hombach, nánasta samstarfsmanns Gerhai’ds Schröders kanslara Þýskalands, verður sjóður- inn stofnaður 1. september á þessu ári en þá verða 60 ár liðin frá því að seinni heimsstyrjöldin braust út. Alan Hevezi, fjármálastjóri New York-borgar, hefur leikið lykilhlut- verk í að þrýsta á yfírvöld í borgum og ríkjum Bandaríkjanna að þau beiti sér gegn evrópskum fyrirtækjum sem sýnt þyki að hafí hagnast í skjóli nasismans. Hann hvatti á mánudag á ný til þess að alríkisyfirvöld sam- keppnismála í Washington legðu ekki blessun sína yfír kaup Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, á Bankers Trust, einum stærsta fjái’- festingarbanka Bandaríkjanna, fyn- en þýski bankinn hefði gert upp allar kröfur tengdar helfórinni. Talsmenn Deutsche Bank höfðu áður varað við því að svo kynni að fara að ekkert yrði úr kaupunum á Bankers Trust ef yfirtakan drægist úr hófí vegna samninga um slíkar skaðabótaki’öfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.