Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 25 Tónleikar í Stykkis- hólmskirkju TÓNLISTARKENNARAR í Stykkishólmi efna til tónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 14. febrúar. A tónleikunum koma fram Hólmgeir Sturla Þórsteinsson pí- anóleikari, sem mun flytja 32 til- brigði í c-moll eftir Beethoven, Lárus Pétursson gítarleikari, en hann flytur frumsamda tónlist og verk eftir Villa-Lobos. Hafsteinn Sigurðsson harmóníkuleikari flyt- ur verk eftir hinn ítalska Pietro Frosini. Gestur tónleikanna verð- ur Theodóra Þorsteinsdóttir sópransöngkona en hún mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur flytja ástarljóð eftir Dvorák og ís- lensk ljóð. Theodóra er búsett í Borgarnesi og er skólastjóri Tón- listarskóla Borgarfjarðar. Hinir tónlistarmennirnir búa allir og starfa í Stykkishólmi. Aðgangseyrir verður enginn að tónleikunum. Kennarar og nem- endur Tónlistarskóla Stykkis- hólms eru að safna í hljóðfærasjóð til að geta eignast góðan flygil í sal skólans og verða frjáls fram- lög gesta sem vilja styðja þann málstað vel þegin. Tónleikarnir hefjast kl. 17. ------------- Karlakórar í Hásölum Elsti kórinn og sá yngsti syngja saman KARLAKÓRARNIR Þrestir og Karlakór Hreppamanna halda tón- leika í Hásölum í Hafnarfirði, tón- leikasal Tónlistarskólans og Hafn- arfjarðarkirkju á laugardaginn kl. 16 og verður miðasala við inngang- inn. I Karlakór Hreppamanna eru um 30 söngmenn og hefur hann aðsetur sitt að Flúðum í Hrunamanna- hreppi. Kórinn var stofnaður 1. apr- fl 1997 og er yngsti karlakór lands- ins. Stjórnandi Karlakórs Hreppa- manna er Edit Molnár og píanóleik- ari á tónleikunum verður Miklós Dalmay, eiginmaður Editar. Karlakórinn Þrestir var stofnað- ur árið 1912 og er elsti karlakór á Islandi. í honum eru nú um 60 söngmenn. Stjómandi kórsins er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari verður Sigrún Grendal. Kórarnir hittust í fyrsta sinn fyr- ir ári síðan og héldu þá tónleika í Félagsheimilinu á Flúðum fyrir fullu húsi. A efnisskrá tónleikanna er að finna fjölbreytta tónlist, inn- lenda og erlenda. Wex í Hinu húsinu HAMRABORGARHÓPURI NN heldur sína árlegu listahá- tíð, wex’99 á laugardaginn á Kakóbarnum Geysi í Hinu húsinu. Hátíðin hefst kl. 15 og lýkur um kl. 18. Meðlimir hópsins munu kynna þá list sem þeir hafa framið frá síðustu hátíð, sýna myndverk, lesa ljóð og smásögur, leika frumsaminn leikþátt og að lokum mun hljómsveitin Tvö dónaleg haust halda tónleika. Að hópn- um og hljómsveitinni standa Guðmundur I. Þorvaldsson, Hörður V. Lárusson, Ómar Ö. Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli M. Þorvaldsson og Stef- án og Tryggvi M. Gunnars- synir. LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson GÍTARDÚETTINN Duo-de-mano - Hinrik Bjarnason og Rúnar Þórisson. Gítartónleikar Gítardúettinn Dou-de-mano leikur á laugardaginn kl. 17 í Hveragerðiskirkju og í Njarð- víkurkirkju fimmtudaginn 18. febrúar. Dúettinn skipa gítar- Ieikararnir Hinrik Bjarnason og Rúnar Þórisson. Á tónleikunum verður flutt suður-amerísk tónlist, m.a. verk eftir argentínska tón- skáldið Astor Piazzolla (f. 1921, d. 1992), Kúbverjan Leo Brouwer (f. 1939) og Celso Machado (f. 1953) frá Brasilíu. Gítardúettinn Duo-de-mano hefur starfað með hléum síðan síðla árs 1994 og leikið við ým- is tækifæri, á tónleikum og í sjónvarpi. Þeir Rúnar og Hin- rik luku báðir einleikara- og kennaraprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1989 en stunduðu að því búnu framhaldsnám erlendis. Hinrik lauk prófi frá Tónlist- arháskólanum í Aachen í Þýskalandi árið 1994 og auk framhaldsnáms í klassískum gítarleik lauk Rúnar prófi frá tónvísindadeild Háskólans í Lundi í Svíþjóð árið 1993. Þeir hafa báðir sótt námskeið þekktra gítarkennara og kom- ið fram heima og erlendis. Auk hljóðfæraleiks starfa Hinrik og Rúnar við gítar- kennslu í tónlistarskólum í Reykjavík og nágrenni. -------------- V atnslitamyndir í Venusi Laugardaginn 13. febrúar mun Þorsteinn S. Guðjónsson opna sýningu sína á fimm vatnslita- myndum í sýningarsal Venusar- hópsins að Súðarvogi 16. Þetta eru myndir sem hann gerði árið 1996 en þetta er í fyrsta skipti sem þær eru hafðar til sýnis. Eiga þær það allar sammerkt að fyrir- myndir verkanna eru fengnar úr íþróttasíðum dagblaðanna. Opn- unartími sýningarinnar er frá kl. 14 til 18 um helgar en frá kl. 17 til 19.30 á virkum dögum. Sýningin stendur í tvær vikur og lýkur henni 27. febrúar. Útsölulok iaugardaginn 13. febrúar - 0*5 0*3 óO-jf sófor, mottur, stðlar, matorstelf, kommóðor, leikföng " _ ' ' ...' ufSö jfOK myndorammor, giös, skótar, Aitor vöfur sem ekki ert: ð OtsDiu eru með 15% ofsfaeúí habitat KRtNGLUNffl Að lifa lífinu í lit KVIKMYNPIR Háskólabfó PLEASANTVILLE 'k'kV.2 Lrikstjórn og handrit: Gary Ross. Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Reese Witherspoon, Jeff Daniels, Joan Allen, William H. Macy og J.T Walsh. New Life Cinema 1998. LITLI bandaríski fyrirmyndar- bærinn Pleasantville er hjarta bandarískra gilda sjötta áratug- arins, þar sem vísitölufjölskyldan brosandi blómstar í öllum sínum höftum og ómannlega púritan- isma. Það er ekki fyrr en böm nútímans, systkinin David og Jennifer, verða hluti af bæjar- samfélaginu að undarlegustu hlutir fara að gerast; fólk lifnar af doðanum og fer að lifa lífinu í lit. Þessi fallega kvikmynd hefur að baki sér mjög skemmtilega hugmynd sem er vel útfærð, alla vegana til að byrja með. Hug- myndin býður upp á marga möguleika á skemmtilegum og fyndum atriðum sem leik- stjóri/handritshöfundur nýtir sér til fullnustu. Það er alveg yndislegt atriðið þegar mamm- an fer í bað og uppgötvar sjálfa sig. Myndin er óður til lífsins; að njóta alls þess yndislega og un- aðslega sem það hefur upp á að bjóða, en sem maður á til að taka sem sjálfsögðum hlut. Hún er líka óður til mannverunnar; að vera maður sjálfur, leyfa til- flnningum að flæða óheft og njóta frelsisins sem öllum ætti að vera gefið; að hugsa og segja það sem manni finnst, en ekki það sem náunganum líkar. En af hverju, af hverju og af hverju er verið að gera skemmtilega og fallega ævin- týramynd til þess eins að eyði- leggja hana með því að svipta hana ævintýraljómanum? Er það ekki einum of dæmigert að David þarf að fara fyrir dóm, þar sem hann fær tækifæri til að útskýra hvemig í öllu liggur, og þar með svipta söguna dulúðinni og furðulegheitin aðdráttarafl- inu? Kannski er það eins gott því við áhorfendur erum svo vit- lausir að við hefðum annars ekki skilið kvikmyndina. Eða hvað? Tobey Maguire er hreint heillandi í aðalhlutverkinu með sína brostnu rödd og gelgjulega útlit. Leikarnir em reyndar allir skemmtilegir og það er gaman að sjá J.T. Walsh, en þetta hlýt- ur að hafa verið eitt af hans allra seinustu hlutverkum. Einnig er William H. Macy óborganlegur vísitölupabbi sem á mjög bágt þegar lífið tekur örlitlum breyt- ingum. Pleasantville er um margt ágæt kvikmynd, bráðíyndin á köflum, vel leikin og skemmti- leg. Og þið sem búið yfir nægu æðruleysi til að láta tala smá niður til ykkar munið sjálfsagt skemmta ykkur bráðvel. Hildur Loftsdóttir MULTI MS) ðÓSAaERJúM. íBJTÍNOG annAsn&MfDtiw Stöndum vörð um heiísuna í vetrarkuldanum C-500, MULTI VIT & SÓLHATTUR Þrír öflugir máttarstólpar sem saman byggja upp varnir líkamans, auka þol og stuðla að hreysti. Multi Vit inniheldur helstu vítamín og steinefni. Saman auka þessi efni líkamlegt og andlegt starfsþrek. C-vítamín er tekið aukalega í kuldatíð. Nóbelsverðlaunahafinn Linus Pauling ráðlagði öllum að tryggja sér ávallt nægilegt C-vítamín. Sólhattur er einhver vinsælasta og mest notaða lækningajurt víða um heim, ekki síst á norðlægum slóðum, þar sem vetrarhörkur herja á heilsu manna. Gilsuhúsið Skólavörðustlg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.