Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 21 ERLENT Reuters Kjötkveðjuhátíð í Köln ÞÆR brosa sínu blíðasta kon- urnar tvær sem voru meðal gesta á kjötkveðjuhátíðinni í elsta hluta Kölnar í Þýskalandi prýddar litríkum fjöðrum í til- efni kvennadags hátíðahald- anna, en hann er haldinn hátíð- legur þegar vika er til föstu. Réttarhöld í Moskvu yfír söfnuði votta Jehóva Flugfar- þegar fái skaðabætur Washington. Reuters. SAMNINGANEFND fulltrúar- deildai- Bandaríkjaþings lagði til á miðvikudag að flugvélögum yrði gert skylt að gi-eiða farþeg- um skaðabætur ef meira en tveggja tíma seinkun yrði á áætl- unarflugi. Samkvæmt lagatillög- unni skulu skaðabætur vera tvisvar sinnum hærri en sú upp- hæð sem farseðillinn kostaði sé seinkunin tveir tímar, þrefalt hæi-ri sé hún þrír tímar o.s.frv. Bud Shuster, talsmaður samn- inganefndarinnai', sagði tillöguna til að hvetja tU betri þjónustu flugfélaga gagnvart fai'þegum, þar sem tafir á áætlunarflugi hafi verið nokkuð tíðai'. „Flugfélög þurfa að fara að koma fram við farþega eins og fólk.“ Farið fram á að söfnuð- urinn verði leystur upp MANNRETTINDASAMTOK fylgjast nú grannt með framgangi réttarhalda, sem hófust í Moskvu á miðvikudag, yfir söfnuði votta Jehóva þar í borg en saksóknarar hafa farið fram á að söfnuðurinn verði leystur upp. Óttast margir að réttarhöld þessi marki fyrsta skrefið í þá átt að takmarka trúfrelsi í Rússlandi. Hafa band- arísk stjórnvöld einnig vakandi auga með málarekstrinum því þar vestra eru í gildi lög sem gera trúfrelsi að skilyrði fyrir allri fjár- hagsaðstoð við Rússa. Arið 1997 voru sett lög í Rúss- landi sem settu starfsemi „óhefðbundinna" sértrúarsafnaða afar þröngar skorður. Heldur saksóknarinn í Moskvu því fram að vottar Jehóva hafi gerst brot- legir við lögin með því að boða trú- arlega mismunun, valda ósamlyndi í fjölskyldum og standa gegn hefðbundnum læknismeðferðum - en eins og kunnugt er boða vottar Jehóva heimsendi og að einungis meðlimir safnaðarins verði hólpn- ir. Segir í ákærum saksóknara að meðlimir í söfnuði votta Jehóva séu nánast heilaþvegnir, söfnuðurinn valdi trúarapplausn og stefni rúss- neskum gildum í hættu, hann sé andþjóðfélagslegur og andkristi- legur. Hyggjast sækjendur leiða fram 21 vitni sem greina muni frá þeim skaða sem söfnuður votta Jehóva hafi valdið þeim, fjölskyld- um þeiira og fjárhag. Á hitt benda verjendur safnað- arins að Rússar fullgiltu Evr- ópusáttmálann á síðasta ári og við- urkenni þar með lögsögu Mann- réttindadómstólsins. Fái saksókn- ari söfnuðinn bannaðan í Moskvu gæti málið komið til kasta Mann- réttindadómstólsins, en þar sé réttur manna til að iðka trú sína í hávegum hafður. Ekki guðfræðilegt deilumál „Ef þeir vinna sigur í þessu máli þá er ekki von á góðu,“ sagði Ljud- mila Alekseyeva, forseti mannrétt- indasamtaka sem kalla sig Alþjóð- legu Helsinki-samtökin. „Eftir það telja þeir sig sjálfsagt geta gert atlögu að öðram sértrúarsöfnuð- um.“ Segir Alekseyeva að í lokuðu samfélagi eins og því rússneska líti menn hornauga hópa eins og votta Jehóva. „Þegar ég spyr fólk hvað sé svo hættuleg við votta Jehóva fæ ég engin svör, en fólk situr samt fast við sinn keip um að söfnuður- inn sé hættulegur. Staðreyndin er hins vegar sú að hér er ekki um að ræða guðfræðilegt deilumál, þetta mál snýr einfaldlega að mannrétt- indum.“ Þýska stjórnin deilir um ríkisborgararétt Forysta græningja hafnar málamiðlun Bonn. Reuters. NÝ SPRUNGA í stjórnarsamstarfi jafnaðarmanna (SPD) og græn- ingja í Þýzkalandi kom í Ijós í gær, Pv J málamiðlun í um- ■ deildum áformum Schröder löggjöf um þýzkan nkisborgararétt. Gerhai'd Schröder kanzlari sakaði hina vinstri sinnuðu græningja um að fylgja of róttækri stefnu í þessu máli. Schröder hefur sagt að óvæntur ósigur SPD og græningja í kosn- ingum til þings sambandslandsins Hessen um síðustu helgi, þar sem Kristilegir demókratar (CDU) unnu mjög á með því að reka mik- inn áróður gegn áformum ríkis- stjórnarinnar í þessu máli, hefði óhjákvæmilega í fór með sér að leita yrði málamiðlunar. Sudcl- eutsche Zeitung hafði eftir kanzl- aranum í gær að frumvarpið um breyttan ríkisborgararétt, sem til stóð að þingið samþykkti í sumar, yrði að innihalda „skýr takmörk" við tvöföldum ríkisborgararétti, en það atriði framvarpsins hefur CDU gagnrýnt hvað mest og verið óvinsælt meðal almennings. Tvöfaldur ríkisborgararéttur aðeins til styttri tíma „Útlendingum verður ekki veitt- ur tvöfaldur ríkisborgararéttur til langframa, heldur frekai' til tak- markaðs tíma,“ sagði Schröder. Græningjar höfnuðu hins vegar með öllu hvers konar viðleitni til að „útvatna" þær tillögur sem stjórn- in hafði lagt fram um að veita um helmingi þeirra átta milljóna út- lendinga sem búsettir eru í landinu þýzkt ríkisfang. Orkati jókst til muna! Stefán Rögnvaldson Byggingameisrari „Eg hef tekið Nateu samfleytt í 2 ár. Ég varð fljótt þróttmelri, orkan jókst til muna, og svefn varð betri. Nateti hefur eitvnig góð áhrif á kynorkuna og kemur jafnvægi á líkama og sál" NATEN - er nóg! Úfsölustaðir: Hagkaup, Nýkaup, Blómaval Akureyri og Reykjavík, Apótekin, Lyfja, verslanir KÁ, Kaupfélögin, Urð Raufarhöfn, Homabær Homafirði, Lónið Þórshöfn, Heilsulindin Keflavík, Melabúðin Neskaupssrað. Dreifing: NIKO ehf - sími 568 0945 Veffang: wvAv.naten.is Fasteignir á Netinu ý§> mbl.is _ALLTA/= 6/7T//V54£7 AÍÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.