Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 17
s
Island tekur
þátt í veldis-
vexti Radis-
son SAS
HÓTEL Saga og Hótel ísland
bættust á miðvikudag formlega
við alþjóðlegu hótelkeðjuna Rad-
isson SAS sem starfrækir 111
hótel í 34 löndum. Af því tilefni
kom hingað til lands forseti Rad-
isson SAS Hotels Worldwide,
Kurt Ritter, og ávarpaði fund
blaðamanna frá átta þjóðlöndum.
Ritter sagðist sannfærður um
að samstarfssamningur Bænda-
samtakanna og Radisson SAS
væri gæfuspor á ferli beggja.
Það hefði ekki síst þýðingu fyrir
Island sem ferðamannaland að
bjóða nú upp á alþjóðlegt gæða-
merki í gistingu enda vildu sífellt
fleiri ferðamenn ganga að gæð-
um vísum á framandi slóðum.
Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri
á Radisson SAS Saga Hotel, og
framkvæmdasljóri Radisson SAS
hótela í Reykjavík benti á að Ra-
disson SAS hefði ekki síst orðið
fyrir valinu vegna hentugs um-
fangs keðjunnar. I stað þess að
hverfa í hít hundraða hótela
muni íslensku hótelin taka þátt í
uppbyggingu öflugrar keðju, en
Radisson SAS áætlar að 540 hót-
el beri merki keðjunnar árið
2010.
-----------------
Hagnaður
Shell
minnkar
að mun
London. Reuters.
VERÐ hlutabréfa í olíurisanum
Shell lækkaði um 3% þegar frá því
var skýrt í gær að hagnaður félags-
ins hefði snarminnkað í fyiTa.
Hagnaður 1998 minnkaði um
95% í 210 milljónir punda miðað við
4,67 milljarða árið áður.
Skuldinni var skellt á kostnað við
endurskipulagningu auk 33% lækk-
unar á hráolíuverði og samdráttar-
ins í Asíu.
Stjórnarformaður Shell, Mark
Moody-Stuart, sagði að ástandið
væri uggvænlegt. „Því er ekki að
leyna að keppinautarnir hafa farið
fram úr okkur,“ sagði hann. „Shell
stendur frammi fyrir einni erfið-
ustu þolrauninni í sögu sinni. Hlut-
hafar okkar, markaðurinn og við
vitum hvað við verðum að gera og
við erum þess fullvissir að okkur
mun takast það.“
Hráolíuverð í fyrra var að meðal-
tali 7,68 pund tunnan miðað við
11,50 pund árið áður. Verðhrun
hófst á síðasta ársfjórðungi 1997
þegar aukin framleiðsla, minni eft-
irspurn í Asíu og mildur vetur í
norðlægari löndum leiddu til of-
framboðs.
Endurskipulagning kostaði Shell
2,56 milljarða punda á árinu, meðal
annars vegna sölu efnadeildar í
desember og tilrauna til að draga
úr framleiðslu- og hreinsunarkostn-
aði.
Hreinar tekjur árið 1998 námu
551 milljón punda eftir gjöld upp á
2,61 milljarð punda samanborið við
tekjur upp á 5,'01 milljarð punda
1997. Séu sérstök útgjöld ekki talin
með minnkuðu tekjur 1998 um 36%
vegna lægra hráolíuverðs og sam-
dráttar í Asíu.
Vegna gjaldanna nam hreint tap
Shell á síðasta ársfjórðungi 2,20
milljörðum punda. Séu gjöldin ekki
reiknuð með námu hreinar tekjur á
síðasta ársfjórðungi 503,9 milljón-
um punda, en sérfræðingar höfðu
spáð 513-796 milljónum punda.
Morgunblaðið/Ásdís
& LYFJ A
Lyf á lágrmarksverði
Frumkvöðull í
lækkun
lyfjaverðs á íslandi
Lyfja Lágmúla í Reykjavík - Lyfja Setbergi i Hafnarfirði - Lyfja Hamraborg í Kópavogi
Valentínmardaaurimi
fyrir
bíó
2
1
i
rAdhústorqi
Þeir sem kaupa blom 1 dag og um helgina fa
2 fyrir 1 miða á myndina You've got m@il
yómciud
lOTulipanar
Kr. 599,-
HÖNNUN ODDI HF.