Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 1
51. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vera Israelshers í Líbanon
að verða að kosningamáli
Barak lofar
brottflutningi
Jerdsalein. Reuters.
ATOK Israela og skæruliða Hiz-
bollah-hreyfingarinnar í Suður-Líb-
anon eru að verða að kosningamáli í
Israel en í gær gagnrýndi Ehud
Barak, leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, harðlega fyrir að
hafa ekki tekist að koma hemum
burt frá Líbanon.
Barak sagði, að næði hann kjöri í
kosningunum í Israel 17. maí
myndi hann verða búinn að flytja
allt herliðið heim fyrir mitt næsta
ár. Sagði hann, að Netanyahu
leiddi ríkisstjórn, sem komin væri í
ógöngur á öllum sviðum, en nú
þyrfti að láta hendur standa fram
úr ermum.
Netanyahu svaraði þessum ásök-
unum með því að segja, að Barak
hefði átt sinn þátt í að binda herinn
á líbanska klafann og hann lofaði
því líka að kalla herinn heim innan
árs. Hann sagði þó ekki rétt að
tímasetja það nánar. Jafnvel Ariel
Sharon, er stjómaði innrásinni í Líb-
anon 1982 sem vamarmálaráðherra,
hefur lagt til, að herinn verði fluttur
þaðan einhliða og í áföngum.
Vill ræða við
Sýrlendinga
Oánægja ísraelsks almennings
með veru hersins í Líbanon eykst
eftir því sem fleiri hermenn falla
þar en sl. sunnudag féllu þar fjórir,
þar af einn herforingi. Var hann
borinn til grafar í gær.
Barak kvaðst mundu hefja aftur
friðarviðræður við Sýrlendinga,
sem ráða mestu í Líbanon, og afla
stuðnings annarra ríkja við alþjóð-
legt gæslulið á landamæram Israels
og Líbanons. Sagði hann unnt að
kalla herinn heim áður en hugsan-
legum samningum við Sýrlendinga
um Gólan-hæðir lyki en Israelar
tóku þær af þeim 1967.
Harðlínumaður meðal Kosovo-Albana segir af sér
Eykur heldur líkur
á friðarsamningum
Reuters
FÓLK, sem flýði átökin við Kacanik, undir plastduk í skóginum
skammt frá. Hjálparstarfsmenn komu á staðinn í gær og fluttu fólkið,
um 350 manns, í húsaskjói.
Pristína, Kacanik. Reuters.
ADEM Demaci, sá leiðtogi
Kosovo-Albana, sem harðast hefur
barist gegn væntanlegum friðar-
samningum við Serba, sagði af sér
í gær sem pólitískur fulltrúi UCK,
Frelsishers Kosovo. Líklegt er
talið, að það muni greiða fyrir friði
í landinu. Talsmenn vestrænna
ríkja og NATO ítrekuðu í gær, að
gerðu Serbar sig líklega til sóknar í
Kosovo yrði á þá ráðist umsvifa-
laust.
Demaci skýrði frá ákvörðun
sinni á fréttamannafúndi þar sem
hann fordæmdi friðarviðræðumar
sem svik við óskir Kosovo-Albana
um frelsi og sjálfstæði. Talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins
lýsti Demaci í síðustu viku sem
„einum helsta þröskuldinum í vegi
friðar“ og því þykir sennilegt, að
afsögn hans verði til að auðvelda
samninga. Virðast leiðtogar UCK
vera að skipuleggja sig stjórnmála-
lega með væntanlega samninga í
huga og hefur einum þeirra, Hasim
Thaqi, verið falið að mynda bráða-
birgðastjóm fyrir Kosbvo og undir-
búa kosningar.
Lítill sáttatónn í Serbum
Friðarviðræðumar hefjast aftur
í Frakklandi 15. þ.m. en ekki er
enn Ijóst hvort Serbar munu taka
þátt í þeim. Milan Milutinovic, for-
seti Serbíu, sagði í gær í viðræðum
við bandaríska sáttasemjarann
Chris Hill, að enn væri langt í
samninga og gagnrýndi harðlega
fyrirliggjandi tillögur. Sagði hann,
að „lokatillagan“ myndi skera úr
um hvort Serbar héldu áfram
viðræðum.
George Robertson, varnarmála-
ráðherra Bretlands, varaði Slobod-
an Milosevie, forseta Júgóslavíu,
við í gær og sagði, að flyttu Serbar
mikið herlið til Kosovo yrði á það
ráðist. Var hann þá að vísa til
frétta um mikinn liðsafnað Serba
skammt frá Kosovo. Wesley Clark,
yfirmaður NATO, lét svipuð um-
mæli falla og sagði, að flugfloti
bandalagsins væri í viðbragðs-
stöðu.
Atök vora í gær við bæinn
Kacanik við makedónsku
landamærin og þar hafa nokkur
hundruð manns, einkum konur og
böm, hafst við úti í skógi í tvo sól-
arhringa. Flýði fólkið skothríð
Serba en sumir kváðust ekki vissir
um að lifa aðra nótt fyrir kulda.
Grátbændi fólkið fréttamenn að
hjálpa sér en síðar í gær tókst
starfsmönnum hjálparstofnana að
koma því til bjargar
Arásir
S
á Irak
hertar
BANDARÍSKAR orrustuþotur
gtrðu miklar árásir á hernaðarleg
mannvirki innan flugbanns-
svæðanna í Norður- og Suður-Irak
í gær en fraska stjórnin hét að
beita áfram loftvömum sfnum
gegn flugvélunum. Eru flugmenn-
imir ftjálsari að því en áður að
ráðast gegn ioftvarnastöðvum,
sem miða flugvélamar út. Rúss-
neska stjómin sagði í gær, að flug-
bannssvæðin væm ólögleg sam-
kvæmt alþjóðalögum og skoraði á
Breta og Bandarfkjamenn að
hætta árásum. Myndin er af rúst-
um fjarskiptamiðstöðvar á Ain
Zahla-olfusvæðinu í N-Irak en
eyðilegging hennar getur dregið
úr olíuútflutningi frá landinu.
■ Markmiðið/21
Grimmileg
morð á
ferðafólki
Kampala. Reuters.
SKÆRULIÐAR frá Rúanda
börðu og hjuggu til bana átta
erlenda ferðamenn, sem voru
komnir til Uganda til að fylgj-
ast með fjallagórillum.
Skæraliðamir, sem eru af
kynþætti hútumanna, rændu
upphaflega 31 ferðamanni í
fyrradag en slepptu 17 þeirra
fljótlega. Héldu þeir inn í skóg-
inn með hina 14 þar sem þeir
drápu að minnsta kosti átta
þeirra, fjóra Breta, tvo Band-
aríkjamenn og tvo Nýsjálend-
inga.
Skæruliðamir tilheyrðu áður
vopnuðum sveitum í Rúanda,
sem stóðu fyrir þjóðarmorðinu
þar í landi.
■ Ferðamenn/19
Embætti Starrs
lagt niður?
Washington. Reuters.
BANDARISKA dómsmálaráðuneyt-
ið hvatti í gær þingið til að endur-
nýja ekki lögin, sem vora grandvöll-
ur rannsóknar Kenneths Starrs á
málefnum Bills Clintons, forseta
Bandaríkjanna, og sambandi hans
við Monicu Lewinsky.
Lögin, sem sett voru 1978 með
Watergate-málin í huga, áttu að
tryggja óháða rannsókn á ásökunum,
sem bornar væru á æðstu embættis-
menn, en gildistími þeirra rennur út
30. júní nk.
Pykja lögin meingölluð að sumu
leyti og auk þess óþörf þar sem
dómsmálaráðuneytið sé þess um-
komið að rannsaka næstum allar
hugsanlegar ávirðingar háttsettra
manna.
Rannsókn Starrs á Clinton-málun-
um kostaði um þrjá milljarða ísl. kr.
og stóð í fjögur ár. í kjölfar hennar
hafa þingmenn úr báðum flokkum
gagnrýnt lögin harðlega og benda
þeir á, að með þeim hafi saksóknur-
um verið afhent næstum ótakmörkuð
völd og ótakmörkuð fjárráð. Geti það
verið hættulegt þegar um sé að ræða
menn, sem hafi þrönga og jafnvel
brenglaða sýn á viðfangsefni sitt.
Talið er víst að lögin verði látin
renna út á miðju sumri.