Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 1
*fttmiH*Mfe STOFNAÐ 1913 51. TBL. 87. ARG. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vera Israelshers í Líbanon að verða að kosningamáli Barak lofar brottflutningi Jerúsalem.Jteuters. ÁTÖK ísraela og skæruliða Hiz- bollah-hreyfingarinnar í Suður-Líb- anon eru að verða að kosningamáli í ísrael en í gær gagnrýndi Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, harðlega fyrir að hafa ekki tekist að koma hernum burt frá Líbanon. Barak sagði, að næði hann kjöri í kosningunum í fsrael 17. maí myndi hann verða búinn að flytja allt herliðið heim fyrir mitt næsta ár. Sagði hann, að Netanyahu leiddi ríkisstjórn, sem komin væri í ógöngur á öllum sviðum, en nú þyrfti að láta hendur standa fram úr ermum. Netanyahu svaraði þessum ásök- unum með því að segja, að Barak hefði átt sinn þátt í að binda herinn á líbanska klafann og hann lofaði því líka að kalla herinn heim innan árs. Hann sagði þó ekki rétt að tímasetja það nánar. Jafnvel Ariel Sharon, er stjórnaði innrásinni í Líb- anon 1982 sem varnarmálaráðherra, hefur lagt til, að herinn verði fluttur þaðan einhliða og í áföngum. Víll ræða við Sýrlendinga Óánægja ísraelsks almennings með veru hersins í Líbanon eykst eftir því sem fleiri hermenn falla þar en sl. sunnudag féllu þar fjórir, þar af einn herforingi. Var hann borinn til grafar í gær. Barak kvaðst mundu hefja aftur friðarviðræður við Sýrlendinga, sem ráða mestu í Líbanon, og afla stuðnings annarra ríkja við alþjóð- legt gæslulið á landamærum ísraels og Líbanons. Sagði hann unnt að kalla herinn heim áður en hugsan- legum samningum við Sýrlendinga um Gólan-hæðir lyki en ísraelar tóku þær af þeim 1967. Harðlínumaður meðal Kosovo-Albana segir af sér Eykur heldur líkur á friðarsamningum Pristína, Kacanik. Reuters. ADEM Demaci, sá leiðtogi Kosovo-Albana, sem harðast hefur barist gegn væntanlegum friðar- samningum við Serba, sagði af sér í gær sem pólitískur fulltrúi UCK, Frelsishers Kosovo. Líklegt er talið, að það muni greiða fyrir friði í landinu. Talsmenn vestrænna ríkja og NATO ítrekuðu í gær, að gerðu Serbar sig líklega til sóknar í Kosovo yrði á þá ráðist umsvifa- laust. Demaci skýrði frá ákvörðun sinni á fréttamannafundi þar sem hann fordæmdi friðarviðræðurnar sem svik við óskir Kosovo-Albana um frelsi og sjálfstæði. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins lýsti Demaei í síðustu viku sem „einum helsta þröskuldinum í vegi friðar" og því þykir sennilegt, að afsögn hans verði til að auðvelda samninga. Virðast leiðtogar UCK vera að skipuleggja sig stjórnmála- lega með væntanlega samninga í huga og hefur einum þeirra, Hasim Thaqi, verið falið að mynda bráða- birgðastjórn fyrir Kosbvo og undir- búa kosningar. Lítill sáttatónn í Serbum Friðarviðræðurnar hefjast aftur í Frakklandi 15. þ.m. en ekki er enn ljóst hvort Serbar munu taka þátt í þeim. Milan Milutinovic, for- seti Serbíu, sagði í gær í viðræðum við bandaríska sáttasemjarann Chris Hill, að enn væri langt í samninga og gagnrýndi harðlega Reuters FÓLK, sem flýði átökin við Kacanik, undir plastduk í skóginum skammt frá. Hjálparstarfsmenn komu á staðinn í gær og fluttu fólkið, um 350 manns, í húsaskjói. fyrirliggjandi tillögur. Sagði hann, að „lokatillagan" myndi skera úr um hvort Serbar héldu áfram viðræðum. George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands, varaði Slobod- an Milosevic, forseta Júgóslavíu, við í gær og sagði, að flyttu Serbar mikið herlið til Kosovo yrði á það ráðist. Var hann þá að vísa til frétta um mikinn Uðsafnað Serba skammt frá Kosovo. Wesley Clark, yfirmaður NATO, lét svipuð um- mæli falla og sagði, að flugfloti bandalagsins væri í viðbragðs- stöðu. Átök voru í gær við bæinn Kacanik við makedónsku landamærin og þar hafa nokkur hundruð manns, einkum konur og börn, hafst við úti í skógi í tvo sól- arhringa. Flýði fólkið skothríð Serba en sumir kváðust ekki vissir um að lifa aðra nótt fyrir kulda. Grátbændi fólkið fréttamenn að hjálpa sér en síðar í gær tókst starfsmönnum hjálparstofnana að koma því til bjargar Arásir s á Irak hertar BANDARÍSKAR orrustuþotur gtrðu miklar árásir á hernaðarleg mannvirki innan flugbanns- svæðanna í Norður- og Suður-írak í gær en íraska stjórnin hét að beita áfram loftvörnum sínum gegn flugvélunum. Eru flugmenn- irnir frjálsari að því en áður að ráðast gegn loftvarnastöðvum, sem miða flugvélarnar út. Rúss- neska sfjórnin sagði í gær, að flug- bannssvæðin væru ólögleg sam- kvæmt alþjóðalögum og skoraði á Breta og Bandaríkjamenn að hætta árásum. Myndin er af rúst- um fjarskiptamiðstóðvar á Ain Zahla-olíusvæðinu í N-Irak en eyðilegging hennar getur dregið úr olíuútflutningi frá landinu. ¦ Markmiðið/21 Reuters Grimmileg morð á ferðafólki Kampala. Reuters. SKÆRULIÐAR frá Rúanda börðu og hjuggu til bana átta erlenda ferðamenn, sem voru komnir til Úganda til að fylgj- ast með fjallagórillum. Skæruliðarnir, sem eru af kynþætti hútumanna, rændu upphaflega 31 ferðamanni í fyrradag en slepptu 17 þeirra fijótlega. Héldu þeir inn í skóg- inn með hina 14 þar sem þeir drápu að minnsta kosti átta þeirra, fjóra Breta, tvo Band- aríkjamenn og tvo Nýsjálend- inga. Skæruliðarnir tilheyrðu áður vopnuðum sveitum í Rúanda, sem stóðu fyrir þjóðarmorðinu þar í landi. ¦ Ferðamenn/19 Embætti Starrs lagt niður? Washington. Reuters. BANDARÍSKA dómsmálaráðuneyt- ið hvatti í gær þingið til að endur- nýja ekki lögin, sem voru grundvöll- ur rannsóknar Kenneths Starrs á málefnum Bills Clintons, forseta Bandarfkjanna, og sambandi hans við Monicu Lewinsky. Lögin, sem sett voru 1978 með Watergate-málin í huga, áttu að tryggja óháða rannsókn á ásökunum, sem bornar væru á æðstu embættis- menn, en gildistími þeirra rennur út 30. júní nk. Pykja lögin meingölluð að sumu leyti og auk þess óþörf þar sem dómsmálaráðuneytið sé þess um- komið að rannsaka næstum allar hugsanlegar ávirðingar háttsettra manna. Rannsókn Starrs á Clinton-málun- um kostaði um þrjá miUjarða ísl. kr. og stóð í fjögur ár. í kjölfar hennar hafa þingmenn úr báðum flokkum gagnrýnt lögin harðlega og benda þeir á, að með þeim hafi saksóknur- um verið afhent næstum ótakmörkuð völd og ótakmörkuð fjárráð. Geti það verið hættulegt þegar um sé að ræða menn, sem hafi þrönga og jafnvel brenglaða sýn á viðfangsefni sitt. Talið er víst að lögin verði látin renna út á miðju sumri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.