Morgunblaðið - 03.03.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Náttúruverndarráð stendur fyrir fundi um vatnavernd
Miðla þekkingn um
flokkun vatnsfalla
Landmælingar
byggja starf-
semina á lögum
Morgunblaðið/RAX
HVÍTÁ neðan við Gullfoss.
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ stend-
ur fyrir opnum fundi um vatnavemd
í Ráðhúsi Reykjavíkur fóstudaginn
5. mars ki. 13-15.30. Á fundinum
munu tveii' fulltráar norskra yfir-
valda halda erindi og svara fyrir-
spumum um það hvemig Norðmenn
hafa staðið að flokkun vatnsfalla með
tilliti til virkjunar og verndar.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, for-
maður Náttúruverndarráðs, segir
að umræða um flokkun vatnasviðs-
ins hér á landi sé nauðsynleg til
þess að meta vemdargildi ákveð-
inna svæða og taka frá þau svæði
sem menn eru sammála um að verði
ekki nýtt.
„Einhver forgangsröðun er nauð-
synleg. í gömlum áætlunum er
reiknað með að nýta bæði Gullfoss
og Öskju en ég býst við að flestir
séu mótfallmr þeim hugmyndum í
dag,“ segir Ólöf Guðný og bendir
jafnframt á að þrátt fyrir að stjórn-
völd hafi ákveðið að rammaáætlun
til langs tíma um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma sem skuli lokið fyrir
árslok 2000, hafi ekkert komið fram
um framvindu verkefnisins frá því í
janúar 1998.
Grunnrannsóknir nauðsynlegar
Ólöf Guðný segir að miklar upp-
lýsingar vanti um sum svæði og að
þörf sé á grunnrannsóknum á nátt-
úru og lífríki þeirra. Því telji ráðið
vafasamt að virkja á slíkum svæð-
um en fjárveitingar til rannsóknar-
starfs séu því miður ekki miklar og
til dæmis mun minni en þær fjár-
veitingar sem orkugeirinn hefur yf-
ir að ráða til virkjanarannsókna.
Á fundinum munu Ole Skauge,
forstöðumaður Direktoratet for nat-
urforvaltning í Þrándheimi, og Hall-
var Stensby, yfírverkfræðingur frá
Norges Vassdrags- og Energidi-
rektorat (vatns- og orkustofnun),
flytja erindi um stefnu norskra
stjórnvalda í vatnavernd en flokkun
vatnsfalla var samþykkt af Stór-
þinginu 1984-1985. „Þeir munu
miðla þekkingu sinni og vonandi
getum við nýtt hana við þá flokkun
vatnsfalla sem fyrirhuguð er hér á
landi og allir virðast vera sammála
um að þurfí að gera,“ sagði Ólöf
Guðný að lokum.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Landmælingum íslands: „í Morg-
unblaðinu hinn 2. mars 1999 er sagt
frá því að stjórnendur Máls og
menningar ætli að leita allra leiða til
að fá gjaldskrá Landmælinga Is-
lands hnekkt. Dreginn er í efa
grundvöllur gjaldtöku og réttmæti
gjaldskrár stofnunarinnar og enn-
fremur að starfsemi Landmælinga
Islands brjóti í bága við ákvæði
samkeppnislagav Vegna þessa vilja
Landmælingar Islands koma eftir-
farandi á framfæri.
Landmælingar Islands byggja
starfsemi sína alfarið á gildandi lög-
um um stofnunina nr. 95/1997.
Vegna gjaldtöku þeirrar sem um er
fjallað í áðurnefndri frétt er byggt á
gildandi gjaldskrá nr. 21/1999 um
útgáfu og birtingu gagna frá Land-
mælingum íslands á prentuðu
formi, sem staðfest var af umhverf-
isráðherra hinn 6. janúar 1999 í
samræmi við ákvæði laga um stofn-
unina.
Þess ber einnig að geta að í fjár-
lagafrumvarpi fyrir árið 1999 er
Landmælingum íslands ætlað að
afla 56,7 milljóna króna í sértekjur
með sölu og afnotum á efni stofnun-
arinnar. Til þess að hægt sé að afla
þeirra fjármuna ber stofnuninni að
taka gjald fyrir sölu og afnot af því
efni sem hún hefur í vörslu sinni.
Stofnunin gætir hagsmuna ríkisins
á sviði höfunda- og afnotaréttar á
öllu því efni sem hún hefur eignast,
unnið eða gefíð út. Um höfundarétt
gilda að öðru leyti höfundalög nr.
73/1972, með síðari breytingum.
Varðandi þau gögn sem Mál og
menning hefur fengið afnot af sam-
kvæmt afnotasamningi sem undir-
ritaður var nýlega, þá eru það
kortagögn sem unnin eru af Land-
mælingum Islands. I 9. gr. laga um
landmælingar og kortagerð segir að
Landmælingum íslands sé heimilt
að veita afnotarétt af gögnum í
vörslu stofnunarinnar. Mál og
menning hefur óskað eftir því að
nota stafræn kortagögn sem unnin
hafa verið af Landmælingum Is-
lands til kortaútgáfu.
Slíkt leyfi hefur verið veitt og var
miðað við flokk nr. 2 í gjaldskrá
stofnunarinnar sem birt var í
stjórnartíðindum í býrjun janúar sl.
en þar segir orðrétt:
„Gjald fyrir útgáfu efnis sem end-
urgert er eftir efni frá Landmæling-
um Islands þegar um er að ræða:
Mikilsverðar breytingar án endur-
tekningar eða einföldunar. Birt efni
í endanlegri útfærslu sem inniheld-
ur 30-60% af kortagögnum, texta,
myndefni eða öðru efni frá Land-
mælingum Islands.
Gjald samkvæmt þessum flokki
er kr. 50 pr. útgefið eintak en Mál
og menning óskaði efth- og fékk
25% afslátt frá því verði á forsend-
um þess að um viðamikið verkefni
væri að ræða, stórt upplag, eða við-
varandi verkefni.
Án fyrrne/ndra kortagagna
Landmælinga Islands sem eru höf-
undarverk stofnunarinnar, gæti fyi'-
irtækið Mál og menning ekki gefíð
út kort sín og hefur það ekkert með
að gera hvernig verktaki fyrirtækis-
ins breytir litum eða útliti gagn-
anna. Vegna afgreiðslu útgáfu- og
birtingarleyfa vegna gagna Land-
mælinga Islands þurfa viðskiptavin-
ir að geta um hvar fyrirhugað er að
birta efnið og með hvaða hætti, í
hvaða upplagi, stærð og/eða mæli-
kvarða, slíkar upplýsingar eru for-
senda við ákvörðun gjalda.
Að lokum er nauðsynlegt að
árétta að með setningu gjaldskrár
Landmælinga íslands er einungis
verið að framfylgja þeim skyldum
sem LMI era settar í lögum og tek-
ur gjaldski'áin mið af því. Það er
ekki hlutverk stjórnenda Landmæl-
inga Islands að meta kosti og galla
þess að rfkið innheimti gjöld fyrir
þjónustu eða höfundarétt eða hvort
sala ríkisins á upplýsingum sam-
ræmist markmiðum einstaklinga
eða fyrirtækja. Slíkar ákvarðanir
era teknar af löggjafanum."
Ágreiningur Hafnarfjarðar og Kópavogs um lögmæti upptökugjalds vegna lóða
Dómur með fordæmisgildi
aldrei verið kveðinn upp
Lögmaður Hafnarfjarðar segir gjaldið
hvfla á veikum grunni
GUNNAR I. Birgisson, formaður
bæjarráðs Kópavogsbæjar, undr-
ast vangaveltur bæjarlögmanns
Hafnarfjarðar um lögmæti svo-
kallaðs upptöku- eða yfirtöku-
gjalds vegna lóða og telur að álit
hans sé byggt á röngum forsend-
um.
Að sögn Guðmundar Bene-
diktssonar, bæjarlögmanns Hafn-
arfjarðar, er upptökugjald lagt á
lóðir til að mæta kostnaði bæjar-
ins við að eignast það land sem út-
hlutað er undir lóðir fyrir íbúðar-
og atvinnuhúsnæði. Upphæð
gjaldsins fer eftir því hvað það
hefur kostað bæinn að eignast
landið, en gjaldinu er síðan deilt á
lóðarhafana. Hann sagði að þrátt
fyrir innheimtu gjaldsins væri
ekki verið að afhenda lóðirnar til
eignar, heldur væri bærinn að
leigja lóðirnar.
Óeðlilegir
viðskiptahættir
Guðmundur telur þetta hvorki
vera réttmæta né eðlilega við-
skiptahætti því leigjendum sé gert
að greiða lóðir fullu verði, en þurfi
síðan að leigja þær af bænum.
Hann sagði þetta vera sína skoðun
á gjaldinu en hann telur hana ekki
vafalausa. Hann sagði að gjaldið
hvfldi ,án efa á veikum grunni, þar
sem það stæðist tæpast lögmætis-
reglu.ín:
Að Áögn Gunnars hefur Kópa-
vogsbær innheimt upptökugjald,
eða yfírtökugjald eins og það
nefnist þar, í tugi ára. Hann sagði
álit bæjarlögmanns Hafnarfjarðar
byggjast á máli er viðkom inn-
heimtu yfirtökugjalds á húsi í
gömlu hverfi og að gjaldtökunni í
því máli hafi verið hafnað, þar
sem bærinn hafi ekki borið neinn
kostnað af því lengur. Hann sagði
að aðeins ætti að innheimta gjald-
ið einu sinni og aðeins af nýjum
lóðum.
Guðmundur sagði að ekki hafi
enn verið ákveðið hvort hætt yrði
að innheimta gjaldið í Hafnarfírði,
en að málið væri í athugun. Hann
sagði að dómur með fordæmis-
gildi í þessu máli hafi aldrei verið
kveðinn upp og því væri í raun
ómögulegt að segja með vissu
hvort gjaldið væri löglegt eður ei.
Hann sagði jafnframt að ekki
væri hægt að segja til um hvort
mikið yrði um endurkröfur á
hendur bæjarfélaga vegna gjalds-
ins, en réttur til endurkröfu fyrn-
ist á fjórum árum.
Innheimta
gjaldsins lögleg
Gunnar sagði að engin endur-
krafa hafí verið gerð á hendur
Kópavogsbæ enda hafi bærinn
fullan rétt til að innheimta gjald-
ið. Hann sagði að einhvern veginn
þyrfti að standa straum af kostn-
aði sveitarfélaga vegna landa-
kaupa og við að kaupa upp mann-
virki sem væru á löndum. Hann
sagði að yfirtökugjaldið væri leið
til að dekka þennan kostnað að
hluta og að sveitarfélögum væri
heimilt, samkvæmt lögum, að inn-
heimta gjaldið.
Kristín Hilmarsdóttir, fjár-
málastjóri Garðabæjar, sagði að
ekkert upptökugjald væri inn-
heimt í bænum heldur væru að-
eins innheimt gatnagerðargjöld.
Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, sagði að þar væri
heldur ekki innheimt upptöku-
gjald, heldur aðeins gatnagerðar-
gjöld. Sigurgeir Sigurðsson, bæj-
arstjóri Seltjarnarnesbæjar, sagði
að eins væri með mál farið á Sel-
tjarnarnesi en að ástandið væri
svolítið sérstakt þar, þar sem all-
ar lóðir væru í einkaeign. Guð-
mundur G. Gunnarsson, oddviti
Bessastaðahrepps, sagði að þar
væru lóðir einnig í einkaeign og
því ekkert upptökugjald inn-
heimt. Hann sagði að samkomu-
lag væri á milli seljenda og
hrepps um að hreppurinn annað-
ist sölu lóðanna fyrir eigendurna
og innheimti um leið gatnagerðar-
gjöld.
Yegagerðin
Þrjú tilboð
í land-
græðslu
ÞRJÚ tilboð bárust Vegagerð-
inni í landgræðslu á Vestfjörð-
um árið 1999 og áttu GH verk-
takar í Reykjavík lægsta boð,
rúmlega 814 þús., en kostnað-
aráætlun er um 970 þús.
Næsta boð átti Jón Ingi Sig-
ursteinsson, sem bauð rúma
milljón, en þriðja boð kom frá
Afreki ehf. á Flateyri, sem
bauð rámar 1,5 millj.
Fólk
Leyfi til
sérfræðistarfa
Jón E.
Gunnlaugsson
•SÆNSKA heil-
brigðisstjórnin
hefur veitt Jóni E
Gunnlaugssyni,
geðlækni í
Gautaborg, leyfi
til að starfa sem
sérfræðingur í
réttargeðlæknis-
fræði.
Hann er
kvæntur Jónu Irisi Thors og eiga
þau eina dóttur.